Vesturland - 29.08.1947, Page 3
VESTURLAND
3
Auglýsing
frá Viðskiptanefnd
um takmörkun á sölu, dreifingu og toll-
afgreiðslu nokurra vörutegunda.
V
1 því skyni að jafna á milli manna vörubirgðum þeim, sem
til eru i landinu og væntanlegar eru til landsins, hefir viðskipta-
nefnd í undirbúningi reglur um skömmtun á nokkrum vöru-
tegundum. Til bráðabirgða er því eftirfarandi ákveðið sam-
kvæmt heimild í reglugerð útgefinni í dag:
Frá og með deginum í dag er smásöluverzlunum óheimilt að
selja hverjum viðskiptamanni sínum fyrir hærri upphæð eða
meira magn en hér segir af þessum vörutegundum: af korn-
vöru sem næst vikuforða, af vefnaðarvörum, búsáhöldum og
hreinlætisvörum, sem nægir til brýnustu nauðsynja, og skal
miðað við fyrri venjuleg viðskipti. Frá sama tíma er óheimilt
að tollafgreiða þessar vörur, nema kornvörur, ef Skömmtunar-
skrifstofa ríkisins veitir heimild til. Ennfremur er heildsölu-
verzlunum óheimilt að selja og afhenda smásöluverzlunum
umræddar vörur. Smásöluverzlanir skvdu skrá sérstaklega öll
viðskipti, senv eiga sér stað með umræddar vörutegundir. Skal
skrá nafn og heimilisfang hvers kaupanda, er kvitti fyrir við-
skiptin, og skýrslur þessar síðan sendar Skömmtunarskrif-
stofu ríkisins, og verða viðskiptin dregin frá, þegar skömmtun-
arseðlar verða afhentir síðar fyrir vörutegundir þessar, ef
skömmtun á þeim verður ákveðin.
Verzlunum skal ennfremur á það bent, að með tilvísun til
12. gr. laga nr. 70, 1947, um fjárhagsráð, verður tekið til at-
hugunar að miða innflutnings- og gjaldeyrisleyfi til verzlana
við næstu úthlutun leyfa, að einhverju leyti við skilaða skömmt-
unarseðla frá leyfisumsækjanda.
Vörutegundir þær, sem um ræðir, eru þær, er nú skal
greina:
Tilvitnanir í tollsskrá:
Kornvörur:
10. kafli nr. 1—7
11. kafli nr. 1—23
Hreinlætisvörur:
32. kafli nr. 1—5
Vefnaðarvörur:
46. kafli A nr. 3—5 og -
46. kafli B nr. 4—6 og 12
47. kafli nr. 5—6 og 13
48. kafli nr. 5, 7, 8, 16, 17 og 18
49. kafli nr. 6, 11, 21, 23, 25 til 30
51. kafli nr. 1 til 30
52 kafli nr.l til 2 og 3 a til 15
52. kafli nr. 20 til 27 *
Búsáhöld:
59. kafli nr. 9
60. kafli nr. 20 til 21
63. kafli nr. 83 til 84
64. kafli nr. 23 til 24
65. kafli nr. 5 til 6
66. kafli nr. 9 til 10
68. kafli nr. 6
69. kafli nr. 6
71. kafli nr. 2, 7. 9 og 10
72. kafli nr. 6 til 9
73. kafli nr. 37 til 45
40. kafli nr. 58
44. kafli nr. 44
Reykjavík, 17. ágúst 1947.
VIÐSKIPTANEFNDIN
Reglugerð
um takmörkun á sölu, dreifingu og tollafgreiðslu
nokkurra vörutegunda.
Samkvæmt heimild í 2. mgr. 11. gr. laga nr. 70, 1947 svo og
laga nr. 37, 1939 og laga nr. 59, 1940, er hér með sett eftirfar-
andi reglugerð:
1. gr.
Frá og með deginum i dag er fyrst um sinn, unz öðruvísi
verður ákveðið bannað að tollafgreiða hverskonar vefnaðar-
vöru, búsáhöld, hreinlætisvörur og kornvörur.
2. gr.
Engin heildsöluverzlun eða iðnfyrirtæki má, unz öðruvísi
verður ákveðið selja eða afgreiða neina þeirra vörutegund, sem
Um ræðir í 1. gr.
Skömmtunarskrifstofa ríkisins getur veitt undanþágu frá á-
kvæðum 1. mgr. um kornvörur, ef sérstaklega stendur á.
3. gr.
Viðskiptanefnd getur ákveðið með auglýsingu,. að smásölu-
verzlunum sé bannað að afgreiða til viðskiptamanna sinna,
nema tiltekið magn eða verðmæti af framangreindum vörum,
og sé þeim jafnframt skylt að skrá sérstaklega þau viðskipti
eftir reglum, sem viðskiptanefnd auglýsir.
4. gr.
Viðskiptanefnd'skilgreinir með auglýsingu nánar, hvaða vör-
ur falli undir 1. gr.
5. gr.
Viðskiptanefnd getur fyrirskipað birgðatalningu á framan-
greindum vörum, hvenær sem hún telur ástæðu til, og er henni
heimilt án dómsúrskurðar að láta rannsaka birgðir verzlana og
iðnfyrirtækja og einstakra manna af þeim.
6. gr
Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar og reglum settum
samkvæmt þeim, varða sektum allt að 200 þús. kr. Ef miklar
sakir eru eða brot er ítrekað, má svipta sökunaut atvinnu-
rétti um stundarsakir eða lyrir fullt og allt. Upptaka eigna
samkv. 69 gr. almennra hegningarlaga skal og heimil vera.
7. gr.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
VIÐSKIPTAMÁlARÁÐUNEYTIÐ,
Reykjavík, 17. ágúst 1947.
Emil Jónsson (sign.)
Sigtr. Klemenzsson (sign.)
AUGLÝSING
til innflytjenda
um flutning á vörum til Islands.
Viðskiptanefndin hefir ákveðið að óheimilt sé að taka vörur
til flutnings í erlendri höfn nema tilgreind séu númer á inn-
flutningsleyfum hér heima.
Hefur þetta verið tilkynnt öllum skipafélögum er hlut eiga
að máli.
Gildir þetta um allar vörur, sem hér eftir verða tilkynntar
til flutnings.
Innflytjendum er því bent á að gera nú þegar ráðstafanir til
þess að tilkynna erlendum seljendum leyfisnúmer sin.
Reykjavík, 19. ágúst 1947.
VIÐSKIPTANEFNDIN.