Vesturland

Árgangur

Vesturland - 14.05.1949, Blaðsíða 4

Vesturland - 14.05.1949, Blaðsíða 4
Halldór Sigurðsson, skip- stjóri, flytur búferlum frá ísafirði. Einn elsti sjómaður þessa bæj ar Halldór Sigurðsson, sem verið hefur skipstjóri á Vé- birni i 20 ór hætti skipstjórn rétt fyrir páskana og flutti bú- ferlum norður í Fljót í Skaga- firði. Halldór Sigurðsson er 69 ára gamall og hefur stundað sjó- mennsku frá 16 ára aldri. Munu fáir hafa staðið lengur í hinni hörðu baráttu við sjó- inn. Halldór hefur verið gæfu- maður í starfi sínu á sjónum, og flutt á land meira verðmæti en flestir eða nokkur annar nú- lifandi Isfirðingur. Halldór er maður, sem aldrei hefur haft hátt um sig en geng- ið að starfi sínu með einstakri skyldurækni og dugnaði. Fyrir nokkrum árum var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu, og er óhætt að fullyrða, að það heiðursmerki hefir verið veitt að verðleikum. Halldór er kvæntur Svan- fríði Albertsdóttur og hafa þau. hjón eignast 13 börn, og búa mörg þeirra hér í bæ. Synirn- ir, sem uppkomnir eru hafa fetað í fótspor föður síns og helgað sig sj ómennskunni og i starfi sjómannsins reynst af- bragðs vel og eru miklar og góðar vonir við þá tengdar fyr- ir þennan bæ. Ég veit, að allir Isfirðingar senda Halldóri og konu hans beztu þakkir fyrir laugt og mikið lífsstarf og óska þeim alls góðs á ókomnum árum. M. Alþingi hefur nýlega samþykkt þingsályktunartillögu Sigurðar Bjarnasonar og Hannibals Valdimarssonar um hressing- arhæli í Reykjanesi. Aðalfundur Isfirðings h.f. var haldinn fimmtudag 28. apríl s.l. I stjóm voru kosnir: Matthías Bjarna- son og Kjartan Jóhannsson og til vara Böðvar Sveinbjarnar- son og Hannes Halldórsson. Endurskoðendur: Jón ö. Bárð- arson og Kristján Jónsson, full- trúi bæjarfógeta og til vara Árni J. Auðuns. Fyrir voru í stjórninni kjömir af bæjar- stjórn Isafjarðar: Ásberg Sig- urðsson, Hannibal Valdimars- son og Haraldur Guðmunds- og til vara Marzelius Bern- harðsson, Stefán Stefánsson og Halldór Ölafsson, bókavörður. Andlát. Sigurður Sigurðsson, kenn- ari, andaðist á Sjúkrahúsi Isa- fjarðar 6. maí s.l. Alúðar þakkir til allra þeirra, sem heiðrað liafa minn- ingu móður okkar og lengdamóður Elínur Porláksdóttur. Guðmunda Pálsdóttir, Ebenezer Benediktsson Guðmundína Benediktsdóttir, Þórlaug Benediktsdóttir, Halldór Benediktsson. Þökkum innilega auðsijnda samúð við andlát og jarðar- för MARGRETAR GUNNLAUGSDÓTTUR, Aðalstræti 33, Isafirði. Una Magnúsdóttir, Guðmundur Árnason og börn. Hugheilar hjartans þakkir til allra nær og fjær, sem sgndu mér vináttu með heimsóknum, gjöfum og skegt- um á sjötugsafmæli mínu liinn 9. apríl. Guð blessi gkkur öll. Margrél Þorsteinsdóttir, Hnífsdal. JKlmaimatryggiingaar tilkynna Athygli skal vakin á því, að réttur til bóta frá almannatryggingum skerðist eða fellur niður, ef hlutaðeigandi eigi hefur greitt skil- víslega iðgjöld sín til tryggingasjóðs. Þeir, sem sækja um bætur frá Trygginga- stofnun ríkisins, skulu leggja fram trygginga- skírteini sín með kvittun innheimtumanna fyr- ir áföllnum iðgjöldum. Reykjavík, 3. maí 1949. Tryggingastofnun ríkisins. fyrir Isafjarðarkaupstað 15. júní 1949 lil 14. júní 1950, liggur frammi i bæjarskrifstofunni dagana 17. mai til 16. júní næst- komandi. Kærur út af kjðrskránni séu komnar í hendur bæjarstjóra fyrir lok jjessa tímabils. Isafirði, 14. maí 1949. BÆJARSTJÓRI. RÁÐSKONU vantar á Elliheimili Isafjarðar frá 1. júní næstkomandi. Uppfýsingar um starfið gefur undirritaður. Isafirði, 14. mai 1949. BÆJARSTJÓRI. A T V I N N A. Nokkrar starfsstúlkur vantar á Elliheimili Isafjarðar nú þegar. Ein þeirra þarf að geta annast malreiðslu á heimilinu. Allar nánari upplýsingar um stöilin gefur forstöðukonan. Isafirði, 14. maí 1949. BÆJARSTJÓRI. KAUPI GULL KAUPI BLÝ Höskuldur Árnason, Sundstræti 39. ÞAKKARÁ VARP. Minar hjartans beztu þakkir til allra þeirra Isfirðinga, sem styrktu mig í veikindum mín- um. Guð blessi þá og störf þeirra í framtiðinni. Isafirði, 8. apríl 1949 Sigurður Th. Ingvarsson. Utgerðarmenn — Skipstjórar. Tek að mér viðgerðir og leið- réttingar á áttavitum. Símon Helgason Isafirði. I FJARVERU minni verður tannlækninga- stofan lokuð um tveggja mán- aða skeið. Isafirðþ 20. apríl 1949. A. Baarregaard. TIL SÖLU: Lítið notuð hestkerra í góðu standi, ásamt heygrind og reip- um til sölu við vægu verði. Þorsteinn S. Kjarval, Kjarvalstöðum. JÖRÐ TIL SÖLU Hálf jörðin Slétta í Sléttu- hreppi er til sölu með öllum húsum og öðrum mannvirkj- um. Leiga getur komið til greina, ef um semst. Upplýsingar gefur Jónas Dósóþeusson, Fjarðarstræti 17, Isafirði. Messað verður í Isafjarðarkirkju næstk. sunnudag ld. 2 e. h. IBUÐ TIL SÖLU. Efri hæðin í húsinu Hlíðar- vegur 27, er til sölu. Ibúðin er 3 herbergi, búr og bað með sér inngangi. Tilboðum sé skilað til Eiríks Guðjónssonar fyrir 22. maí 1949. Árshátíð ! Húsmæðraskólans „ÓSK“ verður í Alþýðuhúsinu i kvöld. Námsmeyjar annast sjálfar öll skemmtiatriði og er vel til þeirra vandað. Isborg kom inn i gær með fullfenni, eftir 10 sólarhringa veiðiför. Mun hún væntanlega selja afl- ann í Þýzkalandi.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.