Vesturland

Volume

Vesturland - 20.02.1946, Page 7

Vesturland - 20.02.1946, Page 7
VESTURLAND 7 \ Mótorbátarinn Max frá Bolungarvík ferst með allri áhöfn Mótorbáturinn „Max“, sem fór í róður frá Bolungarvík að kvöldi þess 8. febrúar, hefur fai'ist með 4 manna áhöfn. Þessir menn fórust með bátnum: Þorbergur Magnússon skip- stj óri, Bolungarvik, 34 ára, læt- ur eftir sig konu og 2 börn, á- samt móður, sem dvaldi á heimili lians. Matthías Hagalínsson vél- stjóri, Grunnavík, 27 ára, ó- kvæntur en var aðalfyrirvinna aldraðra foreldra. Guðlaugur Magnússon há- seti, Bolungarvík, 55 ára, kvsentur og lætur eftir sig konu og uppkomin börn. Jón örnólfsson háseti, Bol- ungarvík, 19 ára, til heimilis lijá foreldrum sinum. Leit var hafin að bátnum strax á sunnudagsmorgun og tóku 5 bátar frá Bolungarvik ásamt eftirlitsbátnum „Dux“ þátt í leitinni; en hún var á- rangurslaus. Mb. „Max“ var 8 smálestir að stærð, byggður í Bolungar- vík af þeim feðgum Fal Jak- olissyni og Sigmundi syni hans, árið 1935 fyrir þá Einar Guð- finnsson og Bernódus Halldórs- son. Max hefur verið mesta happaskip frá byrjun, og á'- vallt verið með aflahæstu skip- um í Bolungarvík. — Eigendur bátsins voru nú Einar Guð- finnsson og Þorbergur Magn- ússon. Er mikill harmur kveðinn af fráfalli þeirra vösku sjó- manna, er á bátnum voru. ------0------- Leiðarþing í HnífsdaL S. 1. miðvikudag hélt þing- maður Norður-lsfirðinga leið- arþing í Hnifsdal. Skýrði hann frá gangi héraðsmála og mik- ilvægustu þjóðmála á Alþingi. sem hófst 1. október í haust. Til máls tók auk þingmanns- ins Elias Ingimarsson, sem þakkaði þingmanninum fyrir ötula framgöngu í málum hér- aðsins. ------0------- Fréttatilkynning frá ríkis- stjórninni. Forsætisráðherra hefir hor- izt þessi kveðja frá Islending- um í Kaupmannahöfn. „Islendingar í Kaupmanna- höfn, samankomnir á þorra- blóti, senda Islendingum heima hugheilar árnaðaróskir og þakka stórfenglegar gjafir á siðastliðnu ári frá ættingjum, vinum og vandamönnum á Is- landi“. B u f f e t. Útskorið eikarbuffet er til sölu í Brunngötu 21. Get enn selt nokkur kg. af æðardún. Bjarni í Vigur. TJtgerðarmenn! Veiðarfæri allskonar Skipavörur allskonar Málningarvörur _ allskonar Vinnufatnaður Sjófatnaður Gúmmístígvél Tréskóstígvél Klossar Fatnaðarvörur hverju nafni sem nefnist Saumum segl* og presseningar af öllum stærðum og gerðum. GEYSIR H.F. V eiðarf æradeildin. JÖPÖ til sölu. Hálf jörðin Unaðsdalur í Snæfjallahreppi fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Tilboðum sé skilað fyrir 15. marz til Jóhanns Eyfirðings, ísafirði, Guð- mundar Helgasonar, Selfossi, og ábúanda jarðarinnar, sem gefa allar upplýsingar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Guðrún Ölafsdóttir, Unaðsdal. BÁTAEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi hinar viðurkenndu sænsku ALBIN smábátavélar í stærðunum 3 til 14 ha. Simi 5401. VÉLASALAN H.F. Hafnarhúsinu, Reykjavík.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.