Vesturland - 04.11.1939, Qupperneq 3
VESTURLAND
175
Bækur.
Hagalín segir fra.
Skemtilegar og skrítnar
minningar frá Noregi.
Prentstofan ísrún, ísafjörður 1939.
Hagalín hefir verið einn stór-
virkasti rithöfundurinn siðustu
árin.
Og vaxið að verkefnum. Um
það ber skáldsaga hans Sturla
í Vogutn ljósan vott.
Hagalin hefir líka opið auga
fyrir fleiru en skáldskap sjálfs
síns. Hugurinn reikar oft til
þjóðfræða eldri og yngri, og
þó liklega mest til „kúnstugra"
karla og kerlinga, sem hann
hefir þekkt eða rekist á á eftir-
minnilegan hátt.
í hinni nýju bók sinni: Haga-
lin segir frá, nær hann sér enn
á sporið með lifandi Iýsingum
úr norsku alþýðulífi, sem allt
eins gæru verið íslenzkar. Þótt
allar frásagnir bókarinnar séu
skemtilegar er Hagalin í essinu
sinu I köfiunum: Hún heitir bara
Hansína og Djúpar rætur. Þar
hefir hann fyrir sér karl og
kerlingu I ætt við hamrafjöllin,
sem hvort um sig geta ekki
bognað, bara brotnað. Ekki
gefist upp við að ná settu marki
meðan þau draga andann.
Hagalín segir frá, opnar ó-
kunnugum nýja innsýn i skáld-
eðli hans. Sú bók sýnir, að
hann á marga strengi til þess
að leika á og bregða fyrir sig,
og mikia stílgáfu. Vafalaust verð-
ur því þessi nýja bók hans
mikið keypt og lesin, enda á
hún skilið að verða ekki sett í
neinn krókbekk hjá öðrum verk-
um Hagalíns.
Árbók Ferðafélagsins 1939.
Enn ný ágætis árbók Perða-
félags íslands.
Hún fjallar samt ekki um ferða-
lög manna eða landlýsingar,
heldur um ferðalög og bústaði
allra íslenzkra fugla, og er
prýdd fjölda ágætra mynda,
efninu til skýringar. Magnús
Björnsson náttúrufræðingur hefir
samið bókina og segist í for-
mála hafa tekið það eitt fram
í bók þessari, sem vitað sé og
viðurkent um líf og háttu islenzkra
fugia. Er því óhætt að reiða sig
á frásögn og fróðleik bókarinnar.
Má bæði þakka höfundi og
Ferðafélaginu þessa ágætu bók,
sem lýkur upp óþektuin eða lítt
þektum heimi fyrir mörgum les-
anda og kennir honum að þekkja
þann mikiisverða hlut af náttúru
landsins, sem fuglalifið er.
Næsta árbók Ferðafélagsins
verður uin Vestfirði. Það ætti
vel við að fagna henni með fjöl-
mennri ferðafélagsdeild hér á
ísafirði.
Nýjar kosningar.
Það virðist fara illa í taug-
arnar á þeim sósfalistum, að
talað er um nýjar kosningar.
Það er rétt eins og þeim finnist
þeir eiga skilið, að kjósendur
hýði þá við kjörborðið fyrir öll
loforðasvikin við alþýðu og
hvernig þeir um ieið hafa út-
vegað sér fé, embætti og völd
á kostnað aimennings.
Fæstir munu telja yfirst. tíma
hentugan til kosninga. En hvert
ker verður að lokum svo fult að
út af flóir. Þolinmæðin getur
þrotið og á að þrjóta þegar
ástandið verður óþolandi. Fáist
engin lagfæring á ástandinu eins
og það hefir verið nú og er enn
i flestum greinum er það óþol-
andi frá sjónarmiði Sjálfstæðis-
manna og ekki annað fyrir hendi
en að ráðherrar þeirra hverfi úr
rikisstjórninni og flokkurinn geri
kröfur til nýrra kosninga. Mun
Sjálfstæðisflokkurinn i þeim efn-
um ekkert glúpna við grátstafi
þeirra rauðu vesalinga, sem
vænta sér að fá maklegan skell
í kosningunum.
Útlánstími bókasafnsins.
Ýmsir sjómenn hér i bænum
hafa haft orð á því, að fá breytt
útlánstíma bókasafnsins sem nú
er kl. 8—9 að kveldi. Telja þeir
heppilegastan timann kl. 6—7
siðd.
Erþessu hér með kornið áleiðis
til bókavarðar eða bókasafns-
nefndar. Ætti það að vera útláta-
laust fyrir alla, að útlánstíma
bókasafnsins yrði breytt í það
horf, sem óskað er eftir.
Tíðarfar
er enn sem sumar væri; snjó-
laust upp á fjallabrúnir. Tún,
sem ekki eru beitt, spretta enn.
Mætti vel slá sum þeirra nú i
nóvember, i fjórða sinn.
Bifreiðarstjórar, sem fara yfir
Breiðadalsheiði segja að akfæri
sé nú eins og bezt gerist að
sumri til. Slik árgæzka og nú er
einstök hér á landi.
í siðustu viku voru miklir kuld-
ar sumstaðar í Evrópu; t. d.
eyðilagðist vínberjauppskera i
Norður-ítalfu sökum frosta.
Til kaupenda Vestur-
lands i ísafj.sýslum.
Þeir kaupendur Vesturlands í
Isafjarðarsýslum, sem skulda
yfirstandandi árgang eða eldri
árganga Vesturlands, eru vin-
samlegast beðnir að gera skil
nú fyrir áramót.
Eins og annað, hækkar nú alit
er að prentunarkostnaði lýtur
og blaðinu þvi áriðandi, að
kaupendur þess reynist skilvísir.
Vinsamlegast,
Arngr. Fr. Bjarnason.
eru beztu vinir hag-
sýnnra húsmæðra.
Sólar- og Stjörnu-smjörlíki
og
Sólar-jurtafeiti
ern uppáhald allra hús-
. mæðra, sem hafa reynt það.
Merkjasala stórstúkunnar.
Stórstúka íslands hefir fengið
leyfi til merkjasölu til ágóða
fyrir bindindisstarfsemi. Eru merk-
in seid í dag og á morgun.
Aliir bindindisvinir ættu að
kaupa merki þessi.
Huginn III.
hefir stundað reknetaveiðar í
Faxaflóa frá þvi seint í septem-
ber. Hafði hann aflað nú um
mánaðamótin 650 tn. í salt og
nokkur mál í bræðslu, eða alls
um 700 tunnur.
Hefir annað veifið verið tals-
verð sfidveiði i Faxafióa. Búist
er þó við að sildveiðarnar þar
hætti innan skamms. Þykir ekki
þorandi að salta meiri sild um
sinn fyrir Ameriku-markað, en
flestir aðrir síldarmarkaðir lok-
£fðir fyrir okkur íslendingum
sem stendur vegna styrjaldar-
ástandsins-
10—15°|o afslátt
gef eg af allri álna-
vöru og útsaumsvör-
um næstu viku.
Guðbjörg Guðjónsdóttir.
Talsverð síldargengd
hefir verið hér á Pollinum I
alt haust, og hefir sildin veiðst
mest grunt. Síðustu dagana hefir
verið ágæt veiði á leirunum,
innanvert við Skipeyri. Síldin er
stór og feit og hlýtur að vera
ágæt útflutningsvara.
Hjúskapur:
28 f. m. giftu sig hér i bæn-
um: frk. Unnur Hermannsdóttir
og Ólafur Ólafsson fulltrúi á
sýsluskrifstofunni, og frk. Helga
Pálsdóttir (Heimabæ í Hnífsdal)
og Skúii Hermannsson sjóm.
Þarna er
pabbi þinn
tryggður.
Umboð á ísafirði:
Verzlun J. S. Edwald.
Innlendar [bækur:
Hagalín segir frá, G. G. Hagalín.
Ljósið í kotinu, Óskar Aðal-
steinn Guðjónsson.
Baugabrot, Indriði Þorkelsson
á Fjalli.
Á heimleið, leikrit, Guðr. Láiusd.
Systkinin, [.Davíð Jóhannesson.
Bergmál I—III, leikrit.
í ljósaskiftum, Friðrik H. Berg.
Prestasögur, Óskar Clausen.
Þýddar bækur:
Sól og syndir, Sigurd Hoel.
Fegrun og snyrting, þýtt hefir
frú Kristln Ólafsdóttir, læknir.
Danmörk, Færeyjar, Grænland.
Barnabækur:
Ný útgáfa með myndum af
Rauðhettu og Öskubusku.
Sjálfstæðiskvenfélagið Brynja
hélt aðalfund sinn 27. f. m.
Formaður var kosinn í stað frú
Ásu Theodors, sem flutt er bú-
ferlum úr bænum, frú Anna
Jónsdóttir, og meðstjórnendur:
frúrnar Guðlaug Dahlmann, Sig-
riður Þórðardóttir, Aðalheiður
Guðmundsdóttir og Guðrún
Bjarnadóttir.