Vesturland - 02.02.1953, Síða 4
XXX. árgangur. 2. febrúar 1953. 2. tölublað.
! Gleyminn bæjarstjóri. |
| Bæjarbúum rekur minni til, að hér var kosin nefnd til þess að rann-1
Isaka og gera tillögur um að bæta rekstur bæjarsjóðs og bæjarstofn-i
|ana. Nefnd þessi lauk störfum í nóvember 1951 og í áliti hennar |
Ivarðandi rekstur hafnarsjóðs kemur það fram að henni blöskrar all-|
|ar þær upphæðir sem hafnarsjóður hefur tapað, þó sérstaklega leigaf
|eftir fasteignir sjóðsins, einkum í Neðstakaupstað, sem nema gegnum|
fárln hundruð þúsunda. Segir orðrétt í áliti nefndarinnar: |
| „Þá telur nefndin rétt að endurskoðað verði nákvæmlega á hvem|
|hátt Hafnarsjóður fái, sem mest upp úr eignum sínum og bendir á, |
= að ekki geti lengur komið til mála að leigja út fasteignir hafnarsjóðs, |
|án þess að fá húsaleigu skilvíslega greidda. Sérstaklega hefur leiga|
leftir Neðstakaupstað verið lítil, því hún hefur að miklu leyti tapazt“ i
| Og síðar segir í nefndarálitinu: |
| „Við teljum rétt að þeim leigutökum hafnarinnar, sem ekki hafa|
fstaðið í skilum með leiguna verði sagt upp leigunni og auglýst verði|
'|á ný eftir leigutilboðum“. |
| En bæjarstjóri Alþýðuflokksins, Jón Guðjónsson, hefur ekki lagt|
|það á sig þó liðið sé á annað ár, að taka þessar tillögur fyrir hvað|
Iþá að láta til framkvæmda koma. |
= En hafnarsjóður er þegar kominn á fátækraframfæri hjá ríkinu. =
| Mikið lán er það fyrir Alþýðuflokkinn að eiga þennan bæjarstjóra. 1
iiiiiiiiiii«iiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiii>iiiii!iiiiriiiiiiii!ii!iiiiii|iiiiiiiiiiiiii)iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Ur bæ og byggð.
Fiskhjallar verða settir hér upp.
Harðfiskstöðin h.f. hefur fest
kaup á efni í 40 fiskhjalla og er
efnið væntanlegt næstu daga með
skipinu Bes.
Fyrirhugað er að reisa hjallana
á Hauganesinu, sem er í landi
Hafrafells.
Áætlað er að um 400 tonn af
fiski komist á hjallana. Stokkfisk-
ur er nú eftirsótt útflutningsvara.
Þá áformar félagið að kaupa efni
í 60 hjalla til viðbótar á þessu ári.
Isfixðingur h.f. er aðaleigandi
Harðfiskstöðvarinnar.
Ríkissjóður greiðir bætur vegna
slyssins á Óshlíð.
Alþingi hefur samþ. tillögu þess
efnis að ríkissjóður verji allt að
140 þús. kr. til þess að bæta þeim
er urðu fyrir slysi og tjóni á Bol-
ungarvíkurvegi sumarið 1951, þeg-
ar steinn lenti á áætlunarbifreið
með þeim afleiðingum að tveir far-
þegar biðu bana og tveir slösuðust
alvarlega. — Fyrsti flutningsmað-
ur tillögunnar var Sigurður
Bjarnason.
Knattspyrnuflokkur frá Færeyjum
kemur til isaf jarðar í sumar.
í fréttum útvarpsins nýlega var
frá því skýrt að knattspyrnumenn
frá Færeyjum myndu fara til ís-
lands að sumri og keppa bæði í
Reykjavík og á ísafirði. Blaðið
hefur fregnað að undirbúningur sé
nú að byrja hér í bæ undir komu
þeirra og eru um 20 knattspymu-
menn um þessar mundir að hefja
æfingar. Knattspyrnufélögin hér í
bæ, Hörður og Vestri, munu sjá
um móttöku Færeysku knatt-
spymumannanna.
Aðalfundur
Kvennadeild Slysavarnafélags-
ins á Isafirði hélt aðalfund sinn 23.
þ.m. Stjórn félagsins var endur-
kosin, en hana skipa: Sigríður
Jónsdóttir, formaður, Guðrún
Bjamadóttir, varaform., Þuriður
Vigfúsdóttir, ritari, Iðunn Eiríks-
dóttir, gjaldkeri og Lára Eðvarðs-
dóttir meðstjórnandi. Deildin hef-
ur tekið að sér að sjá um útbúnað
og vistir til skipbrotsmannaskýlis
á Sæbóli í Aðalvík. Fundurinn var
fjölmennur og skemmtu konumar
sér, að loknum fundarstörfum, við
dans fram eftir kvöldi.
Mikið annríki hjá Leikfélagi
Isafjarðar.
Innan skamms mun það sýna
hið vinsæla leikrit Sommerset
Maugham, Loginn helgi. Var leik-
rit þetta sýnt í Reykjavík fyrir fá-
einum árum og naut mikilla vin-
sælda. Leikfélagið hefur fengið
hingað Harald Á. Sigurðsson, leik-
ara, og n\un hann annast leik-
stjórn. Standa æfingar nú yfir.
Einnig hefur Leikfélagið í
hyggju að halda hér skemmti-
kvöld, (Kabarett), og mun Harald-
ur einnig annast uppsetningu.
Verksmiðjan
Þann 22. janúar voru 15 ár liðin
síðan verksmiðjan Hektor tók til
starfa. Stofnendur verksmiðjunnar
og eigendur hafa alla tíð verið þau
systkinin Sigríður Jónsdóttir, kaup
kona og Kristján H. Jónsson, yfir-
hafnsögumaður, en Kristján hefur
vei’ið framkvæmdastjóri verk-
smiðjunnar frá byrjun.
Guðrún Stefánsdóttir fór á veg-
um stofnenda fyrirtækisins til
London 1937 og lærði þar húfu-
saum og festi um leið kaup á vél-
um til húfuframleiðslu. Vinna
hófst í verksmiðjunni 22. janúar
og var Guðrún forstöðukona, þar
til hún lézt 23. apríl 1945.
Núverandi forstöðukona er
María Benediktsdóttir.
Verksmiðjan hefur framleitt um
250,000 húfur og hefur auk þess
unnið ýmsar aðrar vörur, svo sem
gólfklúta, vasaklúta og herrabindi.
Forstjórinn bauð fréttamönnum
blaða og útvarps að skoða verk-
þess, leggja til efni og leika með.
Þar mun vera á boðstólum fimm
smáleikrit, gamanvísur, einsöngur
og annað skemmtiefni. Að skemmti
atriðum loknum verður stiginn
dans. Verður þessi skemmtun með
líku sniði og þær skemmtanir, sem
Bláa stjárnan hefur haft undan-
fama vetur í Reykjavík, og hlotið
hafa miklar vinsældir, og reynst
snar þáttur í skemmtalalífi höfuð-
staðarins. - • • •
Hektor 15 ára
smiðjuna og við það tækifæri sagði
hann, að verð og gæði á húfufram-
leiðslu verksmiðjunnar hefði ávallt
verið sambærilegt við erlendar húf-
ur, og hefur verksmiðjan aldrei
fengið kvörtun um galla á fram-
leiðslu sinni.
Verksmiðjuhúsið er hið vistleg-
asta, á efri hæð er rúmgóður
vinnusalur, en á neðri hæð er vöru-
geymslur, skrifstofa og íbúð for-
stöðukonu.
Kaupgreiðslur verksmiðjunnar
hafa frá upphafi numið rúml. 800
þús. kr. og opinber gjöld rúml. 140
þús. kr.
Nú vinna í verksmiðjunni Hektor
6 stúlkur, en þegar flest er hafa
12 stúlkur unnið þar.
Vesturland óskar þessu 15 ára
iðnfyrirtæki til hamingju með
starfsafmælið og vonar að það
megi auka og efla framleiðslu sína
á ókomnum árum.
VERÐJÖFNUN Á OLIU ER
RÉTTLÆriSMÁL.
Framhald af 1. síðu.
og nágreimis hennar, en íólkið þar
og þó einkum ráðamenn þess,
verða að sína betri skilning á
hagsmunii’n okkar en þeir hafa
gert í ve’ðjöfnunarmálinu á olí-
unni. Ef það breytist ekki þá
breikkar sundið á milli fólksins
við Faxaílía og annara íbúa lands-
ins.
Fjárhagsáætlun bæj-
arsjóðs 1953.
Frumvarp að fjárhagsáætlun
bæjarsjóðs var lagt fram til fyrri
umræðu í bæjarstjórn s.l. miðviku-
dagskvöld. Samkvæmt því nema
heildarútgjöld bæjarsjóðs krónum
4.906.000,00, en tekjur krónur
1.875.800,00 Það sem á vantar eru
útsvör „aðeins“ kf. 3.032.200,00.
Þess skal getið að nýr útgjalda-
liður er nú lagður á bæjarbúa
vegna kaupa bæjarsjóðs á íshús-
félagi Isfirðinga að upphæð krónur
196.000,00 — eitt hundrað níutíu
og sex þúsund krónur, en tekna-
megin er tekið inn kr. 133.000,00,
en kr. 63.000,00 ætlar meirihlutinn
að leggja á okkur í útsvörum.
í sambandi við útsvörin lögðu
Sjálfstæðismenn fram svohljóðandi
tillögu:
„Bæjarstjóm samþykkir að
leggja fyrir niðurjöfnunarnefnd,
að jafna niður útsvörum eftir eigi
hærri útsvarsstiga en notaður
verður við álagningu útsvara í
Reykjavík á þessu ári.
Matthías Bjamason
Kjartan J. Jóhannsson
M. Bernharðsson
Ásberg Sigurðsson“.
Þessari tillögu var vísað til bæj-
arráðs og kemur hún þaðan til af-
greiðslu við síðari umræðu fjár-
hagsáætlunarinnar á miðvikudags-
kvöld.
Fjárhagsáætlunin verður ítar-
Iega rædd í næsta blaði og af-
greiðsla hennar.
-------O--------
Togararnir.
Sólborg landaði hér 20. jan. rúm-
lega 100 tonn af saltfiski, 42 tonn
ísaður fiskur, 11,5 tonn fiskimjöl.
Skipið kom aftur inn 29. f.m. og
landaði þá 25 tonnum af ísuðum
fiski.
ísborg kom úr slipp 20. jan. og
fór jafnskjótt á saltfiskveiðar.
Afli Jínubáta.
Línubátar hafa aflað illa að und-
anförnu. Héðan frá Isafirði eru
gerðir út 8 bátar með línu. Hæstan
afla af Isafjarðarbátum hefur
Pólstjarnan, 75 tonn.
Árshátíð Sunnukórsins.
Sunnukórinn efndi til sinnar ár-
legu sólarhátíðar laugardaginn 24.
jan. Formaður kórsins, sr. Sigurð-
ur Kristjánsson flutti ávarp.
Sunnukórinn söng nokkur lög. Sig-
urður Jónsson söng einsöng við
undirleik Ragnar H. Ragnar. Al-
bert K. Sanders og Jónas Magnús-
son fluttu gamanþátt. Að lokum
var dansað. Skemmtunin fór mjög
vel fram og var f jölsótt.
Arsþing
íþróttabandalags ísfirðinga
hefst hér í bæ á morgun. Innan
bandalagsins eru nú 7 félög.