Vesturland

Árgangur

Vesturland - 30.09.1949, Blaðsíða 2

Vesturland - 30.09.1949, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND Slæmar heimilisástæður Armæða og andstreymi hafa löngum verið förunautar Al- þýðuflokksins íslenzka, en aldrei munu þó heimilisástæð- ur þess flokks hafa verið með jafn hörmulegum hætti og nú. Margt kemur þar til. Öánægðir og vonsviknir flokksmenn mögla. Þeir hafa séð flokksliug sjónir sínar renna út í sandinn í höndum dáðlítilla og eigin- gjama foringja, sem brugðizt hafa öllum skyldum sínum við flokkinn af eiginhagsmuna á- stæðum. Þeir hafa séð foringjana láta alþýðuna lyfta sér upp í þægi- leg og feit embætti, þar sem þeir gátu veitt sér öll þau lúx- us þægindi, sem lífið hefur upp á að bjóða. Mk Þegar óbreyttum alþýðu- flokkksmönnum fannst að ær- in nóg pólitísk viðfangsefni væru fyrir hendi hér heima, skaut Stefáni Jóhann upp í fjallahóteli einhvers staðar í Sviss, Finni Jónssyni hrá fyrir í næturklúbbi í. París, Ásgeiri í Harlem, til Jónasar Guð- mundssonar fréttist, einhvers staðar í nágrenni Stefáns Jóh. Hvað eru þessir menn að gera þarna, hafa óhreyttir al- -- þýðuflokksmenn spurt og það ekki að ástæðulausu. Og svo oft hafa þeir spurt, og aldrei fengið neitt svar, að nú eru þeir reiðir. Reiðir við Stefán Jóhann, reiðir við Finn, reiðir og sár- ir við alla flokksforustuna. En Stefán Jóhann, Finnur og Ás- * geir eru hræddir, hræddir við sín eigin brigðmál við flokk- inn, hræddir við lúxuslifnað sinn, en þó hræddastir af öllu við dóm kjósendanna í kom- andi kosningum. Reiðir kjósendur og lafhrædd flokksforusta er sannarlega óglæsilegur heimilisbragur. Fallandi fokksforusta. Hræðslu Stefáns Jóhanns og Finns er engan veginn ástæðu- laus. öllum skynbærum mönn- um innan Alþýðuflokksins er það löngu ljóst, að á þessu síð- asta kjörtímabili hefir fylgið hrunið af Alþýðuflokknum. Gamlir Al])ýðufIokksmenn þekkja ekki lengur sinn gamla flokk, enda ekki að furða, því Alþýðuflokkurinn er ekki leng ur til. pínulitla Leið núverandi foringja flokksins upp í forstjórastól- ana, ráðherrastólana og banka stjórastólana lá yfir valköst fyrir flokkssamherj a og svo margir helltust úr lestinni á þeirri helgöngu, að þeir fáu flokksmenn sem nú eru eftir, hafa nú fyrst skilið þau ein- földu sannindi að flokkur, sem alltaf er að minnka, hlýtur fyrr eða síðar að verða að engu. Vonlaust framboð. Hversvegna eru ísfirzkir al- þingiskjósendur reiðir við Finn Jónsson, er spuming, sem vert er að athuga. Er það vegna þess, að þeir geti ekki unnt honum þess, að njóta lífsins út í löndum. Sjá þeir ofsjónum yfir því þótt hann njóti sólar og sumars á ströndum Miðj arðarhaf sins, jafnvel þótt það sé á kostnað íslenzka ríkisins, eða þótt vel fari um hann í dúnmjúkum forstj órastól Innkaupastofnun- ar ríkisins yfir tómum skrif- borðum ? Nei, það er ekki þetta sem vegur réttmæta reiði ísfirð- inga, heldur hitt að Finnur Jónsson er ekki lengur starf- andi þingmaður þeirra. Allir Isfirðingar hæði AlþýðuiTokks- menn og aðrir viðurkenna að Finnur Jónsson hefur hókstaf- lega ekkert gert fyrir Isafjarð- arkaupstað síðan stríðinu lauk. Hann hefur ekki einungis sýnt málefnum Isafjarðar fullkom- ið tómlæti, heldur hlátt áfram algerðan fjandskap. Þetta vita allir, sem opin hafa augu og eyru, og það er af þessum á- stæðum, sem Isfirðingar eru reiðir við Finn, bæði andstæð- ingar hans og flokksmenn. Hér verður ekki farið út í, að rekja skemmdarstarfsferil Finns Jónssonar, það verður gert síðar, jafnvel þótt sú saga sé svo Ijót, að varla er prent- hæf. Aðeins er hægt að segja Finni Jónssyni til afsökunar. ILaun blygðast sín fyrir að láta Isfirðinga sjá sig, og er það vel farið. Þó mun Finnur birtast hér, berja sér á brjóst og segja: „Isfirðingar þekkja mig, mínir gömlu flokksmenn vita, að ég einn vil hag Isa- f j arðar“. Fyrverandi flokksmenn Finns Jónssonar munu dæma hann flokksins. eftir verkunum. Þessvegna er framboð hans vonlaust. Stefáns Jóhanns vandamálið. Sennilega hefur Alþýðu- flokksklikan af fáu haft meiri og stærri áhyggjur, en því, hvað gera skyldi við núverandi forsætisráðherra Islands og for mann Alþýðuflokksins, Stefán Jóhann Stefánsson. Honum varð að koma á þing, hvað sem það kostaði. Þeir bjartsýnustu í Alþýðuflokknum létu sér detta í hug efsta sæti á lista flokksins í Reykjavik. Alþ.bl. reið á vaðið, og jós í dálkum sínum látlausu hóli yf- ir þennan mikla mann, eins og það vildi vera láta, í þeirri veiku von að það hefði ein- hver áhrif á hug Reykvíkinga. En það fór á annan veg. Þeir bara hlógu, hristu sín virðu- legu höfuð og sögðu ákveðið: „Nei taklc ekki Stefán Jóh. hér“. En eittlivað varð að gera. Alþýðuflokksklíkan lokaði því augunum og ákvað að hafa að engu mótmæli Eyfirðinga, en senda Stefán heim i sína sveit, setja hann þar efstan á lista, en freista að tryggja honum þingsæti með röðuðum lands- lista. Þannig var þetta vandamál leyst. Hér er ekki frá þessu sagt, til þess að auka á raunir Stefáns Jóli., þær munu vera nógar, heldur til þess að allir megi sjá að flokkur, sem velur sér slíka forustu, hlýtur að vera dauðadæmdur. Tveir nýir þingmenn. Við síðustu alþ.kosningar komust tveir nýir Alþýðu- flokksmenn á þing, Þeir Gylfi Þ. Gíslason og Hannibal Valdi- marsson. öbreyttir flokksmenn Alþ.flokksins munu hafa hugs- að gott til þingsetu þessara manna. En svo fór að hvorug- ur þeirra reyndist flokki sín- um eða þjóð til gagns. Þeir urðu brátt einangraðir og á- hrifalausir innan þingsins, og hrökkluðust, er svo var komið, yfir til fínu kommúnistanna, þar sem þeim var tekið opnum örmum. Annars er þingsaga þessara tveggja manna, þótt stutt sé, býsna athyglisverð. Hvað er eðlilegra er ungur og vel gef- inn maður eins og Gylfi Þ. Gíslason nær þingsetu, þá hyggi menn yfii’leitt gott til. En hver mun treysta sér nú til þess að segja, að þingseta þessa rnanns hafi orðið honum, Alþýðuflokknum eða því síður menntamönnum yfirleitt til sóma? Hvað veldur þessu? Eng inn dregur í efa að góður efni- viður var í Gylfa. En honum skaust yfir þá einföldu stað- i’eynd, að það er ekki hægt að vera nýtur og heiðarlegur stjórmxiálamaður í rotnum stjómmálaflokki. En það sá Gylfi of seint. Eftir að hann hafði látið Alþýðuflokkinn fleyta sér inn á Alþingi, vai’ð hann að sjálfsögðu að tileinka honum þar starfskrafta sína. En þar nxætti honum óvænt hindrun. Fyi’ir í þingsölunum voru menn, sem hétu Stefán Jó- hann, Finnur og Emil. Þessir menn fluttu hinum unga þing- nxanni þega.r í stað þaixn boð- skap, að innan veggja þings- ins væru það þeir sem réðu, og honunx sem hyrjandi þing- manni bæri að hafa það fyrir satt og rétt, senx ]xeir ákvæðu. Þegar svo ])essir leiðtogar flokksforustunnar í ])inginu opinberuðu Gylfa Alþýðu- flokksréttlætið í afstöðu lil hinna ýmsu þingmála, fannst honum það koma illa heim við þaxi fögnx lofoi’ð, sem hann hafði í góðx’i trú gefið kjósend- um sínurn, svo og sína eigin samvizku. En hlýða varð hann. I þessum vanda greip þing- maðurinn til þess vandi'æða úr ræðis, að móta. afstöðu sína, til þingmálanna að hálfu leyti, eftir sinni cigin sannfæringu, en að hálfu Ieyti eftir vilja flokksleiðtoganna. En úr þess- um tvískinnungi vai'ð öll mál- efnaafstaða ])essa annai’s vel gefna þingmanns, svo sorgleg, að hann mun vart eiga sér - uppreisnarvon. Ungir menn, sem látið hafa glepjast til fylg- is við Alþýðuflokkinn, ættu að kynna sér vandlega rauna- sögu Gylfa Þ/ Gíslasonar. Af henni sézt, að ungir og vel gefnir menn ]xrífast ekki í þeim stj órnmálaflokki, og það af þeirri einföldu ástæðu, að Alþýðuflokkurinn er ekki leng- ur til sem heilsteyptur stjóm- málaflokkur. Hann er oi’ðiixn,

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.