Vesturland


Vesturland - 05.07.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 05.07.1933, Blaðsíða 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 5. júlí 1933. 4. tölublaö. Bátahöfn á fsafiröi. Állir sammála um nauðsyn bátahafnar. En ekki hægt að byggja hana, vegna óstjórnar jafnaðarmanna. AUir, sem koma til Isafjarðar, verða hugfangnir af hinni dásam- legu höfn, sem ísafjöiður hefir hlotið í vöggugjöf. Hefir hún ög alla tíð verið Iifæð ísafjarðar bg héraðsins í heild og vöxtur og viðgangur ísafjarðar er bundinn við það, að þessi góða og fagra höfn verði gerð sem full- komnust að nútimahætti. Þrátt fyrir þá miklu samgöngu- ból, sem nýbyggíng bæjarbryggj- unnar vcitir, skortir cnn margt til þess, að höínin geti, vegna auk- inna siglinga hingað, veitt svo fljóta og hagkvæma afgreiðslu sem þörf væri til. Auk margra annara smærri atriða, sem lagfæra þarf. En sú hafnarbótin, sem nu er mest áðkallandi er bygging sér- stakrar bátahafnar. Er á því brýn þörf og málið áhugamál allra sjó- manna, enda enginn ágreiningur í bænum um nauðsyn og íram- kvæmdir málsins. Her skal til glöggvunar rakin i stuttu máli undirbúningur þéssarar framkvæmdar. Verður síðar, er tóm gefst, vikið að enduibótutn hafn- arinnar alment og því skipulagi, sem hafnarnefnd og bæjarstjórn háfa samþykt. Fyrir iveimur árum síðan hafði hainarnefnd forgöngu að því, að yitamálastjóra var falið að gera skipulagsuppdrátt af höfninni og fól hann Sig. Thoroddseu, verkfr. framkvæmdir og kom Sig. hingað vestur i þeitn erindum. Og lagöi fram nokkru siðar 2 uppdrætti af skipulagi hafnarinnar og varð hafnarnefnd og bæjarstjórn sam- mála um að velja annan þeirra. Samkv. þeim uppdrætti var báta- höfninni valinn staður I króknuin fyrir neðan Edinborgarbryggjuna (niður á rifið), enda hefir verið um þann stað talað frá upphafi til þessara nota. . Eftir því sem vélbátaflotinn jókst aftur varð bygging bátahafnarinn- ar enn nauðsynlegri og af hálfu sjómanna var ýtt á um fram- kvæmdir málsins. í nóv. 1931 var svo Sig. Thoroddsen fenginn til þess, að gera nppdrátt og kostn- aðaráætlun um bátahöfn. Gerði Sig. tvær kostnaðar- og fyrirkomu- lagsáætlanir.aðra fyrir hafnarbakka úr tré, en hina fyrir hafnarbakka úr stáli og steinlími. Hafnarnefnd aðhyltist þá síðarnefndu og var kostnaður alls áætlaður um 350 þus. kr. Samkv. þessari áætlun er ætlað að byggja nú nokkurn hluta bátahafnarinnar, sem þó sé meira en nægilegur fyrir þann bátaflota sem fyrir er og allmikla aukningu og auká síðar við eftir þöríum. Hefir bæjarstjórn veiið sammála hafnarnefnd um þessar aðgerðir og hefir þegar komið fram eitt tilboð um framkvæmd verksins fyrir svipaða upphæð og áætlunin gerir ráð fyrir og að öðru leyti með sæmiiegum kjörum. Mun bæj- arstjórn hafa I hyggju, að leita fleiri tilboða í verkið. Á þingmáiafundinum á sunnud. hreyfði Finnur Jónsson byggingu bátahafnarinnar; taldi hana nauð- synjamál og að hún yrði eitt af þeim stórvirkjum, sem hann ætlaði að framkvæma þegar hann yrði þingmaður. Lét Finnur syo, aðþað sem hefði verið gert við höfnina væri alt sér og þeirn félögum að þakka. Skal það raus látið ómótmælt hér, því enginn, sem til þekkir, mun taka það alvarlega. En það er einmitt alvarlega hliðin á framkvæmd þessa máls, sem Finnur Jónsson gleymdi að segja fólkinu frá. Þrátt fyrir það, að hafnarsjóður á eftir reikningum þeim, er þeir félagar leggja fram, 693 þús. kr. meiri eignir en skuldir á hann ekkert reiðufé. Og sagt er að mjög erfiðlega cangi, að fá meiri lán út á eignir hans; bæði sökum þess að þær þykja hátt metnar og hins, að fjármálamönnum lízt ekki vel á blikuna um fjárstjórn bæjarins. Hafnarsjóður má heita mest part fastur vegna Samvinnufélagsinf. Bæði vegná kaupanna á Neðsta- kaupstaðnum og endurbóta og kostnaðar þar. Er út af fyrir sig ekki mikið um þá upphæð að segja, þvi von er til, að hún fáist ein- hvern tíma uppborin. En auk þessa hefir afgangurinn af árstekjuni hafr.arsjóðs síðustu árin verið fest- ur svo að segja jafnóðum í rekstri Samvinnufélagsins. Er þar um svo alvariegt mál að ræða, að stefnt er í beinan voða, ef ráðamenn bæjarins sjá ekki að sér um að breyta þvl. í stað þess að hafnarsjóður sé starfhæfur á hverjum tíma semer til nauðsynlcgra endurbóta á höfn- inni verður hann með því hátta- lagi sein nú er einskis megnugur um að halda uppi ætlunarverki sínu og því i raun og veru eng- inn hafnarsjóður lengur; væri miklu nær að nefna hann Sam- vinnufélagssjóð og Iáta reikning hans fylgja með reikningum Sam- vinnufélagsins, ef sérstakt reikn- ingshald þykir nauðsynlegt. Hér er ekki rúm í þetta sinn að rekja öll skifti hafnarsjóðs og Samvinnuféiagsins. Verður að Iáta nægja að geta þess,að Samvinnulé- lagið skuldaði hafnarsjóði á ný- ári 110 þúsund krónur (nákværhl.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.