Vesturland

Árgangur

Vesturland - 11.07.1951, Blaðsíða 2

Vesturland - 11.07.1951, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND 1 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjarnasou frá Vigur Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Afgreiðsla og auglýsingar: Engilbert Ingvarsson, Ilafnar- stræti 12 (Uppsalir). — Verð árgangsins krónur 20,00. ---------------------------------------------------------—j % Æskan og Sjálfstæðisflokkurinn. Nú fyrir skemmstu er lokið 11. þingi Sambands ungra sjálfstæðis- manna. Það var haldið á Akureyri og sóttu það þingfulltrúar hvaðanæva að af landinu. Þetta þing er eftirtektarvert af mörgum ástæðum. Það sýndi greinilega hinn mikla og sívaxandi þrótt samtaka ungra sjálfstæðismanna, því að ekki færri en 136 ungir sjálfstæðismenn og konur mættu þar úr svo til öllum kjördæmum landsins. Mun þátttaka á sambandsþing aldrei hafa verið eins almenn víðsvegar að af landinu, eins og á þetta 11. þing S.U.S.. Betri sönnun er ekki hægt að fá fyrir því, að Sjálfstæðisflokkurinn á sér glæsilega framtíð með þjóðinni. Æskan hefir fylkt sér undir merki Sjálfstæðisflokksins eins og raun ber vitni, vegna þess, að í stefnu hans og starfi hefir hún fundið það, sem hún yill, sjálfstæði frelsi og framtak. Enginn stjórnmálaflokkur í landinu hefir líka veitt æskunni eins mikið traust og Sjálfstæðisflokkurinn. Hann hefir öðrum flokkum fremur haft unga menn í kjöri til Alþingis, enda átt völ margra ungra, efnilegra og áhugasamra manna til fram- boðs. Enginn stjórnmálaflokkur íslenzkur á nú jafn marga unga þing- menn eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Sífellt aukið fylgi æskunnar við Sjálfstæðisflokkinn sýnir einnig skilning hennar á þeirri staðreynd, að það upplausnarástand, sem ríkt hefir 1 íslenzku stjórnarfari, verður ekki læknað á annan hátt en þann, að veita Sjálfstæðisflokknum meiri- hlutavald á Alþingi, og það vald er hún staðráðin í að veita honum. Á þessu 11. þingi S.U.S. ræddu ungir sjálfstæðismenn af alvöru og festu ýms þau vandamál, sem nú eru efst á baugi hjá þjóöinni, og sam- þykkti um þau margar ályktanir, sem athygli munu vekja. Ungir sjálfstæðismenn gera sér til hlýtar ljóst, að æskan á mest í húfi, ef atvinnuleysi og fjárhagshrun kemur yfir þjóðina. Þeir hafa því í ávarpi sínu til íslenzkrar æsku, hvatt alla þjóðholla æskumenn og kon- ur lögeggjan til samstarfs og samtaka við unga sjálfstæðismenn, um myndun þjóðareiningar, til þess að efla og vernda andlegt og efnahags- legt sjálfstæði þjóðarinnar, bæði inn á við og út á við, og til þess að tryggja sem bezt framtíð hinnar ungu kynslóðar í landinu. Þeir benda á hvílík lífsnauðsyn það er að tryggja, að hin stórvirka nýsköpun í at- vinnulífi þjóðarinnar, sem framkvæmd hefir verið fyrir forystu Sjálf- stæðisflokksins, nái þeim tilgangi sínum að skapa íslenzkri alþýðu efna- hagslegt öryggi. Sjálfstæðismenn hafa af andstæðingum sínum oft verið nefndir íhalds- menn. Þetta er að því leyti rétt, að Sjálfstæðismenn vilja varðveita allt það góða, sem áunnizt hefir, en einmitt hin ötula barátta þeirra fyrir persónufrelsi og athafnafrelsi einstaklingsins sannar það, að þeir eru sönnustu framfaramennirnir í íslenzku þjóðfélagi. öll barátta liðinna alda hefir miðað að því að losa einstaklingana undan kúgunarvaldi ein- ræðisstjórnenda og veita þeim frelsi til þess að hafa sjálfstæðar skoðanir og frelsi til athafna, sem til heilla horfa. Nú eru til stórir hópar manna, sem vilja á ný leiða yfir þjóðirnar harðstjórn og einræði og svipta ein- staklingana frelsi. Það er kaldhæðnislegt, að það eru einmitt þessir menn, sem telja sig hina einu sönnu vini aþýðunnar, því að kúgun ein- ræðisskipulagsins bitnar ætíð fyrst á henni. Ungir sjálfstæðismenn heita á alla þjóðholla æsku, að mynda með sér samtök til verndar lýðræði og mannréttindum, án tillits til ágrein- ings um önnur pólitísk vandamál. Þeir heita á hana til samstarfs um að tryggja og vernda frelsi einstaklinga og þjóðar gegn hinu austræna ein- ræðissvartnætti, sem kommúnistar vilja leiða þjóðina inn í. Enginn á erfiðara með að þola kúgun en æskan, og það er því eðli- legt, að hún snúist harðskeyttast gegn þessari ógnun við frelsi hennar. Ungir sjálfstæðismenn vita það, að hér eru í húfi dýrmætustu réttindi þjóðarinnar, og því munu þeir ekki unna sér hvíldar fyrr en kommún- istahættunni hefir örugglega verið bægt frá dyrum íslenzku þjóðarinnar. Tryggvi Jóakimsson, kaupmaður, sjötugur. Tryggvi Jóakimsson, kaupmað- ur, hér í bæ varð 70 ára 28. júní s.l. Tryggvi er fæddur hér á ísafirði, sonur Jóakims snikkara Jóakims- sonar og konu hans Maríu Krist- jánsdóttur. Tryggvi fór ungur í siglingar og fór víða um heim og var um hríð búsettur í Bandaríkj- unum. En árið 1917 kom hann aft- ur heim og settist þá að í fæðing- arbæ sínum og hefur verið búsett- ur hér síðan. Tryggvi hefur átt at- hafnasama æfi og fengizt við mörg störf í atvinnu- og verzlunarmálum þessa bæjar. Hann var í mörg ár framkvæmdastjóri Togarafélags Isfirðinga, veitti forstöðu Verzlun J.S. Edwald, eignaðist brauðgerð- arhúsið Gamlabakaríið og hefur rekið það í mörg ár, verið umboðs- maður Eimskipafélags Islands hér á staðnum um langt bil, og haft margvísleg önnur störf á hendi. í bæjarstjórn átti Tryggvi sæti um skeið og var í mörg ár hafnar- nefndarmaður. Öll þau störf, sem Tryggvi hefur haft á hendi, hefur hann leyst með stakri iðjusemi og árvekni. Hann hefur ávallt verið varkár í störfum sínum enda notið mikils trausts samborgara sinna. Tryggvi Jóakimsson er maður, sem hefur tekið mikilli tryggð við byggðarlag sitt og ann því af heil- um hug. Hann er maður fastur fyrir í skoðunum og dæmir ekki menn og málefni, nema að athug- uðu máli og langri kynningu. Á- hugamaður er Tryggvi um þjóðmál og hefur skipað sér í flokk þeirra, sem virða rétt og frelsi einstakl- inganna í þjóðfélaginu. Þegar ég var barn, þá fannst mér Tryggvi vera heldur óþýður í viðmóti, en eftir því sem árin hafa liðið og ég hefi kynnst honum betur, þá hefi ég lært að þekkja hann og veit að Tryggvi er raungóður maður, hjálpsamur þeim sem eru hjálpar þurfi og boðinn og búinn að veita góðu máli lið, þegar hann telur þess þörf. — Slíkir menn vekja traust og virðingu samtíðarmanna sinna. Tryggvi er kvæntur þýzkri konu Margarethe og eiga þau hjón þrjá syni, sem allir eru uppkomnir og búsettir hér í bæ. Ég vil með línum þessum minn- ast merkra tímamóta í æfi Tryggva Jóakimssonar og þakka honum fyrir þau mörgu störf, sem hann hefur leyst af hendi í bæjar- félagi okkar. Ég veit að ísfirðing- ar þakka honum tryggð við stað- inn á liðnum áratugum og vona að enn megi hann um langan aldur njóta lífs og góðrar heilsu í örm- um Skutulsfjarðar — sama byggð- arlagi sem vagga hans stóð fyrir sjötíu árum. M. Bj. t........ 1 Hörmulegt slys. Framhald af 1. síðu. Jónsson 19 ára. Þeir voru hinir efnilegustu menn og er þungur harmur kveðinn að ættingjum þeirra við þetta sviplega fráfall þeirra. Kristján stundaði verzlunaratvinnu hjá Oddi Thorarensen á Akureyri, en Þórarinn var verkamaður. í íþróttum stóðu þeir sig vel, og þótti einkum Kristján efnilegur spjótkastari, sem menn tengdu miklar vonir við. Voru báðir þessir ungu menn mjög vel látnir af félögum sínum, enda söknuður þeirra mikill. Þeir, sem slösuðust voru Þorsteinn Svanlaugsson, bifreiða- stjóri, sem var fararstjóri þeirra Akureyringanna, rúmlega þrí- tugur, og Halldór Árnason, skósmiður, 19 ára. Særðust þeir báðir mjög mikið á höfði, en líðan þeirra var eftir vonum í morgun. Allt voru þetta ókvæntir menn. Hátíðleg minningaratliöfn. Á sunnudaginn blöktu fánar hvarvetna í hálfa stöng og sorg- arblær hvíldi yfir ísafirði. Á mánudag kl. 6 s.d. fór fram minn- ingarathöfn í kirkjunni um þá er fórust, og flutti sóknarprestur- inn, sr. Sigurður Kristjánsson þar ræðu og bæn, en á undan og eftir söng kirkjukórinn sálma. íþróttamenn og skátar á Isafirði stóðu heiðursvörö í kirkjunni og var athöfnin öll hin virðuleg- asta. ísfirzkir íþróttamenn báru kisturnar úr kirkju, en íþróttafé- lagar hinna látnu frá Akureyri báru þær um borð í varöskipið Ægi, sem fór síðan með þá til Akureyrar. Var það sorgleg stund, er hinn hryggi hópur Akureyringanna kvaddi vini sína hér á Isa- firði, sem höfðu tekið á móti þeim nokkrum dögum áður glöðum og ánægðum. Nú voru þeir að leggja af stað heim til sín. Harmi lostnir stóðu þeir nú við kistur tveggja látinna vina sinpa, og aðra tvo urðu þeir að yfirgefa stórslasaða á sjúkrahúsi. ísfirðing- ar vottuðu þeim innilega hluttekningu sína og var mikill fjöldi samankominn við athöfn þessa. Fánar blöktu enn í hálfa stöng og djúp sorg og alvara hvíldi yfir öllum bænum.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.