Vesturland

Árgangur

Vesturland - 11.07.1951, Blaðsíða 4

Vesturland - 11.07.1951, Blaðsíða 4
XXVIII. árgangur. 11. júlí 1951. 10. tölublað'. Aukakosning í Mýrasýslu Framsókn rétt hélt þingsætinu með 17 atkvæða mun. Frambjóðandi hinnar ábyrgðarlausu stjórnarandstöðu, Alþýðuflokksins, tapaði um helmingi kjósenda sinna, og frambjóðandi ,þjóðfylkingarinnar“ fékk aðeins atkvæði kommúnista. Úr bæ og byggð. Samnorrænu sundkeppninni lokið. Á ísafirði ekki síður en annars staðar hefir verið mikill og al- mennur áhugi fyrir keppninni og sama má segja um Norður-ísa- fjarðarsýslu. Alls luku 842 keppn- inni hér á ísafirði, og þar að auki er vitað um allmarga ísfirðinga, sem synt hafa 200 metrana annars staðar, svo að ekki mun fjarri sanni að um 900 ísfirðingar hafi lokið keppninni eða um 32% íbúanna. Þessi tala er allmiklu hærri en búizt var við, því að í fyrstu var markið 700, Qg töldu þó sumir í Landssundnefndinni það jafnvel of háa tölu. En ísfirðingar hafa sýnt það, að svo var ekki, og mun ekki sízt kvenfólkið eiga sinn drjúga þátt í því. Því miður var ekki kunnugt, þegar blaðið fór í prentun, hve margar konur höfðu synt 200 metrana, en víst er að þær eru mun fleiri en gert var ráð fyrir. 1 næsta blaði verður getið um þátttöku í keppninni frá öðr- um stöðum hér í Djúpinu, en vitað er að hún hefir víða verið mjög góð. Afmæli. Sigurður Þórðarson, óðalsbóndi, Laugabóli í Nauteyrarhreppi verð- ur sextugur n.k. fimmtudag. Verð- ur þessa merka bónda getið í næsta tölublaði. Rausnarleg gjöf. Fyrir nokkru færði M. Simson, ljósmyndari, ísafjarðarkaupstað að gjöf tvö fögur líkneski, sem hann nefnir sundmaður og sundkona. Lagði Simson til að líkneskin verði steinsteypt og látin standa innan við girðinguna fyrir framan Sund- höllina og íþróttahúsið, og að Sig- urður Guðjónsson verði fenginn til þess að steypa stalla undir þau. Færði bæjarráð Simson þakkir fyr- ir þessa höfiðnglegu gjöf og hlý- hug hans til bæjarfélagsins. Hefir bæjarbúum úndanfarið gefist kostur á að sjá þessi fögru líkneski, sem hafa verið til skamms tíma til sýnis í verzlunarglugga Neista h.f. Andrés valtur í sessi. Talning atkvæða í aukakosning- unum í Mýrasýslu fór fram s.l. mánudag. Á kjörskrá voru 1090 kjósendur, en af þeim greiddu 981 atkvæði, svo að kjörsókn hefir ver- ið góð. Atkvaéði féllu þannig: Pétur Gunnarsson, Sj.fl. 396 at- kvæði, Andrés Eyjólfsson, Fr.fl. 413 atkv., Aðalsteinn Halldórsson, Alþ.fl., 27 atkvæði, Bergur Sigur- björnsson, utanfl., 125 atkv. Auðir seðlar voru 14 og ógildir 6. Við síðustu kosningar, sem fóru fram haustið 1949, urðu úrslit þannig: Pétur Gunnarsson, Sj.fl., 353 at- kvæði, Bjarni Ásgeirsson, Fr.fl., 446 atkv., Aðalsteinn Halldórsson, Alþ.fl., 51 atkv., Guðmundur Hjartarson, Sós. 121 atkvæði. Auður seðlar og ógildir voru 20 og alls greiddu 991 kjósandi atkv. Úrslitin glæsileg fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Nú um tvo áratugi hefir Mýra- sýsla verið eitt traustasta vígi Framsóknarflokksins, en nú er svo komið, að engu má muna, að hann tapi því kjördæmi. SjálfstæÖis- flokkurinn hefir stöðugt verið að vinna þar á og einkum nú síðari árin eftir að Pétur Gunnarsson, tilraunastjóri, fór þar í framboð. Það er eftirtektarvert, að Sjálf- stæðisflokkurinn er eini flokkur- inn, sem eykur fylgi sitt, og nemur sú aukning næstum því 15% af fylgi hans fyrir tæpum tveimur ár- Herfileg útreið Alþýðuflokksins. Það væri ekki alveg ómaksins vert fyrir forkólfa pínulitla flokks- ins að gefa svolítinn gaum að þess- um kosningaúrslitum. Fylgi þeirra var reyndar ekki beisið meðal Mýramanna fyrir þessar kosning- ar, en nú keyrði þó alveg um þvert bak, því að af þessu litla fylgi þeirra misstu þeir næstum því helminginn. Þann 23. okt. 1949 fengu þeir 51 atkvæði, en nú eftir rúmlega eitt og hálft ár fá þeir að- eins 27 atkvæði. Reyndar voru menn nú farnir að venjast því, að lengi gæti vont versnað hjá krötun- um, en við svona hruni bjóst víst enginn. * Til rólegrar íhugunar íyrir þá, sem enn fylgja krötum. Fyrir nálega 20 mánuðum fylgdi 51 kjósandi á Mýrum stefnu Al- þýðuflokksins, enda hegðuðu for- kólfar hans sér þá sæmilega í þjóðmálunum, en núna hefir svo til annar hver þessara kjósenda snúið við þeim bakinu og kosið Sjálf- stæðisflokkinn. Hversvegna, góðir kratar, haldið þið að þeir hafi gert það? Ekki er það vegna óánægju með frambjóðanda ykkar, því að sami rnaður býður sig fram þar nú eins og 1949. Nei, ástæðan er eng- in önnur en sú, að hin ábyrgðar- lausa stjórnarandstaða flokks ykk- ar hefir vakið andstyggð allra hugsandi nianna. I»eir vilja ekki styðja þann l'lokk, sem hagar sér eins og forkólfar ykkar hafa gert. Þið ættuð nú í ró og næði að íhuga þessi úrslit á Mýrum, og athuga gaumgæfilega, hvað þið getið af þeim lært. Svo lengi lærir sem lifir og farið nú að dæmi flokksbræðra ykkar á Mýrum og fylkið ykkur um Sjálfstæðisflokkinn. Stefnir er tímarit S j álf stæðismanna. Vestfirskir Sjálfstæðismenn, kaupið og útbreiðið Stefni. Árgangurinn kostar aðeins kr. 25.00, og nýir áskrifendur geta fengið I. árg. fyrir kr. 10.00 Áskriftalistar liggja frammi í Bókabúð Matthíasar Bjarnasonar, Isafirði og hjá Jónatan Einarssyni Bolungarvík. um. TILKYNNING. frá Sjúkrasamlagi ísaf jarðar. Samkvæmt heimild í lögum nr. 122, 28. des. 1950, hefir ríkisstjórnin, samkv. tillögum tryggingaráðs, sett ný ákvæði um greiðslur sjúkrasam- laga fyrir lyf. Helztu breytingarnar eru þær, að mikill hluti þeirra lyfja, sem áður voru greidd að % hlutum, <3ru nú greidd að hálfu leyti. Aðeins súlfa- lyfin, penicillín, streptómýcin og nokkur önnur hinna nýju lyfja eru greidd að % hlutum. Hinsvegar helzt óbreytt greiðsla að fullu fyrir lífsnauðsynleg lyf, sem nota verður að staðaldri. Isafirði, 10. júlí 1951. SJÚKRASAMLAG ÍSAFJARÐAR. Formaður S.U.S. Magnús Jónsson, lögfræðingur, frá Mel, var kosinn formaður S.U.S. til næstu tveggja ára. TREG SÍLDVEIÐI. Ellefu skip munu taka þátt í síld- veiðunum frá ísafirði á þessari síldai’vertíð, og er þaö sami skipa- fjöldi og á síðustu síldarvertíð. Njörður h.f. gerir út Hafdís og Freydís, Skutull h.f. gerir út Ásúlf, Samvinnufélag ísfirðinga gerir út Finnbjörn og ísbjörn og 5 af minni bátunum verða gerðir út með hring nót, en hinir eru allir með snurpu. Auk þess er svo togarinn Isborg farinn á síldveiðar fyrir nokkru. Frá Súðavík er gerður út 1 bát- ur, m.b. Sæfari, og frá Hnífsdal 2 bátar, Smári og Páll Pálsson, og eru þeir allir með hringnót. Frá Bolungavík eru gerðir út 4 hring- nótabátar, Einar Hálfdáns, Flosi, Bangsi og Víkingurð og einn með snurpu, m.b. Hugrún. Enn sem komið er, hefir verið dauft yfir síldveiðunum. Þó hafa Bolvíkingarnir, Einar Hálfdáns og Flosi, fengið góðan afla, og mun Einar Hálfdáns nú vera aflahæstur með um 2000 mál og tn. Hnífs- dælingarnir og Sæfarinn frá Súða- vík hafa einnig fengiö sæmilegan afla, en ísbjörninn mun vera eina ísfirzka skipið, sem hefir fengið síld.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.