Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 16.06.1949, Qupperneq 1

Vesturland - 16.06.1949, Qupperneq 1
<3jsn® a/essrFmsxifm 83úBFssræs»smm(fi XXVI. árgangur Isafjörður, 16. júní 1949. 16. tölublað. Stjórnmálaviðhorfið: Framsókn krefst haustkosninga. Aumleg stjórnarforysta Alþýðuflokksins. Ný dýrtíðaralda hvolfist yfir þjóðina. Tíminn. blað Framsóknarflokksins hefur nú hafið harða baráttu fyrir því að kosningar til Alþingis fari fram á komandi hausti og að núverandi stjórnarsamstarf milli Sjálfstæðisflokksins, Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins verði rofið. Er það nú opinbert leyndarmál að ráðherrar Fram- sóknar í ríkisstjórninni hafa krafist þess að þing verði rofið, ef ekki hefur verið gengið að kröfum þeirra fyrir fyrir miðjan næsta mánuð. franr í október í haust. Hvað vakir fyrir Framsókn Orsök þessarar aí'stöðu Fram- sóknar er í f'yrsta lagi sú, að hún sér að núverandi rikis- stjórn hefur að mestu leyti misheppnast að ná þeim höf- uðtilgangi sínum að koma í veg fyrir aukningu dýrtíðar- innar. Framsókn hefur hins- vegar alltaf lialdið því fram að hún kynni örugg ráð gegn verðbólgunni. Nú, þegar að öll þjóðin sér, að engin ný úrræði fundust í þessu vandamáli með komu Framsóknar í ríkis- stjórn, verða Tímaliðar smeyk- ir um sig og freista þess að hlaupa úr skiprúminu áður en vertíðin, kjörtimabilið, er á enda. Þetta er liin karlmannlega afstaða Tímamanna. Þeir þora ekki að bíða eftir reglulegum kosningum, sem fram eiga að fara sumarið 1950. I staðinn reyna þeir að hlaupa burtu frá ábyrgðinni á getuleysi núver- andi ríkisstjórnar i viðureign- inni við dýrtíðina. Hafa engar tillögur lagt fram. I þessu sambandi er það at- hyglisvert að þótt Framsókn krefjist kosninga, ef kröfum hennar yrði ekki sinnt l>á hel'- ur hún engar tillögur borið fram um það, hvernig leysa eigi vandamálin. Samt sem áð- ur heldur Tíminn því fram að Myndu þá kosningar fara kjósa eigi um „tillögur“ Fram- sóknarflokksins. Einu úrræðin, sem frá Framsókn hafa komið er frumvarp hennar um að skömmtunarmiðarnir skuli gilda sem innkaupaheimild fyrir vörum. En hvernig á að framkvæma þá tillögu þegar búið er að aínema skömmtun- ina eins og allir vona að verði gert sem fyrst og þegar er byrjað á með afnámi skönnnt- unar á kornvöru, kaffi og benzíni? Sannleikurinn er sá að þessar tillögur Framsóknar eru algerlega út í bláinn. Krafa Framsóknar um kosn- ingar byggist einnig á því, að með henni er reynt að sam- eina andstæðurnar innan flokksins, þá sem alltaf hafa verið á móti þátttöku í núver- andi rikisstjórn og hina, sem haí'a stutt. Hermann vildi að stj órnarsamvinnunni væri slit- ið fyrir lÖngu. Eysteinn hefur streist á móti. Nú er reynt að sameina liið tvistraða lið með því að krefjast kosninga á komandi hausti. Almennt um stjórn- málaviðhorfið. Um stjórnmálaviðhorfið al- mennt er það annars að segja, að forystuflokkur ríkisstjórn- arinnar, Alþýðuflokkurinn, heí'nr gjörsamlega brugðist hlutverki sínu. Forysta hans hefur verið einhver hin aum- asta, sem þekkst hefur í nokk- urri islenzkri rikisstjórn. Er nú líka svo komið að þjóðin stendur frammi fyrir þeirri staðreynd að stórfeld verð- bólgualda er að hvolfa sér yfir hana i gerfi almennrar hækk- unar kaupgjalds og verðlags. Fer vel á því, að kratarnir, sem hældu sér af því að liafa eyðilagt gerðardómslögin frá 1942, skuli nú, eftir að veldi kommúnista hefur verið lmekkt í Alþýðusambandi Is- lands, hafa forystu um að drekkja atvinnulífinu í nýju dýrtiðarflóði. Má nú ekki á milli sjá, hverjir séu áfjáðari í að eyðileggja grundvöll at- vinnulífsins, kratar eða komm- únistar. Tekst Stefáni Jóhann að drepa þingræðið? Alþingi það, sem ekki alls fyrir löngu lauk störfum var þriðja lengsta þing, sem hér hefur verið háð. En lítil verk lágu eftir það þegar að frá er tekin hin merka samþykkt þess í utanríkismálum, þátt- taka Islands í varnarbanda- lagi lýðræðisþjóðanna, Atlants hafsbandalaginu svokallaða. Undir forystu Sjálfstæðis- flokksins var það mál sam- þykkt með atkvæðum allra þingmanna lýðræðisflokkanna gegn atkvæðum kommúnista og þriggja pólitískra viðrina úr Alþýðuflokknum og Fram- sókn. Höfðu Islendingar þann- ig mjög svipaðan hátt á og aðrar vestrænar lýðræðisþj óð- ir. Há óhikað fullyrða að yfir- gnæfandi meirihluti þjóðar- innar sé eindregið flygjandi þeirri afstöðu, sem Alþingi tók í þessu máli. En að öðru leyti var allt ráð þessa þings á reiki. Það sat mánuðum saman og gerði bók- staflega ekki neitt nema að hjala um einskisverð sýndar- mál einstakra þingmanna. Er óhætt að fullyrða að ef svo fer fram um þinghald, sem nú horfir, þá muni á næstu árum verða gengið af islenzku þing- ræði dauðu. Er alls ekki ólik- legt að formanni Alþýðu- flokksins muni takast það, ef Alþingi lýtur enn um skeið stj ómarforystu hans. Kosningar. Þegar á það er litið, hversu núverandi ríkisstjórn hefur mistekist höfuðmarkmið sitt, að ráða niðurlögum dýrtíðar- innar, má e. t. v. segja að æskilegt væri að efna til stjórn arslita og þingkosninga á kom- andi hausti. Því verður hins- vegar eklti neitað að litlar lík- ur eru til þess að afleiðing þeirra yrði skjót og ný úrræði til lausnar höfuðvandamálum þjóðfélagsins. Engar líkur eru til mjög breyttra hlutfalla í styrkleika flokkanna á þingi. Kosningar hálfu ári fyrr eða síðar væru þessvegna auka- atriði fyrir þjóðarhag. Ault þess má benda á það, að það er miklum erfiðleikum bundið fyrir fólk í sveitum landsins að ganga til haustkosninga eft- ir eindæma hart vor og sumar, sem miklar lílcur eru til að verði erfitt. Óhætt er að fuilyrða að meg- inþorri þjóðarinnar vilji sam- vinnu og samstarf lýðræðis- flokkanna, þriggja eða tveggja Arangurinn af því hefur að þessu sinni ekki verið góður. I kjölfar samsteypustj órnanna hefur siglt margskonar spill- ing og samábyrgð á pólitízku braski og hrossakaupum. En meðan þjóðin hefur ekki gefið neinum einum flokki hreinan meirihluta verður hún að sætta sig við slíkt stjórnar- far, hvort sem henni líkar það betur eða verr. En eru íslenzk sjórnmál samt eltki óþarflega meini blandin? -------o------

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.