Vesturland - 20.02.1946, Side 3
VESTURLAND
3
17. greinin fallin.
Eftir Pál Pálsson bónda í Þúfum.
Setning j arðræktarlaganna
frá 1923 markar tímamót í þró-
unarsögu íslenzks landbún-
aðar.
Framsýnir menn á sviði at-
vinnumála landsins sáu að þær
meginstoðir er afkoma lands-
manna hvíldi á, sj ávarútvegur
og landbúnaður, þurftu að
lialdast í hendur um viðgang
og eflingu. Eftir að hin marg-
þætta löggjöf til eflingar at-
vinnulífi þjóðarinnar, er kom
i kjölfar þess að innlend stjórn
settist að í landinu varð þróun-
in örari á sviði sj ávarútvegsins.
Með auknu fjármagni, til
þarfa þessa atvinnuvegs, var
opnuð leið til að hagnj'ta hin-
ar miklu auðlindir hafsins
kring um strendur landsins,
sem taldar eru meðal auðug-
ustu fiskimiða í heimi. Að þvi
leyti til, er aðstaða höfuðat-
vinnuvega þjóðarinnar allólílc-
ar. Landbúnaðurinn liýr við
hörð skilyrði veðurfars, er
nálgast þess kaldasta er slíkur
atvinnuvegur á við að húa,
sumur stutt og gróðurveðrátta
oft mjög óhagstæð.
Með setningu j arðræktarlag-
anna 1923, var stefnt að því,
að gera virka tilraun til þess
að meiri umbætur á sviði land-
búnaðarins gætu orðið, til jafn-
vægis hinum höfuðatvinnuveg-
inum, stóðu að þeirri löggjöf
margir meðal helztu ráða-
manna þjóðarinnar bæði til
sjávar og svei^a, og mætti þar
tilnefna marga, en verður eigi
gert, en þó verður eigi gengið
fram hjá hinum mikla búnað-
arfrömuði Sigurði búnaðar-
málastjóra Sigurðssyni, er varð
einn öflugasti forgöngumaður
þessarar löggjafar.
Áhrif jarðræktarlaganna er
margþætt, með þeirri laga-
setningu og mörgum fleiri er
komu í kjölfar þeirra, var
stefnt að alhliða umbótum- á
sviði landhúnaðarins. Naut sú
margþætta löggjöf ágreinings-
laust stuðnings ávallt mikils
meirihluta þj óðarinnar,’hvar í
flokki sem menn að öðru leyti
stóðu. Árangur j arðræktarlag-
anna varð þegar mikill. Stór-
virkar vélar til j arðvinnslu
voru lluttar inn í landið í stór-
um stíl, og tilbúinn áburður
fluttur inn í landið, merk lög-
gjöf sett um endurbyggingu
sveitanna o. fl., markvist var
stefnt að því, að koma þessum
gamla atvinnuvegi í nýtízku
horf, og gera afkomu þess
fólks, er hann stundaði eigi
lakari en annara atvinnuvega
landsmanna.
A Al]>ingi 1936 var að til-
hlutun þqirra flokka er studdu
þáverandi ríkisstjórn gerð
breyting á þessari löggjöf, þá
varð hin alkunna 17. gr. til,
er jafnan hefir gengið undir
þvi nafni.
Með ákvæðum þessarar grein-
ar er hinn fjárhagslegi stuðn-
ingur er rikið veitir gegn um
lögin, gerður að nokkurskonar
lánsfé, er metið skyldi sér og
verða sérstakur veðhafi i sér-
hverri jörð er notið hefði þess
stuðnings er ríkið veitti með
j arðræktarlögunum. Ákvæði
þetta varð þegar við samþykkt
þess, hinn mesti þyrnir í aug-
um margi’a bænda, undu þcir
því illa að vonum, er áttu jarð-
ir sínar sjálfir að vera allt í
einu komnir í nokkurskonar
tvíbýli á sinni eigin jörð. Þar,
sem rikið vildi leggja þessa
kvöð á jarðirnar. Með setningu
laganna i upphafi var fyrst og
fremst stefnt að því að ýta
undir meiri búnaðarfram-
kvæmdir og örfa bændur til
athafna í því efni algerlega
kvaðalaust. — Þær umbætur
hvíldu fyrst og fremst á herð-
um bændanna sjálfra, þar eð
styrkur ríkisins nam eigi nema
litlum hluta af hinum raun-
verulega kostnaði við búnaðar-
bótina.
Urðu brátt um þetta þrálátar
deilur innan bændastéttarinn-
ar, og kom í ljós í sambandi
við þær að allstór hópur bænda
vildi heldur -taka þessa kvöð
á eignarjarðir sinar en vera
laus við þær, nálega á hverju
ári allt frá fæðingu þessa ó-
skapnaðar til þessa urðu meiri
og minni átölc, og var hart sótt
á af andstæðingum hennar að
fá hana. afnumda. En upphafs-
menn hennar höfðu tekið sér-
stöku ástfóstri við þetta af-
kvæmi silt, og jafnan ráðið lífi
hennar. Þar til á Alþingi 1945,
haustþinginu, að liún var að
velli lögð hinn 19. nóv. Að-
dragandi þess var samhljóða
samþykkt Búnaðarþings 1945
um að íeggja ófreskjuna að
velli.
Hefir Alþingi við brottnám
hennar jafnframt ákveðið að i
lögin komi eyða, þ. e. að engin
17. grein er lengur til þar. Er
slik ráðstöfun veglegur minn-
isvarði, og ætti að verða var-
anleg áminning að setj a. aldrei
framar nein ákvæði er minnt
gæti á þá smán, er rétt var að
bændastétt landsins með setn-
ing hennar. Þó mikið hafi á-
unnist með ýinsar búnaðarum-
bætur síðan j arðræktarlögin
voru sett, er þó langt í land
víða um sveitir, að hinu upp-
runalega takmarki sé náð, og
má segja að nú standi aftur á
líkt og við setningu þeirra.
Nú þarf að hefja enn öflugri
átök en nokkru sinni fyrr, um
að hefja þcnnan gamla og
virðulega atvinnuveg til enn
meiri gengis, er slíkt átak eitt
aðalskilyrðið fyrir því, að þj óð-
inni geti vegnað vel í þessu á-
gæta landi. Nýtizku tækni á
sviði beggja höfuðatvinnuvega
þ j óðarinnar er grundvallar-
skilyrði þess, að fólkið i þessu
landi geti lifað menningarlífi.
Eru þegar i ráðagerð stór-
stígar aðgerðir í þessu efni til
þess að sá draumur rætist.
Aldrei fyrr hefir á sviði land-
búnaðarins verið gerðar jafn
djarfar áætlanir um alliliða
umbætur í ræktun og aðrar
búnaðarframkvæmdir, bera
hinar miklu pantanir jansra
búnaðarvéla þess órækastan
vottinn* að bændur hyggja til
mikilla athafna. Er vel að hið
gamla illræmda ákvæði skuli
þá vera moldu ausið, mun slíkt
hafa síná þýðingu um fram-
gang hinna mikilvægu verk-
efna, sem framundan eru, þar
eð engin kvöð fylgir nú af
hendi þess opinbera um þann
stuðning sem það telur skylt að
láta í té til þess að skapa þjóð-
inni betri skilyrði til þess að
lifa á lifsfræi hinnar íslenzku
moldar.
Páll Pálsson.
Matthías Hagalínsson frá Grunnavík
Fæddur 11. júlí 1918. Dáinn 9. febrúar 1946.
MINNINGARORÐ
Engin helfregn hefur nokk-
urntima lostið mig jafn mis-
kunnarlaust og hið sviplega
fráfall vinar míns Matthiasar
Hagalínssonar frá Grunnavik.
Um stund gerði hið góða i
sál minni uppreisn. Ég neitaði
að trúa þeim kenningum að
allt svona lagað væri Guðs
ráðstöfun. Stórar úthafsöldur
risu í sál minni og virtust um
stund ætla að færa í kaf allt
hið góða, sem ég hafði til þeirr-
ar stundar gert mér í hugar-
lund um lífið og tilgang þess.
Gat þetta verið ráðstöfun
frá almáttugum Guði? Var
nokkur Guð til? Var þetta
nokkur stjórn: að kippa burtu
úr þessum heimi mönnum eins
og Matthiasi á allra bezta
slteiði lifsins, hraustum og
heilsugóðum, allra manna hug-
ljúfi og elskaður af ölluin. Nei,
þetta hlaut að stjórnast af ein-
tómri tilviljun.
En þessar öldur lægðu eins
og allar aðrar öldur, og við
rólega íhugun hefur allt annað
orðið ofaná.
Má vera að fleirum en mér
hafi fundist að minnsta kosti
í svipinn það nokkuð harðýðg-
isleg og einkennileg ráðstöfun
að svipta íslenzku þjóðina á
einum degi tuttugu ungum og
vöskum drengjum.
En er ekki guð einmitt með
þessu að ýta við okkur mönn-
unum, minna okkur á hverf-
ulleik lífsins, minna okkur á að
hugsa ofurlitið meira en gert
er um hið æðra svið þessa lífs.
Ég hygg, að einmitt þetta, að
láta oltkur mennina finna
verulega til, finna verulega til
máttar Guðs, muni færa okkur
nær Guði og hans málefni
en nokkuð annað.
'Álatthías heitinn lifði lífi
sínu þannig að því miður mun
það vera sjaldgæft meðal
ungra manna nú á tímum. En
hví ]iá að kalla hann? Hví þá
ekki að lofa honum að lifa og
starfa lengur.
Já, hví lét Guð son sinn
deyja um þrítugt? Var það
ekki til þess að frekar yrði
tekið eftir hans liferni og mál-
efni? Ég trúi því að guð hafi
haft velþóknun á lífi og allri
framkomu Matthíasar heitins,
og með dauða hans eigi lif hans
að verða ungu kynslóðinni til
eftii'breytni. Og má það verða
okkur vinum hans mikil hugg-
un harmi í.
Guð gefi að þessi staðreynd
megi mýkja og milda sorgina
í hjörtum íoreldra hans og
annarra ástvina. Og verða ung-
um sem gömlum sannur lífsins
óður.
Matthías Hagalínsson var
sönn ímynd þess, sem allir
ungir menn ættu að vera. Og
því ekki ástæða til að fara að
rekja æfiferil lians eða mann-
kosti hér.
Það var öllum lj óst, sem ein-
hver kynni höfðu af honum, að
hann var sómi sinnar tiðar og
fyrirmynd sinnar framtíðar.
Og minningin um hann mun
lengi lifa í hugskoti samtíðar-
manna hans og verða ungum
sem gömlum sönn leiðar-
stjarna á ókomnum æfiárum.
Sveitin öll þín saknar,
í sálum allra vaknar
viðkvæmt vinaþel.
En orðstír þinn er eftir,
allt hið góða hrepptir,
sem unga prýðir undurvel.
Farðu vel vinur. Blessuð sé
þín minning.
Hallgrímur Jónsson
Dynj anda.
Hjónaefni.
Nýlega liafa opinberað trú-
lofun sína ungfrú Sigríður Jak-
obsdóttir, (Jakobs í Reykjar-
firði á Ströndum) og Guð-
mundur Árnason (Jónssonar í
Furufh'ði).