Vesturland

Árgangur

Vesturland - 15.06.1927, Blaðsíða 4

Vesturland - 15.06.1927, Blaðsíða 4
4 VESTUKLAÍMD. Frambjáðendur stjórnmálasamb. Skammkell. (Fundið í slóð ritstjóra Tímans.) Um leið og vér skýrum bænda- stétt landsins frá því, hverja mið- stjórn sambandsins hefir valið til að vera í kjöri fyrir bændastétt- ina við næstu kosningar, vilj- um vér biðja afsökunar á því, að vér getum ekki látið nöfnunum fylgja myndir af frambjóðendun- um. Astæðan er sú, að enginn þeirra, er myndir eiga af þeim, geta haft af þeim augun stundu lengur, og voru því ófáanlegir til að lána þær. Þótt ailir frambjóðendurnir séu nú sem stendur í fráum embættum, ýmist hjá sambandinu, stúkunni eða landsverslun, sanna ættartölur þeirra, að þeir eru allir af bænda- stétt. En til frekari tryggingar höfum vér látið stjórnarformann Búnaðarfélags íslands rannsaka þvag þeirra, og kom þá í ljós, að það var nær alveg ómengað bændaþvag með örlitlum alþýðu- keim, sem teljast verður bara til bóta. Refur Álfsson er fæddur á Þursaskerjum á Melrakkasléttu í fyrstu viku Þorra árið 1868. Fað- ir Álfs var Grímur Drangsson Refssonar Marðarsonar Torfason- ar í Krókum, og verður því ætt hans hiklaust rakin til Krókarefs. Móðir Refs var Gríma Kálfs- dóttir Úlfssonar Illugasonar klunna en hans kona var Hrafnhiidur, er var vinnukona hjá Jóni sýslu- manni og sagnfræðingi Espolín. (Ekki hefir Refur þó viljað bera Espolínsnafnið þó að mætti). Refur bjó fyrst á Moldhaugum eu síðan á Afreksstöðum. En þar misti liann flestar skepnur sínar og fluttist þá í Alviðru og hefir búið þar síðan og korniö vel upp skepnunum. Mikils álits hefir Refur notið hjá þeim, sem fundið hafa mann- kosti hans. Er það til marks, að þegar fangavarðarskifti urðu í Reykjavík síðast, vildu allir þeir, seni verið höfðu undir stjórn fangavarðar, að Refur tæki við þeirri stöðu. Sögðu þeir sem var, að mikil nauðsyn væri á, að góð samvinna væri milli yfirmanna og undirmanna. En allir hinir, sem enga sérþekkingu höfðu í svona málum og aldrei liöfðu undir mannahendur komist, risu önd- verðir gagn þessu, og tókst íhald- inu þar sem oftar að koma í veg fyrir viðgang verklegrar menning- ar. Refur er farsælasti, djúpvitrasti og besti maður flokksins. Hann er elskaður og virtur af öllum. Glaumur Valdason er fæddur i Keldu nokkru fyrir aldamótin (Artalið man hann ekki með vissu) VaidL faðir hans var Bjarnarson Grímssonar Bjarnarsonar Sölva- sonar Bjarnarsonar. Má rekja ætl hans til stórmennis Sturlungaald- ; arinnar og þaðan til stórmennis | sögualdarinnar alt til Bjarnar þess, er var í fylgd með Kára Söhnund- arsyni, og við sjálft lá, að allir Síðumenn mundu fúna fyrir. Glaumur var settur til menta og hefir hann verið víða seltur síðan, þar á meðal í margar á- byrgðarmiklar stöður, þó eigi hafi hann fengið þær að reynslu- tíma loknum. Veldur því mest að hugur hans hefir hallast meir og meir að búskap, einkum áburðar- vísindum og húsdýrahjúkrun. Er hann löngu þjóðkunnur fyrir hvort- tveggja. Glaumur talar svo vel að fáir standast ræður hans. Er því lík- ast sem eldingu slái niður í þing- salinn, þegar hann tekur til máls; leita flestir þingmenn þá til dyra. Glaumur er farsælasti djúpvitr- asti og besti maður flokksins. Hann er elskaður og virtur af öllum. Kollur Janusarson er fæddur í Litla-Svínadal árið 1873. Janus faðir hans var Bótólfsson Andrés- sonar og Jóhönnu, sem komin var í beinan karllegg frá ingibergi spaka. Móðir Kolls var Ólöf dótt- ir Jóns á Þönglabakka, þess er fór til Ameríku með alt sitt góss, og svo var mikils nietinn í sinni sveit, að hreppstjórinn fylgdi hon- um til skips og greiddi fargjald allrar fjölskyldunnar. Þegar Jón fór vestur, var mærin Ólöf ekki fædd, og varð eftir hjá vinnukonu Jóns er verið hafði: Þegar Kollur varð fulltíða mað- ur fluttist hann að Þönglabakka og fór að búa. Álitu þó margir að hann hefði verið vel fallinn til lærdóms, en hann elskaði land- búnaðinn framar öllu öðru, og hafnaði hans vegna hinni glæsi- legu framtíð. KoIIur hefir haft mörg opinber störf með höndum, og hefir því öllu verið troðið upp á hann, en hann ekki sóst eftir neinu. Hann gekk í Góðteniplarastúku l'yrir 30 árum og hefir setiö þar í mörgum stórembættum. Hann var einn af stofnendum ungmennafél. Þöngla- bakkasóknar og hefir tvisvar átt sæti í stjórn þess. Þrjú áf hefir hann verið í sóknarnefnd Þöngla- bakkasóknar og verið meðhjálp- ari öll árin. Árið 1919 var hann varasýslunefndarmaður og mætti á sýslufundi og var kosinn í nefnd. (Það er röng bókun, er hann er ialinn siðastur í nefndinni. Hann var kosinn fyrstur). Og árið 1920 vantaði aðeins 2 atkvæði til að hann væri kosinn til að mæta á Fiskiþingi íslands. Hér hefir verið stiklað á stóru iim starfsemi Kolls, en þó er það stærsta eftir, því árið 1923 var iiann kosinn þingmaður. Á þingi hefir Kollur verið mikils metinii. T. d. hefir hann nú í iamfleytt tvö ár átt sæti í sjávar- útvegsnefnd, enda á hann ekki 'angt að rekja ætt sína til þeirra, ;em skarað hafa fram úr á sjón- um, því Jónas föðurbróður hans var giftur Kötlu systur Jórunnar, >em var ráðskona hjá Jóhanni .öður Þorgrítns Jóhannessonar aflakonungs íslands. Kollur er farsælasti djúpvitrasti og besti maöur flokksins. Hann er elskaður og virtur af öllum. Framli. MúsmæðFaskólinn á ísafirði tekur til starfa 1. október n. k. Námsskeiðin veröa Ivö, fjórir mán- uðir hvort. Námsgreinar: Matreiðsla, þvottur, hreingerning herbergja, nærinnarefnafræði, heilsufræði, útsaumur og baldering. Heimavist er í skólanum. Mánaðargjald 90 kr. er borg- ist fyrirfram. Hver nemandi hafi með sér rúnifatnað qg allan klæðnað. Lækn- isvottorð verður hver nemandi að sýna, við inntöku í skólann. Umsóknir séu komnar fyrir 1. okt. og stílaðar til Skólanefndar Húsmæðraskólans, eða til undirritaðrar sem gefur allar nánari upp- lýsingar. ísafirði 23. maí 1927. Kristín Sigurðardóttir. Alt á að seljast upp! Tækifærisverð á: YTRI FATNAÐI, RYK-KÁPUM, BORÐDÚKUM, MANCHETTSKYRTUM, GÚMMÍKVENKÁPUM og SKÓHLÍFUM, karla, kvenna og unglinga. Allar nauðsynjavörur seldar meö lægsta verði eftir vörugæðum. Virðingarfylst. G. B. Gfuðmundsson. Eg reyki bara Spyrjið kaupmann yðar eftir þeim. Fást 1 heildsölu hjá Natlian & Olsen. !••••!••••< Til leigu 1 stofa fyrir einhleypan. Geta líká fylgt mublur. Maris Gilsfjörð. Skilvinduolía. Besta tegund aðeins á 1 krónu flaskan. fæsl í Apótekinu. Gamlir Ísfirðingar Biðjið Áfengisverslun ríkisins fyrst og fremst um sherry, portvín og madeira frá KJÆR & SOMMERFELDT, kgl. hirðsala, Kaupmannaiiöfn. Tækifæriskaup. Af sérstökum ástæðum verða 80 pör kvenstrigaskór gráir og brúnir með ristabandi og háum hælum, seldir á kr. 3.80 og 4.80. Versl. BJÖRNINN. Skipabrautin. í fjarveru minni veitir Eggert B. Lárusson skipasniíðastöðinrii forstöðu. Bárður G. Tómasson. Fyrirliggjandi: Ljósaolíur, Eldsneytisolíur, Smurningsolíur „Rojol“, Benzín, Koppafeiti, Mótortvistur, hv. & misl. Ólafur Guðmundsson ísafirði. Slmn ; Arctic. Slmi 111. Þvottur strauning. María frá Kirkjubæ Sundstr. 23. Þvottur og strauning. Kristín Friðriksdóttir Sundstrœti 29. Kaupi vorkópaskinn háu verði. Halldór B. Halldórsson,

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.