Vesturland

Árgangur

Vesturland - 31.01.1931, Blaðsíða 3

Vesturland - 31.01.1931, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 Bátstapi. Nýlega hvarf báturinn „Geysir“ á Flateyri í Önundarfirði, eign Sveins Jónssonar Veðrará o. fl. Hríðarveður var þessa nótt, hefir bátsins verið leitað víða, en ekki fundist enn þá, ólíklegt talið að hann hafi rekið til hafs. Mentaskólinn í uppnámi. Það, sem sýnir allra hluta ljós- ast, fyrir hvaða stefnu islenzka ríkisstjórnin berst, sérstaklega dómsmálaráðherrann, er skipun kennara og forstöðumannna við skóla, Öllum er nú orðið það ljóst, að verið er að gera skóla landsins að pólitískum uppeldis- stofnunum, en eftirtektarvert er það, að í þessar stöður eru Tíma- menn því aðeins skipaðir, að ekki sé vöi á sósíalista eða kommún- ista. Tímamenn eru yfirleitt ekki gáfaðir tnenn, en þenrian einfalda og augljósa sannleika ættu þeir að sjá, því þar er ekki dult tneð farið. Það átti að vinna mikið fyrir rauðu stefnuna hér á landi, þegar kommúnistinn Pálmi Hannesson var skipaður rektor Mentaskólans. Nú skyldu fræðin kend hinum uppvaxandi mentamönnum, svo mentamenn landsins fylgdu ekki Iengur óskiftir sjálfstæðisstefnunni. En nú er að kotna í ljós, að fleiri eiginleikar eru skólastjóra nauðsynlegir en þeir, að hann sé „rétttrúnaðarmaður" í pólitík. Það er sem sé fram komið, sem vænta mátti, að Pálmi Hannesson er alls ekki þeim vanda vaxinn að stjórna hinum Almenna Menta- skóla, auk þess sem hanti skortir til þess lærdóm að vera þar í æðstu kennarstöðu. Nýlega varð alvarlegt uppnám í skólanum. Átti út af þvi að reka tvo nemendur 6. bekkjar, en bekk- urinn lýsti þá yfir, að allir nem- endur I 6. bekk ntundu fara úr skólanum, ef þessu færi fratn, en fellt var tneð 105 atkvæðum gegn 4 á nemenda fundi að ganga að þeim skilyrðum er skólastjóri setti. Kúgutiarreglur þær, sem ríkis- stjójnin hefir sett skólanemendum hér á landi og auðvitað eru í samræmi við lýðkúgunarstefnu þeirra Tímasósíalisfa, ætla ekki að gefast vel I skólunum. Unga fólkið fellir sig ekki við þræls- hlekkina. Þessi ólga í Mentaskólanutn er líklegt að lægist að þessu sinni. Má það ráða af því, að rektor hætti við að loka skólanutn um stundarsakir, sem hann hafði ráð- gert. Eu þó friður komist á að þessu sinni verður það aðeins stundarfriður, og mun svo tneðan óhæfur rektor og óhæfar skóla- reglur eru við lýði. Frá IsaíipdjL. Jarðarför Quðrúnar Jónsdóttur i Æðey fer fram í Ögri 7. febrúar n. k. ef veður leyfir. Djúpbáturinn flyt- ur fólk héðan til Æðeyjar og leggur af stað kl. 8 að morgni. Bókasafn isafjarðar. Ritaakaskrá XII. Tucholsky, Kurt: Mit 5 Ps (á þýzku) 04 Tu 23 m. Andvari 54. árg. 05 An 60, 54. Eimreiðin, 32.—35.. 4 bækur 05 Ei 65, 32—38. Iðunn, 10.—13. 4 bækur 05 Ið 88, 10—13. Skírnir, 1929—'30 2 bæknr 05 Sk 40, 1929—'30. Adler, Alfred: Menneskekundskab 13 Ad 42 tn. Eriksen, R.: Erotikk og livsanskuelse 15 Er 58 e. Eskeland, Lars: Þeresa Neumann 15 Es 53 þ. Næsgaard; Psykoanalyse. Seksualitet og lntelligens 15 Næ 85 p. Gangleri, I.—III. ár, 3 bækur*) 17 Ga 41 1—III. White: Frá ræðustóli náttúrunnar 21 Wh 36 f. Mohr: Menneskeavlen under kultur 33 Mo 27 m. Ferðafélag íslands: Árbók 1929 36 Fe 75 á ’29. Sama: — 1930 Brekke, Marie: Fra skog og mark Sama: Livet i naturen Rasmussen, V.: Forskolebarnet Skólablaðið, 9. árg. Sama 13. — Vörður. Málgagn barnakennara I. Nielsen, A. Kr.: Jordens Erobring II Lindroth: Island, motsatsarnas ö 36 Fe 75 á ’30. 37 Br 42 f. 37 Br 42 e. 37 Ra 73 f. 37 Sk 51, 9. 37 Sk 51, 13. 37 Vö 99 I. 40 Ni 33 j II. 42 Li 56 i. *) Tveir fyrri árg. voru áður skráðir, en höfðu lenl i rang- an flokk. Goldschmidt, A.: Die dritle Eroberung Amerikas. Bericht von einer Pan- Amerika-Reise 46 Go 37 d. Sverdrup, O.: Under russisk Flag 49 Sv 29 u. Bugge, Andr.: Husbygningslære I.—111. 69 Bu 26 h I,—III. 82 Ba 45 h. 82 Bo 33 i. 83 Lo 83 á. 82 Ó1 41. 82 Qu 45 s. 82 Sa 15 á. 82 Úr 91. 3 bækur Ballestrem: Hvítu dúfurnar, s. Bojer: Insta þráin, s. Loti, Pierre.: Á íslandsmiðum, s. Ólíkir kostir, s. Queux, Sadunah, s. Sabatini: Ástin sigrar, s. Úrvals sögur Winther, H.: Hcrragarðurinn og prests- setrið s. 82 Wi 84 h. Aikio, Matti: Bygden paa Elvenesset*) s. 82 Ai 55 b, Gunnar Gunnarsson: Jón Arason, s. 83 Gu 66 j, Undset, Sigrid: Den brændende busk, I.—II., 2 bækur, s. 83 Un 71 b I.—II Olbracht: Anna das Mádchen vom Lande s. 85 01 18 a, Sserafimowitsch: Der eiserne Strotn, ver- eint mit A. Newerow: Taschkent die brotreiche Stadt, s. 85 Ss 31 e *) Höfundur bókar þessarar var Lappi, og lýsir hann lífi Lappanna af mikilli þekkingu. Með „Dr. Alexandrine“ á morgun eru væntanlegir Magnús Thorsteinsson bankastj. frá Rvik og Jóhann Þorsteinsson kaupm. frá útlöndum. „Lagarfoss" kom að sunnað, á noröur og útleið, þann 26. þ. nt. „Goðafoss" kom hingað í dag frá norður- Iandi. Togarinn „Sindri“ kom hingað fyrir skemstu og tók nýjan fisk hjá Samvinnufé- laginu. Hann er nú faritin áleiðis til Englands með fiskinn. Páltni Kristjánsson verkstjóri kom heim með skipinu. A’ðalfundur Búnaðarfélags Eyrarhrepps var haldinn í gær á Kirkjubóli. Mikill áhugi, þar sem víðar fyrir jarðræktun og búnaði, samþykkt var að kaupa ýtns jarðyrkjuáhöld svo sem áburðardreyfara o. fl. í stjórn voru kosnir: Tryggvi Pálsson bóndi á Kirkjubóli, form. Jens Hólmgeirsson bústj. gjald- keri og Jón Guðmundsson bóndi á Hafrafelli meðstjórnandi. Endurskoðendur reikninga fé- lagsirts voru kosnir: Bjarni Bjarna- son bifreiðaeigandi og Helgi Ket- ilsson íshússtjóri. Afii er nú ágælur á vélbáta hér. Fá þeir venjulega frá 6—12 þús- und pund fiskjar í róðri. í Súgandafirði er hlaðafli og á Flateyri fiskuðu bátar í gær 13— 19 þús. pund. í Bolungavík er einnig góður afli. Síra Jón N. Jóhaunesson prestur á Stað í Steingrimsfirði og frú hans voru meðal farþega á Goðafoss í dag. SÓLARSMJÖRLÍKIÐ íáið þér ætíð nýtt á borðið, það er því ljúffengast og næringarmest. & AÐALFUNDUR Vélabátaábyrg’ðaríelags ísfirðinga veröur hald- inn í Herkastalanum, laugardaginn 28. íébrúar kl. 8 e. h. Fundarefni samkvæmt félagslögunum. ísafirði 27. janúar 1931. Stjórnin. LIN úr Edinborgarhúsunum eru besta og hitamesta tegundin, sem unt er að lá. Togarafélag Isfirðinga h.f. Sími 29. Sparið vatnið S Þar sem vatnsskortur er tilfinnanlegur 1 bænum, að því er næst verður kornist vegna bilana á jleiðslum, eru vatnsnotendur áminntir um aö láta ekki vatniö renna að öþörfu, og aö spara vatn sem mest. Bæjarstjórinn. Auglýsið í Vesturlandi.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.