Vesturland


Vesturland - 05.05.1951, Blaðsíða 2

Vesturland - 05.05.1951, Blaðsíða 2
VESTURLAND Pllffll Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Rjarnason frá Vigur Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Afgreiðsla og auglýsingar: Engilberl Ingvarsson, Hafnar- stræti 12 (Uppsalir). — Verð árgangsins krónur 20,00. LITIÐ UM OXL. Eftir rúmlega 5 ára forustu um bæjarmál Isaf jarðar, er Sjálfstæðis- flokkurinn nú aftur minnihluta flokkur. Nú eru þáttaskil um stjórn bæj- arfélagsins, er samstarf kommúnista og krata er hafið. Af reynslu fyrri áfa af stjórn Alþýðuflokksins á þessum bæ, gera menn sér ekki miklar vonir um framkvæmdir eða stórhug. Mennirnir, sem seldu Skutul úr bænum, byggðu ónýtu vatnsveituna og virkjuðu Nónhornsvatnið, hafa fyrir löngu fengið dóm ísfirðinga og raunar allrar þjóðarinnar, sem einhverjir skammsýnustu menn sem við sveitarstjórnarmál hafa komið á þessu landi. Alþýðuflokkurinn ræður nú að vísu ekki einn, en fáir munu þeir vera, sem trúa kommúnistum til mikilla átaka eða forustu um mikilvæg hags- munamál. Það má því segja, að ísfirðingar vænta sér ekki mikils af hinum nýju stjórnendum. Hinir „þrautreyndu bæjarmálavönu" bæjar- fulltrúar kratanna hafa týnt tölunni. Eftir eru Grímur rakari og Birgir Finnsson. Hið nýja blóð flokksins er Stefán Stefánsson og Guðmundur G. Kristjánsson. Flokkur, sem endurnýjar sig á þann hátt er naumast sigurstranglegur. Þess er vart að vænta, að æska þessa bæjar vilji leggja flokk með slíku forustuliði fylgi sitt. Sjálfstæðismenn hljóta nú að spyrja sjálfa sig, hvort þeir hafi gengið til góðs götuna fram eftir veg undanfarin fimm ár. Þessi ár hafa á margan hátt verið erfið. Gróði og velmegun stríðs- áranna hafði að miklu leyti siglt framhjá ísafirði. Sjálfstæðismönnum var ljóst þegar í upphafi, að hér þurfti að skapa skilyrði fyrir heilbrigt atvinnu- og athafnalíf. Þrátt fyrir erfitt árferði og hatrama andstöðu 1 Alþýðuflokksins og þingmanns kaupstaðarins, Finns Jónssonar, hafa hér verið gerðar stórkostlegar framkvæmdir, sem miða að bættri af- komu almennings. — Fyrir rúmum þrem árum sigldi togarinn ísborg inn á ísaf jarðarhöfn í fyrsta sinn. Á þessum árum hefir hún skapað hér geysilega atvinnu. Eftir tæpa tvo mánuði mun annar glæsilegur togari sigla í fyrsta sinn inn á Isafjarðarhöfn og byrja að færa hér björg í bú. Bæjarstjórn styrkti útgerðarfélögin í bænum til kaupa á 5 Svíþjóðar- bátum. Þá hefir á þessum árum verið unnið að því, að skapa hinum ísfirzka skipastól viðunandi hafnarskilyrði, en þau voru og eru algjör- lega óviðunandi, fyrr en hinn nýji hafnarbakki í Neðstakaupstað hefir verið tekinn í notkun. Þegar Sjálfstæðismenn tóku við stjórn bæjarins, var bærinn vatnslaus og rafmagnslaus hálfa og heilu veturna. Úr þessu hefir hvoru tveggja verið bætt með byggingu nýrrar vatnsveitu og díeselrafstöðvar í Engidal. Þá hefir verið unnið að gatnagerð, Selja- landsvegur hefir verið breikkaður, byggður hefir verið nýr lóðsbátur, ný lögregluvarðstofa, keypt sjúkrabifreið, lokið byggingu fullkominna skólahúsa, íþróttahúss, bókasafns og byggðar 12 glæsilegar íbúðir, til þess að útrýma heilsuspillandi húsnæði í bænum. Þannig mætti lengi telja, en allar þessar framkvæmdir eru almenn- ingi það kunnar, að þess gerist ekki þörf. Isfirðingum er holt að bera þessar framkvæmdir saman við framkvæmdir Alþýðuflokksins í þau 24 ár, sem hann stjórnaði bænum. Isfirðingar þekkja þá ljótu sögu. Á mestu veltiárum stríðsins var ekkert gert að gagni, til að bæta aðstöðu atvinnuveganna og almennings í bænum, en þær framkvæmdir, sem gerðar voru, voru flestar misheppnaðar. Vatnsveitan, sem byggð var, varð ónýt á 5 árum, Nónhornsvirkjunin, sem kostaði ca. 3 milj. reyndist óhæf. I byrjun stríðsins, seldu þeir stórvirkasta atvinnutækið, togarann Skutul, úr bænum, neituðu um byggingu útgerðarhúsa á bátahöfninni, börðust hatramlega gegn byggingu Norðurtangans. Framlag til verka- mannabústaða svikust þeir um að greiða í 10 ,ár. Gatnagerð var van- rækt, byggingalóðir vantaði o.s.frv. o.s.frv. Kratarnir hafa aldrei sýnt stórhug í athafna- og framfaramálum bæj- arins, og er þess vart að vænta, að það hafi mikið breyzt til batnaðar. Við sjáum hvað setur. Frú Guðrún Jónsdóttir MINNINGARORB. Guðrún Jónsdóttir andaðist 24. um verið langur, lengri en þekkist marz s.l. Hún hafði nokkrum dög- nú til dags. En þau hjón settu sér um áður orðið fyrir því slysi að stórt og mikið hlutverk, þegar þau lærbrotna, en orsök hjartabilunar kornung, hófu efnalaus búskap olli dauða hennar. sinn í Fljótavík. Þau stefndu að Guðrún var fædd í Steintúni í því að vinna og starfa upp á eigin Strandasýslu 18. júní 1884 og gift- spítur og vera ekki háð hjálp ann- ist hún manni sínum Júlíusi Geir- ara manna um stuðning til lífs- mundssyni frá Atlastöðum í Fljóta viðurværis sér og f jölskyldu sinni. vík 29. des. 1905. Strax og þau Þessu hlutverki tókst þeim að hjón hófu búskap keyptu þau hálfa gegna, með einstakri vinnusemi jörðina Atlastaði og bjuggu þar börðust þau í gegnum lífið og góðu búi um 40 ár. Maður hennar komu barnahópnum sínum á legg. stundaði jafnframt búskapnum Eins og nærri má geta, hefur sjóróðra á fiskisælu Fljótavíkinni þetta erfiða lífsstarf mætt mjög á þeirra. Þau hjón eignuðust 14 börn húsmóðurinni og þegar litið er yf- og eru 11 þeirra á lífi, en einn son ir lífsstarf hennar þá sjá allir að sinn misstu þau uppkominn, en hér hefur verið unnið mikið og erf- hann drukknaði af vélbát héðan itt verk. frá ísafirði. — Þau hjón hættu bú- Guðrún Jónsdóttir var góð kona, skap fyrir um fimm árum og flutt- sem kunni að taka því sem fyrir ust þá til ísafjarðar og hér hafa kom með festu og stillingu. Manni þau búið síðan. hennar og börnum votta ég inni- öllum skilst það, að líf sveita- legustu samúð við brottför hennar konunnar, sem fór á mis við öll úr þessu lífi, en minningin um góð- þau þægindi lífsins, sem fólkið an lífsförunaut, ástkæra móður og krefst nú í dag, hlýtur að hafa merka starfskonu mun lifa. verið erfitt. Vinnudagur Guðrúnar Guð blessi minningu Guðrúnar á barnmörgu heimili hefur lengst- Jónsdóttur. M. Bj. Frú Elín Þorbjarnardóttir Súgandafirði, 75 ára. Þann 21. marz s.l. átti frú Elín hefir tvær hliðar. Eina er snýr út Þorbjarnardóttir í Súgandafirði 75 á við, sem mætti segja að fylgdi ára afmæli. Frú Elín er gift heið- tíma almanaksins, þ.e. vinnunnar ursmanninum Friðbert Guðmunds- hversdagslífi, gangi áranna. Aðra syni, útgerðarmanni þar. hlið er snýr innað, en yfir þá hlið Frú Elín er fædd í Súgandafirði, lífsins nær ekkert mannanna alm- ólst þar upp og hefir lifað öll skeið anak, heldur langt um hærri lög, er æfi sinnar þar. ekki deyja með lífinu hér. Víðförul hefir frú Elín ekki ver- Mikið af tíma frú Elínar hefir ið um dagana, eftir hinum venju- farið í að uppfylla daglega þörf lega skilningi þess orðs, því mér þurfenda, uppfylla skyldur af hefir verið tjáð, að hún hafi í örfá sannri þrá til að framkvæma þau skipti komið til Isafjarðar, og til verk er henni var trúað fyrir. önundarf jarðar þegar hún gekk til Byggja upp heimili sitt dag af prestsins. Ef ferðasaga hennar degi, svo að það gæti verið hinn yrði rituð, kæmu því ekki mörg trausti miðdepill ástvina og ann- nöfn fyrir á landakorti jarðkringl- ara. Annar tími hennar hefir svo unnar, en sameiginlegt „landa- farið í að lifa lífinu með sýn til kort" hugheima ekki til. „hinsfjarstaaldahrings". Þaðlifist Hin tæra fjallaseytla lætur lítið einvörðungu innan frá, því þar er yfir sér við hlið beljandi straum- frjóanginn lagstur í okkur öll. þungrar elfu. Okkur vill því verða Þegar litið er til baka á ýmsum á, að hlusta ekki á hennar mál — tímamótum æfinnar um farinn heldur hrífast af beljanda elfunn- veg, er mismunandi hvað menn ar. Eins gleymist oft, að við hlið- sjá. Sumir eru ósjáandi, því að ina á hinum stóru viðburðum, sem tæki er tóm. Aðrir eru hálfsjáandi, beina athyglinni að sérstökum því að þeir sjá aðeins hina ytri löndum og víðfrægum persónum, hlið farins vegar. Svo er til hóp- Iífast ótölulegir viðburðir í hverju ur sem er fullsjáandi, en hann er einu mannslífi er skapa sögur er minnstur, heimurinn ber þess vitni. reynast lærdómsríkari, en stóru Frú Elín getur litið niður hlíðar viðburðirnir, er seinna letrast á liðinnar æfi með rólegum andar- tilöð veraldarsögunnar. drætti. Hún hefir ávaxtað sitt Fyrir nærfelt 22 árum kynntist pund, — hjá henni er frjóangi ég í fyrsta sinn frú Elínu. Eftir gjafarans fullræktaður. Svo finnst því sem kynnin jukust las ég fleiri mér að hljóti að vera. stafi úr fallegri sögu góðrar konu. Frú Elín og Friðbert hafa átt 6 Saga þessarar góðu hæglátu konu, mannvænleg, foreldraelsk börn. Á er sagan um, hvernig hið sanna líf Framhald á 4. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.