Vesturland


Vesturland - 11.07.1951, Blaðsíða 1

Vesturland - 11.07.1951, Blaðsíða 1
STJIML &jgr® a/essrFmzoiSiH 83fteFS3œ$»sMmam XXVIII. árgangur ísaf jörður, 11. júlí 1951. 10. töhjblað. Hörmulegt slys. Rétt eftir kl. 2 e.h. s.l. sunnudag skeði það sviplega slys á Ós- hlíðarvegi, að stórt bjarg hrapaði ofan úr fjallinu og lentiástórri fólksflutningabifreið, með þeim afleiðingum að tveir ungir menn létu lífið þegar í stað en aðrir tveir særðust mjög hættulega. Er talið að frábært snarræði bifreiðastjórans, Marteins Eyjólfssonar, hafi forðað því að ekki varð þarna enn hroðalegra slys. Sorglegur endir á skemmtiferð. Iþróttafólk úr knattspyrnufélaginu Þór á Akureyri hafði farið um morguninn í skemmtiferð út í Bolungarvík og með þeim Haraldur Steinþórsson, formaður I.B.Í. og Sverrir Guðmundsson, bankaritari. I bifreiðinni var ennfremur Ásgeir Guðmúndsson í Æðey. Fólkið var á leið til baka inn til ísafjarðar Qg ók í bif- reiðinni 1-51, sem var fullskipuð, en hún getur flutt 30 farþega. Er bifreiðin var komin rétt inn fyrir svonefndan Sporhamar, sem er utarlega í hlíðinni varð stúlka ein í bílnum þess allt í einu vör, að stórt bjarg kom veltandi niður hlíðina og stefndi beint á bíl- inn. Bifreiðarstjórinn, Marteinn Eyjólfsson, jók þá hraða bifreið- arinnar eftir því sem unt var, til þess að reyna að forða slysinu, en í sama bili lenti bjargið á hægra afturhorni hennar og sneið aftasta sætið að mestu leyti af. Bifreiðarstjórinn stöðvaði samt ekki bifréiðina, því að hún var enn í yfirvofandi hættu af öðru bjargi, sem einnig stefndi á hana, og tókst honum með þessu snarræði og viljafestu að koma bifreiðinni úr hættu. Er talið full- víst, að ef eitthvert smáhik eða fát hefði gripið bifreiðastjórann, hefðu bæði björgin lent á bílnum, sem sennilega hefði þá oltið út af veginum og niður í f jöru, og allir sem í henni voru annaðhvort farizt eða limlezt óskaplega." Tveir létust þegar, en tveir aðrir særðust hættulega. Eins og fyrr segir, sneið bjargið svo til af aftasta sætið í bíln- um, en þar sátu þeir Kristján Kristjánsson og Þórarinn Jónsson, sem biðu þegar bana, Þorsteinn Svanlaugsson og Halldór Árna- son sem slösuðust mjög alvarlega, en fimmti maðurinn slapp með minniháttar meiðsl á hendi og höfði. Allir þessir menn voru frá Akureyri. Aðrir, sem í bifreiðinni voru sluppu ómeiddir, en sumir fengu snert af taugaáfalli. Brugðu skjótt við. Þegar eftir slysið, var maður sendur út að Ósi til að hringja eftir lækni og sjúkrabíl. Er hann var kominn inn fyrir Hólana mætti hann bifreið frá Bolungarvík, sem þegar sneri til baka og sótti héraðslækninn þar, Hinrik Linnet. Brá hann þegar við og var kominn á slysstaðinn eftir stutta stund, þar sem hann gerði að sárum hinna slösuðu. Litlu síðar komu f jórir læknar frá Isafirði og með þeim hjálparsveit skáta, og voru hinir slösuðu fluttir með sjúkrabifreið inn til Isafjarðar og lagðir þar á sjúkra- hús. Þungur harmur kveðinn að ættingjum og vinum. Þeir, sem biðu bana í þessu vofeiflega slysi, voru báðir korn- ungir menn. Kristján Kristjánsson var aðeins 20 ára, en Þórarinn Framhald á 4. síðu. Einu þingi S.U.S. lokið. Á 11. þingi S.U.S., sem haldið var á Akureyri dagana 29. júní til 1. júlí s.L, voru mættir 136 fulltrúar úr flestum kjördæmum landsins. Mikill f jíöldi mála var tekinn til með- ferðar á þinginu og urðu um sum þeirra fjörugar um- ræður. Magnús Jónsson, lögf ræðingur, var einróma endurkjör- inn formaður S.U.S. Þingið sett og kosið í nefndir. Magnús Jónsson, formaður sam- bandsins, setti þingið með stuttri ræðu kl. 10 árdegis þann 29. júní og bauð fulltrúa velkomna. Kvaðst hann vona, að störf þessa þings mættu verða giftudrjúg fyrir ís- lenzka æsku og sýna hinn sanna hug hennar og vilja til þess að leysa úr þeim vandamálum, sem nú steðja að þjóðinni, á þann veg, að hagsmunir allra stétta séu virt- ir og hafðir í huga, því að það eitt sé í samræmi við stefnu Sjálfstæð- isflokksins, sem til alþjóðarheilla horfir, því að kjörorð hans sé: Stétt með stétt. Síðan lagði hann fram drög að ályktunum, sem öll- um var vísað til nefnda, en kosn- ing í þær fór fram á þessum fundi, en honum lauk um kl. 12 á hádegi. i Skýrsla sambandsstjórnar. Hlé var á þingfundum til kl. 4 s. d. til nefndarstarfa, en þá hófst fundur aftur. Flutti þá Magnús Jónsson, formaður, skýrslu sam- bandsstjórnar. Skýrði hann ýtar- lega frá hinum umfangsmiklu störfum SIU.S., stjórnmálanám- skeiðum, fundahöldum, héraðsmót- um, útgáfustarfsemi og fleira. Kom það greinilega í ljós af þess- ari skýrslu formanns, hversu geysiöflug samtök ungra sjálfstæð ismanna eru orðin, enda er S.U.S. nú langsamlega sterkustu stjórn- málasamtök ungra manna í land- inu. Var gerður mjög góður rómur að skýrslu formanns. Hófust síðan umræður um þingmál, og höfðu allmargar nefndir þegar skilað á- liti. Fundarstjóri á þessum fundi var Jónas Rafnar, alþm., en ritarar fyrir allt þingið voru kjörnir þau Þór Vilhjálmsson, Rvík og Jóhanna Pálsdóttir, Akureyri. Um kvöldið sátu svo þingfulltrú- ar sameiginlega kaffidrykkju í boði sambandsstjórnar. Þar fluttu fulltrúar ávörp og talaði Guðfinn- ur Magnússon fyrir Fylki á Isa- firði. Alls voru flutt þarna ávörp frá 19 félögum og héraðssamtök- um ungra sjálfstæðismanna. Magnús Jónsson endurkjörinn formaður S.U.S. Á laugardaginn hófust fundir kl. 10 árdegis og var Matthías Bjarna- son kjörinn fundarstjóri. Stóðu þeir allan daginn til kl. 18,30 s.d. og urðu oft f jörugar umræður. Síð- ast fór fram kosning formanns og stjórnar sambandsins til næstu tveggja ára. Var Magnús Jónsson, lögfræðingur, frá Mel, einróma kosinn formaður í annað sinn og ákaft hylltur af þingfulltrúum. Kosningu í aðalstjórn S.U.S., auk Magnúsar, hlutu þessir menn: Jón- as G. Rafnar, alþm., Ak., Gunnar Helgason, erindreki, Rvík, Ásgeir Pétursson, fulltrúi, Rvík, Geir Hallgrímsson, lögfræðingur, Rvík, Eyjólfur K. Jónsson, st.júr., Rvík og Matthías Bjarnason, ísafirði. í varastjórn voru þessir kjörnir: Gunnar G. Schram, Ak., Guðmund- ur Garðarsson, Hafnarf., Gísli Andrésson, Kjósarsýslu, Jóhann Friðfinnsson, Vestm.eyj. og Böðv- ar Steinþórsson, Rvík. Að þessum kosningum loknum var þinginu slitið. F.U.S. Vörður, Akureyri, gekkst fyrir dansleik um kvöldið á Hótel Norðurland og var þingfulltrúum öllum boðið þangað. Það mun óhætt að fullyrða, að þetta 11. þing S.U.S. sé eitthvert það bezta, sem ungir sjálfstæðis- menn hafa haldið og samtökum þeirra til sóma.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.