Vesturland

Volume

Vesturland - 30.09.1933, Page 1

Vesturland - 30.09.1933, Page 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 30. sept. 1933. 24. tölublað. Ár Land Með banni, Móti banni 1908 ísland 4,645 3,181 1919 Noregur 489,017 304,673 1926 » 423,031 531,084 1931 Finnland 217,208 557,279 1898 Canada 278,380 264,693 Atkvæðagr. um aðfl.bann á áfengi í nokkr. löndum og fylkjum. Ökýringar: lnnflutn. bannaðurfrá Vi ’12 Innfl. vina leyfður 1923. Bannið lögleitt. Innfl. vína leyfður 1923. Bannið afnumið 1926. Bannið afnutnið 1931. Rikisstj. vildi ekki setja inn- flutningsbann, af því þátt- takan var svo litil við atkv. gr. og svo litill meirihluti með banni. Hinsv. fenga fyikin leyfi til, að undang. atkv.gr., að setja aðfl.bann hjá sér og urðu úrslit þessi. Bann sett sama ár. Bannið afnumið sama ár. Bannið sett sama ár. Bannið afnumið sama ár. Bannið sett sama ár. Bannið afnumið sama ár. Bannið sett sama ár. Bannið afnumið sama ár. Bannið sett sama ár og síð- an ekki farið fram atkv.gr. Engin br. gerð á löggjöfinni Engin br. gerð á löggjöfinni Atkvæðatalan um afnám bannsins í Bandarikjum Norður-Ameríku er ekki kunn enn þá, en þau 29 ríki, sem atkvæðagreiðsla hefirfarið fram i hafa öil verið á móti banni og meðal þeirra eru mörg rlki, sem voru bannríki, áður en allsherjarbannið var lögleitt. Það er talið að bannið þar verði afnumið með stórum atkvæðamun. Z. 1915 Alberta 58,295 37,509 1923 » 61,647 100,694 1916 Manitoba 50,484 26,502 1923 » 68,244 108,244 1917 Saskatchewan 95,249 23,666 1924 » 80,381 119,337 1919 Ontario 792,942 369,434 1926 » 445,414 701,088 1907 Prince Edw. ey 10,616 3,390 1920 New Zealand 319,450 355,627 1928 » 294,452 438,778 1930 Victoria 418,902 557,339 Atvinnan í bænum. Atvinna hjá verkamönnum hér í bænum hefir verið ærið stopul síðan leið á blessað sumarið. Er mér kunnugt úm, að allmargir verkamenn hafa litla eða enga at- vinnu fengið í þessum mánuði, siðan fiskþurkun var lokið. Að visu hefir nú verið unnið lengur að ýmsum störfum en ella sökum hins góða tíðarfars, svo sem byggingarvinnu, sem nú er með mesta móti hér í bæ. — En þrátt fyrir alt þetta er það svo, að margir sem þurfa að vlnna og vilja vinna sitja auðum höndum. Þar sem ekki er að búast við teljandi sjósókn héðan fyr en um hátíðar er það víst, að atvinnu- leysið verður þungbært mörgum verkamönnum og sennilega einnig afkomu bæjarsjóðs, ef að vanda lætur. Eins og nú er ástatt hér í bæn- um mæna allra augu á hina visu bæjarstjórn, en ekki hefir orðið þess vart, að hún hafi rætt slik mál. Mér og ýmsum öðrum þykja þó þau mál nauðsynlegust allra. Ekki hefir heldur verið rætt um atvinnuleysið i verkalýðsfélaginu okkar. Nei, þar er stöðugt rætt um annað, sem við erum löngu orðnir leiðir á. Við verkamenn lif- um hvorki á hatri eða öfund til annara, þótt þeir kunni að vera betur settir en við. Og við lifum heldur ekki á þvi, að leggja allt það sem við getum i fyrirtæki eða rekstur, sem fer eingöngu til fram- ^dráttar og hagsmuna fyrir fáa einstaka menn, þótt þvi sé gefið nafn utan f hinar vinnandi stéttir. Þegar atvinnuleysi og skortur sverfur að duga engar tálvonir eða fagurgali, jafnvel þótt blíðu- bros fylgi eða sæt smjaðuiyrði. Forráðamenn bæjarins þurfa því að vera vel á verði utn það, að bærinn geti stutt eða lagt fram vinnu fyrir þá, sem sárast þurfa hennar. Og eg get ekki annað en játað, að sú skylda hvílir sérstak- lega á meirihluta bæjarstjórnar. Bæði sökum þess, að þeir eru vald- hafarnir, og ekki siður vegna hins, að þeir láta stöðugt klingja, þegar þeir þurfa að hafa okkur góða, að þeir séu hinir einu sönnu for- sjármenn verkamanna og alþýðu. Og þvi bætt við svona heldur drýgindalega, að ef Sjálfstæðis- menn réðu myndi öll alþýða verða niður drepin. Það er nú síður en svo, að eg nú orðið hafi trú á þessum upp- hrópunum og ærslum Alþýðu- flokksmanna. En þvi miður er það alit af svo, að aldrei er svo leið- ur tii að ljúga, að ekki verður ljúfur til að trúa. Væri því ekki þannig varið hlyti reynslan fyrir löngu, að hafa opn- að augu verkamanna hér í bæn- um fyrir ýmsum misfellum leið- toga hans i atvinnumálunum. (Framh.) Verkamaður. Ýmsar greinar bíða næsta blaðs.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.