Vesturland

Árgangur

Vesturland - 07.11.1949, Blaðsíða 2

Vesturland - 07.11.1949, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjarnason frá Vigur Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Afgreiðsla og auglýsingar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) Verð árgangsins krónur 20,00 _______________________________________________> Framtak einstaklinganna eykur framleiðsluna. Það er komið fram í nóvember og bátahöfnin er full af skip- um dag og nótt. Flestir bátarnir eru bundni'r við festar og litill vottur þess, að þeir erigi að hefja veiðar á næstunni. Þetta er mikið alvörumál. Isfirðingar hafa lifað og munu lifa af útgerð. Ef útgerðin hættij- áð ganga hér í bænum, hættir þessi bær að vera til. Það er staðreynd, sem ekki verður umflúin. Utgerðin og útgerðarfélögin standa mjög höllum fæti og hafa staðið mörg undanfarin ár. En aldrei hefur útlitið verið jafn bágt og nú. Samvinnufélagið, sem á 8 báta gerir aðeins 2 báta út. Það mun að vísu hafa leigt einn bátinn til Súgandafjarðar. Væri nú ekki möguleiki á, að Samvinnufélagið leigði bæjarmönnum, sem vildu gera út 1—2 báta, ef það hefur enga möguleika til að gera þá út sjálft. Samvinnufélagið mun eitt skuldugasta útgerðarfyrir tæki landsins. Það hefur tapað meira undanfarin ár og grætt minna á veltiárum stríðsins, en nokkurt annað útgerðarfélag. — Það á ekkert húsnæði yfir starfrækslu sina,, en hefur leigt ágæta aðstöðu hjá hafnarsjóði fyrir sáralitla leigu. — En þessi aðstaða hefur ekki verið notuð hin síðari ár og engin leiga greidd. — Er ekki kominn tími til, að alvarleg athugun fari fram á því, hvort ekki sé hægt að láta báta félagsins skapa meira verðmæti og meiri atvinnu með annari stjórn og öðru fyrirkomulagi? Er ekki stórt bátafélag óhentugt i rekstri og þungt í vöfum? Er ekki hentugra að félögin séu minni og meira í tengslum við þá menn er á bátunum starfa, svo sem skipstjóra og vélstjóra. Reynsla annara útgerðarstaða bendir greinilega til þess-að svo sé. I Bolungarvík, Hnífsdal og Súgandafirði ganga bátarnir á veiðar á hverju hausti og fá oft góðan hlut. Á þessum stöðum er hagur útgerðarinnar allur annar og betri en hér er. Sama er að segja um Vestmannaeyjar og Akranes, þar sem bátaút- vegurinn stendur með hvað mestum blóma. Þar eru útvegsbænd- ur eigendur bátanna í félagi við menn sína. Þetta fyrirkomulag hefur allsstaðar reynzt bezt. Stóru bátáfélögin háfa ekki þrifist. Þau hafa siglt sinn sjó og verið gerð upp og bátarnir fengnir í hendur mönnum, sem hafa haft dugnað og áræði til að reka þá. — Er ekki kominn tími til að fara að eins hér? Hvað á þetta dauðastríð að standa lengi? Beztu skipstj órarnir eru að fara eða farnir úr bænum. Sjómennirnir eru alltaf að fara úr bæn- um til þeirra útgerðarstaða, sem litgerðin er rekin með meiri dugnaði og betri afkomu en hér. Það verður að breyta um stefnu. Annað hvort að gera hinu stóra útgerðarfélagi fært að gera út með fullum krafti og skeyta ekki um tap eða gróða, eða að fá nýja menn með njrtt fjármagn til að taka við bátun- um. Aðrir kostir eru ekki fyrir hendi. Það er betra að eitt út- gerðarfélag sé gert upp og því skipt, en a,ð það lami atvinnu- líf heils bæjarfélags. Á þessu máli verður að taka með skyn- semj og sleppa öllum pólitískum sjónarmiðum. Það er öllum fyrir beztu. Þáð er ekki veríð að gera neinum greiða með því að viðhalda, fyrirtæki, sem engan fjárhagslegan tilverurétt hefur lengur. Það á að fá ísfirzkum skipstjórum og sjómönnum bátana í hendur. Þá munu þeir verða gerðir út og verða þeim og bæjar- félaeinu til blessunar. Vonsvikinn frambjóðandi. Frambjóðandi Alþýðuflokks- ins i Norður-Isaf j arðaa’sýslu er maður herskár, eins og nafni hans Kartagó hersföfðingi fyrr á öldum, en hann er ekki að sama skapi sigursæll í orust- um sínum. Hann stjórnaði varnarstríði isfirzkra krata 1946 og tapaði því. Þessi víg- reifi herforingi, hefur aldrei átt til skapstillingu. Þegar beita þurfti skynsamlegum rökum við andstæðing sinn, þá sló hann til hans höggi. Dagskipunin kom að litlu haldi. I nýafstöðnum Alþingiskosn- ingum ætlaði þessi mikli her- foringi að vinna sigur á þess- um andstæðingi sínum er hann sló 1946. Sem fyrr hafði hann tröllatrú á hæfileikum sinum. Hálfsíðu mynd var birt af hon- um i blaðinu Skutli ásamt dagskipan til allra vopnfærra manna í kjördæminu um að búast nú til úrslitaorustu við frambjóðanda Sjálfstæðis- flokksins og fella liann. Dag- skipan herforingjans var jafnt til krata, kommúnista, fram- sóknarmanna að duga sér vel, því að með öfuguggahætti sín- um í íslenzkum stjórnmálum á liðnum árum, gat hann í senn verið lýðræðisj afnaðarmaður, skósveinn hins mikla rauða marskálks í Kreml, dyggur samvinnumaður og þar af leið- andi trúverðugur foringi bænda. Þrátt fyrir þetta leiddu úrslit kosninganna í Norður- Isaf j arðarsýslu í ljós, að fram- bjóðandi . Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Bjarnason, sigraði glæsilega og hafði 37 atkv. yfir samanlögð atkv. allra þriggja andstæðinga sinna. Reiði og sorg. Orslit kosninganna voru blandin sorg og reiði fyrir þenn an ósigursæla frambjóðanda. Reiðin bitnaíii ekki eingöngu á sigurvegaranum, heldur einnig á þeim kjósendum i þeim hreppum sýslunnar, sem nær einróma höfnujðu þessum Gol- iat sjálfhælninnar. I reiðikasti birti hann í sam- talsformi í blaðinu Skutli, læ- víslega aðdróttun til fólks, sem ekki á annað en gott skilið. Samfara þessum aðdróttunum gortar hann yfir afrekum sín- um á sviði verklegra framfara í sýslunni á liðnu kjörtímabili, sem hann þó mjög lítið hefur kornið nálægt. I Jiessari sam- talsmynd tekur þó út yfir allt annað, fúlmannlegar árásir á fólk í sveitahreppum sýslunn- ar. Fjandskapurinn við Djúpmenn. Þessu fólki nýr hann um nas- ir, að það búi við „frumbýlings leg lífsskilyrði forfeðra sinna“. Þetta fólk á að hans dómi ekki að hafa fylgt tímanna rás. Það á að lifa við sömu lifsskilyrði og á landnámsöld. Getur nokk- ur maður svívirt Djúpmenn meir en þessi maður með þess- um ummælum sínum? Djúpmenn hafa búið og búa enn rausnar og myndarbúi. Höfðingskapur, greind og dugn aður þeirra hafa ávallt sett svip á Djúpið. Húsfreyjur Djúpsins eiga sinn stóra þátt í að héraðið er alls staðar rómað fyrir gestrisni og höfðingsskap. Eitt öruggasta vígi S j álf stæðismanna. Verzt telur Hannibal ástand- ið í þeim hreppum sýslunnar, sem fylgi lians er minnst. Þrátt fyrir mjög öflugt meirihluta- fylgi Sjálfstæðisflokksins í mörgum hreppum, mun þó Reykj af j arðarhreppur skara fram úr. Sveitastjórnarmálum þessa hrepps er stjórnað með ágætum. Fyrirmenn þessa hrepps, eins og Páll i Þúfum og séra Þorsteinn í Vatnsfirði eru með mest virtu mönnum alls byggðarlagsins. Býlin í þessum lireppi eru, eins og í öllu Djúpinu, fyrirmyndarbýli. Þau eru markvisst að taka miklum framförum og eru mörg til fyrirmyndar. — Eða hvað finnst mönnum um bú- skap Ólafs í Skálavík, svo að- eins eitt dæmi sé nefnt. Hann byggði 1922 steinsteypt gripahús yfir 240 fjár, 6 kýr og 7 hesta, ásamt hlöðu, votheys- gryfjum, áburðarhúsi og geymslulnisi. Vatnsrafvirkj un byggir hann 1928. Ibúðarhús byggir hann 1934. Allar fram- kvæmdir hans eru gerðar af hagsýni framfaramannsins. Snyrtimennska þessa ágæta heimilis er jöfn utan húss sem innan. H. V. segir, að þetta fólk búi við „frumbýlingsleg lífsskilyrði forfeðranna“. Það á að lifa við sama heygarðshornið og á land námsöld. Menn eins og H. V., sem í tíma og ótíma er með munninn fullan af gífuryrðum og glamri, en aldrei hafa kom- ið nálægt búskap ferst illa að ráðast á þetta duglega. sjálf- stæða fólk, því að það er ein- mitt hið sívinnandi og vel hugs andi fólk, sem skapar hina traustu hornsteina sjálfstæðs þjóðfélags. M. Bj.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.