Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.1933, Síða 2

Vesturland - 01.12.1933, Síða 2
154 VESTURLAND Skyasemi Skytlinga. Það er stundum svo, að skiln- ingurinn hjá H. V. og Skytling- um er eitthvað treglegur, og verð- ur helzt að skrifa fyrir þá eins og börn. Svo hefir þeim farið vesl- ingunum út af því sem sagt var f Vesturl. 18. þ. m. um þá vitfirr- ingu meirihl. bæjarstjórnar, að láta sér ekki segjast við uppkveðna hæztaréttardóma. „Vesturl." fór ekkert í grein þessari inn á það, hvort eða hvor græddi á vöruuppskipun hérna, heldur skýrði hlutlaust frá hve mikinn skatt meirihl. bæjarstjórnar ætlaði að taka sem aukaskatt af umferð vörunnar. En vitfirringin liggur hvorki I því né rausi H. V. um þetta, sem hvergi snertir málefnið. Það sem ,Vesturl.“ átti við er það nefndi þetta vitfirringu, er það, að meirihl. bæjarstjórnar skuli enn ætla að taka sér rétt, þvert ofan í gildandi lagafyrir- mæli og nýuppkveðinn hæztarétt- ardóm. Og með þessu atferli hlýtur meirihl. bæjarstjórnar að spana atvinnurekendur, sem notað hafa bryggjuna undanfarið, til þess að fara í skaðabótamál, sem liggja opin til þess að vinnast, samkv. hæztaréttardóminum í málinu milli bæjarins og Jóns S. Edwalds út af sömu atriðum. Er rétt að minna á það hér, að mál þetta var hafið af þeirri til- viljun, að meirihl. bæjarstjórnar hélt áfram að krefja aukagjald þetta, sem áður var kölluð vagna- Ieiga, eftir að bryggjan var gerð bflgeng. En vitanlega var gjald þetta í upphafi sett til þess að láta bæjarbúa jafna hina dýru leigu á Hæzta með aukaskatti, svo flagga mætti með því við al- menning, hve eignakaupin hefðu verið góð og hagstæð. Þeir kunna svo sem lagið á fólkinu bolsarn- ir hérna. Þótt ekki sé hægt að vita til fullshve hárri upphæðslíkur skaða- bætur myndu nema er það vfst, að verði þeim alvarlega hreyft, nema þær tugum þúsnnda króna. Það var einmitt þetta sem „VI. “ kallaði vitfirringu, að gera sér leik að þvi, að fá slíka dóma á þetta örreitta bæjarféiag og áleit að meiri- hlutí bæjarstjórnar ætti fremur að láta skynsemina ráða og hlýða lögum og rétti. Enda er ekki annað fært meðan lagafyrirmæiunum er ekki breytt, Og það er vitanlega skylda bæjar- stjórnar, að hlýða lögunum, en ekki að brjóta þau. Þetta hefir og meirihf. bæjar- stjórnar loks viðurkent með þvf, nð samþykkja að reyna að fá heim- ild stjórnarráðsins um nndanþágu frá gildandi lögum til þessarar nýju einokunar. En þar sem engir aðrir hafa notað slíka einokun, enda hafa ekki rétt til slíks fremur en ísa- fjörður, er vonlaust Um aö slík undanþága fáist að óbreyttum lög- nm þeim, sem gilda umþessi efni. Melrihl. bæjarstjórnar mætti og vera minnisstætt, að hann hefir ekkl riðið feitum hesti frá aðgjörð- um sínum á sviði laga og réttar.' Má þar t. d. minna á Seljalands- fjósið. Það skuldaði ýmsum um 18 þús. kr., þar af verkamönnum (sem ekki ættu að heita dátar á máli H. V.) um 4 þús. krónur. Einn af aðilunum fór í mál til að ná rétti sínum. Áður en máfið byrjaði hefði hann gefið bæjarstj. kostjá að greiða skuldina við sig samkv. samuingi eða sætt sem lfklega hefði orðið 4 þós. kr. En þessir herrar voru of stórir eða litlir til þess að ganga að sliku, og neituðu öllum sáttaboðum, en fengu í stað þess hæztaréttardóm fyrir ellri skuldinni ásamt vöxtum og málskostnaði og nam sú upp- hæð alls frekl. 7 þús. kr. Auk þess fékk bæjarstj. þau ummæli í forsendum hæztaréttar I máli þessu sem munu vera einstæð um nokkra bæjarstjórn, að hún hafi brotið lög á áfrýjendunum (Timburverzl. Björk) með því að hagnýta sér eign áfrýjendanna án samþykkis þeirra. Beint tap bæjarsjóðs á þessu máli er því aldrei minna en 4 þús. krónur að meðt. máls- kostnaðl bæjarins. Samkvæmt orðnm margra Iög- fróðra manna má telja það alveg örugt, að hefðu verkamennirnir hafið máí við bæjarstjórnina inn- an árs frá því vinna þeirra við fjósið fór fram, hefðu þeir fengiö sér hvern eyri tildæmdan. En það voru einmitt flokkmenn H. V. sem ætluðust til, þegar þeir sjálfir áttu f hlut, að verkamenn ynnu kaup- laust, en ekki MV1.“ eða Arn- grímur. Þessa rfku tilhneigingu meirihl. bæjarstjórnar til bess að vilja ekki lfta á staðreyndir og telja sig vera fyrir ofan lög og réit telur „Vl.“ vitfirringu. Máske H. V. viljí kalla það skynsemi. Það væri rétt eftir honum. En hann um það. En borgararnir, sem fá að borga brúsann fyrir þetta atferli meirihl., munu varla telja þetta skynsemi. Ellitrygging fyrir fiskimenn. í Noregi er nú I undirbúningi að koma á sérstakri ellitryggingu fyrir fiskimenn. Er hugmyndin sú, að sérhver fiskimaður er verður 60 ára eða eldri fái þaðan styrk, alt að 500 kr. fyrst. En sem farið gæti hækkandi eftir þvl hvað tekjur leyfðu hjá tryggingu þessari. Sannarlega er meira en tími til þess kominn, að unnið verði fyrir svipaða hugmynd hér á landi, því engin stétt er afskiftari um stuðn- ing þjóðfélagsins nú en einmitt sjómannastéttin. Hinsvegar á sú stétt, að mörgu við óblíðust kjör að búa og dregur mest í þjóðar- búið. Milliþ.n. í sjávarútvegsmálum, er nú situr á rökstólum, ætti að leggja grundvöll m. a. að sliku starfi fyrir sjómannastéttina og búa svo um hnútana, að verulegt gagn yrði að. 1. desember. Eins og að undanförnu heldur fjársöfnunarnefnd kirkjubygging- arsjóðs fjölbreytta skemmtun I G. T.-húsinu, sem hefst kl. 9 í kvöld. Sig. Eggerz rninnist þar dagsins með ræðu og auk þess verður fjölbreyttur söngur, upp- lestur o. fl. Skemtanir þessar hafa ávalt verið vel sóttar og má óhætt vænta þess, að svo verði enn.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.