Vesturland

Árgangur

Vesturland - 26.01.1949, Blaðsíða 3

Vesturland - 26.01.1949, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 pft *W - ■ ggp?' gj aldendur bæj arins séu gram- ir yfir því, að kýr bæjarins skulu vera þeir þurfalingar, sem verður að greiða meðlag svo skiptir tug þúsundum kr. árlega, á sama tíma og kýr ann ara bænda við hliðina á báðum þessum búum, gefa eigendum sínum drjúgan arð, að þvi er bezt verður séð. Frá rekstri búanna berast yf- irleitt fáar fréttir til almenn- ings, annað en hinn árlegi tekjuhalli, sem bæjarblöðin tala um. Um þennan taprekstur bú- anna eru þvi á lofti allslconar ómjúkir dómar og bakmælgi um þá, sem á búunum vinna, sem lagt er út á ýmsavegu, allt frá argasta ódugnaði og niður i óheiðarlega meðferð á fjár- munum búanna. Þetta er óskemmtilegt fyrir þá sem á búunum vinna, en mun þó loða við svo lengi, sem ekki verður breyting til batnaðar á búrekstrinum. Orsakir reksturshallans. Ég liygg að margar stoðir renni undir þennan taprekstur á búunum og skal ég nefna nokkur dæmi bér, þó langt sé frá, að ég geti komið með tæm- andi rök fyrir öllum ástæðum að þessum taprekstri. I fyrsta lagi: Ég tel, að óeðli- lega mikið mannahald sé utan um reksturinn á ekki stærri búum, en hér er um að ræða. I öðru lagi: Það þarf ekki nema að líta á túnið á Selja- landi i gróandanum á vorin til að sjá, að það þarf að plægja þar niður j arðveginn og senni- lega mætti auka að mun skamt inn af kali og fosforsýruáburði. I þriðja lagi: Gripirnir eru alltof margir á Seljalandi. Jörð in ber ekki nærri þvi svona marga gripi, svo að gripa verð- .ur til þess ráðs, að skrapa sam- an heyfeng vestur á fjörðum, sem óhjákvæmilega hlýtur að verða dýrkeyptur og auk þess verður búið að kaupa heyfóð- ur að, bæði vor og haust, til að geta viðhaldið þessum stofni. Og í fjórða lagi: Gripirnir virðast vera. mjög lélegir og fara hraðversnandi, ef dæma má eftir kúafjölda og seldri mjólk á Seljalandi á árunum 1945—47. . Um tvö síðasttöldu atriðin verð ég að fjölyrða nokkuð frekar. Það myndi ekki þykja búmannsfyrirhyggja hjá nein- um bónda, að ofhlaða jörðina sína af gripum, enda mundi hann fljótlega komast að raun um, að slík ráðstöfun, kcmur honum sjálfum og honum ein- um í koll. Beztur búskapur er þar, sem allt er í fullkomnu jafnvægi hvað við annað, gripafjöldi, heyfengur og beit. Og vel mun af flestum talið, að sú jörð sé setin, þar sem þetta þrent er notað til hins ítrasta, en hvergi ofhlaðið. Á Seljalandi er talin vera mjög léleg sumarbeit.. Ætti því Selj alandsbóndanum að vera umhugað að níðast ekki um of á þeirri litlu beit, sem fyrir er. Jörðin sem búið er rekið á gefur ekki nærri því af sér allt það heyfóður, sem þarf fyrir þann kúafjölda, sem nú er hafður á búinu. Þetta orsakar vitanlega hin miklu fóðurkaup búsins árlega og auk þess, verður að liggja í fóðurskrapi langt út fyrir tak- mörk l)úsins, sem svo aftur út- heimtir óeðlilega mikinn mann afla á búinu. Ég segi því hik- laust: Kúnum á að fækka á Seljalandi um að minsta kosti þriðjung frá því sem nú er. Einhver kynni nú a,ð segja, að það væri spor aftur á bak að fækka kúnum. Ég skal nú sýna fram á, að þetta er mis- skilningur. Árið 1945 eru á búinu á Seljalandi 30 mjólkandi kýr. það ár er seld mjólk frá búinu 77 238 lítrar, eða 2 574,6 lítrar á hverja kú að meðaltali. Árið 1946 eru mjólkurkýr 38 og seld mjólk 84 869 1., eða 2 233,4 1. pr. kú og árið 1947 eru mjólkurkýr 40 og seld mjólk 87 00 litrar, eða 2175 1. pr. kú. Þessar tölur eru fengnar á þeim stað, að ég hef íulla á- stæðu til að álita að þær séu réttar. En þær sýna það, að á þessum þrem árum, hefur kúa- stofninn að vísu aukizt um 44 liluta, en meðalnytin hefur minkað um hvorki meira né minna en það sem nemur 399,6 lítrum á kú. Getur nú hver og einn, sem hugleiðir þessar tölur sagt sér það sjálfur, hver ágóði hefur orðið af þessari gripafjölgun. Um það verður ekki deilt, þeg- ar litið er yl'ir gripafjölda og mjólkurmagn á Seljalandi þessi þrjú áðurnefndu ár, að gripirnir eru yfir höfuð afar lélegir, þó að úrskeiðis gangi á árinu 1947 þegar meðalnytin er ekki nema 2 175 1. pr. kú. Ég veit ekki hvort bæj aryfir- völdunum hér, er það yfirleitt ljóst, hversu drepandi það er lyrir búreksturinn í heild, ef gripirnir eru lélegir. En hitt veit ég, að allir bændur, sem við mj ólkurframleiðslu fást, vita að það er sá eyðandi eldur, sem allt annað étur upp. Skal þctta nú sýnt nánar með dæmi. Ein fóðureining, sem er mjög nálægt þvi að vera 2 kg. af meðalgóðri töðu, er það fóðurmagn, sem þarf til að mynda 2,5 kg. af , 4% feitri mjólk. Það þarf því nákvæmlega jafn mikið fóður til að mynda 7 þús. litra með mörgum og lélegum kúm, eins og þarf til að mynda sama mjólkumiagn með fáum og góðum kúm. Þetta er kallað afurðafóður. öðru máli gegnir með við- haldsfóðrið. Viðhaldsfóður er það fóður, sem þarf til að við- halda likamsþunga skepnunn- ar að hún hvorki þyngist né léttist þ. e. fóðureining fyrir hver 100 kg. lifandi þunga. Meðalþung kýr (300 kg. l.þ.) þarf þá 3 f. e. til viðhalds lik- ama sínum. Það verða 6 kg. af töðu á dag. Gerum ráð fyrir 250 gjafadögum, sem þó er sennilega of lítið hér. Kýrin þarf þá 6X250 = 1500 kg. af töðu á ári aðeins til viðhalds líkamsþunga sínum. 40 kýr þurfa þá 1500 X 40 = 60 000 kg. af töðu eða 600 hesta á ári i viðhaldsfóður. Tökum annað dæmi, af kúm, sem mjólka 3000 lítra hver. Þarf þá 29 kýr til að skila sama mjólkurmagni og hinar 40 gera (29X3000 = 87000 1.). Afurða- fóðrið er hið sama, þar sem um jafn mikið mjólkurmagn er að ræða. Viðhaldsfóður þessara 29 kúa er 1500 X 29 = 43 500 kg. eða 435 hestar af töðu. Hér er því beinn sparnaður á fóðri, sem nemur 16 500 kg. af töðu þótt um sömu mjólkurfram- leiðslu sé að ræða. Eftir er þó að taka tillit til beitar og allrar hirðingar á þeim 11 kúm sem fækkað hefur verið um í sið- asta dæminu. Þetta hygg ég að sýni ljós- lega, hversu þýðingarmikið það er, að gripirnir séu góðir. Framhald í næsta blaði. Hús til sölu á góðum stað í Hnífsdal. Þrjú herberi og eldhús með kjallara. Allt í góðu standi. Upplýsingar gefur: Hannes Bergmann. Getum aí sérstökum ástæðum selt ca. 3 tonn af gosull, einangrunarefni. r Bökunarfélag Isfirðinga. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ISLANDS Umboðið á Isafirði. Endurnýjun til 2. fl. fer frarn alla virka daga kl. 1—5 (nema laugard. kl. 1—4), á skrifstofu undirritaðs. Bezt er að endurnýja sem fyrst. Athugið jafn- framt vinningaskrána. ísafirði 25. janúar 1949 Jónas Tómasson. Heimilisbókasafn. Odysseifskviða (ný og vönduð útgáfa). — Bréf og ritgerð- ir Stephan G., I.—IV. b. — Saga Islendinga, IV.—VI. b. (aðeins örfá eint. eftir í skb.). — Heiðinn siður á Islandi. — Bréf Jóns Sigurðssonar. — Land og lýður. — Félags- bækurnar 1848, fimm bækur, alls um 1044 bls., fyrir aðeins 30 kr. Athugið! Nýir félagsmenn geta enn fengið alls 40 bækur fyrir 160 kr. Meðal þessara bóka eru úrvalsljóð íslenzkra skálda, Þjóðvinafélagsalmanökin, Njáls-saga, Egils-saga, Heimskringla (3 bindi) og erlend úrvalsskáldrit. — Frestið ekki að nota þessi kostakjör. — Umboðsmenn eru um land allt. — Sendum bækur gegn póstkröfu. — Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Pósthólf 1043. — — Reykjavík.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.