Vesturland

Árgangur

Vesturland - 31.01.1931, Blaðsíða 1

Vesturland - 31.01.1931, Blaðsíða 1
/ VESTURLAND VIII. árgangur. tsafjörður, 31. janúar 1931. 4. tölublað. 1 Gudpún Jónsdóttip í Æðey. Hún var fædd í Fremri-Arnar- dal 25. maí 1852, dóttir bóndans þar, Jóns Halldórssonar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. í Arnardal er fegurst sólarupp- koma á íslandi. Það er eins og sólin sé að koma heim úr lang- ferð, er hún kveður dyra í Djúp- mynninu, svo vandar hún kveðjur hverjum titidi og hverri hæð. Þeir, sem alast á þessum slóðum, eiga þess kost að læra að fagna sól- arupprás og bera göfugmannlega sólsetur í lífinu. — Guðrún dvaldi í föðurhúsum, þar til hún var 19 ára. Þá fluttist hún til Æðeyjar, og dvaldi þar síðan þau 60 ár, cr hún þá átti ólifað. Vorið 1872 giftist Guðrún Guð- mundi Rósinkarssyni i Æðey. Voru þau fyrsta árið hjá foreldrum Guðmundar, Rósinkar Árnasyni og Ragnhildi Jakobsdóttur, en vorið 1873 tóku þau við staðfestu gömlu hjónanna þai í Æðey, og reistu bú. Voru efni lítil fyrst til búskapar á svo stórri jörð, er hvorugt hjónanna hafði grætt fé á eigin hönd né tekið arf. En eigi varð búskapur fyrir þá sök umsvifaminni né léttari. Væri það verkefni, þó hér verði lítt tæmt, að bregða upp mynd af búsýslu á slíku stórbýli. Gæfi það hug- mynd um verkahring húsfreyjunn- ar í Æðey þau sextíu ár, er hún stýrði þar búi. Æðey er dýrst lögð jarða á Vestfjörðum. Er og eftir því um- svifameiri búskapur þar en á öðr- um býlum, jafnvel þó stórbýli séu. Eyjan sjálf er geysimikil, og upp- land slíkt hið sama. Æðarvarp er þar mest, eða næst mest, á íslandi á einum stað. Útræði var og það- an stundað, og skelfisktaka mikil við eyna. Þau Æðeyjarhjón stunduðu jöfnum höndum landbúnað og út- veg, höfðu margt sauðfjár og gripa, og að staðaldri fjögur skip fyrir landi. Var þrem róið þar frá eynni haust og vor, en einn sexæringur gekk frá Bolungavík. í Æðey var að staðaldri um 30 manns í heimili, en yfir haust- og vorvertíðir um 50 manns, auk útróðrarmanna, er þar höfðu ver- búðir. Gestkvæmt var þar setn í kaupstað, og hafa það sagt mér, þeir sem vel máttu vita, að þar hafi hverjum gesti verið unninn beini, líkt og hann væri þar í vinakynni eða úr heiju heimtur. Gestur fer þar aldrei einn sainan, það eru skipshafnir, og oft fleiri en ein í sama mund. Mun við hafa borið, að næturgestir voru ekki færri en 20 þar í Æðey. „Hljóður er barnlaus bær“. Merking þessara orða þekktist ekki í Æðey. Sjálfum varð þeitn hjónum 13 barna auðið, en þau börn, sein voru þar á fóstri eða i dvöl um lengri eða sketnmri tíma, verða varla talin í fljótu bragði. Kunnugir hafa sagt mér með sannindum, að í búskapartíð Guðrúnar hafi sjaldan eða aldrei verið á Æðey færri en 10 börn innan fermingaraldurs. Þannig var að fyrirferð heiniil- ið, sem Guðrún stjórnaði í 60 ár, fyrst með manni sínutn hálfan fjórða áralug, en síðan ekkja, með yngstu börnum sinum, í hálfan þriðja áratug. Dagsverkið er ekki hversdagslegt, en verður þó ekki verðlagt af öðrum en þeim, sem þekkja gildi þess, þekkja hvetnig leyst var úr hverju efni, hvort heldur mæta var meðlæti eða tjóni. Guðmundur Rósinkarsson lézt í Æðey 26. tnaí 1906. Þeim hjón- um hafði orðið 13 barna auðið. Létust 4 þeirra í æsku, en hið fimmta, Rannveig, lézt fulltíða. Átta eru enn á lífi: Rósinkar, bóndi á Syðri-Haga í Eyjafirði. Jakob, húsmaður á Flateyri. Ellsabet, gift Jónasi Jónassyiii útgerðarmanni í Æðey. Guðjóna, gift Lárusi Guðnasyni verzlunarmanni á ísa- firði. Ragnhildur, gift Lopti Gunn- arssyni kaupm. á ísafirði. Yngstu systkinin þrjú : Halldór, Ásgeir og Sigríður, hafa staðið fyrir búi með móður sinni, og ekki farið að heiman. Guðrún í Æðey var lítil kona vexti. Þó urðu menn að lita upp til hennar, og þeir sem áttu tal við hana gleymdu henni ekki. Hún lifði taltaf í fjölmenni, og var þar saman komið ýinsra hátta Jarðarför Guörúnar Jónsdóttur í Æðey fer fram í Ögri, að öllu forfallalausu, laugardaginn 7. febiúar næsíkomandi, og hefst með húskveðju að heimili hinnar látnu kl. 11 f. h. Börn hinnar látnu. fólk, eins og gerist I stórbúum. En allir voru prúðmenni í hennar návist. Börn hennar og tengdamenn þjónuðu henni með dýpstu virð- ingu; slíkt hið sama allir þeir, sem dvalið höfðu í Æðey Iang- vistum. „Vini sínum skal maðr vinr vesa, þeim ok þess vinar“. Þessi lögmálsgrein Hávamála var meðfætt aðalsmark á skap- ferli húsfreyjunnar í Æðey. Hún var skapgöfug kona og mældi ekkert á þumlúngsmælikvarða. Sigurður Kristjánsson. Ávarp til Hvítbekkinga. Á siðastliðnu ári hefir alþýðu- skólinti á Hvítárbakka starfað í aldarfjórðutig. Á vori komanda hættir skólinn starfsetni á Hvítár- bakka og flyzt I ný húsakynni í Reykholti. Stofnfundur sambands gamalla nemenda skólans, sem haldinn var á Þingvöllum þ. 26. júnl s. 1. ákvað að beita sér fyrir þvi, að gefið yrði út rit til minn- ingar um skólann. Stjórn sam- bandsins hefir nú ákveðið, að gefa ritið út, ef nægileg þátttaka fæst. Er ætlað að ritið verði um 5 arkir í stóru broti og prýtt mörgutn myndunt. Verðið er áætl- að kr. 5.00. Gert er ráð- fyrir að fyrv. og núv. kennarar skólans og aðrir aðstandendur hans riti nál. tvær arkir minningarritsins; aðrar tvær arkir eru ætlaðar nemendum skól- ans, göntlum og núverandi; mynd- i: frá Hvítárbakka og skólalifinu þar munu fylla æina örk. Nú eru það vinsamleg tilmæli vor til nemenda skólans og kenn- ara frá upphafi vega hans, að þeir sendi oss til birtingar I rit- inu stuttar greinir, endurminning- ar eða kveðju í bundnu tnáli eða óbundnu. Er nauðsynlegt, að handritin séu komin til núverandi skólastjóra, Lúðvígs Guðmunds- sonar, eigi síðar en síðasta vetr- ardag, þ. 22. april, en þann dag verður skólanum slitið að fullu að Hvítárbakka og jafnframt hald- inn aðalfundur í sambandi gam- alla nemenda. Vegna skólaslitanna og fundar- ins er í ráði að taka skip á lcigu og fari það frá Reykjavík að tnorgni dags þann 22. apríl og bíði fundarmanna í Borgarnesi og haldi þaðan lil Reykjavíkur næsta morgun. Allir þeir, er óska að eignast minningarrit skólans, Hvítbekk- ingar og aðrir, eru vinsatnlega beðnir að tilkynna skólasljóranutn það fyrir lok þesSa skólaárs, því að endanlega ákvörðun um ritið er eigi hægt að taka fyr ett ljóst er orðið, hve þátttakan verður al- menn. Ennfremur er æskilegt að þeir, er hafa í hyggju að koma til skólaslitanna og sækja sambands- fundinn, tiíkynni skólastjóranum það með nokkrum fyrirvara og geti þess um leið hvort þeir komi um Reýkjavík. Hvitárbakka 13. janúar 1931. F.li. Neinendasamb. alþýðuskHa Borgarlj. Lúðvíg Guðmundsson skólastjóri. Eiríkur Albertss. Fr. Þorvaldsson preslur að Hesti. liafnarv. í Borgarn. ) Frá síðustu íjallleitum. Margt er nú skrafað utn hið stóra nýíenga lán, setn tekið var fyrir skömmu. Lánið, sem landsstjórnin okkar tók, og setn hún altaf var að stagast á að ætti að fara til bless- aðra íslenzku bændanna, sem ald- rei hefði verið trúað fyrir eyri hingað til. — Já, nú skyldu þeir svei mér fá auraráð, núna í kreppunni svona rétt fyrir kosn- ingarnar. Þeir eru langminnugir, og þeir munu ekki verða búnir að gieyma því á kjördegi, þá skildu þeir fyrst fá tækifæri lil að þakka ai rana. En ekki komu þessi heimsins gæði fyrirhafnarlaust, fremur en flest annað, og langur tildragandi varð að því að ná þessu. Bænd- urnir, sem eru að eðlisfari spur- ulir, setn títt er um þá, sem búa afskekt, og eigi síst þá eitthvað er á ferðinni, sem þeitn var við- komandi. Þeir þurfa því margs að spyrja um þessar mundir. Þetta var mest utn rætt um leitirnar í haust. Varð því umtalið satn- tvinnað fjárheimtunum heima fvrir og varð það alinent fært í þenn- an búning á vörum manna á milli:

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.