Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.06.1949, Blaðsíða 3

Vesturland - 24.06.1949, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 til síldarsaltenda. Þeir síldarsaltendur, sem ætla að salta síld á þessu sumri, þurfa samkvæmt 8. grein laga nr. 74 frá 1934 að sækja um leyfi til Sildarútvegsnefndar. Saltendur þurfa að upplýsa eftirfarandi: 1. Hvaða söltunarstöð þeir hafa til umráða. 2. Af 'hvaða skipum þeir fái síld til söltunar. 3. Hvaða eftirlitsmaður verður á stöðinni. 4. Hve margt síldverkunarfólk vinnur á stöðinni. 5. Eigi umsækjendur tunnur og salt, þá live mikið. a Umsóknir þurfa að berast nefndinni fyrir 25. þ. m. Nauð- synlegt er, að þeir saltendur, sem óska að fá keyptar tómar tunnur og salt frá Síldarútvegsnefnd, sendi pantanir til skrif- stofu nefndarinnar á Siglufirði nú þegar. Síldarútvegsnefnd. Innilega þökkum við öllum, sem sýndu okkur hlut- tekningu við fráfall og jarðarför móðir okkar og tengdamóður MARIU ÖRNÖLFSDÖTTUR, Kálfavík. Elín Jónsdóttir. Guðröður Jónsson. Guðrún Guðmuiulsdóttir. Kvenfélaginu Ósk og óskarkonum, sem sendu mér hlýjar kveðjur og peningagjafir við burtflutning minn frá Isafirði og öðrum þeirn, er á einn eða annan hátt sgndu mér velgjörðir í veikindum mínum, sendi ég hjartans þakkir og innilegar kveðjur. Reykjavík, í maí Í94.9. Svanfríður Albertsdóttir. Ungbarnaskoðun. Ungbarnaskoðun á vegum samlagsins fyrir börn á fyrsta aldursári, er kl. 4,30 fyrsta og þriðja föstudag í mánuði hverjum i Skátaheimilinu við Hafnarstræti. Sjúkrasamlag Isafjarðar. Tilkynning frá Útvegsbanka Islands h/f. Á aðalfundi Utvegsbanka Islands h/f. var ákveðið að greiða hluthöfum 4% arð af hlutabréfunum fyrir árið 1948. Af Arðmiðarnir verða innleystir i aðalskrifstofu bankans og úti- búum hans á venjulegum afgreiðslutíma. Adalfnndnr Kaupfélags* ísfirðinga verður haldinn í Templara- húsinu á ísafirði sunnudaginn 26. júní n. k. Hefst klukk- an 10 f. h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Arður til hluthafa. Á aðalfundi H.f. Eimskipafélags Islands 4. júní, var sam- þykkt að greiða 4% — fjóra al' hundraði — í arð til hluthafa fyrir árið 1948. Arðmiðar verða innleystir í aðalskrifstofu félagsins í Reykja- vík, og hjá afgreiðslumönnum félagsins um allt land. Athygli slcal vakin á því, að samkvæmt 5. gr. samþykkta fé- lagsins er arðmiði ógildur, hafi ekki verið krafizt greiðslu á honum áður en 4 ár eru liðin frá gjalddaga hans. Skal hlut- höfum ])ví bent á, að draga ekki að innleysa arðmiða af hluta- hréfum sínum, svo lengi að li etta sé á, að þeir verði ógildir. Nú eru í gildi arðmiðar fyrir árin 1944—1948 að’ báðum árum meðtöldum, en eldri arðmiðar eru ógildir. Þá skal ennfremur vakin athygli á því, að enn eiga eiga all- margir hluthafar eftir að sækja nýjar arðmiðaarkir, sem af- hentar eru gegn stofni þeim, sem festur er við hlutabréfin. Eru þeir hluthafar, sem enn eiga eftir að skipta á stofninum og nýrri arðmiðaörk, beðnir að gera það sem fyrst. Afgreiðslu- menn félagsins um land allt, svo og aðalskrifstofan í Reykja- vík, veita stofnunum viðtöku. H.f. Eimskipafélag íslands. Isal'irði, 16. júní 1949. Stjórnin. Aðalfundur Byggingarfélags verkamanna verður haldinn sunnudagiun 26. júní, kl. 4 e. h. í Alþýðu- húsinu (norðurdyr). FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnnr mál. Isafirði, 22. júní 1949. Félagsstjórnin. Þakkarávarp. Björgunarskútusjóði Vest- fjarða hafa borist eftirfarandi gjafir og áheit: Frá H. J. kr. 100,00; frá S. J. kr. 500,00; frá N. N. kr. 100,00; ennfremur frá Starfsm., Bók- halds- og Slysad. S.I.S. kr. 150,00 til minningar um Ingi- mar Bjarnason, Hnífsdal. F. h. Björgunarskútusjóðs- ins þakka ég ofanritaðar gjafir Isafirði, 21. júní 1949. Kristján Kristjánsson, Sólgötu 2, Isafirði. Sauma ekki næstu 3 mánuði. Guðbjörg Magnásdóttir, Grund Hús til sölu. Húseign mín í Hnifsdal, á- samt útihúsinu, er til sölu. — Húsið er miðstöðvarkynt, 3 herbergi og eldhús. I fjarveru rninni ber að semja við Ólaf Guðjónsson, Hnífsdal. Hannes Bergmann. Bifreið til sölu. Ford vöi’ubifreið, smíðaár 1939, nýstandsett á nýjum gúmmíum með vökva hemlum og vélsturtum. Varahlutar geta fyigt. Margeir Guðmundsson, Grundargötu 2, Isafirði.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.