Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 28.09.1935, Qupperneq 4

Vesturland - 28.09.1935, Qupperneq 4
152 VESTURLAND r ^ ki r> r'i r^ I Vjl I VJ I ki kvi Gærur! Gærur! Eins og undarfarin ár kaupi eg bæði nýjar og saltaðar gærur. Allir þeir, sem slátra heima, sendi mér gærur sínar sem fyrst. Komist gærurnar ekki til mín nýjar, áminnast menn um að salta þær vandlega strax. Greiðslan fer fram í peningum strax eftir uppvigtun hér. Jóhann Eyfiröingur. r^i I r'v I r^l I I I I r'v I I r^ I I w j I I kJ I L J k J I w j I k J I k J Kol, salt, sentent ávalt fyrirliggjandi með sanngjörnu verði. J. S. Edwald. Db. Sími 245. Happdrættið. Endurnýjun til 8. flokks er byrjuð. 450 vinningar - 90 200 kr. í 7.-10. flokki eru % allra vinninga á árinu. Harald Aspelund. Hér ner o i • o • \ taiar oylvia Sidney við yður. £ ’jJ j Við filmstjörnur vitum allar, að við vferðum að hafa fallega húð. Þessvegna not- um við daglega Lux Toilet sápu. 1 í »t / Ekki einasta leikkonur, heldur konur alment hafa tileinkað sér þessa undra- verðu fegrunaraðferð, sem heldur hörundinu svo björtu og unglegu. Hið mjúka og heilnæma löður LUX TOI- LET SÁPUNNAR hreinsar algjörlega andlitsóhreinindi og svitaholur hörundsins. Reynið Lux Toitetsápuna L sjálfar. Hún er búin til úr ilhreinustu efnum og er hör- undi yðar það, sem með þarf. Gjörið sama og leikkonurn- ar og fáið yður þessa sápu strax í dag. ^Paramount leikari. LUX TOILET SOAP Leyndardómur feguröar leikkvenna. X-LTS 357-50 LEVER BROTHER5 LIIglTED, POET SUHUGMT, ENOLAVB F Utgerðarmenn og skipstjórar! Fýrirliggjandi: MANILLA af öllum giidleika Ennfremur okkar viðurkendu ágætu fiskilínur. Ritstjóri: Arngr. Fr. Bjarnason. I Prentstofan íarún. Gjafmildi er gróðavegur. B) Hinrik svaraði svo sem engu; hann virti hana eigi svars. Amalía hefði átt að vita um fjárhagsástæður hans. Auðvitað var nú svo komið fyrir honum, að hann var neyddur til að segja ráðskonunui upp vist- inni, en honum féll það nú samt miklu þyngra, en hann vildi kannast við fyrir sjálfum sér. Já, það var svo margt sem hann fann, að sér mundi falla illa við þessa fyrirhuguðu breytingu, sem nú óhjákvæmi- lega hlaut að leiða af sölu óðalsins, en þö lang verst það, að láta ungfrú Karbæk lara frá sér. Hún hafði íluzt til hans 26 ára gömul, og nú var hún 34 ára. Hún hafði reynst honum framúrskarandi heimilisræk- in, framsýn, sparsöm og dugleg ráðskona, sem gæta vildi reglu og snyrtilegrar um- gengni á heimilinu jafnt utan húss sem innan, og þrátt fyrir hennar meðíæddu sparnaðar tilhneigingu tókst henni afburða- vel að hafa þann myndarbrag á öllu hús- haldi sínu, að til fyrirmyndar mátti vera. Hún hafði því, þessum ágætu kvenkostum búin, verið Hinrik alveg ómetanleg hjálp og stytta á þessum síðustu og verstu tímum. Þetta fann hann mæta vel og kunni að meta. Og eitt var víst, að hefði Amalía systir hans eigi gert sitt hið ítrasta til að spilla þvf, þá hefði Hinrik nú verið giftur ungfrú Iíarbæk fyrir löngu, því honum duldist eigi, að hún unni lionum hugást- um. — Það var satt og rétt sem Storm hafði við vin sinn sagt, að hann hefði átt að vera giflur ráðskonunni fvrir löngu, og þá hefði fjárhagur hans nú staðið fastari fótum. — Nú var svo komið, að Hinrik beinlínis fyrirvarð sig og honum sárnaði, að hafa eigi undið bráðari hug að því, að fastna sér þessa konu,. sem honum nú fanst sem hann eigi fengi án lifað. Nú loksins var sem skýlu væri svift frá augum hans, og hann var fast ráðinn í að biðja hennar; tók þá ákvöröun, er hann heyrði systur sína velta sér yfir hana með ónota skæt- ingi og óverðskulduðum napuryrðum. Am- alía varð þannig óviljandi til þess að opna augu hnns, og flýta fyrir því sem fram átti að koma. Aldrei hafði Hinrik fundist heimilið og garðurinn umhverfis brosa eins hýrt og alúðlega við sér eins og nú er hann í hægð- um sínum ók upp að dyrum íbúðarhússins, og þó fanst honum sem fargi væri af honum létt er hann hugsaði uin það að dagar hans þar sem húsbónda væru bráðum taldir. Hjá dálitlum sjónarhól skamt frá húsinu mætti hanu ráðskonu sinni, og sá hann þegar að hún hafði verið að gráta, en reyndi að leyna því sem bezt hún gat. Þetta jók honum hug og djörfung til að láta henni nú þegar í ljós tilfinningar sínar, þær, er hann svo lengi hafði búið yíir. »Ungfrú Karbækcc, tók hann lil rnáls. »Eg kem nú frá því að fylgja systur minni á járnbrautarstöðina. Hún stígur eigi framar fæti inn fyrir dyr þar sem eg á húsum að ráða. Eg sagði henni á leiðinni svo ræki- lega til syndanna, eftir napuryrði þau og ónotaslettur, sem hún lét ylir yður, alsak- lausa, dynja í dag, að eg vona, að það líði henni eigi úr minni fyrst um sinn. — En svo var það nokkuö annað, sem mig langar mjög til aö ræða við yður, og sem eg fyrir löngu hefði átt að vera búinn að ámálga við yður, en það er þetta: Viljið þér, er eg nú verð að hrekjast héð- an í hurt frá ættaróðali mínu, fylgja mér, fara með mér sem konan mín, giftast mér og styðja mig áfram með ráðum og dóð, eins og þér halið gert í ráðskonustöðunui

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.