Vesturland


Vesturland - 01.12.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 01.12.1933, Blaðsíða 1
f& ív' Pwt4**- VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 1. des. 1933. 39—40. tölublað. Fullveldisdagurinn. í dag höldum vér hátiðlegt 15 ára afmæii fullveidis vors. Enn er fullveldi iandsins ungl- ingur, sem horfir vonaraugum til manndómsáranna. Vonaraugum um marga og bjarta sigra. Þvi var spáð af sumum, áður en vér fengum fullveldið, að vér myndum litt kunna með slikan dýrgrip að fara. Því miður hafa þessar spár við undanfarna reynslu fengið það mikið gildi, að þær ættu að verða oss til varnaðar. Fullveldið er frelsi þjóðarinnar til þess að ráða öllum sínum mál- um og vér megum ekkert aðhafast, sem geti skert það. Þrátt fyrfr flokkabaráttu og inn- byrðis deilur er það mál málanna, sem ailir eiga að sameinast um. Grundvöllur þess, að fullveldið sé ekki skert, er sá, að við séum öðruni þjóðum sem óháðastir um hin sérstöku málefni okkar. Og er þar æðsta boðorðið, að ánetjast ekki um of af erfendum skulda- fjötrum, þótt úr gulli séu. Þeir fjötrar eru oft ginnandi og glitrandi fagrir í fyrstu. Og þeir likjast mjög fjötrinum Gleipni í þvi, að þá má oft sveigja og teygja um tíma, en engir fjötrar læsa fast- ara, þvi fyr en varir kemur að skuldadögunum og gjaldið er kraf- ið af skuldunautnum eða önnur fríðindi i þess stað, ef til eru. Enginn sannur íslendingur ósk- ar þess, að þessir fjötrar hertaki þjóð sina og hefti eða eyðileggi fullveldi hennar. En því miður hefir veríð stefnt svo óvarlega í þessa átt nú um stund, að brýningar um árvekni og afturhvarf í þessum efnum er full þörf. Ættjörðin okkar má enn helta ung og iitt numin. Hún hefir sýnt okkur, sem nú lifum og störfum, skýrara en nokkru sinni fyr ýmsa kosti sina og margbreytt óleyst verkefní. Þjóðin má án kviða trúa á eldgömlu ísafold til þróunarog þroska fyrir sig og niðja sina, ef þjóðin þroskast i hreysti og ötul- Iegum störfum, sem miða að al- mennri hagsæld, og sniður störf sín og stefnu yið þær aðstæður, sem landið bendir til og eru við sérstakt hæfi okkar sem íslendinga. Þótt nú skyggi í álinn er eng- in ástæða til þess að æðrast. Einmitt úr þessu er: þjóðinni vandalaust að meta til fulls full- veldi sitt og vorkunnarlaust að átta sig svo á stefnunni, að hih rétta stefna sé tekin um þetta mál málanna. Sú yfirvofandi hætta sem getur legið fyrir um að "ver fari í máli þessu á að knýja þjóðina til sameiningar og kenna henni nauðsyn þess, að gæta vel að fjöreggi þjóðarinnar, fullveldinu. Við höfum nú nýlega fengið afgreiddar frá löggjafarþingi þjóðarinnar miklar umbætur i lýðræðisátt. Þessum auknu rétt- indum almennings fylgja lika þær skyldur, að hver einstaklingur gæti sem bezt alls þess, sem snertir heiður og hagsæld þjóð- arinnar, skoði fullveldið og frels- ið sem sinn eiginn dýrgrip, sem hann sé reiðubúinn að verja gegn þeim öflum og' stefnum, sem vilja rýra eða ræna honum, hvort heldur slíkt kemur fram í einu eða öðru. Þjóðarfylkingin íslenzka er fá- menn og fyrirferðalftil I mann- mergðarfylkingu stærri þjóðanna. Til þess að hún haldi stöðu og stefnu móts við þær, eigum vér aðeins eitt meðal, það er meiri þroska til þess að standa saman í þéttri fylkingu, hvenær sem hættufyrirboðar nálgast, sem ógna kynnu hinu unga fullveldi. Frels- inu til þess að lifa sem frjáls þjóð i frjálsu landi. Fullveldisdagurinn er nú orð- inn löghelgaður hátíðisdagur þjóð- arinnar. Veiður hans og minnst m'j i öllum kaupstöðum iandsins, en að sjáifsögðu glæsilegast i höfuðborginni, þar sem aflið til menningar og framsóknar þjóðar- innar er mest og sterkast. Varðar ávalt miklu um það fordæmi, sem höfuðborgirnar gefa, en ekki sfzt hér á landi, þar sem í höfuðborg- inni býr meira en fjórði hluti þjóðarinnar. í dag verður lagður hornsteinn- inn i stúdentagarðinn, garð hinna ungumentamanna þjóðarinnar,sem öðrum frekar, sem væntanlegir leiðtogar þjóðarinnar, taka við þeirri skyldu ðg ábyrgð, að leiða þjóðina fram til sigurs á fullveld- isbrautinni. Ekki lítið við haft. Talið er að F. J. leiki sér að því að skrifa um ritstj. Vesturl. í Nýja dagblaðið i Reykjavík og svara því aftur í Alþýðublaðinu, en H. V. endurprentar svo krás- irnar í Skutli með sínu venjulega „rósaútfiúri", þegar ritstj. Vestur- lands á i hlut. Er auðséð á öllu, að þeir háfa ekki litið við, vesl- ingarnir. Eldgos. Vart hefir orðið við eldgos á há- lendinu nálægt Dyngjufjöllum. Er talið að eldgos þetta sé all-um- fangsmikið, en ransókn á útbreiðslu eldsins hefir ekki verið gerð enn þá. Ófsaveður af suðaustri var hér lnótt,engekk síðan til suðvesturs. Gerði veður þetta ýmsar skemdir i Hnífsdal og vélbátinn Svan sleit upp af höfn- lnni þar. Er verið að leita hans i dag.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.