Vesturland - 15.05.1962, Blaðsíða 1
Skuíulmenii klæðasí í dainla búnindinn
þroskað fólk fordæmlr persónuníðið
BLAÐIÐ SKUTULL, sem út kom
s.l. laugardag, er komið í gamla
búninginn, iþann búning sem það
klæddist á velmektardögum AI-
þýðuflokksins, þegar Alþýðuflokk-
urinn réði hér einn öllu, og hver
sá sem leyfði sér að gagnrýna
gerðir hans var ofsóttur af þeirri
grimmd og ómannlegu hatri, sem
réði gerðum allt of margna for-
ystumanna flokksins á liðnum ár-
um. Nú er aftur gripið til þessa
gamla baráttutækis, persónuníðs-
ins, og eru þeir menn sem skrifum
blaðsins ráða að sýna að þeir hafa
ekki gleymt neinu og ekkert lært.
Ábyrgðarmaður blaðsins er
Birgir Finnsson, og meðreiðar-
sveinar hans eru Björgvin Sig-
hvatsson og Jón H. Guðmundsson,
sem ég leyfði mér eitt sinn að
kalla einu nafni Skutulskennarana.
Aðalkjarni baráttu þessara virðu-
legu manna er að koma því inn
hjá fólki að ég og þá um leið allir
efstu menn á D-listanum séu ó-
ráðvandir og glæframenn mestu í
öllum fjármálum. En þó er gerð
sú breyting að Marsellíus Bern-
harðsson er nú undanskilin, en sú
var tíðin að á hann var ráðizt í
Skutli, og er þessi breyting eina
batamerkið hjá þeim félögum og
er sjálfsagt að gleyma því ekki.
Þeir Högni Þórðarson, Kristján
Jónsson og Samúel Jónsson, sem
skipa 3.—5. sæti D-listans eru af
öllum sem þá þekkja taldir grand-
varir menn í öllum fjármálum og
hafa ekki heyrzt um þá slíkar
dylgjur nema í blaðinu Skutli. Um
sjálfan mig læt ég nægja að visa
til allra þeirra mörgu sem við mig
hafa skipt, hvort ég hafi svikið þá
í fjármálum,og sömuleiðis þau fyr-
irtæki, sem ég hefi haft reksturs-
stjórn fyrir, hvað athugavert hefur
verið við mín reikningsskil þar.
Birgi Finnssyni er því hér með
bent á að birta í Skutli sínum rök-
studdar ákærur á mig, og hætta
dólgslegum aðdróttunum um óráð-
vendni hjá mér og meðframbjóð-
endum mínum. Slikur málflutn-
ingur sæmir varla virðulegum al-
þingismanni, sem hann vill vafa-
lítið og eðlilega vera talinn.
Ég skal taka fram að þau fyrir-
tæki sem ég hefi veitt forstöðu
hafa árlega haldið aðalfund og
lagt fyrir eigendur sína endurskoð-
aða reikninga og þeir verið sam-
þykktir athugasemdalaust.
Birgir Finnsson er mjög hrifinn
af samstarfi Alþýðuflokksins,
Framsóknarflokksins og kommún-
ista, ■— og verði honum að góðu.
Alþýðuflokliurinn fékk í bæjar-
stjórnarkosningunum 1942 714 at-
kvæði og 5 fulltrúa. Síðan hefur
gengi flokksins sífellt farið minnk-
BLAÐIÐ Vestfirðingur, sem út
kom 10. þ.m. fer með vísvitandi
blekkingar um hafnarmálin, og eru
menn furðu lostnir yfir svo ó-
skamnifeilnum fréttafölsunum og
þar eru bornar á borð fyrir kjós-
endur.
í forsíðugrein blaðsins „Góð
höfn er undirstaða sjávarútvegs og
siglinga" er rætt um stækkun báta-
hafnarinnar, og segir þar í undir-
fyrirsögn: „Öruggt er að það verk
verður unnið í sumar.“ 1 grein-
inni segir m.a.: Undirbúningur
þessa nauðsynjaverks er líka það
vel á veg kominn, að framkvæmdir
liefjast örugglega á þessu sumri.
VERKFRÆÐILEGUM UNDIR-
BÚNINGI ER AD FULLU LOKIÐ,
vitamálaskrifstofan hefur tekið að
sér efnispöntun og lofað að lána
stórvirk tæki til að vinna verkið."
Ennfremur segir: „Mestu máli
skiptir þó, að tíminn var notaður
til að undirbúa rækilega það verk,
sem nú skal hefja, og það með
þeiin árangri, sem lýst er hér að
frainan.“ (Leturbr. Vesturlands).
Allar þessar fullyrðingar blaðs-
ins eru gjörsamlega úr lausu lofti
gripnar og- vísvitandi settar fram
andi og í bæjarstjórnarkosningun-
um 1946 tapar flokkurinn fimmta
manni sínurn. 1958 kastar Alþýðu-
flokkurinn fjórða manni sínum
fyrir borð fyrir kommúnista, og
nú við þessar kosningar fer einn
fulltrúi Alþýðuflokksins úr öðru
sæti niður í fimmta.
Síðustu atkvæðatölur Alþýðu-
flokksins á Isafirði eru frá alþing-
iskosningunnin 1959, en þá fékk
flokkurinn 269 atkvæði, og svo
hræddur er Alþýðuflokkurinn nú,
að hann þorir ekki að bjóða fram
sjálfstætt og ber það ljósan vott
um að hann telur sig ekki geta
náð einn og sér 269 atkvæðum eins
og hann fékk sumarið 1959.
Framsókn gleypti fylgið af Al-
í þeim tilgangi einum að blekkja
kjósendur.
Á fundi hafnarnefndar 2. desem-
ber s.l. var lagt fram bréf Guðm.
Gunnarssonar verkfræðings vita-
málaskrifstofunnar og er í bréfinu
„rætt um aðstöðu og möguleika til
hafnargerðar á ísafirði.“
Verkfræðingurinn telur þar vera
um tvo möguleika að ræða: „A,
stækkun núverandi bátahafnar og
B, nýja höfn Sundamegin á eyr-
inni.“ Hafnarnefnd frestaði á-
kvörðun.
Málið er síðan ekki tekið upp í
hafnarnefnd fyrr en í marz s. 1.
og leggur hafnarnefnd þá til að
bátahöfnin verði stækkuð og var
sú tillaga samþykkt samhljóða í
bæjarstjórn.
Guðm. Gunnarsson verkfræðing-
ur mætti á fundi bæjarráðs 7. maí
s.I. eða þrem dögum áður en Vest-
firðingur kom út. Á þeim fundi var
Halldór frá Gjögri einnig mættur.
Aðspurður gaf verkfræðingurinn
l»ær upplýsingar, að ekkert væri
farið að vinna að teikningum varð-
andi stækkun bátahafnarinnar,
engin efnisupptalning farið fram
og þar af leiðandi liefði engin efn-
ispöntun í stálþil verið gerð.
þýðuflokknum þá, eftir hið nána
samstarf í bæjarstjórnarkosning-
unum 1958, og ef til vill tekst
henni nú að klára þann tæting sem
enn er eftir, og þá þurfa Birgir
Finnsson og félagar hans engar
áhyggjur lengur að hafa af Al-
þýðuflokknum.
Hvernig stendur á því að Al-
þýðuflokkurinn er að veslast upp,
þegar þessir menn eru svona
stjórnsamir og duglegir eins og
Skutull vill vera láta?
Kjarni málsins er að bæjarbúar
eru almennt búnir að sjá að Al-
þýðuflökkurinn með núverandi for-
ystumenn dugar ekki. Þessvegna
hefur fylgið hrunið af honum. I
Framhald á 3. síðu.
Ákveðið var að fá Marsellíus
Bernharðsson til að taka sýnishorn
úr stálþilinu, sem nú er í bátahöfn-
inni, til þess að hægt yrði að rann-
saka hvaða tegund af stáli hefði
verið notað þar, því að athugun
hefur leitt í ljós að tæringin í því
stáli er minni, en allsstaðar annars
staðar, þar sem slík athugun hefur
farið fram á stálþilum hérlendis.
Rætt var um framlengingu
stálþilsins meðfram götunni í átt-
ina að Edinborg, en verkfræðing-
urinn sagði, að ekkert væri enn
ákveðið um uppfyllingu framan
við Edinborgarhúsin né heldur um
lengingu á fremri armi bátahafn-
arinnar.
Kom greinilega fram hjá verk-
fræðingnum, að hann persónulega
lagði meiri áherzlu á hafnargerð
Sundamegin en stækkun bátahafn-
arinnar, sem bæjarstjórn hefur á-
kveðið með samhljóða atkvæðum.
Vesturland skorar liér með á
Halldór frá Gjögri að hrekja þess-
ar upplýsingar frá bæjarráðsfund-
inum ef hann getur, enda verður
þá leitað eftir staðfestingu verk-
fræðingsins ef Halldór mótmælir
framansögðu.
Fi’amhald á 2. síðu.
iar blekkindar llallirs frá Giöðri