Vesturland - 12.08.1939, Qupperneq 1
VESTURLAND
BLAÐ VESTFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA
RITSTJÓRI: ARNGR. F R. BJARNASON
XVI. árgangur.
ísafjörður, 12. ágúst
1939.
33. tölublað.
Rétta leiðin til að vinna markaði fyrir islenzk-
ar vörur er að íslendingar annist það sjálfir
Merkileg tillaga frá Ludvig Storr.
Það er víðar en hjá okkur ís-
lendingum, sem erlitt gengur að
selja framleiðsluvörurnar. En
flestar aðrar þjóðir fylgja sjálfar
fram sölu afurðanna með enn
meira kappi og krafti en við
gerum. T. d. senda Norðmenn,
frændur vorir, sem eru mestu og
erfiðustu keppinautar okkar um
fisksölu alla, fjölda manna til
markaðslandanna, sem ýmist er
komið I þjönustu góðra firma í
þvi landi, er þeir starfa, eða
starfa þar á eigin hönd. Undan-
farin ár hefir fjöldi slfkra norskra
manna starfað bæði á Spáni og
I Portugal, og má ekki sízt þakka
starfi þeirra hvað áunnist hefir
með aukna fisksölu.
Nú starfar fjöldi Norðmanna
vlðsvegar um alla Ameríku, beint
í þeim tilgangi, að ryðja norsk-
um vörum til markaðar þar.
Danir og Svíar fara að likt
þessu. Og oft láta þessar og
aðrar þjóðir sér ekki nægja að
eiga þátt I heildsöluviðskiftun-
um, heldur taka og sölu vör-
unnar beint til neytenda til þess
á þann hátt að ryðja braut nýjum
og óþektum vörutegundum. Þann-
ig höfðu Danir um eða yfir 1
þúsund útsölur eða verzlanir I
enskum borgum meðan þeir voru
að vinna fastan markað fyrir
smjör sitt, ilesk og fleiri land-
búnaðarvörur.
í sambandi við hinn óhagstæða
verzlunarjöfnuð undanfarin ár
milli íslands og Danmerkur og
hve erfiðlega gengur með sölu
margra íslenzkra afurða í Dan-
mörku hefir Ludvig Storr kaup-
maður í Reykjavík komið fram
með þá tillögu, að íslendingar
komi upp nokkrum útsölustöðum
fslenzkra afurða I Kaupmanna-
höfn og annist rekstur þeirra
sjálfir. Telur hann víst, að á
þennan hátt myndi smátt og
smátt opnast víðtækur markaður
fyrir ýmsar islenzkar framleiðslu-
vörur I Danmörku, einkum ef
bygt yrði eða leigt kælihús á
hentugum stað, svo alt af væri
greiður aðgangur tií geymslu á
vörunum.
Enginn efi er á þvi, að rétta
og öruggasta leiðin til þess að
vinna markaði fyrir íslenzkar
vörur er sú, að íslendingar ann-
ist það sjálffr. Ekki eingöngu í
Danmörku, heldur hvar sem er
I heiminum. Á þann hátt fær
fslenzk verzlunarstétt nauösyn-
lega reynslu og þjálfun, og
möguleikar til stærri og meiri
viðskifta opnast jafn harðan eftir
þvi framleiðslan eykst eða verð-
ur fjölbreyttari.
Sumir telja, að við höfum litið
og fábreytt að selja. En sann-
leikurinn er sá, að við höfum
miklar og fjölbreyttar vörur að
selja — ekki eingöngu hlutfalls-
lega eftir mannfjölda — heldur
á miklu stærri mælikvarða.
En til þess þarf enn að breyta
framleiðsluháttunum,einkumhvað
fiskveiðarnar snertir, og færa verk-
un aflans meira til fiskiðnaðar.
Á því sviði er mest að læra
af Þjóðverjum og tækni þeirra
þarf að verða okkur til fyrir-
myndar. Margskonar verksmiðju-
rekstur I sambandi við fiskveið-
arnar á fullan tilverurétt og
Iffsskilyrði hér á landi, til þess
að skapa meira verðmæti og
vinnu við aflann, sem ætti að
verða öllum aukinn gróði: Út-
gerðinni, sjómönnunum og verka-
fólki I landi.
Það eru engir draumórar, að
verksmiðjur til þess að vinna
ullarlíki og eggjahvftuefni úr fiski
geti starfað hér á landi'með ekki
lakari árangri en I Þýzkalandi,
þar sem allur fiskur er dýr vara.
Okkur vantar enn þekkinguna.
Þegar hún er fyrir hendi mun
fé fást til framkvæmdanna.
Eg hefi lika trú á því, að fisk-
réttir úr möluðum fiski eigi I
bráðri framtíð eftir að vinna sér
viða markaði. Allur matur sem
er nærandi, bragðgóður og til-
tækur hvar sem er, hlýtur að
eiga góðar söluvonir.
Þetta eru nú framtíðarbolla-
leggingar, segja menn. — Það
er rétt. En þær verða að veru-
leika fyr en varir. Og útgerðin
hér við land er orðin svo dýr
og kostnaðarsöm á allan máta,
að hún getur ekki staðist nema
með auknu verðmæti fyrir aflann.
En þessar hugleiðingar eiga
aðallega að snúast um sölu fs-
lenzkra framleiðsluvara, eins og
hún liggur nú fyrir. Hvað getum
við selt, t. d. I Danmörku, þótt
við færum að setja þar upp sölu-
búðir. Við getum I fyrsta lagi
selt talsvert af sild, ýmislega
verkaðri, segjum 50 þúsund
tunnur eftir skamman tima. Við
getum selt meiri saltfisk til inn-
anlandsneyzlu, fryst fiskflök og
mikið af niðursoðnu fiskmeti.
Einnig sildarmjöl og lýsi.
Af Iandbúnaðarvörum hefir
hraðfrysta dilkakjötið þegar unn-
ið sér svo mikið álit í Danmörku,
að danskir bændur kvarta und-
an þvl sem skæðum keppinaut
við innlenda kjötið. Er þvi vanda-
laust að selja meira af frystu
íslenzku kjöti til Danmerkur. Af
öðrum landbúnaðarvörum, sem
liklegt er að nái góðum markaði
í Danmörku má nefna skyr og
ber. Þótt þær vörur hossi ekki
háu sem stendur gætu þær gefið
drjúgan skilding I þjóðarbúið.
Þá er og engan veginn óhugs-
andi, að við gætum selt Dönum
talsvert af ávöxtum, ræktuðum
hér við hverahita, svo og ýms
jarðefni til húsaskreytingar. Og
eitt er ónefnt enn. Það er prjón-
lesið. Fyrir gott prjónles er tals-
verður markaður nú þegar í
Danmörku og má vafalaust auka
hann mikið.
En þótt dvalið hafi verið um
stund við það, er við gætum
selt Dönum, þar sem við höfum
samkvæmt sambandslögunum
jafnan rétt við þá um atvinnu-
rekstur I Danmörku, eiga verzl-
unarleiðir okkar að liggja til
stærri markaða, og fyrst og fremst
að beinast að auknum viðskift-
um I Englandi, Þýzkalandi og
Amerlku.
Að því þurfa margar islenzk-
ar hendur að vinna. Fjöldi ungra
og reglusamra íslendinga þarf
skipulega að dreifast um þessi
fyrnefndu lönd og mörg önnur,
t. d. Spán, Portugal og ítalfu.
Þeir eiga að vera I einskonar
viking. Fyrst og fremst til þess
að afla sér þekkingar og reynslu
til ávaxtar fyrir ættjörðina. Með
eldlegum áhuga og dugnaði
verða þeir að ganga að störfun-
um, hvort sem þau eru unnin I
skjóli eða ábyrgð annara eða á
eigin hönd.
Námsmannafjöldinn siðustu ár-
in er talinn óhóflegur fyrir heima-
störfin, og þó hafa langflestir
þeirra snúið hér að störfum eða
starfsleysi. Með þeirri tilhögun,
sem hér er rædd, fá hinir ungu
námsmenn mikið verkefni, sem
engan veginn verður tæmt eða
fullskipað fyrstu árin. Með þvl
fá þeir ábyrgðarmikið starf og
útsýn yfir lif og háttu annara
þjóða, sem alt á að skoðast I
þvi Ijósi, sem gagnað getur landi
þeirra þjóð. Þeir eiga að menta
og auðga sjálfa sig til þess, að
geta helgað velferðarmálumþjóð-
arinnar krafta sina og þekkingu
alla, svo að íslendingar geti rutt
sér nægilegt alnbogarúm I al-
þjóðaviðskiftum.
Þótt sumt af sendimönnunum
kynni að bregðast, sem engin
ástæða er til að ætla að óreyndu,
er vafalaust að margir og flestir
þeirra myndu færa þjóðinni marg-
falda ávexti.
Það er víst að með þessu
eina móti er unt að vinna bug
á sölutregðu fslenzkra afurða,
sem öll þjóöin llður nú við. For-
göngu að þvl að hrinda þessu
til framkvæmda eiga að hafa i
fullri og einlægri.samvinnu Verzl-
unarráð íslands og samband Is-
lenzkra samvinnufélaga. Ekki I
neinni samkepni heldur fullu
samstarfi. Að því er snertir sölu-
meðferð fiskafurða ælti sölusam-
band íslenzkra fiskframleiðenda
að vera I samráðum og styrkja
framkvæmdirnar, en búnaðarfé-
lagið að þvi er snertir landbún-
aðarafurðir.
Fyrst I stað yrði liklega að
snúa sér aðallega að þeirri leið,
að útvega Islenzkum verzlunar-
mönnum atvinnu hjá erlendum
firmum I þessu augnamiði. Mætti
t. d. byrja á þvi að koma að
efnilegum mönnum I Englandi
og Þýzkalandi, svo sem 20 I
hvoru landi um sig og enn fleiri
i Ameriku, ef þess væri kostur.
Jafn sjálfsagt er og að gefa aukn-
um viðskiftum hvervetna annar-
staðar fullan gaum, og sérstak-
lega við Norðurlandaþjóðirnar og
athuga möguleika fyrir þvi, að
íslendingar geti náð fótfestu til
verzlunar I Danmörku.
Leiðin út úr erfiðleikum at-
vinnumálanna liggur I meira
samstarfi allra aðila, en jafnframt
meiri stórhug til nauðsynlegra
breytinga og ákveðnu takmarki,
einkum að þvf er snertir aukna
og hagkvæmari sölu afurðanna,
sem er þýðingarmesta atriðið
eins og nú stendur.