Vesturland

Árgangur

Vesturland - 04.10.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 04.10.1933, Blaðsíða 2
98 VESTURLAND Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hluttekn- ingu við fráfall og jarðarför konu minnar Hólmfríðar Guðmundsdóttur. Bárður Guðmundsson. Nýlíomið: Tekex, í pökkum. Asíur, í glösum. Grænar baunir. Ól. Kárason. Frá Dýrfirðingum. Vegaframkvæmdir hafa verið miklar í Þingeyrarhreppi siðustu árin. Er nú orðið bilfært inn fyrir Hvamm og bílfær vegur alla leið út í Haukadal langt kominn. Á að byggja brú á Sandá nú f haust, ef tið leyfir, og er nokkuð af brú- arefninu nýkomið til Þingeyrar. Prestssetrið er nú flutt frá Sönd- um, hinu aldagamla höfuðbóli vestan Dýrafjarðar, til Þingeyrar. Hefír þar verið reist nýtt fbúðar- hús fyrir prestinn. Er það bygt úr steinsteypu, 8,3x7,6 m. að stærð og búið öllum nýtízkuþægindum. Er húsið mjög traust og vandað, t. d. eru öll loft úr járnbentri steypu. Sandar féllu nú s. I. vor undir umsjón hreppstjóra sem kirkjuiörð. Hafa Þingeyrarbúar skákir úr túninu á leigu og önnur landsnot. Vffr það einnig svo síð- ustu árin er prestur bjó á Söndum. Hreppsnefndin vill fá jörðina keypta handa þorpsbúum til ræktunarog til beitar fyrir búfénað þorpsbúa, sem eiga nú um 400 fjár og 20 kýr. Má búast við þvf, að jörðin verði hreppseign innan skamms, enda hefir kauptúnið mikla þörf fyrir landið. Nýrækt eykst mjög f hreppnum og eiu nýjar sáðsléttur á flestum bæjum. Þorpsbúar hafa einnig fært mikið út ræktunina I hlíðinni fyrir ofan kauptúnið. Umhverfis nokkyr hús innan til á eyrinni hefir og verið brotið talsvert land. H. f. Doíri, forstj. Anton Proppé, hefir reist f sumar viðbótarbygg- ingu við frystihús sitt og sett þar nýjar frystivélar til þess að frysta beitu o. fl., sem vaxandi útgerð krefur. 3 línuveiðaskip eiga nú heima á Þingeyri, Fróði, Fjölnirog Venus; sá sfðasttaldi keyptur s. 1. vetur. Fiskverkun á Þingeyri hefir verið mikil f sumar hjá h. f. Dofri og Þorbergur Steinsson rekur einnig nokkra fiskverkun á útgerðarstöð sem Útvegsbankinn á. Dragnótaveiði hefir verið stund- uð nokkuð f Dýrafirði af ýmsum aðkomubátum, bæði s. 1. haustog nú undanfarið. Þykir mönnum mik- i!l vágestur að veiði þessari og hefir fiskur inni á firðinum þorrið jafnskjótt og dragnótabátarnir hafa verið lítinti tfma að veiðum. Er það alment áhugamál, að fá fjörð- inn alfriðaðan fyrir veiðumþessum. í Mýrahreppi var dálftil fisk- verkun í sumar við Alviðru-vör. Lögðu bátar úr hreppnum, -er stunduðu sjósókn á Fjallaskaga í vor, afla sinn þar á iand til verk- unar. Tókst verkunin vel og færði nokkur vinnulaun inn i hreppinn. Garðyrkja hefir aukist talsvert hér i firðinum síðustu árin og öllu meira í Mýrahreppi, enda er þar vfða gott land til garðræktar. En tregt hefir gengið hjá mörgum með sölu garðávaxtanna. Væri eflaust heppilegast, að mynda félagsskap, er hefði söluna á hendi, þvf með- an kjötverð er svo lágt sem nú er, gefur garðyrkjan, ef hún er stund- uð með alúð, snögtum meiri tekj- ur en kjötframleiðsla. Kreppulánasjóðsnefnd sýslunnar er nýtekin til starfa. En hana skipa: Kr. Guðlaugsson, Jóh. Davfðsson og Kristján Jóhanness. (úr sýslu- nefnd). Hafa allmargir bændur leitað aðstoðar nefndarinnar, eink- um úr Auðkúluhreppi.. f sumum hreppum hafa fáir eða engir bænd- ur sótt um kreppulán eða aðstoð. Mikið má það vera, ef öll þessi löggjöf reynist ekki andvana fædd og verði misnotuð. En hvað sem þvf líður eru nú ýms tákn þess, að hagur sveitafólks fari fremur batnandi, enda er verð á slátur- afurðum töluvert hærra A haust en verið hefir tvö sfðustu árin, þó þess gæti oflitið á Þingeyri. S. Rafmagnsmálið. Jakob Gfslason raffræðingur var hér á ferðinni fyrir mánaðamótin, til þess að ræða við rafveitunefnd bæjarins um væntanlega virkjun í Fossá. Réði hann til, að gerðar yrðu ýtarlegri mælingur við Seló, að þvl er snertir fallhæð og miðl- unarmöguleika úr Nónhornsvatni, áður en tekin er fullnaðarákvörð- un um hversu mikið afl skuli virkjað f ánum. Jafnfr. lagði Jakob til, að gerðar yrðu vatnsmælingar f öllum ánum einu sinni á viku, til áramóta. Jakob taldi og nauðsynfegt, að nú þegar séu gerðar fuilnaðar- mælingar og jarðvegsrannsóknir á báðum pipustæðum og nákvæm- ar hæðamælingar við Fossavatn og á haftinu, sé hugsað til virkjun- arframkvæmda að vori. Enn hefir ekkert tilboð borist um lánsfé. En taldar líkur fyrir þvi, að það fáist. Alheimsböliö, baráttan gegn kynsjúkdómum,hefir verið sýnd i Bfóhúsinu nokkur kvöld undanfarið og síðast f gær- kvöld. Ágóði af sýningunum hefir runnið til Gagnfræðaskóians.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.