Vesturland


Vesturland - 08.07.1927, Blaðsíða 1

Vesturland - 08.07.1927, Blaðsíða 1
VESTURL ND Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. ísafjörður, 8. júlí 1927. 24. tölublað. Ósannindi hrakin. Haraldur Quðmundsson 'segir í ræðu þeirri er, hann birtir í Skutli 24. f. m. að það sé stefna íhalds- ins að margfalda tolla á nauð- synjavörum. Þessu til sönnunar vitnar hann í tvenn tolllög, sem sett voru á þinginu 1924. Önnur þessi lög eru um 25% gengisviðaukann, hin eru verðtollslög. Er nú best að rekja sögu þessara mála og afskifti íhaldsflokksins af þeim. bað er þá fyrst fram að taka, að hvorug þessi tollhækkun er borin fram af íhaldsflokknum, því síður af núverandi stjórn. Frum- varpið um 25% gengisviðaukann er borið fram af fyrverandi stjórn. Málið varð ekkert flokksmál. Allir þingmenn sáu og sannfærðust um þörfina fyrir auknar tekjur til handa. ríkissjóði. En nú er, að at- huga á hvað þessi gengisviðauki lagðist og hvern 'rétt hann átti á sér. Þessi viðauki féll á alla inn- flutningstolla en þeir eru vöru- tollurinn og tollur á svo kallaðri munaðarvQru. Skyldi nú fyrir hverja 4 aura i þessum tollum innheimta 5 aura. Þessi fimtungur skyldi bera upp verögildislækkun krónunnar. Hvaða ástæða var nú til að auka tolla og þá þessa tolla frek- ar en aðra? því er fljót svarað. AHir þeir, sem einhvern snefil af ábyrgðartilfinningu hafa vita það, að ekki hlýðir að heimta lát- laust gjöld úr ríkissjóði án þess honum sé séð fyr-ir tekjum. Skulda- súpan var orðin geigvænleg, og einhvers staðar varð féð að fást. En að hverju leyti var réttara að hækka tolla á innfluttum vörum heldur en t. d. útflutningsvörum. Á því stendur þannig, að inn- flutningstollarnir eru miðaðir við efnismagn — þyngd«eða rúmmál — en ekki við verðmæti. Þannig greiddist sama krónutala og áður af þeim hlutum, sem höfðu þre- faldast og fimmfaldast í verði vegna lággengisins og verðhækk- unar. Tollar þessir höfðu því í raun og veru lækkað mikið, þar sem þeir nú voru eins að krónutali og áður var, þó verðgildi krón- unnar hefði lækkað um meir en helming. 25°/0 hækkunin svaraði því hvergi nærri til þeirrar raun- verulegu lækkunar sem orðin var með verðgildislækkun peninganna. Þetla var á alt annan veg með útflutningsgjöldin. Þau voru mið- uð við verðmæti. Þannig varð út- flutningsgjald af einu skippundi af fiski af sjálfu sér þrefalt hærra að krónutali, þegar fiskurinn seld- ist fyrir krl 180 skpd., heldur en er það seldist fyrir 60 kr. Nú ski/ja menn væntanlega hvers vegna gengisviðaukinn féll á innflutningsgjöldin frekar en aðra tolla. En ni'i skal athuga af- skifti íhaldsflokksins og stjórnar- innar af þessu máli. Eins og áður er fram tekid, átti flokkurinn og núverandi stjórn engan þátt í flutningi þessara toll- breytinga. Er það ekki sagt í- haldsflokknum til hróss, því breyt- ingarnar voru bráð nauðsyn og að tiltölu við önnur tollög mjög vægilegar. Málið varð ekkert flokksmál og náði samþykt með samhljóða atkvæðum í Ed. og 19 gegn 4 í Nd. Fyrstu afskifti í- haldsflokksins af þessu máli voru þau, að á þinginu 1925 bar stjórn- in fram tillögu um að fratnlengja lögin óbreytt um eitt ár. Astæðan sama og áður: að tryggja fjárhag ríkissjóðs, enda var gengi krón- unnar enn svo lágt, að skattgjald- ið svaraði ekki til gullgengis enn. Á þinginu 1926 er það sýnt, að stjórninni hefir tekist að tryggja fjárhag ríkissjóðs. Það fyrsta, sem þingið þá gerir er að létta skatt- ana. Fjárhagsnefnd neðrideildar ber þá fram í samráði við stjórn- ina tillögu um að fella þá þegar, 1. aprfl, algerlega niður gengis- viðaukann á öllum vörutolli. Þar á móti skyldi hann haídast um sinn á svo kölluðum tollvörum. Sámdægurs, eða rétt um sama leyti, ber einasti alþýðuflokksþing- maðurinn, Jón Baldvinsson, fram annað frumvarp um þennan geng- isviðauka. Er þar lagt til, að hann lækki á öllum vörum 1. júlí það ár niður í 15% og hverfi allur um næstu árarnót. í þessum tveim tillögutn eða frumvörpum kemur fram greini- legur stefnumunur. íhaldsmenn vilja og fá framgengt, að 1. apríl 1926 er gengisviðaukanum létt af nauðsynjavörum, þeim vörum, se,m allir verða að nota, og fjölskyldu- maðurinn mest. Þeir tollar nálgast mest að vera nefskattur. Einasti „aIþýðu"foringinn, sem þá sitiir á þingi, vill engan grein- armun gera í þessu sambandi á nauðsynjavöru og óhófsvöru. Hann vill að tollauki þessi standi ó- breyttur þrem mánuðum lengur, en fari þá smálækkandi og nauð- synjavaran beri til enda jafnháan gengisviðauka og aðrar innflutn- ingsvörur. Hver eru þá afskifti íhalds- manna af þessum gengisviðauka? Þau, að þeir fá honum létt af nauðsynjavörum algerlega, og það sem undarlegast er, er það, að þar varð engin mótstaða um, nema frá einum manni: fulltrúa „alþýð- unnar", sem ekki vildi gera aðal- þurftarvörum „alþýðunnar" sinnar hærra undir höfði en óhófsvörum sem aðallega eru notaðar af slæp- ingjum og hálaunuðum lýðskrum- urum. Verðtollslögin eru borin fram af fjárveitinganefnd Nd. á þinginu 1924. Efni þeirra laga er það, að 20% verðtollur verði innheimtur af þeim vöruni, sem taldar eru í 3., 6. og 7. flokki 1. gr. vörutolls- laganna. í þeim flokkum eru að- allega þær vörur, sem almenning- ur helst getur án verið, t. d. ó- hófsvörur allskonar. Allir aðrir flokkar vörutollslaganna cru und- anþegnir tollinuin, og einhig úr þessum þrem flokkum margar þær tegundir, sem almenningur getur síst án verið. Á þinginu 1925 er verðtollslög- unum breytt að miklum mun. Þá eru yörurnar, sem tollurinn fellur á, flokkaðar niður. Hæstur tollur, 30% fellur á þær, sem eru mest- ar óhófsvörur, næsti flokkur toll- ast með 20% og þriðji og lægsti með 10%. Allmörgurn tegundum er áður voru tollaðar er nú alveg slept. i þessu frv. til br. á lögunum er tekið fram, að 1. mars 1926 skuli tollar þessir lækka þannig: 3o°/o tollurinn niður í 20%, 20% tollurinn niður í 15% og 10% tollurinn niður í 5°/ö. Á þinginu 1926 verða enn þær breytingar á þessum lögum, að þá eru margar tegundir leystar alveg undan tolli, en hinar, sem eftir eru tollaðar með 10--20% af verði, eftir því hve miklar ó- hófsvörur eru. Þegar lög þessi voru samþykt, voru þau ekki meira ágreinings- efni í þinginu en svo, að í nd. var aðeins eitt atkvæði móti þeim í fyrra sinni, en tvö er þau urðu að lögum. í ed. g'reiddi euginn atkv. á nióli þeim. Menn sjá nú af því setn hér er sagt og alt má lesa í þingtíð- indunum, liver afskifti íhaldsflokk- urinn og núverandi stjórn hefir haft af þessum tvennum lögum sem Haraldur Guðmundssón er að reyna að sverta flokkinn með. Hvorug eru þau borin fram af flokknum eða stjórninni, e.n nær alt þingið hefir goldið þeim já- kvæði, ekki kanske sem stefnu- máli, heldur sem óhjákvæmilegu úrræði til að rétta við fjárhag rík- isins. En íhaldsflokkurinn hefir gengist fyrir og framkvæmt stór- feldar breytingar á þeim, þannig að þesáu skattagjaldi er nú létt af flestu því sem fjölskyldumenn og fátækari hluti þjóðarinnar má ekki án vera, en hvílir nú að mestu á glisvarningi og munað- arvöru, þeim vörtuii, sem efna- menn og óhófsseggir aðallega kaupa. Svo kemur Haraldur Guðtnunds- son og segir: „Nefskattarnir, skerðing alþýðu- træðslu, skólagjald og margfald- aðir tollar, þetta eru gjafirnar, sem íhaldið ætlar almenningi." Og enn fremur: „Það þarf býsna mikil brjóst- lieilindi til þess að fiytja tillögur um svo stórfeldar ívilnanir á skatt- greiðslum á sama þingi, sem toll- álögur eru margfaldaðar ánauð- synjum og þurftarvörum almenn- ings, og reynt að bæta þar ofan á nefsköttum og klipa ríflega af allri alþýðufræðslu". (Leturbr. hér.) ^ Annað tveggja er maðurinn fá- gætlega illa að sér í þingmálum, eða hann er furðu djarfur ósann- indamaður. ísfirskir kjósendur ættu sem flest- ir að líta yfir gang þessara mála í þingtíðindunum. Það er fljótgert. Við það verður þeim kannske ljóst hvað ein reykvísk landeyða ber mikla virðingu fyrir viti og þekk- ingu þeirra, er hún vill fleka til að koma sér á þing. Fundahöld. Fundur á Jísafirði. Þingmálafundur var haldinn hér s. 1. laugardagskvöld. Boðuðu báðir frambjóðendurnir til hans. Fundarstjórar voru tveir, þeir Matthías Ásgeirsson tilnefndur af sr. Sigurgeir og Eiríkur Einars- son tilnefndur af Haraldi. Var allur viðbúnaður á þá leið, að höfuðorusta mundi standa, en úr því varð þó minna en við mátti búast, því fundinum var slitið þegar fjðrir menn aðeins höfðu talað, hver einu sinni. Fundurinn stóö setn sé aðeins 41/, tíma — frá 8™—1, ^ Síra Sigurgeir Sigurðsson tók fyrstur til máls. Lýsti hann því yfir, að hann byði sig fram utan flokka. Sagðist þó aðhyllast ýmis- leg atriði í stefnumálum hinna andstæðu flokka, svo sem mann- úðarstefnu þá, sem jafnaðarmenn fylgdu, þar sem þeir væru komnir til þess þroska, að losa sig við pólitískt samneyti og áhrif frá kommunistum, en stefnu þeirra, kommunistanna kvaðst hann vera gjörsamlega andvígur. Þá lýsti frambjóðandi fylgi sínu við breytingar þær á stjórnarskip- unarlögunum, sem samþykt voru á síðasta þingi og valdið hafa þingrofi og þessum kosningum. Þessu næst talaði frambjóðand- inn uni fjármálin og atvinnumálin, svo og verklegar framkvæmdir þess opinbera á síðustu árum. Bar hantt saman þá óreiðu, sem orðin var á fjármálum landsins áður núverandf stjórn tók við völdum, þegar skuldir uxu daglega og stjórnin gat ekki staðið í skil- um við starfsmenn sína og varð að slá sér bráðabyrgðalán til þess að Ijúka lögboðnum gjöldum og

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.