Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.1933, Blaðsíða 5

Vesturland - 01.12.1933, Blaðsíða 5
VESTURLAND 157 1 TERZLUN Bjarna Bjarnasonar er mesta úrvalið af öllum jólavörum, svo sem : Tilbúnar kvenkápur á 52 kr. Barnakápur af öllum stærðum frá 12 kr. Drengjablússuföt frá 32 kr. Silkinærföt í Öllum litum og stærðum, Kjólatau í miklu úrvali. Bæjarstjórnarfundur var haldinn hér f fyrrakvöld. Var fjárhagsáætlunin þar til siðari um- ræðu, og hafði meirihl. fyrir for- göngu Jóns H. Sigmundssonar breytt henni allmikið milli funda og fellt niður áætlaða hækkun útsvara, svo þau verða nú hin sömu og síðastl. ár, 193 þús. kr. Verður sjálfsagt erfitt að jafna þeim bagga á bæjarbúa, eins og nú horfir, hvað þá ef meira hefði verið. Mjög orka sumir liðir á- ætlunarinnar tvímælis svo sem það, að fátækraframfærið er á» ætlað lægra en það hefir reynst 1932 og yfirst. ár. Þá er og áætl- aður 12 þús. kr. styrkur frá ríkis- sjóði til ýmsra framkvæmda, sem- taldar eru til atvinnubóta og ails áætlað 36 þús. kr. til atvinnubóta, en ekkert fé veitt til gatnagerðár í bænum eða annars slíks. Til mentamála var aðallækkunin 3600 kr. húsaleigustyrkur til kennara, sem var áður á áætlun, en er nú feldur niður. Það má teljast lofsvert, að augu meirihl. eru nú að opnast fyrir ástandinu í bæn- um. En ekki verður annað séð, en að umræður Vesturl. hafi átt sinn þátt í því og þannig sparað bæjarbúum 40 þús. kr. útgjöld að þessu sinni. . í sambandi við fjárhagsáætlun- ina fluttu fulltrúar sjálfstæðism. tillögu um verulega lækkun á launum bæjarstjóra. Vakti hún hún sýnilega skelk mikinn hjá meirihl. og fékkst ekki samþykt, en samþ. var að auglýsa bæjar- stjórastöðuna og umsækendur til- taki Iaunakröfur. Samþykt var að taka tilbcði Jóns H. Jóhannessonar um Ieigu á fiskverkunarstöðinni í Hæðsta- kaupstað með tiiheyrandi húsum. Meirihl. flutti tiliögu um breyt- ingu á hafnarreglugj. sem miðar að hans iangþráða marki, að ná einveldi yfir bæjarbryggjunni. Ýms fleiri smámál voru tekin til umræðu og afgreiðslu. Leigan á Hæðsta, Á bæjarstjórnarfundi í fyrra- kvöld var Ioks ráðstafað leigu á fiskiverkunarstöðinni í Hæðsta og húsum þeim, er henni fylgja. Eftir að Nathan & Olsen höfðu neitað tilboði fjárhagsnefndar um leigu á stöðinni áfram, var hún auglýst til leigu með tilboðs- fresti til 18. f. m. Kom þá aðeins eítt tilboð fram, frá J. S. Edvald um 3600 kr. lágmarksleigu, ella 1 kr. 50 au. f. skpd. af verkuð- um fiski og 1 kr. fyrir smálest af salti og 1 kr. fyrir smál. af óverkuðum fiski. Var þetta íilboð, að sögn, með hllðsjón núv. leigu á Neðsta og það tilboð, sem fjár- hagsnefnd hafðl gert Nathan & Olsen. — Fjárhagsnefnd og hafnarnefnd ákváðu síðan að auglýsa stöðina á ný með 6 daga úthoðsfresti eða til 27. þ.m. Komu þá fram 2 tilboð. Annað frá Jóni Jóhannessyni um 5 þús. lágmarksleigu, en ella 1 kr. 50 au. f. skpd. af verkuðum fiski, 1 kr. i. smálest af salti og 1 kr. f. smál. af óverkuðum fiski. Hann áskildi og að bærinn legði til mótor til þess að knýja vatnsdælu stöðvar- innar. Hitt tilboðið var frá J. S. Edwald, sem nú bauð 4600 króna lágmarksleigu en ella 1 kr. 50 au. f. skpd. af verkuðum fiski, 2 kr. f. smál. af saiti og 2 kr. f. smál. af óverkuðum fiski. Strax þegar tilboð þessi eru athuguð, er sýni- Lindarpennar og blýantar fást hjá Helga Guðbjartssyni. legt að tilboð J. S. Edwalds er hagfeldara, þótt gert sé ráð fyrir jöfnum rekstri hjá báðum. Skal þetta skýrt hér með dæmi. — Ef verkuð yrði í Hæðsta 3 þús. skpd. fiskjar, gerir það 4500 kr. í Ieigu, ef seldar eru 1200 smál. af salti gerir það 2400 kr. leigu og ef flutt- ar eru út 300 smál. at óverkuðum fiski gerir það 600 kr. leigu, reikn- að eftir tilboði J. S. Edwalds, eða samtals 7 þús. og 500 kr. ársleigu. Sé þetta sama dæmi reiknað eftir hinu tilboðinu verður ársleigan 5 þús. og 600 kr. „Skutull“ I gær lætur það skína í gegn í umræðum um meðferð- ina á hafnarsjóði, að BVesturl.“ sé að berjast fyrir því, að J. S. Ed- wald fái Neðstakaupstaðinn undan Samvinnufélaginu. Það má hugga Hannibal með því, að þetta er óþarfa hræðsla og hann er þar að elta sínn eigin skugga. „Vest- url.“ horfir ekki í sínum tillögum á hagsmuni einstakra manna eða félaga, heldur á það eitt, sem bæjarfélaginu í heild má verða til mestra heilla. En þessi ummæli H. V. verða tæpast skíiin öðru visi en sem óbein játning um það, að hjá honum og þeim Skytlingum séu það einstaklingshagsmunirnir sem ráða. Var sú játning óþörf öllum kunnugum. Verkin tala þar sinu máli. /

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.