Vesturland - 12.08.1939, Qupperneq 3
VESTURLAND
129
Síldarsöltun á öllu landinu nam að kvöldi °
10. þ. m. rúmlega 46 þúsund tunnum.
Góðar vðrur
Isflrzku knattspyrnumenn-
irnir vinna Víkingsbikarinn
fyrir 1. flokk B.
Úrslit eru nú komin um ís-
landsmót knattspyrnumanna fyrir
1. flokk B. og vann fsfirzki knatt-
spyrnuflokkurinn mótið og þar
tneð Víkingsbikarinn.
ísfirzki knattspyrnuflokkurinn
vann mótið með 7 stigum af 8
mögulegum. Er það hinn glæsi-
legasti sigur, og i fyrsta sinn
sem knattspyrnuflokkur utan
Reykjavíkur vinnur mótið.
Þessi úrslit ættu að vekja nýja
dáð og dug hjá isfirzkum knatt-
spyrnumönnum og fullan hug á
að sitja að unnum sigri og vinna
stærri sigra.
Jafnframt ættu svo forráða-
menn bæjarins að gera sitt til,
að aðbúnaður til iþróttaiðkana i
bænum verði sem beztur.
Bækur.
Alt í lagi í Reykjavík.
Nýjasta skáldsagan á bóka-
markaðinum ber þetta fyndna
nafn. Höfundurinn nefnir sig
Ólaf við Faxafen og er Ólafur
Friðriksson fyrv. ritstjóri. Sagan
gerist að öllu leyti í Reykjavik
og á að vera skemtisaga (reyf-
ari). Skortir heldur ekki að sag-
an segi frá mörgum atburðum og
sumum næsta ósennilegum.
Þungamiðja atburðanna snýst um
stórfelt rán úr Landsbankanum,
sem Sjöfn Ingólfsdóttir frá Hlíð-
arhúsum hefir upphugsað og
undirbúið til þess að rétta hlut
ættar sinnar, sem Jörundur
hundadagakonungur hafði svift
jarðeignum í Reykjavik. Sögu-
hetjan Örn Ósland verðurhjálp-
armaður Sjafnar við bankaránið,
elskhugi hennar og síðan lög-
iegur eiginmaður með nógan auð,
eftir nokkra veru á Litla-Hrauni
fyrir grun um meðverknað i
bankaráninu.
Það erekki eingöngu að mynd-
ir sögunnar séu l ósennilegri um-
gerð heldur nær höfundurinn sér
hvergi niðri í frásögninni, og
frásögnin er bæði orðmörg og
iangdregin. Hinsvegar ber sagan
vott um hugmyndaflug höfundar
og gæti hann vafalaust með meiri
elju og vandvirkni gert sér góð-
an mat úr þeirri auðlegð sinni.
Það er rétt leið hjá höfundin-
um til þess að hertaka íslenzka
lesendur, að hafa söguna í ný-
tízkubúningi. Hann á að halda
áfram á þeirri leið til meiri fuli-
komnunar og þroska, sem mað-
ur með jafnmikla og fjölbreytta
athugunargáfu nær á skömmum
tíma, ef hann beitir sig nógum
strangleik og nákvæmni. Þá er
alt í lagi.
Bókin er 230 bls. að stærð,
útgefin af prentsm. Edda h.f. og
kostar kr. 5,50. Frágangur er
góður.
Þjóðin,
2, hefti þessa árs er nýkomið
út og flytur þessar greinar: Orðs-
ins list, eftir Gunnar Thoroddsen.
Hefir Gunnar flutt þetta erindi i
Kennaraskólanum í Rvik 9. okt.
1937 og í héraðsskólanum að
Núpi í Dýrafirði 8. des. s. á.
Fréttabálkur frá útlöndum eitir
Guðm. Benediktsson og fram-
hald greinar hans: Hvert stefnir
— Hvert skal stefna. Grein um
Sir John Simon, fjármálaráðherra
Breta, og margar smágreinar um
erlent og innlent efni.
Ægir,
7. hefti þ. á., sem er nýkomið
út, flytur m. a. viðtal við tvo
ísfirðinga, þá togaraeigendurna
og skipstjórana Jón Oddsson,
sem nú er búsettur i Hull á
Englandi, og Magnús Magnús-
son, sem búsettur er í Boston i
Bandarikjum N.-Ameriku. Báðir
lýsa þeir áliti sinu á fiskveiðum
hér við land, sérstaklega botn-
vörpuveiðum og viðhorfinu um
þessi mál þar sem þeir eru bú-
settir.
Jón Oddsson hefir dvalið í
Reykjavík um stund vegna út-
gerðar togarans Reykjaborg,
þar sem hann er einn hluthaf-
anna, en Magnús dvaldi um
tima við ransóknir og gröft í
Drápuhliðarfjall á Snæfellsnesi;
en ýmsir telja, að fjallið sé gull-
auðugt. Tók Magnús mikið af
sýnishornum með tii Ameriku.
Hann fór héðan vestur 20 f. m.
eru beztu vinir hag-
sýnnra húsmæðra.
Sólar- og Stjörnu-smjörlíki
og
Sólar-jurtafeiti
eru uppáhald allra hús-
mæðra, sem hafa reynt það.
Biðjið ávalt
u m þ a ð.
Samtal.
Tveir kunningjar voru nýlega
að tala saman um þjóðnýting-
una hér á landi.
— Alt er komið undir rikið,
sagði annar: Við höfum ríkis-
skip, ríkiskjöt, rlkismjólk, ríkisfisk
o. s. frv.
— Já, já, sagði hinn. Við höf-
um riki I öllum mögulegum for-
skeytum, en í einu er það nú
alveg horfið. Við áttum fáa rík-
ismenn og nú má ekki lengur
tala um þá, en þess meira um
rikislán og rikisskuldir. Rikismenn
eru eitur og pest i beinum þessa
þjóðfélags.
Friðrik Ottósson,
fyrv. sendisveinn hér, hefir
hlotið 300 kr. hetjuverðlaun úr
Carnegisjóðnum, fyrir björgun 6
ára drengs, er féll milli bryggju
og skips hér í bænum.
Alls hlutu 6 Islendingar nú
verðlaun úr Carnegisjóðnum.
Reknetaveiðarnar.
Reknetabátarnir héðan hafa
aflað mjög misjafnlega undan-
farið; sumir fengið góða veiði,
en aðrir litið eða ekkert. —
Flestir bátanna búast nú til
reknetaveiða við Norðurland,
og eru sumir þegar farnir norður.
Kolkrabbi.
Talsvert af kolkrabba rak hér
i kaupstaðnum nú í vikunni.
Nokkuð af kolkrabba hefir og
verið dregið á færi hér í Djúp-
inu. Líka hefir hans orðið vart
I reknet.
Verðhækkun.
Frá 1. þ. m. hefi ég hækk-
að verð á húðum og
kálfskinnum.
Jóh. Eyfirðingur.
Aðalfundur
Kaupfélags ísfirðinga
var haldinn hér 10. og 11. þ.
m. í stjórn voru kosnir: Jón
H. Fjalldal, Guðmundur G.
Hagalín professor og Jón H.
Sigmundsson trésmiðameistari.
Endurskoðendur voru kosnir:
Jónas Tómasson bóksali og Bald-
vin Þórðarson verzl.m.
Dýrfirðingar
héldu skemtisamkomu að Þing-
eyri s. I. sunnudag við mikla
aðsókn. Skemtun þessi var hald-
in til ágóða fyrir samkomuhús-
byggingu á Þingeyri, sem öli
félög þorpsins standa að.
Sundhátíð Súgfirðinga
verður á morgun og hefst kl.
2. Þar fer fram kappsund yfir
Súgandafjörð. Hátiðin hefst með
guðsþjónustu, siðan verða sund-
sýningar, ræðuhöld og loks dans.
1 miijón manna
hefir nú séð íslandsdeild héims-
sýningarinnar i New-York, sam-
kvæmt skeyti til Ragnars E.
Kvarans landkynnis frá Vilhjálmi
Þór.
Vélbáturinn Vestri
kom hingað af sildveiðum I
gærkveldi, vegna vélbilunar.
Hann hefir aflað alls um 3000
mál.
Mikil sildveiði
í lagnet hefir undanfarið verið
i Steingrimsfirði. Hafa aflast 3—7
Bíó Alþýðuhússins
sýnir:
Laugardag kl. 9
hina ágætu mynd
Þegar lifið er leikur.
Aðalhlutverkið leikurhin bráð-
skemtilega Deanne Durbin.
Lækkað verð.
Sunnudag kl. 5:
Stúlkan frá París.
Lækkað verð!
Síðasta sínn!
Ný mynd sunnud. kl. 9.
Sjá götuauglýsingar.
tunnur i net. Stunda nú flestir
bátar við Steingrímsfjörð sild-
veiðar.
Hvalveiðarnar frá Suðureyri
í Tálknafirði hafa gengið vel
í sumar. Höfðu um siðustu helgi
veiðst 87 hvalir á 3 veiðibáta.
Vinnu við öldubrjótinn
i Súgandafirði
er nú bráðum lokið. Alls hefir
hafnargarðurinn lengst í sumar
um 25 metra.
%
Heyskapur
hefir gengið svo óvenjuvel á
Ströndum nú í sumar, að flestir
eru langt komnir með heyskap
og sumir í þann veg að hætta.