Vesturland


Vesturland - 12.12.1951, Blaðsíða 1

Vesturland - 12.12.1951, Blaðsíða 1
mmm &BR® s/es&FJKzytm sdúGFssms»smjam XXVIII. árgangur Isafjörður, 12. desember 1951. 19. tölublað. Hverjir bera ábyrgð á afvinnuleysinu? Bæjarstjórn aðgerðarlaus í atvinnumálunum og 011 atvinnu- tæki meirihlutans óstarfrækt. Fiskimjölsverksmiðjan á Torfnesi verður að komast upp hið fyrsta og greiða sama verð fyrir hráefni og aðrir. Isborg lagði um 3000 tonn á land frá byrjun marz til júníloka s.l. Tæpur helmingur þessa afla fór á Isafjörð. Um 900 tonn fóru til Reykjavíkur og Akraness og af- gangurinn í nágrannaþorpin. Is- borg fékk 50 kr. minna verð fyrir hvert tonn af fiski en togarinn Bjarni Ólafsson á Akranesi eða rúmlega 100 þúsund krónum minna fyrir það fiskmagn, sem hér var lagt upp, en hún hefði fengið, ef lagt hefði verið upp á Akranesi. Þessi mikli verðmunur orsakaðist af því, að Fiskimjölsverksmiðjan á Torfnesi gat ekki greitt neitt svip- að verð fyrir fiskbein og samskon- ar fyrirtæki greiddu annarsstaðar Nú er Torfnesverksmiðjan með öllu óstarfhæf eftir brunann í vor. Það verður því að flytja allan fisk- úrgang burt úr bænum til vinnslu. Mun kostnaður við flutninginn á beinunum nema um kr. 80—100 á hvert tonn. Það eru því miklir erf- iðleikar á því fyrir hin litlu hrað- frystihús hér í bænum að greiða sama verð fyrir fisk og annars- staðar, þar sem fiskimjölsverk- smiðjur eru við hendina pg gefa fullt verð fyrir hráefnið. Sannleikurinn er sá, að það ófremdarástand, sem ríkt hefir um rekstur Torf- nesverksmiðjunnar undir stjórn Birgis Finnssonar, hefur legið eins og mara á ísfirzku atvinnulífi og hef- ur gert það ómögulegt að leggja hér upp afla af tog- urunum með sæmilegum ár- angri. , Akranes — lsaf jörður. Það er þýðingarlaust að benda á Akranes, þar sem togararnir hafa alltaf fengið hæsta verð fyrir afla sinn og fullyrða, að það sem hægt sé að gera á Akranesi, sé hægt að gera hér. Því miður er ísa- fjörður, eftir áratuga stjórn krat- ana ver settur um atvinnuaðstöðu en okkur annar kaupstaður lands- ins. Á Akranesi hefur einkafram- takið undir forystu Sjálfstæðis- manna skapað myndarleg atvinnu- fyrirtæki, sem hafa skapað verka- mönnum örugga og góða atvinnu. Á Isafirði ætluðu kratarnir að leysa öll vandamál atvinnulífsins og af- þökkuðu afskipti einkaframtaks- ins af því. Akranes undir forustu sjálfstæðisstefnunnar er til fyrir- myndar um atvinnu aðstöðu en Isafjörð skortir flest, sem nauð- synlegt er til að hægt sé að halda uppi atvinnu í bænum. Þetta er munurinn á stefnu þessara flokka í framkvæmd. Þetta veit almenningur í bænum og hann veit líka, hverjir það eru, sem bera ábyrgð á þessu ófremd- arástandi. Það eru kratarnir, sem allt ætluðu að gera sjálfir, en hafa gert það eitt að stöðva rekstur at- vinnutækja sinna. Þeir selja bátana eða binda þá. Birgir Finnsson, forstjóri Sam- vinnufélags Isfirðinga, sem engan bát hefur gert út í allt haust og nýbúinn er að selja einn bát fé- lagsins burt úr bænum, þrástagast á því í blaðinu Skutull, sér til and- legrar hugarhægðar, að forráða- menn togarafélagsins hafi brugð- izt skyldu sinni við atvinnulífið á Isaf. Þarf sannarlega kokhreysti hjá þessum manhi að tala og rita um atvinnumál þessa bæjar, hvað þá að bera sig saman við togara- félagið, sem haldið hefur skipum sínum gangandi og veitir um 60— 70 sjómönnum ágæta atvinnu. Orsakir atvinnuleysisins. Sjálfur viðurkennir Birgir Finns- son í Skutli 29. nóv. s.l. að hann og félagar hans beri höfuðsökina á atvinnuleysinu. Þar segir orð- rétt: „Þessi stöðvun vélbátaflotans hefur haft í för með sér mikið atvinnuleysi, því rekstur hrað- frystihúsanna og annara fiskverk- unarstöðva hefir byggzt algjörlega á þeirri útgerð. Ekki aðeins starfsfólk téðra at- vinnufyrirtækja hefur orðið hart útisókum stöðvunar bátaflotans heldur hefur allt athafnalífið í bænum, að meira eða minna leyti, verið drepiS í dróma kyrrstöðu og eymdar, enda ekki við öðru að bú- ast þegar ein aðallíftaug atvinnu- lífsins brestur". Þannig hljóðar lýsing Skutuls á orsökum atvinnuleysisins. Þessi lýsing er hárrétt en jafnframt harður dómur á því f jörráði við atvinnulífið að binda vélbátaflot- ann í höfn. „Bátar l'ólksins". Á stöðvun vélbátaflotans ber Birgir Finnsson höfuðsökina. Hann tekur sér það vald að binda „báta fólksins" sem hann hefur svo fag- urlega nefnt þá, bátana, sem fólk- inu í bænum hefur verið talin trú um að alltaf myndu verða gerðir út til að veita því atvinnu og aldrei seldir burt úr bænum. Fólkinu í bænum hefur verið talin trú um, að Samvinnufélagið væri eign þess, að það ætti báta þess, og rekstri þeirra yrði hagað með hag vinnandi fólks, sjómanna og verka- manna fyrir augum. — Hefur fólkið ekki verið vísvitandi herfi- lega blekkt? Hefur það samþykkt að selja Valbjörn burt úr bænum? Hefur það samþykkt að binda bát- ana til þess að atvinnulífið í bæn- um væri „drepið í dróma kyrrstöðu og eymdar". Nei, vissulega hafa sjómenn og verkamenn ekki samþykkt þetta. Fólkið hefur ekkert verið aðspurt. Birgir Finnsson kallar ekki saman félagsfund til að samþykkja að selja báta félagsins. Hann spyr hvorki einn eða neinn er hann bindur bátana í höfn. Hann hefur ekkert undirbúið það, að hefja starfrækslu bátanna í vetur. Hann á lóðir á einn bát (að eigin sögn) og enn hefur hann ekki leitað eftir rekstursláni hjá viðskiptabanka sínum, að eigin sögn. Þetta er all- ur viljinn og dugnaðurinn til að koma vélbátum af stað. Birgir hall mælir mjög „einkaframtaki" „aft- urhaldsflokkanna", „sem takmark- ast af sjónarmiðum auðvaldsskipu- lagsins, en þar verður réttur hins vinnandi manns, hinnar f jölmennu alþýðu að víkja fyrir stundar- hagsmunum og ímynduðum hagn- aði fárra einstaklinga". Áfram er haldið og síðan sagt orðrétt: „Strax og það er hagur einka- framtaksins að stöðva starfrækslu atvinnutækisins, eða starfrækja það á þann hátt, að það gefi litla sem enga atvinnu því f ólki, sem á afkomu sína undir rekstri þess, þá framkvæmir einkaframtakið það gerræði við alþýðuna hlýfðar- laust". Svo mörg eru þau orð jafnaðar- mannsins Birgis Finnssonar. Þessi lýsing á 100% við um stjórn hans á útgerðarfélagi fólksins, Sam- vinnufélaginu. Þegar honum þykir henta sviptir hann sjómenn og verkamenn félagsins hlýfðarlaust atvinnu sinni og það án þess að kunna að skammast sín. Hann hrópar bara fantar, fantar, 'þið sviptið fólkið atvinnu, þið sveltið fólkið. Svo glórulaust vanmat hef- ur þessi maður og flokksmenn hans á dómgreind ísfirðinga, að þeir halda að verkamenn og sjó- menn sjái ekki í gegn um skrípa- leik þeirra og málæði. Bátarnir sendir á f jarlæg mið. Sannleikurinn er sá, að kratarn- ir hafa engin úrræði í atvinnumál- Framhald á 4. síðu. J

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.