Vesturland - 09.06.1956, Qupperneq 3
VESTURLAND
3
Kjósendurnir eiga réttinn til að
ákveða sjálfir frambjóðendur.
Það er lítllsvirðing við Isfirðinga að senda hingað
í framboð „reykvískan stofupólitíkus“.
Kosningaskrifstofa
á ísafirði og Norður-lsafjarðarsýslu er að Uppsölum.
Skrifstofan er opin alla virka daga frá
kl. 10—12 á hádegi og frá kl. 1—7 og kl.
8—10 s.d.
Sjálfstæðisfólk, athugið hvort þið eruð á kjörskrá og hafið sam-
band við skrifstofuna og látið vita um kjósendur, sem ekki
verða heima á kjördegi.
Kosninganef nd Sj álf stæðlsflokksins.
Sildarstnlkur óskast.
Síldarstúlkur óskast til Siglufjarðar á söltunarstöð Samvinnu-
félags ísfirðinga. Auk Samvinnufélagsbátanna leggja þar upp í
sumar þessir bátar: Mb. Guðbjörg, mb. Gunnvör, mb. Páll Páls-
son og mb. Mímir.
Upplýsingar gefa: Birgir Finnsson, símar 164 og 13, Guð-
mundur Guðmundsson, sími 219 og Ólafur Á. Halldórsson,
sími 199.
INailllllliailBIIIHaMMIIHaniNlllllllillMlliaitllllNIMIMMMtlUIIIMINIHMDNMitttlttllllltlttttllllVttiniNaillllllllllllllllllllllllllllllt
| Sóknarnefnd tsafjarðar tilkynnlr (
Þeir, sem eiga eftir að snyrta til leiði í kirkjugarðinum eru =
| beðnir að gera það fyrir 15. þ. m. fj|
| Þurfi einhverjir að vinna að gróðursetningu eða annari snyrt- |
| ingu eftir þann tíma verða þeir sjálfir að fjarlægja úr garðinum =
—
1 rusl, sem stafar frá þeirri vinnu. |
Jafnframt minnir nefndin á, að bannað er að setja girðingu 1
| um leiði í garðinum nema eftir útmælingu kirkjuvarðar og með §
| hans eftirliti. |
Isafirði, 3. júní 1956.
I SÓKNARNEFND ISAFJARÐAR.
RIIIIIIIUIIIIIIIIIIMIIIItlllllMllllltf ttMIUH
UIMAMAIiMMMUIIUUIMIIllUIIIIIIIUIUIIIIIIIIIII
llllllllll lllll IIIIIII llllll IIIIIIIIIIIIIIIIIIII llllll IIIIIIIIIIIIIII111IIIIIIIHIII lllllll III IIIIIIIIIIHIIKil IIIIII llllllllllllllllll 1111111111111111111111111
Innilegustu þakkir til allra, sem glöddu mig með gjöfum,
skeytum og heimsóknum á sjötugsafmæli nxínu, og þá sérstak-
lega Skutulsfirðingum fyrir alla þeirra vinsemd.
Guð blessi ykkur öll.
Guðmundur Jónsson,
Úlfsá.
Á undanförnum árum hefir þró-
unin verið sú, að kjósendumir hafa
sjálfir valið sér innanhéraðsmann
til framboðs, en ekki látið flokks-
stjómirnar í Reykjavík senda sér
einhverja „stofupólitíkusa“, sem
áhuga hafa haft á því að komast
á þing. Hinn almenni kjósandi í
landinu hefir gert kröfu til þess,
að til. framboðs væri valinn maður
úr byggðarlaginu sjálfu, eða mað-
ur, sem þekkti lífskjör og áhuga-
mál fólksins, sem hann ætlar að
verða umbjóðandi fyrir.
Þessi þróun sést bezt á eftirfar-
andi yfirliti, sem sýnir, hve marg-
ir af þeim, sem kosningu náðu við
6 síðustu kosningar, bjuggu í kjör-
dæminu sjálfu og hve margir ut-
an þess:
Innanhéraðs Utanhéraðs
1937 27 22
5/7 1942 29 20
19/10 1942 29 23
1946 29 23
1949 34 18
1953 38 14
Þessa þróun hefir Alþýðuflokk-
urinn aldrei skilið. Hans hugsjón
hefir alltaf verið, að gera landið
allt að einu kjördæmi. Láta flokks-
stjómirnar í Reykjavík stilla upp
einum lista, sem þá yrði að sjálf-
sögðu skipaður Reykvíkingum að
mestu leyti.
Hugsjón Alþýðuflokksins er
og hefir verið, að rjúfa með öllu
sambandið á milli frambjóðand-
ans og kjósandans. Flokks-
stjómin í Reykjavík á að velja
frambjóðandann, en fólkið í
dreifbýlinu fær af náð að greiða
honum atkvæði sitt. Það er því
engin tilviljun, að hingað til
ísafjarðar er nú sendur maður
í framboð fyrir þennan flokk,
sem engin kynni liefir haft af
fsfirðingum eða þeirra hags-
inn að gleyma þessari „ógnar-
stjórn“, þó að mörg vötn hafi
runnið til sjávar síðan liún
hrökklaðist frá völdum við lít-
inn orðstý? Nei, vissulega ekki.
Þjóðin man ennþá, að samstjórn
Alþýðuflokksins og Framsókn-
arflokksins stýrði málefnum
hennar í algjört strand. Hún
man líka, að í apríl 1939 var
svo komið, að forystulið Fram-
sóknarflokksins taldi nauðsyn-
legt, að gera ólaf Thors að at-
vinnumálaráðherra og Jakob
Möller að fjármálaráðherra til
þess að reisa við atvinnu- og
fjármálalíf þjóðarinnar, sem
þeim og Sjálfstæðisflokknum
tókst giftusamlega að gera.
munamálum, enda er það í fullu
samræmi við skoðanir aðalleið-
toga „Hræðslubandalagsins“ á
rétti kjósandans.
Að þeirra áliti eiga menn ekki
að vera að hugsa um að velja sér
umbjóðanda á alþingi með sömu
skoðanir og sömu áhugamál. Að
þeirra áliti á það ekki að vera neitt
einkamál kjósendanna, hvaða mað-
ur er valinn til framboðs. Það eiga
foringjarnir að sjá um. Hjörðin á
bara að hlýða og gera eins og
henni er sagt. Raunverulega hefir
fultrúaráð Alþýðuflokksins og
flokksfélögin hér ekki leyfi til að
velja sér frambjóðanda fyrir kjör-
dæmið. Þessi samtök hafa aðeins
rétt til að gera tillögur, en flokks-
stjórnin ákveður endanlega fram-
boðið.
Er það heppileg þróun, að það
fólk, sem hefir kosið sér að lifa
og starfa út á landsbyggðinni, af-
sali sér helgustu mannréttindum
sínum, réttinum til þess að velja
sér sjálft umbjóðanda á Alþingi?
Er ekki búið að flytja nógu mikið
af valdinu til Reykjavíkur, þótt
hér sé spyrnt við fæti? Isfirðingar
og aðrir landsmenn munu reyna
það og sanna, að það verður ekki
til þess að auka uppbygginguna út
um hinar dreifðu byggðir Islands,
að fela eintómum Reykvíkingum
forsjá mála sinna á Alþingi.
Rafvæðing landsins og sú
uppbygging, sem átt hefir sér
stað á undanlornum árum, er
ávöxturinn af vaxandi fylgi og
auknum áhrifum Sjálfstæðis-
flokksins. Eða trúir því ein-
hver, að rafvirkjanirnar hér á
Vestfjörðum og á Austurlandi
sé ávöxtur af þrotlausri baráttu
„stofupólitíkusa“ úr Reykjavík?
Nei, vissulega ekki. Vestfirðing-
ar geta þakkað þessar fram-
kvæmdir auknum áhrifum
Sjálfstæðisflokksins á Vest-
fjörðum í síðustu kosningum.
Það er eitt stærsta hagsmuna-
mál okkar, sem í dreifbýlinu búum,
að standa fast á þeim rétti okkar,
að velja okkur umbjóðanda á Al-
þingi, sem þekkir lífsviðhorf okk-
ar og hagsmunamál. Það gerum
við ísfirðingar með því að fela
Kjartani J. Jóhannssyni umboð
okkar á Alþingi. Frambjóðandi Al-
þýðuflokksins, Gunnlaugur Þórð-
arson, getur verið ágætur stjórn-
arráðsfulltrúi og kann að hafa ver-
ið vel hæfur forsetaritari, en hags-
munamálum ísfirðinga er hann
g j örókunnugur. S jóndeildarhringur
hans er um of bundinn við
fjallahringinn í Reykjavík, til
IIIIIIIWIIIHMilllHIHIHIMIHMMIHIttMMMMMMilMMWMI
þess að tsfirðingar treysti hon-
um, til að fara með umboð sitt
á Alþingi. Hann myndi vafa-
laust telja stækkun Sogsvirkj-
unarinnar þýðingarmeira mál
heldur en virkjun Mjólkuránna
og Fossár I Bolungavík.
ísfirðingar munu því svara
Gunnlaugi Þórðarsyni með sömu
orðum og Kiljan valdi blaðamann-
inum í Prag: „Skóari, haltu þig
við leistann.“ Gmmlaugur Þórðar-
son er vel geymdur í Stjórnar-
ráðshúsinu við Lækjartorg. Þar
er lika hugur hans allur.
IMMMM«MlttlUllilttlMIM«MMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIl