Vesturland

Árgangur

Vesturland - 31.01.1931, Blaðsíða 4

Vesturland - 31.01.1931, Blaðsíða 4
4 VBSTURLAND Útdráttur. Árið 1930 þann 28. og 29. nóv. var haldinn 32. Þing- og héraðs- málafundur Vestur-ísafjarðarsýslu að Flateyri í Önundarfirði. Fundarboðandi Jón Eyjólfsson kaupm. á Flateyri setti fundinn. Fundarstjóri var kosinn Kristinn Guðlaugssón, varafundarstj. Jóh. Ólafsson, fundarritari Fr. Hjartar. Því næst voru lögð fram kjör- bréf fulltrúa, til þess að athuga kjörbréfin' skipaði fundarstj. þessa: Jóh. Ólafsson, Böðvar Bjarnason og Örnólf Valdimarsson. Ekkert fanst athugavert við kjör- bréfin og voru þau öil tekin gild með samþykki furidarins. Fulltrúar rnættir úr þessum hreppum: Auðkúluhr.: Böðvar Bjarnason, Ingivaldur Benediktsson og Þórð- ur Njálsson. Þingeyrarhr.: Jóhannes Ólafs- son, Þorbergur Steinsson og Ósk- ar Jónsson. Mýrahr.: Kristinn Guðlaugsson, Jóhannes Davíðsson og Jón Ól- afsson. Mosvallahr.: sr. Jón Ólafsson, Kristján Jóhannesson og Guðní. Gilsson. Flateyrarhr.: Hinrik Þorláksson, Finnur Finnsson og Jón Eyjólfs- son. Suðureyrarhr.: Friðrik Hjartar, Örnólfur Valdimarsson og Kristján B. Eiríksson. Auk þess var mættur á fundin- um þingmaður kjördæmisins, Ás- geir Ásgeirsson. Kosið í nefndir: Landbúnaðarnefnd: Kr. Jóhannes- son, Kristinn Guðlaugsson og Jóh. Davíðsson. Sjávarútvegsnefnd: Ö. Valdim., Þorb. Steinsson og Jón Eyjólfs- son. Mentamálanefnd: sr. B. Bjarnason, Friðrik Hjartar og sr. Jón Ól- afsson. Samgöngumálanefnd: Jóh. Ólafss., Jón Eyjólfsson og Guðm. Gils- son. Allsherjarnefnd: Kr. B. Eiríksson, Jón Ólafsson bóndi, Ingivaldur Benediktsson, Finnur Finnsson og Óskar Jónsson. Svohljóðandi dagskrá var lögð fyrir fundinn og var hún samþ.: A. LANDSMÁL. 1. Brunatryggingar. Flutningsm. Þorbergur Steinsson. 2. Símamál. Flutningsm. sr. Böð- var Bjarnason. 3. Landbúnaðarmál. Flm. Krist- inn Guðlaugsson. 4. Sjávarútvegsmál. Flm. Hinrik B. Þorláksson. 5. Dýraverndun. Flutn.m. Óskar Jónsson. 6. Loftsamgöngur. Flm. Jóhann- es Ólafsson. 7. Rafveitumál. Ffm. Kr. Guðl. 8. Afstaða til ríkisstjórnarinnar. Flm. Friðrik Hjartar. 9. Fátækralögin. Flm. sr. Böðvar Bjarnason. 10. Útsvarslögin. Samiflutningsm. 11. Samgöngumál. Flm. Örnólfur Valdimarsson. B. HÉRAÐSMÁL. 1. Póstmál. Flm. Jóh. Davíðsson. 2. Hreppsnefndafundir fyrir opn- um dyrum. Fim. Fr. Hjartar. 3. Sýsluvegamál. Flm. sr. Böðvar Bjarnason. 4. Djúpbáturinn. Flm. Kr. Guðl. Umræður. Hófst þá fyrri umræða um dag- skrármálin. og urðu þau öll sam- þykt og vísað til nefnda þannig: A. Landsmál. 1. Brunatryggingar til Allsherj.n. 2. Sítnamál til Samg.m.nefndar. 3. Landbúnaðarmál til Landb.n. 4. Sjávarútv.mál til Sjávarútv.n. 5. Dýraverndun til Landb.n. 6. Loítsamgöngur tii Samg.m.n. 7. Rafveitumál til Landb.nefndar. 8. Afst. til ríkisstjórnarinnar vís- að lil 5 manna nefndar, og kaus fundurinn f nefndina þá Fr. Hjartar, Kr. Guðlaugsson, sr. Jón Ólafsson, Jón Eyjólfs- son og Ö. Valdemarsson. 9. Fátækralögin til Allsherjarn. 10. Útsvarslögin til Allsherjarn. 11. Samgöngumál til Samg.m.n. B. Héraðsmál. 1. Póstinál til Samg.málanefndar 2. Sýsluvegamái tilSamgöngum.n. 3. Hreppsn.f. fyrir opnum dyrum til Allsherjarnefndar. Fundarstj. lýsti því yfir, að ut- anhéraðsmaður, Jón Fannberg, óskaði að mega bera fram mál- efni á fundinum. Fundurinii sam- þykti í einu hljóði að leyfa það. Að þvi búnu va# fundinum frest- að til kl 1 e. h. næsta dag. Laugard. 29. nóv. hófst fund- urinn aftur. Þá flutti hr. J. Fann- berg frá Bolungavík ítarlegt erindi um fiskisölu og fiskiverkun. Mál hans var einkum byggt á bréfi frá ensku fiskikaupafélagi, er hann Ias upp á fundinum. Tillaga um að vísa málinu til Sjávarútvegsnefndar var samþ. í einu hljóði. Að þessu búnu hófst frambald fyrri umræðu dagskrármálanna í þessari röð: A. LANDSMÁL. 1. Símamál. Frá Samgöngu- málanefnd komu tvær eftirfarandi tiliögur og voru þær báðar sam- þykktar í e. hlj.: „Fundurinn mælir með því við landsímastjóra að hann, áður en simalínan frá Rafnseyri til Stapa- dals er lögð, láti rannsaka leið- irnar til Hrafnabjarga bæði frá Haukadal og Stapadal. Verði önn- ur hvor þessi leið talin fær, að sími verði þá lagður til Hrafna- bjarga samtímis, eða um leið og hin línan er lögð“. „Fundurinn telur nauðsynlegt að koparlína verði lögð frá ísa- firði um Vestfirði að Borðeyri, auk línu þeirrar, sem nú er“. 2. Loftsamgöngur. Svohljóðandi tillaga kom frá Samgöngumála- nefnd og var sarnþykkt í einu hljóði: „Fundurinn óakar þess, að hreppar sýslunnar vildu styrkja Flugfélag íslands með hlutabréfa- kaupum, og væntir þess, að sem flest hreppsfélög landsins og ein- staklingar gjöri það sama“. FOOTWEAR COMPANY Aðaluniboðsniaður á íslamfi: Tli. Benjamínsson Qarðastrœti 8. Ruykjavik. Ú rv als Gúmmívinnuskór með hvítum botnum. Urvais gúmmistígvéi með hvítum botnum. v Birgðir i Kaupinannahöfn lijá Bernhard Kjær, Gothersgade 49. Montergaarden. Kbh. K Shnn.: „Holmstrom". I Þvottur og strauning. María frá Kirkjubæ. Sundstr. 23. Mjólk kefi eg til sölu. Eiríkur Finnsson. Gúmmisiískóna góðu hefi eg fyrirliggjandi. Miklu úr að velja. Ennfremur vil eg minna á íljéia og góða vinnu, á gömlu og nýju skótaui. Sig. Halldórsson. 3. Samgöngumál. Frá Sam- göngumálanefnd kom svohljóð- andi tillaga og var hún samþykkt í cinu hljóði: „Fundurinn íellst á þær tillögur póstniálanefndar að leggja sem mest niður heiðarferðir landpósta en komi í þess slað reglubundnar hálfsmánaðarlegar skipapóstferðir inilli kauptúnanna og þaðan land- póstar út um sveitirnar". 4. Rafveitumál. Svohlj. tillaga kom frá Landbúnaðarnefnd, og var samþ. í einu hljóði: „Þar sem rafvirkjanir mega telj- ast citt af fremstu nauðsynjamál- um sveita og kauptúna, til að tryggja frarntíð þeirra, en víðast skortir þekkingu og fé til fram- kvæmda, telur fundurinn æskilegt að ríkið kostaði mann til leiðbein- ingar um þau efni. Fundurinn leyfir sér að láta það álit í ljósi, að vegna reynslu landsmanna um góða hæfileikaj áhuga og dugnað Bjarna Run- ólfssonar frá Hólmi, í raívirkju- framkvæmdum, inuudi hann vel fallinn til að liaía þennan starfa á hendi“. 5. Landbúnarmál. Tilþ frá land- búnaðarnefnd svohljóðandi, sam- þykkt í einu hljóði: „32. Þing- og Iiéraðsmálafund- ur Vestur-ísafjarðarsýslu beinir þeirri ósk til Búnaðarfél. íslands, að það komi á íót tilraunastöð í jarðrækt á Veslíjöröuni hið alira fyrsta að unt 'er“. 6. Dýraverndun. Frá Landbún- aðarnefnd kom svohlj. tillaga og var samþ. í einu hljóði: „Þar sem talsverður misbrestur hefir orðið á því, að byssur þær, sem notaðar eru við aflífun sauð- fjár hafi seynst vel, og sömuleiðis skot, vill þing- og héraðsinála- fundur Vestur-ísafj.sýslu beina því til Alþingis, að það sjái uin, að löggyltar séu byssur, sem treysta mætti að reyndust vel.“ Frh. Fyrirliggjandi. Stórt og fjölbreytt úrval af römínum og rammalistum. M. Simson. Qiftiéigarhringir (með skrautletri) frá 30—60 kr. parið í Smiðjugötu 12. Þór. A. Þorsteinsson. Pressa og geri við föt. Kristín Kristmundsdóttir Tangagölu 15. = lálningarvörur Iagaðar í öllum litum, á hús og skip. VEGGFODUR, mikið úrval. Veggpappi. Portiera- og gardinu- stengur. Brotis. Penslar. Pólitúr, Bæs o. fl. Öll vinna fljótt og vel unnin. Finnbjörn málari. ♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦ $Skófatnaðurinn$ ♦í verslun M. Magnússonar^ ♦ Isafirði, ♦er traustur íallegur og ódýr.^ ^ Avalt miklu úr að velja. £ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Bkó & gúmmívinnustoía Elíasar Kærnested, Sími 105. Hafnarstr. 8. Box 75. Leysir fljótt og vel af hendi allar skó- og gúmmíviðgerðir. Hefir ávalt til sölu gúmmí og gúmmílím. Gúmmískórnir góðu, rauðir og gráir ávalt fyrirliggjandi. Prentsm. Vesturlands.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.