Vesturland


Vesturland - 24.06.1949, Blaðsíða 1

Vesturland - 24.06.1949, Blaðsíða 1
mmm ®£rb aJessrFmzxm sdúspssmmsMmtNM XXVI. árgangur Isafjörður, 24. júní 1949. 17. tölublað róreiðan undir stjórn errans Emils Jónssonar. Einstakt ranglæíi gagnvart almenningi út um land. Dæmi um áæthmai'Mskap kratamira. Það mun ekki of mælt að ástandið í verzlunar- og við- skiptamálum hafi aldrei orðið verra en nú undir stjórn krataráðherrans, Emils Jónssonar, sem fer með yfirstjórn þessara mála. Sérstaklega er það áberandi, hversu almenningur í sveitum, kaupstöðum og sjávar- þorpum verður hart úti vegna ofurvaíds nefnda þeirra og ráða, sem f ramkvæma eiga „áætlunarbúskap" Alþýðu- flokksins. Sá áætlunarbúskapur virðist raunar fyrst og fremst felast í því að gera einstaklingunum eins erfitt fyrir og frekast er unnt, tefja allar framkvæmdir þeirra eða koma aigerlega í veg fyrir þær. Verða að hafa umboðs- mann í Reykjavík. Svo er nú komið að hver einasti maður, sem vill byggja sér hús, breyta húsakynnum sinum eða lagí'æra þau, þart' að haí'a umboðsmann fyrir sig í Reykjavík til þess að kné- krjúpa þar nefndum og ráð- um. Þessir umboðsmenn þurfa að sitja fyrir hinum háttvirtu ráðsmönnum eins og grenja- skyttur við tófugren að vor- lagi. Er þó mjög undir hælinn lagt að hægt sé að ná af þeim tali. En þótt tekist hafi að herja út svokallað f j árfestingarleyfi hjá Fjárhagsráði, þá er björn- inn ekki þarmeð unninn. „A- ætlunarbúskapurinn" er neí'ni- lega ekki vísindalegri en svo, að f j árf estingarleyf i þýðir ekki innflutnings- og gjaldeyris- leyfi fyrir nauðsynlegu efni til hinna leyfðu framkvæmda. Þessvegna hefst nú nýtt kapp- hláup og nýjar yfirlegur yfir Viðskiptanefnd, sem úthlutar .istíkum leyfum. Óþolandi ástand. Þetta ástand er gjörsamlega óþolandi orðið. Seinagangur- inn og skriffinskan á skrif- stofum þessara ráða bitnar nú svo þunglega á athafnalífinu og einstaklingum fyrst og fremst utan Reykjavíkur að segja má að nær ókleyft sé að koma verki í framkvæmd, hversu nauðsynlegt sem það er. Til þess að sýna hvernig þessu raunverulega er háttað má nefna örfá dæmi: Einstaklingur hér á Isafirði sækir um að f'á að byggj a íbúð- ir fyrir fjölskyldu sina. Hann íær synjun frá Fj árhagsráði. Einstaklingurinn vill ekki við þá synjun una og snýr til þing- manns, sem staddur er í Reykjavik. — Þingmaðurinn nuddar um skeið i Fjárhags- ráði og eftir allmikið þóf er f j árí'estingarieyfið veitt. En þá er orðið svo áliðið vors að hæpið er að nauðsynlegt bygg- ingarefni fáist. Annað dæmi: Hreppsnefnd Bolungarvikur sækir um að fá leyfi til þess að byggja læknis- bústað í þorpinu. Nýr læknir er kominn á staðinn og hann hefur ekkert húsnæði og verð- ur að búa á sveitabæ utan við þorpið. — Fjárhagsráð neitar hreppnum um byggingarleyfi og við borð liggur að hinn ungi læknir verði að hrökklast burtu úr þorpinu. Þá er gerð ný atlaga að ráðinu. Um ár- angur hennar er enn ekki vit- að. Bændur sækja um leyfi til þess að fá að byggja við hús sin vegna þess að þeir hafi ekki rúm fyrir starfsfólk sitt. Þeir verða að biða eftir svari fleiri mánuði. öll þessi dæmi eru héðan úr héruðunum. Mætti nefna mörg fleiri. Fyrirheitna landið. Þetta er sá „áætlunarbú- skapur," sem Alþ5Tðuflokkur- inn íslenzki telur hið fyrir- heitna land sitt. Ofurvald stjórnskipaðra nefnda og ráða yfir öllum athöfnum ein- staklinganna, botnlaus skrif- finska í hálflokuðum skrif- stofubáknum í höfuðborg landsins. Það er óhætt að fullyrða að ekkert á jafn rikan þátt i að örva hinn óheillavænlega straum fólksins utan úr sveit- um, kaupstöðum og sjávar- þorpum til Reykjavíkur, og þau ókjör, sem almenningur út á landi á nú við að búa í verzhmarmálum og hin fá- dæma erfiða aðstaða til allra byggingarframkvæmda og lag- færinga i húsnæðismálum. Alþýðuflokkurinn og landbúnaðurinn. Það er fyrir löngu kunnugt að viðskiptamálaráðherra krat anna gerði á síðasta þingi allt, sem hann gat til þess að vinna gegn tillögum Sjálfstæðis- manna um innflutning land- búnaðarvéla og jeppabifreiða. Þrátt fyrir það voru samþykkt- ar þingsályktunartillögur, sem létu í ljós skýlausan vilja þingsins um meiri innflutning þessara nauðsynlegu tækja. 1 samræmi við það tók Fjár- hagsráð upp nokkra upphæð, 3 millj. kr., í innflutningsáætl- un sína fyrir árið 1949, er var- ið skyldi til kaupa á jeppabif- reiðum, en eftir þeim tækjum er gífurleg eftirspurn frá bænd um um land allt. Allar likur benda til þess að Emil Jónsson muni ætla að halda fast við þær hótanir sínar að koma í veg fyrir innflutning þessara tækja, enda stóð allur þing- flokkur Alþj'ðuflokksins ein- huga gegn innflutningi þeirra á þingi. I þessu sambandi ber einnig að geta þess að síðan að Emil Jónsson varð viðskiptamála- ráðherra hefur verið haldið á- fram innflutningi amerískra luxusbifreiða út á gömul gj ald- eyrisleyfi á sama tíma, sem leyfi er gefin höfðu verið út fyrir jeppabifreiðum hafa ver- ógilt. Sýnir þetta greinilega skilning krataráðherrans á7 þörfum landbúnaðarins. Margir höfðu gert sér vonir um að landbúnaðurinn gæti fengið bæði jeppa og ýms önn- ur tæki fyrir Marshallfé. En undir stjórn Emils Jónssonar virðist þetta ætla að fara á aðra lund. Er þó ekki séð fyrir end- an a því ennþá. Stefna Sjálfstæðis- manna. Kratarnir munu sennilega svara þvi til í þessum málum að fonnaður Fjárhagsráðs og Viðskiptanefndar séu Sjálf- stæðismenn og Sjálfstæðis- flokkurinn beri því mesta á- byrgð á þyí öngþveitisástandi, sem nú rikir hér í verzlunar-, viðskipta- og fjárfestingarmál- um. Því er þar til að svara að Sjálfstæðismenn eru i minni- hluta í báðum þessum nefnd- um. Kratar og Framsókn hafa þar yfirleitt nána samvinnu og móta stefnu þeirra. Yfir vötn- um þeirra svífur svo andi við- skiptamálaráðherrans, Hafn- Framhald á 4. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.