Vesturland - 31.01.1931, Blaðsíða 2
VESTURLAND
„VESTURLAND"
kemur út cinu sinni í viku.
Kostar 7 kr. um árið.
Gjalddagi 1. október.
Útgefendur:
Sjálfstæðisfél. Vesturlands.
Ábyrgðarmaður:
Loptur Gunnarsson,
* Aðalstræti H. Sími 37.
Afgreiðsla og innheimta blaðs-
ins á sama stað.
Já, nú er þetta stóra lán kom-
ið en allmarga fjallgöngumenn er
talið að þurft hafi til að ná safni
þessu saman, og allkostnaðarsöm
kvað leitin hafa verið, því leitirn-
ar voru langsóttar og erfiðar f
meira lagi, enda sumir leitarmenn
nokkuð orðnir óvanir þeim starfa
uppá siðkastið og þar af leiðandi
búnir að gleyma öllum góðum
gangnareglum sem þeir höfðu
numið i æsku.
Út af þessu eru ýmisleg mistök
færð til, sem valdið hafa því að
skil urðu ekki sem bezt eftir leit-
irnar.
Sumir leitarmeun lentu í þoku
mikilli, svo þeir viltust á aðrar
afréttir, en þeim var ætlað að
ganga og komu þvi heim svo
búnir úr þeim hrakningum, aðrir
fóru að segja raupsögur af
gangnaforingja sinum, og ^varð
þvl ekkert úr leit. \
Þrátt fyrir þessa smámuni fór
svo um siðir að allir skiluðu leit-
armenn sér heim, heilu og höldnu,
en höfðu þau slæmu tíðindi að
segja að allmikinn hluta fjársins
hefðu þeir orðið að skilja eftir
inn á afrétt, og sögðust þar hafa
fyrirhitt bændur æði dólgslega
sem lögðu hendur á féð og tóku
til sfn. Kváðu þeir sumt af því
sér lofað áður upp í skuldir sem
eigi væru greiddar, nokkurn hluta
tóku þcir, sem skatt fyrir að fá að
smala lönd sín og reka yfir þau,
og urðu leitarmenn að una þess-
uin kostum þó harðir væru, og
að lokum sendu þeir þau boð
leitarstjóra og húsbónda, að hið
burtrekna fé mætti eigi fá öðrum
eða veðsetja nema að fengnu sínu
leyfi.
Þegar féð var til réttar komið
var kominn vetur, og urðu bænd-
ur ennþá forvitnir og vildu líta
yfir hópinn og eigi siður fá að
sjá hvar i hús hið nýkomna fé
yrði látið. Voru húsakynni heima
fyrir mikil og göð, og sumt af
þeim nýlega byggt, sem fé átti
fyrir nokkru að vera komið í hús,
sem nú skyldi ekki dragast leng-
ur að nota. Þegar bændur fóru
að athuga féð, sáu þeir fljótt að
æði margt var með annara mörk-
um, svo fyrirsjáanlegt var að rúmt
mundi verða I húsunum, og súm
mundu jafnvel standa tóm, sem
þó hafði verið löngu ákveðið að
nota. Er eftir skilorðum mönnum
haft, er þangað koma, að ekkert
sé í bústofn-lánadeildinni, tnjög
rúmt I ræktunarsjóðnum, en dá-
litill slatti í nýju veðdeildinni.
Er nú almennt talað um meðal
bænda að lítil fyrirhyggja sé að
þyggJa stor °g dýr hús, og nota
þau svo eigi, og að mjög hafi
tniklu og 'góðu loíorðin þeim til
handa brugðist, og hafa þeir nú
helzt í hyggju að gjalda nú við
næstu kosningar rauðan belg fyr-
ir gráan þeim grályndu rrrönnum,
er þá hafa svo leikið, og er það
ekki nema að vonutu.
Karl í koti.
Bækur.
Iðunn, 4. hefti 14. ágangs er
nýkomið.
Þetta hefti hefir að flytja ýms-
ar rilgerðir og sögur. Skal hér
ncfna: Frá heimsstyrjöldinni (Kr.
E. Andrésson). Nýja tsland, saga
(H. K. Laxncss). Flugið, kvæði
(Guðm. Geirdal). Ferðaminningar
(Sig. Skúlason). Frægasta bókin
og hin nýja liffræði (HelgiPéturss).
Fállkinn (P. Hallström) o. fl.
Samvinna bænda (Kaupfélag
Eyfirðinga) heitir bók setn at'-
vinnumálaráðuneytið heíir geíið
út.
Dýraverndarinn, desemberblað
16. árg. er nýkotnið.
Efni: Útigangshesturinn(kvæði).
Glói. Ávarp til hestaeigenda. Jóla-
kveðja norska dýraveriidunarfé-
lagsins 1929. Þekkir sauðkind
fjármark? Hæringur. Slunginn
köttur. Aflífun sauðfjár. Síðast eru
þessi áminningarorð úr helgisið-
um Indverja (Vedabókunum):
„Þú átt að virða dýrin, því
Guð hefir skapað þau eins og
sjálfan þig.
Þú mátt ekki skaprauna þeim.
Þú mátt ekki kvelja þau.
Þú mátt ekki þjaka þeim með
of þungri vinnu.
Þú mátt ekki selja þau fram í
elli sinni, heídur minnast allrar
þeirrar þjónustu er þau hafa veitt
þér."
Dýraeigendur ættu að leggja
sér þessi orð á hjarta.
Fréttir.
Skip ferst.
Flutningaskipið ,Ulv' frá Hauga-
sundi er talið að farist hafi fyrir
Ströndum aðfaranótt 22. þ. m.
„Ulv" hafði tekið fisk á Aust-
ur- og Norðurlandi fyrir h.f. Kveld-
úlf I Reykjavík, og lagði af stað
frá Siglufirði-20. þ. m. Hafði þá
um 1600 smálestir af fiski, og
ætlaði að fullhlaoa áVestfjörðum
og fara síðan með farminn til
Spánar. En er skipið kom ekki
á áfangastað, var fregn um það
varpað út, og skip beðin að svip-
ast um eftir „Ulv". Sömuleiðis
var „Ægir" sendur til leitar.
Eirikur bóndi á Dröngum, er
fengið hafði þessa útvarpsfregn
skrifaði þá til Ófeigsfjarðar, nyrztu
símastöðvar f Strandasýslu, að
aðfaranótt 22. jan. mundi skip
®m®®mm®®mmm®m®®®m®®mmmmmm®
® m
® Þóroddur J£. Jónsson ®
® Heildsala — Umboðssala •
® Hafnarstræti 15 Reykjavík. ®
® Sími 2036. Símn. Geschafte. •
•
KAUPMENN OG KAUPFEL0G!
AHskonar vefnaðarvörur: Útvega frá beztu firmum góðar
ok ódýrar vefnaðarvörur o. fl., mest frá Tjekkoslovakiu,
Frakklandi, Sviss, Þyskaíandi og víðar. Leitið fyrst tilboða
hjá niér. Hefi éinnig fyririiggjandi Lheildsölu mjög ódýra
sokka karla og fcveniía, ve^gteppi, silkilrefla, allskonar sáp-
ur, rakblöð o. fl. - Fyrirspumum svarað um hæl. Sýnis-
honi send þeim er þess óska.
Líf- bruna- og $jo4ryggingar
annast ábyggilegast og ódýjcast
Jón A. Jánsson.
Líftryggið yður í „Svea".
Umboðsmaður:
Harald Aspelund.
Eði
þetta hafa farist á Þaralátursnesi
seru er' á milli Þaralátursfjarðar
og Reykjarfjarðar á Ströndum,
eða þar rétt við land. Hafði rek-
ið stýrishús og mikið af tímbri,
stóla og særigurklæði. Aðeins
hafði rekið í Reykjarfjörð og Þara-
látursfjörð, svo víst er að skipið
hefir strandað mjög nærri landi
eða á nesinu sjálfu.
Skipið var að stærð 1471 smá-
lestir brúttó. og lestaði 2175 smá-
lestir. Það var byggt árið 1902 I
1. klassa. Eigandi skipsins var
O. Kvilhaug í Haugasundi, en
skipstjórinn hét Lange.
Skipverjar voru 17 auk~ um-
sjónarmanns fartnsins, sem hét
Ólafur Guðmundsson irá Reykja-
vík.
Þrír farþegar voru með skipinu:
Hreggviður Þorsleinsson kauprri.,
Jón Kristjánsson verkamaður,og
Áki Larsen fréT Akureyri.
Bruni á Borðeyri.
Miðvikudagsmorguninii 28. þ.
ni. kl. 9 f. h. kom upp eldur í
húsi Verzlunarfélags Hrútíirðinga
á Borðeyri. Eldsins varð fyrst
vart í herbergi á efrihæð hússins,
íbúð verzlunarstjórans. Vi(a menn
ekki hvernig kviknað hefir í hús-
inu, en giskað er á, að 4ra ára
gámalt barn er var inni í her-
berginu hafi velt um olíularnpa,
er ljós logaði á. Húsið varð brátt
alelda og brann að heita mátti
til kaldra kola á tæpum tveim
klukkustundum. Einnig brunnu
skúrar og gamalt sláturhtis, er
var austan við húsið.
Slökkvitæki voru engin til á
Alþingistíðindi,
um 20 árgangar, fást nær gefins
hjá Sigurði Krist/ánssyni.
staðnum, en fyrir ötula framgöngu
skipsmanna S „Goðafoss", er lá
þar á höfninni, og manna þar á
staðnum lókst að verja hús Hall-
dórs Júlíussonar sýslumanns, sem
var næsta hús við verzlunarhúsið
aðeins lítið sund á milli.
Veður var kyrt, aðeins andvari
af suðri.
Fimtudagsmorguninn 29. kl. 5
kom aftur upp eldur í hinu gamla
húsi verzlunarfélagsins, sem stóð
lítið eitt fyrir suðvestan hiö brunna
hús, og brartn það til kaldra kola
á svipstundu.
Telja tnenn að fokið hafi neist-
ar frá brunanum daginn áður
og leynst einhvernveginn í húsinu
yfir daginn og nóttiua, annars
óvíst um upptök eldsins. „Goða-
foss" var enn á Borðeyri og bjarg-
aöist hús sýslumannsins í annað
sinn frá því að brenna. Hið brunna
verzlunarhús var tviiyít steinhús
með porti, 30 álna langt og 12
álná breitt, byggt 1928.
Húsið sjálft var vátryggt fyrlr
40 þús. kr. en gamla husið fyrir
10 þiis. kr. og vörur fyrir 30 þús.
kr. Vátryggt í biunadeild Sjóvá-
tryggingarfélags íslands. Innbú
verzlunarstj. Kristmundar Jónsson-
ar var óvátryggt.
Sagt er að vörur hafi bjargast
að tniklu eða öllu leiti, en aí inn-
búi verzlunarstjórans bjargaðist
ekkert.