Vesturland - 23.11.1940, Qupperneq 2
178
VESTURLAND
Gjaldkeramálið.
Fáort yfirlit um lýðræðislegan gang málsins.
Er fundinum 31. f. m. var lok-
ið var Harald Aspelund tilkynt
kosningin, og hann kvaddur til
að mæta f skrifstofu Samlagsins
kl. 10 árdegis daginn eftir, til
þess að taka við starfi sfnu sem
gjaldkeri. H. A. mætti á tilsettum
tfma, en var meinað af formanni
að taka við störfum.
Þegar meirihluta samlagsstjórn-
ar varð kunnugt, að löglegar
gerðir voru þannig virtar að vett-
ugi af formanni. ákvað hún að
skora á hann að boða til fundar
þennan sama dag, til þess að fá
endanlega lausn f málinu og
m. a. ganga frá launakjörum og
tryggingu gjaldkera, sem minni-
hlutinn hafði ekki viljað taka
fyrir á fundinum kvöldið áður.
Með áskorun um fundarboðið
var að sjáffsögðu fyrst farið á
skrifstofu rafveitunnar og sjúkra-
samlagsins, og gengið að for-
manni þar vfsum, þar sem yfir
stóð afgreiðslutfmi í skrifstofun-
um (kl. um 11 árd.) Ekki fanst
samt formaðurinn þar, og enginn
vissi hvar hann var. Var hans
siðan leitað árangurslaust vfða
um bæinn, og fanst loks rétt fyr-
ir hádegi á heimili professors
Hagalíns, og var afhent þar
áskorunin.
Rétt eftir kl. 1 barst svar frá
formanni. Kvaðst hann í svarinu
ekki geta haldið fund umræddan
dag vegna anna. Meirihlutinn
var vantrúaður á annir formanns-
ins, og taldi reynsluna um morg-
uninn ekki bera honum gott vitni
um annrfkið. Staðfestist þetta alt
betur síðar, að „annrikið* var
fyrirsláttur einn. — Meirihlutinn
taldi einnig, að úrlausn málsins
þyldi enga bið og frestun fund-
arins væri ástæðulaus. Qaf því
meirihl. Samlagsstjórnar út fund-
arboð, þar sem fundur var ákveð-
inn kl. 2,45 sama daginn i skrif-
stofu Samlagsins. Var fundar-
boðunin strax tilkynt öllum þeim,
sem hlut áttu að máli.
Kl. 2,45 mættu svo f skrifstofu
Samlagsins, samkv. fundarboð-
inu, þeir Ól. Magnússon, Óskar
Borg og Arngr. Fr. Bjarnason.
Var formaður þar fyrir og spurði
hvort það væri virkilega mein-
ingin að halda þar fund. Var því
auðvitað játað. Sagðist þá for-
maður ekki leyfa, að neinn fund-
ur yrði haldinn, og gæti hann
bannað það sem forstjóri Raf-
veitunnar. Formaðurinn var þá
aðspurður, hvort hér væri ekki
skrifstofa Sjúkrasamlagsins. Varð
hann að játa að svo væri. End-
urnýjaði þá meirihlutinn kröfu
sína um afnot húsnæðisog gerða-
Framhaid.
bókar félagsins, tif fundarhalds,
en formaður neitaði enn.
Rétt eftir að meirihfuti Sam-
lagsstjórnar kom f skrifstofuna
kom þar einnig, eftir tilkvaðn-
ingu formanns, Jón Jóhannsson
yfirlögregiuþjónn. Meðaq stóð á
karpinu um að halda fundinn
skipaði formaðurinn Jóniað kasta
meirihluta Samlagsstjórnar út úr
skrifstofunni, en Jón kvaðst ekki
verða við skipun hans.
Þegar séð varð að engu tauti
varð komið við formanninn á
friðsamlegan og venjulegan hátt
ritaði meirihluti samlagsstjórnar
beiðni til bæjarfógeta um aðstoð
lögregluvaldsins tll þess að geta
gegnt stjórnarstörfum. Kom bæj-
arfógeti litlu sfðar á vettvang.
Setti rétt, sem um var beðið, og
fóru þar fram allmiklar bókanir
frá báðum hliðum, sem greinar-
gerð um málið. Vildi þó slá all-
mjög út I í bókunum formanns,
en rækilega hnykti hann oftast
á i setningarlok, og varð að
einu ánægjubrosi yfir þvf, hvað
þetta væri nú ffnt hjá sér. Ekki
tókst þó betur til en svo, að þeg-
ar úrskurðurinn var lesinn upp
gat formaðurinn ekki orða bund-
ist, og sagði: Gg skil ekkert f
að mér skyldi sjást yfir að mót-
mæla þessu, sem var þó aðal-
atriðið.
Eftir að bókunum var lokið tók
bæjarfógeti sér frest til þess að
kveða upp úrskurð. Kvað fógeti
sfðan upp úrskurð um kf. 11 um
kvöfdið. Féll hann á þá leið, að
kröfur meirihluta Samlagsstjórn-
ar voru að fullu viðurkendar.
Var formanni þá í réttinum boð-
aður fundur kl. 10 árdegis, en
Grími Kristgeirssyni var boðað-
ur fundurinn strax um morgun-
inn. Vildi formaður mótmæla því
að fundur yrði haldinn á sunnu-
dag, en var bent á, að þar mætti
hann sjálfum sér um kenna, þar
sem hann hefði komið f veg fyrir
fundarhaldið þá um daginn. Lfka
hefði formaðurinn oft boðað
stjórnarfundi á sunnudögum. —
Qafst formaður þá upp við mót-
mæli sín.
Kl. 10 árdegis sunnud. 3. nóv.
mættu svo við skrifstofu Sam-
lagsins þeir Arngr., Óskar og
Ólafur, og rétt á eftir formaður-
Inn, Guðm. Q. Kristjánsson, og
Helgi Hannesson barnakennari,
sem mætti f stað Qrfms Krist-
geirssonar. Var sfðan gengið til
fundarstarfa. Lagði meirihlutinn
til, að Ólafur Magnússon yrði
kosinn ritari fundarins, þar sem
ritari stjórnarinnar, Ágúst Leós,
var fjarverandi. Formaður neitaði
að bera upp tiliöguna, og kvaðst
sjálfur ætla að bóka á fundin-
um, og byrjaði 'að bóka með
þeim afskaplega seinagangi, að
drepa mátti hina mestu þolin-
mæði. Fór þá svo, að gefið var
eftir að Helgi barnakennari Hann-
esson tæki við ritarastörfum, og
á því hafði formaður stöðugt
nuddað, af skiljanlegum ástæðum.
Smáþokuðust nú áfram fundar-
störfin. Þegar kom að umsókn-
unum úrskurðaði formaður, að
umsókn Haralds Aspelund væri
of seint framkomin, ogþviógild.
Var formanni bent á, að þessi
úrskurður hans stangaðist illa
við herferðina gegn fundarsetu
Ólafs Magnússonar, og gat hann
því engu svarað, sem vonlegt
var, því rétt áður hafði formað-
urinn sótt um gjaldkerastöðuna
fyrir sjálfan sig, og er haft fyrir
satt, að honum hefði ekki orðið
flökurt af að greiða sjálfum sér
atkvæði, ef svo hefði slegist.
Var nú fullséð, að minnihlut-
inn var alráðinn f þvf, að halda
áfram ofbeldinu frá undanförn-
um dögum. Kemur þetta skýrt
fram I eftirfarandi bókun meiri-
hlntans:
Eftir all-langt þref við ritarann
hr. Helga Hannesson kennara,
um hvort vér fengjum hann til
þess að bóka eða.leyfi til þess
að bóka sjálfir skýrslu um það,
sem skeð hefði á fundinum,
sömdum vér svohljóðandi skjal,
er Óskar Borg las fyrir Helga
Hannessyni f heyranda hljóði, og
var það meint, sem sfðasta til-
raun vor til þess að fá bókað í
gerðabók þá, er notuð hafði ver-
ið í fundarbyrjun:
Vegna óvenjulegs málþófs for-
manns neyddumst vér til, er hlé
varð á ræðu hans, að sllta um-
ræðum og ganga til atkvæða-
greiðslu um umsækjendur. Var
kosinn Harald Aspelund og sett
nánari skilyrði um ráðningu hans.
Ritari Helgi Hannesson var beð-
inn að bóka það, sem skeð hefði
á fundinum, en hann færðist
undan.
Nú skorum vér á hann að inn-
færa það, eða láta af höndum
ritarabókina til þess að vér sjálfir
færum inn skýrslu um það.
Ritari svaraði ekki, en er Ósk-
ar Borg nálgaðist ritarann, til að
ná í gerðabókina, héldu þeir báð-
ir Guðmundur og Helgium hana
og þannig meinuðu honum, að
innfæra það, sem skeð hafði.
Náði þá meirihluti samlags-
stjórnar í nýja bók, sem tekin
var til notkunar með svofeldri
áritun:
„Vegna ofbeldis formanns
stjórnar Sjúkrasamlags ísafjarðar,
hr. Guðm. G. Kristjánssonar og
fundarritara á stjórnarfundi 3. nóv.
1940, hr. Helga Hannessonar, er
bæði néitaði oss undirrituðum
meðlimum stjórnar Sjúkrasam-
lagsins um að hann bókaði það,
er skeð hafði á fundinum, og
jafnframt varnaði oss þvl, að fá
gerðabókina til afnota til þess að
vér sjálfir gætum innfært það,
þá neyðumst vér undirritaðir til
að útvega nýja gerðabók og skal
bók þessi eftir þetta vera
gerðabók Sjúkrasaml. ísafjarðar
frá því í dag að telja.
Á stjórnarfundi í Sjúkrasam-
lagi ísafjarðar f skrifstofu Sam-
lagsins, 3. nóv. 1940“.
Lengra verður ekkirakin saga
þessa einstæða ofbeldis, að þessu
sinni. Er nú eftir að sjá, hvort
Tryggingarráð leggur blessun
sfna yfir ofbeldi það og einræði,
sem þarna hefir komið svo átak-
anfega i ljós.
Hér I bænum hefir þetta svo-
nefnda gjaldkeramál verið á hvers
manns vörum, og alment for-
dæmt einræðið, lfka af þeim sem
fylgt hafa Alþýðuflokknum hing-
að til. Mun þessi eindæma fram-
koma hafa opnað augun á mörg-
um um innræti foringjanna.
Bækur,
Áraskip.
Jóhann Bárðarson fyrv. kaup-
maður hér og i Bolungavík hefir
nú sent frá sér ágæta bók um
árasklp, sjósókn, verbúðalíf og
daglega háttu, eins og þetta var
I Bolungavík á sfðasta fjórðungi
19. aldar, en ísafoldarprentsmiðja
h. f. gefur bókina út í vandaðri
útgáfu.
Það er mikill fengur að þess-
ari bók. Hún fyllir auðan sess í
bókmentum okkar, og allar lýs-
ingar hennar bygðar á reynslu
og náinni athugun höfundarins
og þvf trúar og sannar. Verður
bókin því ómetanlegt heimildar-
rit fyrir sfðari tíma, eins og Ólaf-
ur professor Lárusson víkur að
I formála bókarinnar.
Ást höfundar til æskustöðva
og áraskipanna lýsir sér í hverri
setningu f bókinni, og eykur það
gildi hennar en ekki rýrir, því
samúð og skilningur þarf jafnan
að vera fyrir hendi svo vel sé.
Bókin er prýdd mörgum ágætum
tnyndum af áraskipum og útbún-
aði þeirra, Bolungavfk, og fjölda
formanna þar. Ennfremur upp-
dráttur, er sýnir öll fiskimið ára-
skipanna í Bolungavik.
Höfundur á skilið þökk alþjóð-
ar fyrir bókina, en þó einkum
okkar Vestfirðinga og sérstak-
lega Bolvfkinga. Meiri og feg-
urri ástaróð hafa fáir Bolvíkingar
sungið sveitinni sinni og atorku
íbúanna, en þar er ekkert oflof
eins og kunnugir bezt vita, því
Bolungavfk er fögur bygð og
hefir alið hraustra drengjaval.
Áraskipin hans Jóhanns verða
að verðskulduðu mikið keypt og
mikið lesin.