Vesturland

Árgangur

Vesturland - 20.02.1946, Síða 2

Vesturland - 20.02.1946, Síða 2
2 VESTURLAND VESTURLAND Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Sigurdur Bjarnason frá Vigur Sigurdur Halldórsson. Skrifstofa Uppsölum Sími 193. Verð árgangsins 10 krónur. Afgreiðslu- og innlieiintumaður: Finnbjörn Ilermannsson Skipagata 7. niiklar eru kenjar örlaganna. Tæpu ári eftir „tvöföldunina14 hratt fólkið krötunum frá völd- um á sjálfum Isafirði. Rit- stjórinn sat uppi með „tvö- faldan“ Skutul en þverrandi traust fólksins. Hvaða lærdóma má af þessu draga? Fyrst og fremst þá stað- reynd, sem bent var á hér í blaðinu, þegar Skutull var stækkaður, að hann mundi halda áfram að vera ósköp ein- faldur þrátt fyrir „tvöföldun- ina“. Þetta hefur gjörsamlega sannast. Það hefur sannast, að þess meira, sem lesmál Skutuls varð, þess meira áberandi urðu rökvillur hans, yfirborðsháttur og flumbruskapur. Um það munu nú flestir Isfirðingar ljúka upp einum munni, að eitt mesta óheillaspor kratanna hafi verið þessi „tvöföldun“ undir forystu einfeldninnar. Ráðvilltur minnihluti. • Kratarnir hérna á Isafirði eru annars afar ráðvilltir um þessar mundir. Til marks um það má nefna að skólastjóri þeiri’a talar nú stöðugt um lög og formreglur. Hefur. hann fengið það á heilann að halda því fram, að bæj arstj órnar- meirihlutinn sé sífelt að brjóta lög. Guð hjálpi þessum vesa- lingsmanni. Þvi er hann nú að tala svona, annar eins erkifá- fræðingur um öll lög og form. En það er rétt að nefna nokk- ur dæmi um það, sem hann kallar „lögbrot“ og mótmælir. Á siðasta bæjarstjórnar- fund> skrifuðu bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins undir fundar- gerðabók bæj arstj órnar með þrennskonar fyrirvara. Fyrsti “fyrirvarinn var vegna þess að aðeins höfðu verið færðar þær breytingatillögur við fjárhags- áætlunina inn í gerðabók bæj- arráðs, sem samkomulag varð um í bæjarráði. Þær breyt- ingatillögur flokkanná, sem ekki varð samkomulag um voru ekki færðar inn. I bæjar- ráði á Hannibal sæti. Hann var spurður að því, hvort liann óskaði þess að breytingatillög- ur Alþýðuflokksins yrðu færð- ar inn í bókina. Hann kvað nei við því, hann óskaði þess ekki. Þegar á bæjarstjórnarfund kom stóð þessi sami bæjarráðs- maður upp og mótmælti því harðlega að tillögurnar hefðu ekki verið bókaðar en aðeins úthýtt fjölrituðum til hæjar- fulltrúa. Hvað sýnist fólki um svona - Á FÖRNUM VEGI - Þegar franska skipið fórst á ögurvík — Frásögn Ásgeirs i Æðey — Ruglað saman fjörðum. Rélt efiir áramótin síðustu hittumst við Ásgeir í Æðey og barst þá liitt og þetta í tal, m. a. franska seglskipið, sem fórst hér í Djúpinu í norðan stór- viðri vorið 1907. Ég bað Ásgeir að skrifa nokkrar línur fyrir Vesturland um þetta hörmulega atvik, sein nú er mörg- um hér fallið úr minni. Hefur hann sent blaðinu eftirfarandi frásögn: VoriS 1907 hinn 10. maí kom hingað seglskip lilaðið salti, og lagðist fyrir akkerum hér rétt sunnan við höfnina. Var þá batn- andi veður eftir norðan rok, og fór- um við um borð til þeirra og bent- um þeim að koma í land. Eftir miðdag komu þeir fjórir í land, tveir ungir og tveir eldri menn. Var annar eldri maðurinn áreiðanlega skipstjórinn, og líkúr honum mjög annar hinna ungu manna. Þeir voru vel búnir og myndarlegir. Við buðuin þeim inn og þáðu þeir tveir það, en skip- stjórinn benti hinum tveimur að ‘gæta bátsins, og fengust þeir ekki frá lionum. Þótti okkur leiðinlegt að fá þá ekki alla inn, en við það sat, og var þeim færð mjólk og kökur ofan að bát, en þar þáðu þeir það. Þegar skipstjórinn var kominn inn, tók liann upp skjöl sín og fór að sýna okkur, en við skildum þau ekki betur en mál þeirra, sem var franska. Okkur kom þá í liug að sýna þeim á Islands- korti okkar livar þeir væru stadd- ir og þá skildum við að þeir ætl- uðu inn í Isafjarðarkaupstað í Skut- ulsfirði og héldu sig vera á leið þangað og urðu mjög undrandi er kaupstaðurinn í Skutulsfirði var merktur sama nafni og fjörður inn í Djúpsbotni. En með bendingum tókst okkur að sannfæra þá um liina réttu leið, og urðu þeir mjög glaðir. Svo færðuin við þeim vettlinga suma útprjónaða og dáð- ust þeir mikið að jjeim. Líka þótti þeim vænt um að fá hjá okkur nokkra nýja rauðmaga sem við vorum með. Eftir þetta fylgdum við bræður þeim um borð og sáum þá að ýmislegt var í ólagi lijá jjeim, t. d. brotin bomma og fleira eftir óveður. Svo skildist okkur, að næsta dag ætluðu þeir að gera okkur enn betri heimsókn og buðu okkur til sín líka, en um nóttina skall á eitt hið mesta ofsarok af norðri með byl, svo þegar birti upp sáum við að þeir voru farnir. framkomu? Er hún drengileg? Eða á hún eitthvað skylt við ást á lögum og reglum? Nei, hún er óskammfeilinn ódrengskapur, raunar hrein fíflalæti. Annar fyrirvari Alþýðufl,- bæjarfulltrúanna var gerður vegna þess að forseti bæjar- stjórnar neyddist til þess að takmarka. ræðutíma á síðasta bæjarstjórnarfundi. — Orsök þessarar ráðstöfunar l'orseta var sú, að fjárhagsáætluninni varð að Ijúka kvöldið ]). 15. febrúar. Þá um kvöldið var út- runninn frestur sá, sem fyrr- verandi hæjarstjórn hafði fengið til þess að Ijúka við á- Eftir nolckra daga kom hingað bátur utan af Isafirði að flytja póst og fólk inn í Djúp. Færðu skipverjar okkur þá sorglegu fregn, að skip væri strandað utan- vert við Selvík í ögurhreppi. (Þá var enginn sími í Djúpinu). Hafði það slitnað upp þar sem það lá við Æðey í ofviðrinu um nóttina eftir að það kom hingað, rekið yfir Djúpið og strandað í Ögurvík. — Komst enginn maður lífs af því og liafa aldrei fundist lík skipverja. En í skipsbát þeirra, sem líka rak skammt frá skipinu höfðu fundist bækur o. fl., sem ég veit ekki meira um. Okkur fannst mikið til um skips- tapa þennati, því okkur langaði að kynnast betur þessum frönsku vin- um okkar, en það bíður betri tíma. Æðey, 13. janúar 1946. Ásgeir Gu'ðmundsson. Þetta var frásögn Ásgeirs í Æðey. Ekki sést af henni, liversu margir skipverjar voru, en sennilega hafa þeir ekki verið færri en 10—15. Hefur því þarna verið um mikinn mannskaða að ræða. En einkennilegt virðist að líkin skuli ekki liafa rekið á land í norðanáttinni. En j)etta atvik minnir mig á at- burð sem gerðist fyrir 15—16 ár- um. Ég var þá heima i Vigur. Það var að haustlagi, bezta veður, logn en þokuslæðingur á fjöllum. Við strákarnir vorum eittlivað að sýsla niður við sjó. Allt í einu sjáuin við livar togari rennir á fullri ferð inn sundið milli Vigur og Fótarins. Skiptir það enguin togum, að fyrr en varir hefur skipið strandað á boða, sem er nærri miðju sundinu. Var þegar farið um borð og reynd- ist skipið vera þýzkur togari, ný- legl og fallegt skip. Kom þa upp úr dúrnum að skipstjórinn liélt sig vera á leið inn í Skutulsfjörð, það er lil Isafjarðarkaupstaðar. En hann hafði litið heldur skakkt á koríið og sett stefnuna á Skötufjörð í stað Skutulsfjörð. Skipverjar björguðust allir en skipið eyðilagðist og sökk á nokkr- um dögum, áreiðanlega fyrir mis- tök í björgunarstarfinu, sem Iveir þýzkir togarar reyndu. En orsök þessa strands var hin sama og 1907. Skipstjórinn leit skakkt á kortið. Hann ruglaði Skötufirði saman við Skutulsfjörð eins og franski skipstjórinn, sem áttaði sig ekki á hinum tveimur ísafjörðum. Því fór sem fór. ætlunina. Þessu verði varð að vera lokið um miðnættið. Sam- kvæmt fundarsköpum bæjar- stjórnar getur forseti lagt til að umræðum skuli hætt og að sjálfsögðu einnig ákveðið að takmarka ræðutíma. Bæj arfulltrúar Alþýðuflokks- ins vissu að f j árhagsáætluninni þurfti að ljúka fyrir kl. 12. Samt móhnæltu þeir styttingu ræðutímans og reyndu að draga umræðurnar þannig að málið yrði ekki löglega af- greitt innan fyrrgreinds frests. Vegna málþófs þeirra var sjálfri atkvæðagreiðslunni ekki lokið fyrr en nokkrum mínút- Framh. á 8. síðu. Fj árhagsáætlunin: Framhald af 1. síðu. hvort að taka stór lán eða „ leggja þungar álögur á bæjar- búa. Meirihlutinn hefur þó í þessum efnum reynt að fara meðalveginn. Hann heí'ur hækkað útsvörin nokkuð vegna togarakaupanna og fengið lánsheimild til nokkurra ann- arra aðkallandi framkvæmda. Hinum nýj u ráðamönnum Isafjarðarbæjar er það full- ljóst, og það sézt af fjárhagsá- ætluninni, að aðalatriðið er efling atvinnulífsins í bænum. Það er undirstaða góðrar af- komu fólksins. Þessvegna ber að leggja höfuðáherzluna á að gera það l'jölbreyttara. Um fjárhagsáætlunina almennt má segja það, að þar er auk þess, sem áður er talið, haldið i horf- inu, og vel það, um framlög til framfærslumála, lýðtrygginga og lýðhjálpar, gatnagerðar, skólamála, hverskonar styi'kt- arstarfsemi o. s. frv. Er þar með niðurkveðin sú áratuga- gamla lygi ki'atabi’oddanna hér á Isafirði, að Sjálfstæðis- menn ætluðu sér að svifta sjúkt, gamalt, og örvasa fólk styrkjum þess, ellilaunum eða örorkubótum. Nú fær fólkið loks að kynn- ast sannleikanum í þessum efn- um, hér eltir er ekki hægt að ljúga að því að Sjálfstæðis- menn á Isafii’ði vilji svelta sjúkt fólk, garnalt eða öi’vasa. Sjálfstæðismenn og samstarfs- menn þeiri’a, Socialistar eru ali’áðnir í því að gæta fyllsta réttlætis í allri styrktarstarf- semi. Þeir eru líka ákveðnir i því að hefja umbætur í at- vinnulífinu, og hverskonar málum, sem bæjarbúum má vei’ða til heilla. Og þessu mun fólkið fá að kynnast þess hetra tóm, sem þessum flokkum gefst til þess að vinna að bæjarmál- unum. Það var erfitt verk að semja þessa fyrstu fjárhagsáætlun á svo skömmum tíma, sem til stefnu var. En þessu verki er lokið og það er skoðun Vestur- lands, að það hafi tekist vel. En fjöldamörgu hefur ekki unnizt tími lil að kippa i lag. Það eru ennþá ýms liilegg í hreiðrinu, sem fólkið hefur ný- lega með atkvæðunx sínum, rekið kratanna af . Það ber fjárhagsáætlunin með sér þótt margt sé vel um hana og horfi til bóta og breyt- inga frá því sem áður var. En framundan eru 4 ár, þau ár munu og skulu vei’ða umbóta ár fyrir Isafjarðarbæ og fólk- ið, sem hann byggir. -------O------ Innbrot. Aðfaranótt hins 12. þ. m. var hrotist inn í útihú Kaupfélags Isfirðinga í Bolungarvík og stolið þar um 5.600 krónum. — Rannsókn er hafin í málinu.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.