Vesturland

Árgangur

Vesturland - 26.03.1960, Blaðsíða 4

Vesturland - 26.03.1960, Blaðsíða 4
4 VESTURTjAND Laugardagur, 26. marz 1960 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Matthías Bjamason. Skrifstofa Uppsölum, sími 193. Afgreiðsla og auglýsingar: Hafsteinn O. Hannesson, Hafnarstræti 12 (Uppsalir). Heimasími: 10. — Verð árgangsins kr. 50,00. _________________________________________________——J Efnahagsmálaloggjofin er mikilvægt skref í rétta átt. EFNAHAGSMÁLALÖGGJÖFIN Framhald af 1. síðu. Efnahagsmálalöggjöf sú, sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir, og Alþingi hefur nú fyrir skömmu lögfest, hefur vakið meiri athygli og umtal meðal þjóðarinnar en nokkrar aðrar aðgerðir í efnahags- málum á síðari áratugum. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðar- innar viðurkennir að það var óum- flýjanleg nauðsyn að gerbreyta stefnunni í efnahagsmálunum. — Hverfa frá hinu úr sér gengna uppbótakerfi og skrá verðgildi krónunnar eins og það er. Ný skráning krónunnar hefur óneitanlega í för með sér miklar verðhækkanir á erlendum vörum, sem fluttar eru til landsins, en til þess að draga úr áhrifum verð- hækkana er gripið til þess ráðs að hækka fjölskyldubætur veru- lega og afnema tekjuskatt á al- mennar launatekjur. Á þann hátt er dregið úr kjaraskerðingunni, sem óhjákvæmilega hlaut að verða vegna hinnar nýju gengisskráning- ar. Hinu verður ekki á móti mælt að þessar aðgerðir koma ekki jafnt niður. Þeir sem verst verða úti eru einstaklingar og barnlaus hjón með miðlungstekjur, sem engar íjölskyldubætur fá og hafa haft lítinn tekjuskatt. Hjá þessu fólki verður kjaraskerðingin til- finnanlegust. En það má segja með sanni, að það verður ekki við öllu séð. Þessi nýja efnahagsmálalöggjöf er stórt og þýðingarmikið skref í áttina til fjárhagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar, en til þess að svo geti orðið, verður þjóðin að lofa reynsl- unni að sýna sig. Það er stórt atriði, og höfuðatriði, ef gagn á að verða af þessum ráðstöfunum, að vinnufriður haldist í landinu. Verkföll og skefjalaust kapphlaup á milli kaupgjalds og verðlags er aðeins til þess að eyðileggja þessar ráðstafanir og skapa upplausn í þjóðfélaginu. Það er að sjálfsögðu sitt af hverju í þessum lögum, sem þarfn- ast endurskoðunar. Þessa löggjöf, eins og allar aðrar, þarf að endur- skoða, og sneiða af henni þá van- kanta, sem reynslan leiðir í ljós. En hitt er höfuðatriðið, að það fjármálakerfi, sem þjóðin hefur búið við undanfarin mörg ár, var dauðadæmt, og það varð að brjóta blað í þessum málum. Uppbótakerfið, skriffinnsku- báknið, sem siglir í kjölfar þess og ríkisafskipti í öllum grein- um útflutningsatvinnuveganna, er í senn óheppilegt og skaðlegt. Hornsteinninn að efnahags- legu sjálfstæði þjóðarinnar er að einstaklingsframtakið verði eflt, en ekki þrúgað undir járn- hæl ríkisvaldsins. Sterkir og dugandi einstaklingar skapa þróttmikið framfaraþjóðfélag. Þjóðir og flokkar, sem hneigst hafa til sósíalisma eru að hverfa frá fyrri stefnu og vilja efla ein- staklingsframtakið. Efnahagsmálalöggjöf ríkisstjórn- arinnar stefnir að því að einstak- lingurinn fái á ný umráð yfir at- vinnutækjum sínum og beri einn fulla ábyrgð á rekstri þeirra. En mönnum verður að vera það ljóst, að til þess að svo geti orðið, verður ríkisvaldið að hverfa frá þeirri yfirdrottnun, sem það í áratugi hefur beitt einstaklingana. Verðhækkanir ríkisstofnana og verðlagsákvæði á einstaklings- og félagsverzlun urðu mörgum stuðn- ingsmönnum þessara efnahags- málalöggjafar sár vonbrigði. 75 liúsund krónnr tll Heimilisstof nnnar s j óðs Þegar kommúnistar, kratar og framsóknarmenn skriðu saman í síðustu bæjarstjórnarkosningum hér á ísafirði átti mikið að gera, en lítið hefur orðið úr efndum. Þó var eitt nýmæli hjá þeim. Þeir ákváðu að stofna sjóð einn er nefndur var Heimilisstofnunar- sjóður. Tilgangur hans átti að vera sá að lána ungu fólki hagstæð lán til þess að létta undir við stofnun heimilis. Reglugerð skyldi setja um lán úr sjóðnum. Á fjárhagsáætlun ársins 1958 var lagt fram 50 þús. kr. til sjóðs- ins og á fjárhagsáætlun 1959 var lagt fram 25 þús. kr., og var þetta lagt á í útsvörum. Nú eru Iiðin rúm tvö ár frá þótt þessi grein sé sérstaklega háð sveiflum í aflabrögðum. Með út- flutningssjóðslögunum frá 1958 og hækkun bóta á síldarafurðum sum- arið 1959, var þó mjög dregið úr þessum mismun. Nú er ætlunin að munurinn hverfi að fullu, enda hafa alvarlegar horfur skapazt varðandi sölu á afurðum þessarar atvinnugreinar. Hið nýja gengi er við það miðað að hagur báta á þorskveiðum verði sá sami og hann var með uppbót- unum. Ríkisstjórnin telur eigi að síður, að útflutningsatvinnuvegun- um öllum sé það kleift að greiða 5% útflutningsskatt um eins til tveggja ára skeið, svo framarlega sem aflabrögð verði sæmileg. Á árinu 1959 var meðalgengi á útflutningi 87% af skráðu gengi, eða um það bil kr. 30,50 á hvern dollar, en meðaltal á innflutningi var hinsvegar aðeins 58,5% eða um kr. 27,50 á hvern dollar. Með slíkum mismun á meðalá- lögum á innflutningi og útflutn- ingi var erfitt að ná jöfnuði tekna og gjalda hjá útflutningssjóði, og í raun og veru ekki mögulegt nema með greiðsluhalla við útlönd, sem jafnaður var með erlendum lánum, gjaldeyrisforða bankanna og söfn- un gjaldeyrisskulda. Þetta stafaði af því, að ekki voru greiddar nema 55% yfirfærslubætur á erlend lán, en engar yfirfærslubætur á söfnun gjaldeyrisskulda bankanna. Greiðsluhallinn er annars vegar afleiðing uppbótakerfisins, vegna þess að hið óeðlilega lága verð á meginhluta innflutnings hlaut að ýta stórlega undir eftirspurn eftir erlendum vörum og þar af leið- andi stuðla að greiðsluhalla. Hins vegar var greiðsluhallinn og sú skuldasöfnun. erlendis, sem honum fylgdi, beinlínis nauðsynleg til að hægt væri að ná greiðslujöfnuði hjá útflutningssjóði. Hitt hlýtur hver maður að skilja, að það er stórkostleg hætta fyrir efnahagslegt sjálfstæði þjóð- arinnar, ef skuldasöfnun við út- <||||IIIIIIIIIIIBIIIIIIIIIIIIIIII!lllllllllll>llllllllllllllllll|;!lllli»ll> stofnun sjóðsins, en það hefur al- veg gleymst að setja honum reglu- gerð og auðvitað ekkert úr honum lánað og ekkert í honum til. Þessar 75 þúsund krónur eru aðeins færð- ar í viðskiptareikning hjá bænum og bæjarkassinn auðvitað tómur. Fáið okkur forystu bæjarmál- anna, því við erum svo áhugasam- ir, sagði Bjarni bankastjóri, Hall- dór frá Gjögri og samherjar þeirra fyrir síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar. En bæjarbúar spyrja: „Hefur nokkur fundið áhuga þeirra herra, sem bænum stjórna, og þeir glöt- uðu kvöldið sem kosningu lauk“? lönd er gerð að ómissandi þætti í fjárhagskerfi þjóðarinnar, til þess að komast hjá að horfast í augu við veruleikann. Á árunum 1948—1953 var greiðsluhallinn að mestu jafnaður með aðstoð Bandaríkjanna með hinni svonefndu Marshallhjálp og með gengisleiðréttingunni 1950. Árið 1954 var nokkuð jafnvægi komið á, og sáralítill greiðsluhalli það ár. En 1955 eftir verkfallið mikla og þá verðhækkunaröldu, sem fylgdi í kjölfar þess, og til 1958, hefur greiðsluhallinn við út- lönd numið tæpum 200 millj. kr. á ári að meðaltali, en á s.l. ári er ætlað að greiðsluhallinn hafi num- ið tæplega 350 milljónum króna. I þessi f jögur ár er því greiðslu- halli við útlönd um 1100 milljónir króna, og er þá tillit tekið til birgðaaukningar útflutningsafurða á s.l. ári, sem nam 84 milljónum króna. Sérfræðingar ríkisstjórnarinnar telja að kjaraskerðingin, án bóta, mundi vera um 13%, en þegar til- lit er tekið til bótaaukninga Al- mannatrygginga og niðurfellingar á tekjuskatti á almennar launa- tekjur, telja þeir að tekjuskerðing- in muni verða að jafnaði 3%. Með þessari efnahagsmálalög- gjöf er gjörbreytt' fjármálastefn- unni. Það er undir þjóðinni sjálfri komið, hvort þessi tilraun tekst eða ekki. Framsóknarmenn í inni- legu bræðralagi við kommúnista, reyna að finna henni allt til for- áttu og skara eld að glóðum sund- urþykkju og óánægju og hvetja til vinnuófriðar og stöðvunar at- vinnulífsins. Það má að sjálfsögðu ýmislegt að hinni nýju löggjöf finna, og sem ber að Iagfæra ef'tir því sem reynslan sýnir. En um það verður ekki deildt, að steínubreyting í efnahagsmálunum var óumflýjan- leg og mátti ekki lengur dragast. Spara þarf ferðakostnað. Fjármálaráðuneytið hefur boð- að alla skattstjóra landsins til Reykjavíkur í sambandi við skattamálin og framkvæmd skatt- álagningarinnar. Með tilliti til þess að boðaður er sparnaður á öllum sviðum hjá því opinbera, hefði verið hyggi- legra að halda þennan skattstjóra- fund um leið og flokksráðstefna Framsóknarflokksins var haldin, því þar mun þessi stétt hafa verið öll mætt að einum undanteknum.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.