Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 16.06.1949, Qupperneq 2

Vesturland - 16.06.1949, Qupperneq 2
2 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjarnason frá Vigur Afgreiðsla og auglýsingar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) Verð áx-gangsins krónur 20,00 Skrifstofa Uppsölum, sími 193 ----------------------------------------------------------> Verkin tala. Þingmaður kjördæmisins, heildsalinn Finnur Jónsson, skrapp til Isáfjarðar um s.l. mánaðamót. Hann stóð aðeins stutt við og liélt ekkert leiðai’þing, vegna þess að skyldur hans við rík- isvaldið kölluðu á hann til að sigla sem fulltrúi Aljxingis á 100 ára afmæli dönsku grundvallarlaganna. Skyldurnar við kjördæmið og kjósendurna hefur þingmað- ui’inn jafnan lekið sér létt. Við kjósendur þarf hann ekkert að tala, enda hefur hann þeim frá engu að skýra af störfum sin- um á Alþingi í þágu þessa bæjarfélags. Siglingin til Danmerk- ur var því kærkomin afsökun, el' al'sökun skyldi kalla, fyrir þingmanninn fyrir Jxví, að halda ekki ieiðarjxing. Hinsvegar hafði Jxingmaðurinn tima til að mæta á fundi í Alþýðuflokksfélaginu til Jxess að reyna að leiðrétta pólitíska kompás-skekkju í höfði Hannihals Valdimarssonar og þröngva honuixx til hlýðni við flokksaga Alþýðuflokksins, með illu eða góðu. Þessi tilraun hins gamalreynda stjópnmálamanns tókst Jxannig, að flokkssvikarinn var kosinn formaður Aljxýðuflokks- félagsins með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða fram yfir foi’- mannsefni þingniannsins. Mun einsdæmi að nokkur þingmað- ur hafi fengið slíka útreið í hópi eigin flokksmanna í kjör- dæmi sínu. Þannig er Jxá málum Alþýðuflokksins komið á Isa- firði, sem í röskan aldarl'j órðung hefur verið eitt sterkasta vígi flokksins á landinu. Flestir gömlu foringjarnir eru flúnir af hólrni, en jxeir, sem að nafninu til hanga enn við opinber af- skipti berast á banaspjótum. Þannig er þá lokaþáttui’inn í 25 ára pólitískri hai’msögu Jxessa flokks hér í bænum. Má segja að hann sé rökrétt afleiðing af starfi og stcl'nu flokksins Jxessi ár. Flokkurinn lofaði framförum, atvinnu og velmegun, en skóp meii’i kyrrstöðu, atvinnuleysi og fátækt en í flestum öðrum bæjum landsins. Er flokkurinn valt liér úr valdastóli voru flestir blutir ógerðir. I bæ, sem lítið sem ekkcrl bcfur vaxið að fólksfjölda, voru frupnstæðustu þarfir óleystar, svo sem vatn, rafmagn, liafnai- mannvirki og götur. Var Jxó rniklu fé varið til þessara fram- kvæmda, en flest gert vanhugsað og öfugt. Sama máli gegnir um afskiptin af atvinnulífinu. Allt átti bæjarfélagið að gcra, cn einstaklingarnir ekkert. Framtak ein- staklinganna var drepið niður til óbætanlegs tjóns fyrir fram- farir í þessu bæjarfélagi. Pólitískir spekulantar lögðu dauða hönd úrræða- og manndómsleysis á atvinnulífið. Atvinnutæki bæjarfélagsins voru seld eitt af öðru. I stað framfara og velnxeg- iinar einkaframtaksins, sem átti sér stað annars staðar kom hér kyrrstaða, atvinnuleysi og hin skipulagða fátækt sósíalismans, sem hefur fylgt stjórn Sosialdemolcrata alls staðar Jxar sem Jxeir hafa náð völdum. Að vísu starfar Samvinnufélag Isfirðinga enn hér í bænum. En þessa dagana réttir það fram betliloppu sína, biður um stór- fellda eftirgjöf á skuldum sínum til þess að eiga þess kost að fá eftirgefið aðstoðarlán undanfarinna ára frá ríkissjóði að upphæð 934 þús. krónur. Þetta fjölskyldufyrirtæki Finns Jóns- sonar hefur því reynst einn þyngsti ómagi, sem þessi þjóð hefur alið. Finnur og félagar hans lxafa ekki sparað hrópin er efnalitlir einstaklingar liafa lent í fjárhagserfiðleikum í atvinnu- rekstx-i sínum. Þeir hafa miskunarlaust stimplað þá fjárglæfra- menn og bófa. Þeir hafa ekki sjxarað hrópiii uin gjaldþrota bæjarfélag. Nú koina Jxeir skriðandi og biðja bæjarfélagið að gefa sér eftir einar litlar 60 þúsundir króna. Vei yður þér dáðlausu hræsnarar. Sigurður Sigurðsson, kennari. Minning. Sigurthir SigurSsson, kennari. Sumarið 1937 var ég á vél- bát, sem framan af yertíðinni lagði afla sinn upp í ísliús á Isafirði. Við veiddum kola og komum að jafnaði ekki sjaldn- ar en vikulega að landi. Um Jxessar mundir stunduðu allmargar trillur frá ísafirði og þorpunum við Djúpið einnig kolaveiðar. Ekki með dragnót eins og við heldur í net. Einn þessara kolaveiðimanna var Sigurður Sigurðsson, kenn- ari á Isafirði. Hann var vakinn og sofýnn yfir netunum sínunx Jxetta sumar. Aldxæi komum við svo að landi að ég hitti ekki Súdda, en svo var hann kallað- ur, á stjái niður við bryggjur eða í fjörunni við bátinn sinn. Ég hal'ði séð hann oft áður, en aldrei kynnst lionunx neitt að ráði. En nú tókust með okk- ur nánari lcynni. I hvert ein- asta skipli, sem ég kom inn lil að landa, hittumst við, oflasl lijá sameiginlegum kunningja okkar, gömlunx skipstjóra og einstöku ljúfmenni. Mér verða Jxessir fundir okk- ar Súdda á litla kvistherbei’g- inu skipstjórans ævinlega minnisstæðir, — Ég kynntist Jxar manni, sem að nxöi-gu leyti var sérstæður. Það voru í raun og vcru kolaveiðarnar, hið sam eiginlega við fangsefni okkar þetta suxxxar, sem leiddu hesta okkar saman. Um Jxessar veið- ar og um þennaxx fisk var Súdxli svo fróður að óhætt er að fullyrða að fáir sjómenn hafi skákað honum. Þó var sjó- íxxennska aðeins aukavinna hj á honum. En það var höfuðein- kenni skapgerðar lxans að kryfja hlutina til mergjar. Þessvegna beitti hann hinni skörpxx athyglisgáfu sinni að hverju Jxví viðfangsefni, senx hann tók sér fyrir hendur. All- ar hliðar Jxess lágu fyrir hon- ( unx eins og opin bók. En það var hægt að tala við Súdda unx niai’gt fleira en kola veiðar. Hann var í raun og sannleika hámenntaður nxaður þótt liann hefði hvorki hlotið stúdentsmenntun né gengið í háskóla. — Tungumálaþekk- ing hans var fi’ábær. Auk Norð urlandaxxxálanna talaði hann og skildi ensku, þýzku og frönsku. Bókmenntaþekking lians var víðtæk og var séi’stak- lega ganxan að ræða við hann unx slík efni. Hann hafði alloft farið utan og aukið þar við þekkingu sína bæði i kennslu- nxálum og á ýmsum öðrum sviðuni hugðai’efna sinna. Súddi var í fáunx oi’ðum sagt fjölhæfur gáfumaður, senx fengur var í að kynnast, prúð- nxenni og karlmenni, sem lifði kýttur í baki frá æskuárum Jxannig að hverjum, senx til hans þekkti, fannst senx hann stæði allra nxanna keikastui’, líkanxlega senx andlega. En nú er Siiddi dáinn. Hann andaðist á Isafirði þann 6. nxaí s.l. Hann var Isfirðingur að æ>tt, sonur Sigui’ðar Guðmunds- sonar, kaupmanns og konu hans Guðbjai’gar Olafsdóttur. Gekk hann í Flensborgarskól- ann og síðan í Kennai’askól- ann. Gci’ðist síðan verzlunar- maður og kennari. Varð kennslan aðal lífstarf lians. Þótti hann og ágætur kennari og kom fjölhæfni hans honum Jxar að gcxðu liði. Stund- aði hann kennslu í ýmsum sveitunx við Djúp og síðan á Isafirði. Al' öllum var hann vel látinn er lil Iians þekktu. Kona Sigurðar var Hildur Matthíasdóttir, sem lifir nxann sinn. Áttu þau 7 börn, senx einnig eru öll á lifi. Þungbær bæklun frá æsku- árunx og nxargháttaðir örðug- leikar mættu Súdda í lífi hans. En ckkert af þessu megnaði samt að nióta. skap hans. Veik- bui-ðir líkama hans sköpuðu livoi’ki beiskju né minnimátt- ai’kend í sál lians. Þessvegna var hann jafnan hi’ess og reif- ur, skemnxtilegur í viðræðum, æðrulaus og sanngjarn í dóm- •um unx nxenn og málefni. Hann bar í sér og á sér aðalsmerki sannrar mentunar og nxann- gildis. Mér og öllunx þeim, senx kynntust Súdda, eru þau kynni mikils virði. Við bálför hans minnumst við góðs vinar og sérstæðs og merkilegs manns. S. Bj.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.