Vesturland

Árgangur

Vesturland - 08.01.1955, Síða 5

Vesturland - 08.01.1955, Síða 5
VESTURLAND 5 Pólitísk ofsókn á hendur tveimur bæjarsíarfsmonnum. Félap oplnberra starfsmanna mótmælir sviknm bæjarráðs varðandi iannauppbætnr tveppja bæjarstarfsmanna. Framsóknarkratar óvirða starfsmannafélagið. í nokkra mánuði hefir legið fyrir bréf frá F.O.S.Í. þar sem félagið fer fram á launauppbætur fyrir bæjarstarfsmenn. Loks í desember er bréf þetta tekið til alvarlegrar afgreiðslu í bæjarráði. Verður þá samkomulag um það í bæjarráði að gera nokkrar breytingar á launasamþykktinni, en hún hefir verið óbreytt frá 1945. Eru breytingar þær að upp verði tekinn nýr flokkur sem í eru:* skrifstofustjóri bæjarins, skrifstofustjóri rafveitu og bæj- argjaldkeri, og fá þessir menn um tvöfalt hærri grunnkaups- hækkun en flestir aðrir. Þá var bæjarráð ennfremur sammála um að hækka hafnarvörð um launa- flokk vegna þess erfiða og bind- andi starfs sem á honum hvílir. Einnig var bifreiðastjóri bæjar- ins samkvæmt ósk F.O.S.l. tek- inn inn á launaskrá og skipað í 4. launaflokk. Um þessar breytingar var gott samstarf milli allra bæj- arráðsmanna og F.O.S.l. Hins- Þessi afsökun er bæði barnaleg og stráksleg. Það er eins og þeg- ar óknyttastrákur, sem staðinn er að verki afsakar sig með fullyrðingum eins og ,,hann Gvendur sagði mér að gera það“. Það er trúleg saga, að stjórn Isfirðings h.f. eða ,,tiltekið“ Ásberg Sigurðsson, hafi óskað eftir því að bæjarsjóður höfð- aði mál gegn Isfirðingi h.f. ! ! ! Á bæjarstjórnarfundinum s.l. miðvikudag lét Ásberg Sigurðsson bóka sérstök mótmæli gegn þess- ari flónskulegu fullyrðingu meiri- hluta bæjarráðs. Það að stjórn og framkvæmda- stjóri ísfirðings h.f. neitaði að greiða mjög vafasama kröfu á hendur félaginu, nema sam- kvæmt dómi, þýðir að sjálf- sögðu ekki, að stjórn og fram- kvæmdastjóri hafi óskað eftir því, að mál út af kröfunni væri höfðað. Skilur það hver meðalgreindur maður, þótt meirihluti bæjarráðs virðist ekki skilja þáð. Málaferli bæjarstjórans á ísa- firði gegn ísfirðingi h.f. eru ekki aðeins markleysa frá upphafi, heldur hefur meirihluti bæjarráðs og bæjarstjórnar g(rt sig að at- hlægi fyrir fljótfær.h og flónsku í sambandi við þau. vegar var krafa F.O.S.I. um launauppbætur ekki samþykkt að öllu leyti, en bæjarráð sam- kykkti að mæla með 10% grunnkaupshækkun á hvern launaflokk og um 20% grunn- kaupshækkun á þá þrjá starfs- menn, sem nú eru í hinum nýja 1. flokki. Þegar málið kemur til bæjar- stjórnar 8. desember s.l. til end- anlegrar afgreiðslu, þá sprettur upp annar Skutulskennarinn, Björgvin Sighvatsson, og leggur til að málinu verði aftur vísað til bæjarráðs, og var það sam- þykkt af meirihlutanum. Olli það áhyggjum lijá nokkr- um leiðtogum krata að þurfa einnig að greiða hafnarverði og bifreiðastjóra bæjarins sanngjarnar launabætur sem öðrum starfsmönnum, en þeir eru báðir flokksbundnir Sjálf- stæðismenn. Þessir ágætlega hugsandi menn og trúu leiðtogar launamanna, báru nú saman ráð sín, og á sjálfri jólahátíðinni komust þeir að þeirri sanngjörnu niðurstöðu að láta hina víðþekktu drengskaparmenn, hr. skattstjóra Guttorm Sigur- björnsson og hr. Samvinnufélags- forstjóra Birgi Finnsson, svíkja tillögu sína um sómasamlegar launauppbætur til þessara starfs- manna, eins og annara, eins og þeir höfðu heitið stjórn F.O.S.l. Og svo rann upp hinn ham- ingjuríki dagur í lífi þessara tveggja dánumanna. Nú skyldi Símoni Helgasyni hafnarverði og Jóni Halldórssyni bifreiðastjóra sýnt, að það er dýrt að vera andstæðingur framsóknarkrata. Á bæjarráðsfundi 3. janúar leggja þeir Birgir og Guttorm- ur svo til að teknar verði af hafnarverði þær tekjur, sem hann hefur haft fyrir afheiul- ingu vatns til skipa og sem allir hafnarverðir á undan honum liafa haft, og að bif- reiðastjóri bæjarins verði tek- inn af launaskrá og greitt kaup eftir lágmarkstaxta bifreiða- stjóra samkvæmt samningi Verkalýðsfélagsins Baldurs við atvinnurekendur. En þegar þessi starfsmaður var ráðinn fyrir 11 árum, var hann ráð- inn með 5% hærra kaupi en bifreiðastjórar höfðu sam- kvæmt Baldurstaxta. Og svo kom launamálið fyr- ir bæjarstjórnarfund á mið- vikudagskvöld 5. þ.m. Stjórn F.O.S.I. hafði sent á fundinn bréf, þar sem mótmælt er þessari afgreiðslu meirihluta bæjarráðs og þess krafist að staðið sé við gert samkomu- lag. Á l'undinum falla þeir Birgir og Guttormur frá því að svipta hafnarvörð aukatekjum af vatnssölu, en flytja nú aðra tillögu um að lækka hann um einn launaflokk. Þetta samþykkti svo meirihlut- inn og ennfremur tillöguna um bifreiðastjórann með 5 atkvæðum gegn 4 atkvæðum Sjálfstæðis- manna. Út af þessari fruntalegu árás óskuðu Sjálfstæðismenn eftirfar- andi bókunar: „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins víta harðlega þau vinnu- brögð meirihluta bæjarráðs, að svíkja samkomulag það, sem gert hafði verið við F.O.S.Í. um skipt- ingu starfsmanna bæjarins í launaflokka, með því að lækka hafnarvörð um einn launaflokk, og jafnframt að fella bifreiða- stjóra bæjarins út af launaskrá, þrátt fyrir það, að F.O.S.Í. hafði óskað eftir því, að þessi starfs- maður, sem er meðlimur félags- ins, yrði tekinn inn á launaskrá og bæjarráð samþykkt það sam- hljóða. Árás meirihluta bæjarstjórnar á þessa tvo starfsmenn bæjarfé- lagsins er vafalaust pólitísk of- sókn, sem sýnir þá háttprýði og þann lýðræðisanda, sem ríkir í herbúðum bæjarstjórnarmeirihlut- ans, að til þess að koma fram hefndum á pólitískum andstæð- ingum, þá er ekki hikað við að láta tvo aðalforvígismenn meiri- hlutans svíkja fyrri gerðir sínar, til þess að þjóna þessum þokka- lega málstað“. Matthías Bjarnason flutti til- lögu um að hækka varahafnsögu- manninn um einn launaflokk. Þá tillögu felldu kratar og framsókn gegn atkvæðum allra fulltrúa S j álf stæðismanna. 1 umræðum deildu Sjálfstæðis- menn hart á meirihlutann fyrir þetta fáheyrða fólskuverk. Birgir sýndi merki þess að hann hefði slæma samvizku, en framsóknar- fulltrúinn var útblásinn að venju og þvældi fram og aftur um að kaup þetta væri nóg fyrir þessa menn. Er það öruggt að maðurinn sá hefur ekki hugmynd um hvað það er að kunna að skammast sín. Vakti allt tal hans og lát- bragð almenna fyrirlitningu á- heyrenda. Það bætir gráu ofan á svart, að Guttormur þessi er fé- lagsmaður í F.O.S.l. Jafnvel Björgvin Sighvatsson og Jón H. blygðast sín fyrir framkomu sína í þessu máli, og er líklegt að kratar vildu nú heldur liafa samþykkt launa uppbæturnar eins og bæjarráð gekk frá þeim í desember, og hafa fullan frið og samstarf um málið, því að svo margir flokksmenn þeirra hafa furðað sig á þessum viðbjóðslegu á- rásum á hendur þessum tveim- ur starfsmönnum, og fordæmt þennan fálieyrða ódrengskap framsóknarkrata, en mesta furðu vekur lítilmennska Birg- is og Guttorms í þessu máli, sem þeir á engan hátt geta afsakað. f,— - Fjárha i - ■ ■ : -7V gsáætlun bæjarsjóðs Isafjarðar fyrir árið 1955. i. Stjórn bæjarmála 37.500.00 390.000.00 ii. Lýðtrygging og lýðhjálp . 290.000.00 961.500.00 m. Framfærslumál . 80.000.00 304.000.00 IV. Menntamál 600.100.00 1.232.300.00 V. Iþróttir og listir 50.000.00 VI. Heilbrigðismál . 20.300.00 229.000.00 VII. Löggæzla 39.000.00 238.500.00 VIII. Eldvarnir 146.000.00 IX. Vatnsveitan 293.000.00 382.000.00 X. Götulýsing 44.000.00 XI. Atvinnumál 250.000.00 1.051.000.00 XII. Fasteignir 249.000.00 203.000.00 XIII. Vextir 19.500.00 167.500.00 XIV. Útsvör 3.473.900.00 3.473.900.00 XV. Fasteignaskattur 245.000.00 XVI. Ýmislegt 49.000.00 40.000.00 XVII. íshúsfélag ísfirðinga 80.000.00 120.500.00 XVIII. Afborgun skulda 102.000.00 XIX. V: Vegna endurb. á barnaskóla. 5.726.300.00 65.000.00 5.726.300.00 /J

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.