Vesturland

Árgangur

Vesturland - 12.10.1931, Blaðsíða 1

Vesturland - 12.10.1931, Blaðsíða 1
VESTURLAND VIII. árgangur, ísafjörður, 12. okt. 1931. 39. tölublað. „Eg ætlaði ofan hvort sem var1’ Ríkisstjórnin hefir undanfarna daga sent út hugleiðingar sínar, bæði í Tímanum og gegnum út- varpið, um gengishrun íslensku krónunnar. Er þar lögð alúð við að koma inn hjá landsmönnum röngum hugmyndum um málið, bæði í því að breiða yfir hinar eiginlegu orsakir verðfallsins á krónunni, og villa mönnum sýn um afleiðingar gengisfallsins. Vesturland vill nú biðja lesend- ur slna að horfa með opnum augum á þetta mál og leitast við að álykta sjálfa út frá þeim rök- um og staðreyndum, sem allir geta sannprófað. Það fyrsta, sem menn verða að gera sér grein fyrir er það, á hverju verðgildi gjaldeyrisins bygg- ist. En gjaldevririnn, peningarnir, er ekkert annað en ávísun á verð- mæti. Ef jafngildi þessarar ávis- unar eða meira er til i verðmæt- um, þá á hún að vera fullgild. Þvl er talið að gjaldeyrir þjóðar, sem flytur jafn mikið eða meira út af vörum, en hún kaupir að, þ. e.: framleiðir meiri verðtnæti en hún eyðir, sé öruggur. Hann er þá ávisun á jafngildi sitt í verð- mætum, og því óhætt fyrir hvern mann að taka við honum, kaupa hann, affallalaust. Hvernig er nú ástandið hjá okk- ur í þessu efni? Því geta verzl- unarskýrslurnar svarað: Árið 1928 fluttu íslendingar út vörur fyrir 15 milj. og 600 þús. kr. meira en þeir fluttu inn. Þeir framleiddu meira en þeir eyddu. Að baki gjaldeyri þeirra voru þvi næg verðmæti. En s. 1. ár, 1930, fluttu íslend- ingar út um 9 milj. kr. minna en þeir fluttu inn. Þeir eyddu meiru en þeir framleiddu. Þegar um öryggi gjaldeyrisins er að ræða, kemur til greina hvert traust aðrar þjóðir hafa á fjárhag landsins. Sttax og þjóðin eyðir ineiru en hún getur greitt með ávexti iðju sinnar, framleiðslu, veiklast tiltrúin til skilsemi hennar og þeirra ávísana sem hún gefur, gjaldeyrisins. Rekstur ríkisbúsins og skuldaskifti við önnur lönd eru þar þung á metum. Strax og rikið hefir tekjuafgang eitthvert ár, eða minkar skuldir sínar, vek- ur það traust. Það hefir þá haft meiri tekjur en eyðslu. Hvernig er þessu háttað hjá islenska ríkinu? S. 1. ár var um 7 miljón kr. halli á búrekstri ríkissjóðs. Hann eyddi þessum mun meiru, en tekjur hans hrukku til. Muninn varð að jafna nieð látium erlend- is. Rlkisstjórnin sjálf gefur þá op- inbera skýrslu, að skuldir ríkis- sjóðs hafi í árslok verið 40 milj. kr. Slíkar hagskýrslur kynna allir erlendir fjártnálatnenn sér. Vext- irnir einir af þessari upphæð eru 2l/2 tnilj. kr. Og með aíborgun- um verður það ekki undir 31/2 milj. kr. greiðslu á ári. En það svarar til :/4 af öllum áætluðum tekjum fjárlaganna fyrir 1932. Auk þessa eru svo einkaskuldir. Þessar greiðslur út úr landinu eru sama sem aukinn innflutning- ur og gerir verzlunarjöfnuðinn óhagstæðari. Landsbankinn annast mest öll viðskifti landsins við útlönd. Hvernig er nú hagur hans gagn- vart erlendu viðskiftabönkunum, og hvaða breytingar hafa þar á orðið síðustu árin? Eftirfarandi skýrsla úr reikning- um bankans sýnir þetta: 31. des. ’28 nettó inneign kr. 11726244,01 31. des. ’29 „ „ „ 9566502,28 31. des. ’30 „ „ „ 2217469,45 31. ág. ’31 nettó skuld „ 7789411,45 Hag bankans gagnvart við- skiftabönkunum hefir hrakað ár frá ári, uns hann er kominn í nær 8 milj. kr. skuld. Allt þetta hlýtur að veikja traust á fjárhags- legu öryggi landsins, og er hinn eðlilegi og venjulegi aðdragandi gengishruns. Búskaparlag okkar sjálfra er hin eiginlega orsök gengisfallsins. Þótt verðfall krónunnar hafi verið framkvæmt um leið og pundið féll, er það blekking ein að geng- isbreyting þess sé hin raunveru- lega orsök. Orsökin er raunveru- lega fjármáiaóstjórnin hjá okkur sjálfum, og gengishrunið hlaut að koma, þótt engin breyting hefði orðið á pundinu. Og þess vegna verðum vér að gera oss vel ljóst, að mjög litlar líkur eru fyrir því að krónan geti aftur hækkaó um leið og pundið, nema hér verði algerlega breytt um búskapariag, og læknaðar þær meinsemdir, sem óstjórn siðustu ára hefir skapað. Þá reynir ríkisstjórnin að koma inn þeirri skoðun hjá fslendingum að gengisfallið hafi engar veru- legar afleiðingar til óhagræðis fyrir þá. Söluverð fslenzkra afurða muni hækka í svipuðu hlutfalli og aðflutt vara hækkar og jafnvel reynir hún að telja mönnutn trú um að aðfluttar vörur frá ýmsum löndum þurfi ekki að hækka. Þetta er blekking, og er hér bezt að styðjast við staðreyndir. Það ætti nú reyndar að vera hverjum manni skiljanlegt, að þeg- ar kaupmáttur isl. krónu minkar, muni þurfa fleiri krónur en áður, til að kaupa sama vörumagn, ef framleiðslukostnaður þeirra vara er hinn sami miðað viö gull, og er ekki ástæða til að ætla annað en að svo verði. En hér þarf enga fræðimensku, því staðreynd- irnar eru þegar fyrir hendi. Ensk viðskiftafirmu hafa þegar tilkynnt hingað verðhækkun í svipuðu hlutfalli og krónan er fallin. Og heildverzlanir hér hafa þegar breytt verðlagi á nauðsynjavöru skv. eftirfarandi skýrslu: Meðal heildsöluverð í Reykja- vfk pr. 100 kg. 15. sept. Kr. 1. okt. Kr. Kaffi 173,00 176,67 Rúgmjöl 18,30 19,71 Hveiti 1. 28,33 29,45 Hrfsgrjón 27,85 32,00 Hafragrjón 30,95 35,90 Sagogrjón 43,83 46,20 Kartöfluinjöl 26,78 29,20 Heilbaunir 45,00 47,33 Molasykur 51,05 54,50 Strásykur 41,53 45,00 Þetta er hækkun á fyrirliggjandi birgðum, en sjálfsagt rná búast við nýrri hækkun, ér nýjar birgðir verða fluttar inn. Þá er það eflaust misskilningur eða blekking hjá rfkisstjórninni að verð á ísl. útfl. vörum muni hækka í hiutfalli við gengisfall krónunn- ar. Að sönnu væri þetta eðlilegt, ef ekki kæmi fleira til greina. En nú stendur einmitt svo á, að mikil sölutregða er á fsienzkum afurð- um. Vöntun á eftirspurn hlýtur að koma í veg fyrir verðhækkun að minsta kosti fyrst um sinn. Nokkur sönnun er þegar orðin fyrir þessu. Vitanlegt er, að er- lendir kaupendur eru fljótir að átta sig á slíkum hlutum sem gengisbreytingum. En ekki verður þess vart að neitt lagist með boð í fisk, kjöt, gærur, né aðrar fsl. útflutningsvörur. Menn verða því að gera sér það Ijóst, að þetta gengishrun á ísl. krónu hlýtur að leiða til auk- innar dýrtfðar. Og þvf miður leiðir það að líkindum af sér aukna erf- iðleika fyrir atvinnuvegina, því vafalaust er að allar aðfluttar vörur t. d. til útgerðar, svo sem kol, salt, veiðarfæri, matvæli o.fl. hlýtur að hækka, en afurðirnar er hætt við að standi í stað, að minsta kosti um sinn. Stjórnin talar við Dani. Grænlandsmálið, landhelgis gæzlan o. fl. 2/3 rikisstjórnarinnar hafa dvalið í Danmörku undanfarið til að tala máli voru við sambandsþjóðina. Undarlegt er það og nokkuð hart, að allsstaðar má rekja slóð þess- ara fáráðlinga til óþurftar og minkunar^ íslandi. Og þetta eiga að heita æðstu valdsmertn rfkis- ins „ og umboðsmenn þess, til að gæta hagsmuna þess, sérstaklega gagnvarts)sainbandsrfkinu. Það er eins og himijtakmarkalausi Dana- sleikjuháttur, og hreyknin yfir því að fá að aka sér upp við kon- ungsvaldið taki að hálfu frá þeim vitið, og að öllu leyti dómgreind eða mat á þvf, hvað hæfi mönn- uin í þeirra stöðum að gera. Forsætisráðherrann hefir ekki fyr danska jörð undir fótum, en hann íer að tjá Dönum hollustu sína í Gfænlandsmálinu, og þann ásetning að vinna þeim allt í vil. „Þér vinn eg, konungur, það sem eg vinn“ I í því sambandi er dálítið bros- legt skjallið um Einar Arnórssou. Stjórnin varð, sem kunnugt er, að flýja til hans, og fá hann til að taka að sér sókn vora í Græn- landsmálinu. En þegar hún var að verja þingiofið með Dönum í vor, hafði hún skrifað og látið skrifa takmarkalausar skammir um E. A. Þá var hann einhver léleg- asti lögfræðingur á íslandi, frá- munalega skilningssljór, þekking- arlaus og óvandaður. Nú kveður við annan tón hjá Tr. Þ. Nú, er hann þarf að tjá Dönum hollustu sína í Grænlands- málinu, er þessi margníddi próf. E. A. orðinn lærðasti og skarp- asti lögfræðingur íslands. Það á svo sem að tryggja Dönum það, að málstaður þeirra sé í góðs manns höndum! Þetta er nú allt meinlítið. Það er ekki til annars en að hlægja að þvf. Og náttúrlega er það ekki beinlínis skemtilegt fyrir ísland, að æðsti valdsmaður þess komi fram eins og hreykið flón er- lendis. En stjórnin virðist hafa unnið fleira fyrir ísland í þessari ferð, og nokkru lakari tegundar. Eins og kunnugt er, áskildu Danir sér í Sambandslögunum rétt til þess að hafa á hendi gæzlu fiskiveiða í íslenskri landhelgi, wundir dönskum fána“. Það vita allir, hve mikið áhuga- mál Dönum er að halda einhverju drottnunarvaldi á íslandi, en auk þess telja þeir þessa landhelgis- gæzlu alltaf fram sem endurgjald fyrir réttinn til fiskiveiða islenskri lándhelgi. Auðvitað er það mjög lítillækk- andi fyrir ísland sem sjálfstætt ríki, að þola lögregluvald annars rfkis, þó takmarkað sé. En ts- lendingar urðu að ganga að þessu til samkomulags, máttu og teljast til neyddir, þvf þá átti ísland ekk- ert gæzluskip. En íslendingar fengu sett í samninginn þennan varnagla (8. gr.): „Þar til ísland kynni að ákveða, að taka hana (landhelgisgæzluna) i sínar hend- ur að öllu eða nokkru leyti“. Nú hafa ísleudingar tekið land- helgisgæzluna raunverulega f sín- ar hendur. Þeir hafa keypt þrjú gæzluskip. Og ef þau fengju að hafa frið við landhelgisgæzluna fyrir snattferðum, geta þau haldið uppi svo fullkominni gæslu sem þörf er á. Gæzla Dana hér við land er og aðallega í því fólgin

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.