Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.06.1949, Blaðsíða 2

Vesturland - 24.06.1949, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND Ritstj óri og ábyrgðannaður: Sigurður Bj amason frá Vigur Afgreiðsla og auglýsingar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) Verð árgangsins krónur 20,00 Skrifstofa Uppsölum, sími 193 ________ —^ ^^.—-------------------------------—— Alg ert ofaníát kmfanna. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum var það megin- takmark hennar að ráðast gegn verðbólgunni, koma í veg fyrir vöxt hennar og lækka hana. Fyrst í stað virtist sem stjórninni væri alvara í að framkvæma þessa stefnu sína. Jafnvel ráð- herrar Alþýðuflokksins beittu sér eindregið gegn kauphækkun- um, sem að sjálfsögðu hlutu að hafa í för með sér hækkað verðlag. Kommúnistar gerðu hinsvegar allt, sem þcim var unnt til þess að dýrtíðin héldi áfram að vaxa. 1 því skyni efndu þeir til verkfalla og kauphækkana. Lýðræðisflokkarnir hörðust ein- arðlega gegn þessari skemmdarstarfsemi kommúnista og fleiri og fleiri launamenn sáu að þeim var ekkert gagn í kauphækk- unum, sem aðcins höfðu í för með sér hækkað verðlag og aukna dýrtíð. Á s.l. hausli hafði kommúnistum þorrið svo fylgi innan verkalýðssamtakanna að þeir misstu meirihluta sinn í Alþýðusambandi Islands. Lýðræðisflokkarnir fengu þar grcini- legan meirihluta og tóku stjórn þess í sínar hendur. Nú hefði mátt ætla að ríkisstjórnin hefði átt hægara um vik með að l'ramkvæma stefnu sína í dýrtíðarmálunum. Forystu- flokkur ríkisstjórnarinnar, Alþýðuflokkurinn, hafði nú fengið meirihluta í stjórn Alþýðusamhandsins. En þvi fór fjarri. Krat- arnir í stjórn Alþýðusambandsins voru svo logandi hræddir við kommúnistana, sem voru orðnir i minnihluta, að þeir þorðu ekki annað, en að þverbrjóta stefnu Stefáns Jóhanns, sem lof- að hafði. þjóðinni baráttu gegn dýrtíðinni. Þeir lögðu inn á sömu braut og kommúnistarnir höfðu verið á, og skrfuðu öllum verka- lýðsfélögum landsins og skoruðu á ])au að krefjast kauphækk- ana. En fleira átti eftir að gerast. I lok síðasta Alþingis, sem barizt hafði í marga mánuði við að afgreiða greiðsluhallalaus fjárlög, lætur Stefán Jóhann einn flokksmann sinn, Sigurjón A. Ólafsson, gerast fyrsta flulningsmann að tillögu um að opin- herum starfsmönnum skuli greiddar fjórar milljónir króna á þessu ári í uppbætur á laun sín. Þar með hafði sjálfur for- sætisráðherrann étið ofan i sig stefnu sína og loforð um har- áttu gegn dýrtíðinni. Þetta ofaníát Alþýðuflþkksins í dýrtíðar- málunum var eins algert og hugsast gat. Með því að veila opin- berum starfsmönnum, sem húa við margfallt atvinnuöryggi á við verkamenn, launabætur og hækkanir, var því raunverulega lýst yfir af hálfu ríkisstj órnarinnar að öll verkalýðsfélög lands- ins skyldu krefjast kauphækkana. Tillaga Sigurjóns um launauppbætur opinberra starfsmanna var samþykkt. Fjánnólaráðherra lýsti ])ví að vísu yfir að hann myndi ekki framkvæma hana. En afleiðingar samþykktarinn- ar eru komnar í Ijós, allverulegar kaupgjaldshækkanir bæði hjá Dagsbrún í Reykjavík og hér á Vestfjörðum. Dýrlíðarskrúfan er í fullum gangi. í ágústmánuði n. k. mun verða reiknuð út vísitala fyrir framleiðslukostnað landbúnaðarafurða samkvæmt lögum. Þegar það hefur verið gert hækkar kjöt, mjólk og aðrar landbúnaðarafurðir stórlega í verði. Þar með hafa kauphækk- anir verkamanna verið gleyptar. Svo hækkar kaupið á ný, svo afurðir bænda o. s. frv. Aldrei hefur nokkur flokkur leikið aumara hlutverk í stjóm- arforystu og Alþýðuflokkurinn íslenzki nú. Aldrei hefur ráð- villtari klíka átt að heita í stjórnarforystu á Islandi en þeir Stefán Jóhann, Emil, Ásgeir og Finnur, sem „kaupir ódýrt inn.“ Þessi sama klíka hleypti dýrtíðarskriðunni yfir þjóðina árið 1942 með eyðileggingu gerðardómslaganna. Nú hefur hún hvolft nýrri verðbólguöldu yfir atvinnuvegi landsmanna. Iðnaðarmannafélag Xsíirðinga gerir ályktnn um raforkumál. Iðnaðannannafélagið kaus fyrir nokki'u 5 manna nefnd til að gera tillögur til úrbóta í raforkumálum bæjarins. Nefndin klofnaði í málinu og skilaði tveimur álitum, sem lögð voru fram til umræðu og ályktunar á aðalfundi félags- ins 10. þ. m. Samúel Jónsson var framsögumaður minni- hluta nefndarinnar, en Grím- ur Kristgeii-sson meirihluta nefndarinnar. Með tillögum Samúels Jónssonar töluðu Jón Gauti, Kristján Tryggvason og Þórður Jónsson, og fór svo eft- ir rniklar umræður að tillögur minnihlutans voru samþykkt- ar, en þær eru á þessa leið: 1. Þar sem fyrir liggja saxnþ. rafveitunefndar og bæjai’- stjórnar Isaf. um framtíðar- lausn á raforkumálum bæjar- ins, með byggingu gufutúr- binustöðvar á Isaf. þá sér fund- urinn ekki ástæðu til að samþ. nýjar aðgerðir til úrbóta á raf- orkumálum okkai*, aðrar en ])egar eru hafnar, á meðan ekki er útséð um, hvort af framkvæmdum verður eða ekki. 2. Funduxánn álítur rétt, að nú þegar skuli vera liafizt handa um byggingu 320 kw. dieselstöðvar að Fossum, og leggur áherzlu á, að séð verði um að þeim framkvæmdum verði lokið á hausti komanda. 3. Fundurinn skorar á ráða- menn raforkumála Isafj., að ganga nú þegar eftir nauðsyn- legum leyfurn viðvíkjandi byggingu gufutúrbínustöðvár. Ef leyfi þessi fást ekki, þá skoi-ar fundurinn á sömu að- ila, að hefjast fljótt handa um aðrar fi-amkvæmdir á sviði raforkumálanna, til úrlausnar á framtíðarorkuþörf bæjarins. 4. Ef fé fæst til fleiri framkv. en byggingu 320 kw. diesel- stövar að Fossurn, þá leggur fundurinn áherzlu á, að athug- uðu máli, að hafizt verði handa strax á þessu sumri, við hækk- un Fossavatns-stíflu, allt að tveim metrum, ef meðmæli raf- orkumálastjórnar fást til þess. 5. Þar sem sérfræðingar raf- orkumálastjóra, hafa ekki gert ákveðnar tillögur viðvíkj- andi endurbótum á Nónvatns- virkjun, þá sér fundurinn ekki ástæðu til, að hækkuð sé stífla við Nónvatn á xneðan að botn vatnsins er það óþéttur, að vatnið fyllist ekki með núver- andi stífluhæð. 6. Fundurinn telur áríðandi, að framkvæmd verði á þessu sumri, nauðsynlegt viðhajd á mannvirkjum vatnsstöðvar- innar, svo senx pípum o.fl. svo ekki verði raforkuskortur vegna viðhaldsleysis þeixra. Isafii’ði 10. júní 1949. Samúel Jónsson. Höfuðatriðið í tillögum Gi'íms rakara var það, að keypt yi’ði 750- 4000 kwt. dieselsamstæða, senx tilbúin yrði á komandi hausti og að 320 kwa. diesel- vélin, sem í’afveitan hefur keypt og hingað er komin vex’ði seld, en það er sama og vilja svipla bæjarbúa öllu ör- yggi í rafmagnsmálunum í vetui’, því útilokað er að liægt sé að konxa upp og byggja yfir slika stöð fyrir haustið og það jafnvel þó öll leyfi væru nú þegar fvrir hendi. Þessar til- lögur Grhns fengxx, sem von- legt var, lítinn bljómgrunn meðal iðnaðarnxanxxa, sem hafa fengið að kenna á flani og úrræðaleysi kratanna í í’áf- orkumálum kaupstaðarins. Ekki bætti nxálflxitningur- inn málstað hans, ])ví engu líkai’a var, en að hann kæmi ofan af fjöllum, svo fáfróður var þessi rafveitunefndaimað- xir um raforkumál bæjarins. Stefna meirihluta bæjarstjórnar. Það féll i hlut núverandi xxxeirihluta bæj arstj ói’nar að taka við rafveítumálunum, eins og flestum öðrum málum, í fullkomnu önglxveiti. Flanað hafði verið að lítl athuguðu máli í vii’kjun Nónvatns, sem kostaði um 3 millj. ki’óna. Veltiár stríðsins vorú liðin og ei’fitt að fá lánsfé til stærri fi’amkvæmda. Meirihlutinn lét strax á fyrsta ári rannsaka þær leiðir er tiltækilegar væru til úrbóta í rafmagnsmálunum. Var ])að sameiginlegt álit allr- ar bæj arstj órnarinnar, að bygging hitaaflsstöðvar og hita veitu væi’i heppilegasta lausn- in, jafnframt því, senx vötnin yrðu aukin og endui’bætt, nxeð því að hækka stíflu Fossavatns Framhald á 4. síðu. Stefán Jóhann og klíka hans ætlar ekki aðeins að koma ís- Icnzkzu ])ingi’æði fyrir kattarnef. Hann a'tlar líka að eyðileggja grundvöll alls atvinnulífs í landinu. Verkamönnnm munu því miður ekki reynast hinar nýfengnu kauphækkanir giftudrjúgar. Þær eru aðeins skammgóður vermir.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.