Vesturland

Árgangur

Vesturland - 26.03.1960, Blaðsíða 5

Vesturland - 26.03.1960, Blaðsíða 5
Laugardagur, 26. marz 1960 VESTURLAND 5 Bárður 6. Tómasson skipaverkfræðingur sjötíu og fimm ára Aflabrðgö á Vestfjðrðum i febrúar Bárður G. Tómasson, skipaverk- fræðingur varð 75 ára 13. þ.m. Bárður er fæddur að Hjöllum í Skötufirði og voru foreldrar hans Tómas bóndi Tómasson og kona hans Guðrún Bárðardóttir. Hann ólst upp hjá móðurbróður sínum Guðmundi Bárðarsyni bónda á Kollafjarðarnesi í Strandasýslu. Kollaf jarðarnesheimilið var stórt og myndarlegt heimili og góður skóli hverjum æskumanni. Til tsafjarðar kom Bárður árið 1903 og vann hér að þilskipavið- gerðum. Árið eftir fór hann til Danmerkur til náms í skipasmíði, og þar tók hann sveinspróf. Hann hélt áfram námi í Danmörku og síðan í Englandi og lauk þar prófi í skipaverkfræði. Að námi loknu kom hann hing- að til ísafjarðar og byggði hér dráttarbraut og skipasmíðastöð, sem hann rak í nálega 28 ár. Árið 1944 fluttist Bárður til Reykjavík- ur og réðist til Fiskifélags Islands sem skipasmíðaráðunautur, og því starfi gegndi hann um 12 ára skeið. Hugur Bárðar leitaði þó aftur hingað vestur, þar sem hann bjó og starfaði sín beztu starfsár. Bárður G. Tómasson er mikill félagshyggjumaður, hann átti um árabil sæti í bæjarstjórn ísafjarð- ar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins. Hann var lengi í stjórn Iðn- aðarmannafélags ísfirðinga og for- maöur þess um skeið. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyr- ir bæjarfélag sitt. 1 öllum störfum sýndi Bárður skyldurækni og fá- gæta samvizkusemi. Hann er heil- steyptur drengskaparmaður, sem hefur áunnið sér traust og virð- ingu allra manna, sem hann hefur átt skipti við, og hann var fram- úrskarandi ástsæll af öllum starfs- mönnum sínum- Nú horfir þessi aldraði heiðurs- maður yfir farinn veg. Hann var brautryðjandi og framfaramaður, sem þetta bæjarfélag stendur í mikilli þakkarskuld við. Bárður er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Filippía Hjálmars- dóttir frá Fremri-Bakka í Langa- dal, og áttu þau einn son, Hjálmar skipaskoðunarstjóra. Fyrri kona Bárðar lézt eftir rúmlega árs sam- búð. Síðari kona hans var Ágústa Þorsteinsdóttir, en hún lézt á fyrra ári. Þau ólu upp eina fósturdóttur, frænku Bárðar, Kristínu Bárðar- dóttir, Guðmundssonar bókbind- ara, en hún er gift Hafsteini O. Hannessyni, bankabókara. Ég færi Bárði G. Tómassyni mínar innilegustu hamingjuóskir og óska honum góðs og fagurs æfikvölds. ísfirðingar þakka honum tryggð og vináttu við bæ sinn, og þeir gleðjast yfir því að hér skuli hann aftur vilja eiga heima. M. Bj. Jón Jonsson klæðskeri sjötngnr Þó nokkuð sé liðið frá sjötugs- afmæli Jóns klæöskera, þá vil ég minnast þessa góða kunningja míns með nokkrum orðum. Hann er fæddur að Höfða í Dýrafirði 4. febrúar 1890 og voru foreldrar hans Margrét Sighvats- dóttir og Jón Sigurðsson. Hann fluttist til ísafjarðar fyrir nálega 53 árum og lærði klæðskeraiðn hjá Þorsteini Guðmundssyni. Hann fór til Englands árið 1913 og dvaldi þar öll fyrri stríðsárin. Að lokinni Englandsdvöl settist Jón að hér á ísafirði og hefur hér fengist við margskonar störf og í fjölmörg ár hefur hann starfað hjá ísafjarðarbæ. Jón klæðskeri er drengur góður. Hann elskar lífið, moldina og gróðurinn. Hann hefur eytt mörg- um árum til þess að hlúa að gróðri og rækta blóm, sem fegra umhverfið og mannlífið. Störf hans í Blóm- og trjáræktarfélaginu bera þess glöggt vitni. Jón er hreinn og beinn og lætur sínar skoðanir í ljós við hvern sem er. Hann getur rætt og þráttað, án þess að verða vondur. Hann Steingrímsfjörður: Guðmundur 41,4 tonn, Hilmir 32,2 tonn, Brynj- ar 31,4 tonn. Allir fóru þessir bát- ar 7 sjóferðir. Steingrímur trölli fékk 47,8 tonn í einni veiðiferð. Súðavík: Trausti 114,5 tonn í 19 legum, Hringur 103,2 tonn í 20 legum, Sæfari 68,3 tonn í 16 legum. Afli bátanna var veginn slægður. ísafjörður: Guðbjörg 192 tonn í 18 legum, Gunnhildur 177,2 tonn í 18 legum.Gunnvör 138 tonn í 18 legum, Víkingur II. 136 tonn 18 legum, Hrönn 135 tonn í 17 legum, Straumnes 130,6 tonn í 18 legum, Ásúlfur 123,5 tonn í 17 legum, Gylfi 108 tonn í 17 legum, Sæbjörn 38 tonn í 8 legum. Afli þessara báta er veginn óslægður. B.v. Sól- borg fékk 298 tonn í tveimur veiði- ferðum. Hnífsdalur: Rán 122 tonn í 20 legum, Páll Pálsson 112 tonn í 18 legum, Mímir 111 tonn í 21 legu. Afli bátanna var veginn slæð- ur. Bolungavík: Þorlákur 132 tonn í 21 legu, Einar Hálfdáns 128 tonn í 21 legu, Hugrún 117 tonn í 20 legum, Víkingur 95 tonn í 19 leg- um, Sölvi (8 tonn) 33 tonn í 16 legum. Guðmundur Péturs 72,5 tonn í 3 veiðiferðum. Afli þessara báta er veginn óslægður. Suðureyri: Friðbert Guðmunds- son 110 tonn í 17 legum, Draupnir 105 tonn í 17 legum, Freyja 102,5 tonn í 17 legum, Freyja II. 90 tonn í 16 legum, Hávarður 90 tonn í 16 legum, Freyr 70 tonn í 14 leg- um. Afli þessara báta er veginn slægður. Flateyri: Ásbjörn 75 tonn í 13 legum. Þingeyri: Þorbjörn 119 tonn í 14 legum, Flosi 104 tonn í 13 leg- um,Fjölnir 103 tonn í 13 legum, Afli bátanna veginn óslægður. Bíldudalur: Jörundur Bjarnason 95,5 tonn í 12 legum, Reynir 58,5 tonn í 10 legum, Geysir 56,5 tonn í 11 legum. Pétur Thorsteinsson fékk 104 tonn í tveimur veiðiferð- um. Tálknafjörður: Guðmundur á Sveinseyri 217 tonn í 19 legum, Tálknfirðingur 146 tonn í 13 leg- um. Afli þessara báta er veginn óslægður. Patreksfjörður: Sæborg 227 tonn í 21 legu, Sigurfari 199 tonn í 20 legum. Afli þessara báta er veginn óslægður. Afmæli. Björn Guðmundsson Brunngötu 14 hér á Isafirði, varð 50 ára 23. marz s.l. Björn er öllum Isfirðing- um að góðu kunnur. Hann er hinn mesti hagleiksmaður. Kvæntur er Björn Kristjönu Jónasdóttur. Stefán Pálsson, Hnífsdal, varð 70 ára 7. febrúar s.l. Kona hans er Jónfríður Elíasdóttir. Markús Finnbjörnsson, Hnífsdal, varð 75. ára hinn 3. marz s.l. Vesturland óskar öllum afmælis- börnunum heilla og blessunar á ókominni æfi. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína: Ungfrú Kristín Guðmundsdóttir frá Hafnarfirði og Ölafur Vetur- iiðason, Suðureyri. Ungfrú Þorgerður Einarsdóttir, ísafirði og Guðmundur Marinósson Reykjavík. Ungfrú Þórdís Friðriksdóttir, Sauðárkróki og Guðbjartur Finn- björnsson, ísafirði. IPIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIBIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Tilkynning er oftast sanngjarn og víðsýnn, nema þegar rætt er um kommún- isma, Þá á hann til að vera of ósveigjanlegur. Ég held það sé meira af stríðni og stífni en af trú. Jón er á margan hátt sérstæður persónuleiki Hann er oft í senn róttækur og íhaldssamur. Hann er kommúnisti og hann er trúmaður. En ég held að það sem mestu máli skiptir, sé hvernig maðurinn er hið innra. Af kynnum mínum af þessum manni er ég þess fullviss, að í honum býr góður innri maður, trúr og tryggur vinur vina sinna, gersneyddur allri mannvonzku. Jón klæðskeri hefur tekið mik- inn þátt í félagsstarfi hér í bæ, m.a. leikstarfsemi. Hann er kvæntur ágætri konu, 1 Karlinnu Jóhannesdóttur, og hafa I þau hjón eignast 4 börn sem öll">"l"l"l"ll>,"l">"l"l","l"i>"">">">",">"l"llll"l">"l">"l"l"ll"","l"l"l"l">"I","l"i">">","l">">""l>"">1"1"""" Nr. 5/1960. 1 I Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarks- 1 verð á brenndu og möluðu kaffi frá innlendum kaffibrennslum: | 1 heildsölu pr. kg............ kr. 38,60 í smásölu — — ................ — 44,40 Reykjavík, 5. marz 1960. V erðlagsst j órinn. eru uppkominn og gift, en þau eru Margrét og Kristín, búsettar í Hveragerði, Þórarinn, múrari og Sigurður Albert, garðyrkjufræð- ingur, búsettir í Reykjavík. Jón og Karlinna eiga myndar- legt heimili. Þar er að vísu ekki hátt til lofts og vítt til veggja, en þar er hlýtt og notalegt og gott að koma, og þar er gestum tekið af alúð og vináttu. Ég flyt Jóni vini mínum heilla- óskir í tilefni af sjötugsafmælinu, og bið þessum hjónum og börnum þeirra gæfu og blessunar um alla framtíð. M. Bj. JÖRÐIN NAUTEYRI við ísafjarðardjúp fæst til kaups eða ábúðar frá næstkomandi far- dögum. Upplýsingar gefur JÓN GRIMSSON Aðalstræti 20. illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.