Vesturland

Årgang

Vesturland - 15.05.1962, Side 3

Vesturland - 15.05.1962, Side 3
VESTURLAND 3 SEXTUGCE: Daniel Rögnvaldsson, smiður Grenjavinnsla Bjarni Kr. Pétursson Grænagarði ísafirði hefur verið ráðinn til þess að annast grenjavinnslu í Sléttuhreppi 1962. Er öllum öðrum bannað að stunda grenjavinnslu í hreppnum. Sýslumaðurinn í Isafjarðarsýslu 8. maí 1962. ÞANN 11. maí átti Daníel Rögn- valdsson smiður sextíu ára af- mæli. Daníel er fæddur að Uppsölum í Seyðisfirði og voru foreldrar hans Kristín Guðmundsdóttir og Rögn- valdur Guðmundsson er þar bjuggu. Þau hjón áttu 12 böm, og var Daníel yngstur bama þeirra. Hann ólst upp að Uppsölum og fluttist síðar til Súðavíkur og stundaði alla algenga vinnu til lands og sjávar. Til ísafjarðar flytur hann árið 1934 og hefur verið búsettur hér síðan. Lengst af hefur hann hér unnið við smíð- ar, og í næstum tvo ánatugi hefur hann unnið á skipasmíðastöð M. Bernharðssonar. Daníel er góður verkmaður, traustur og áreiðan- legur í öllum skiptum, dagfars- prúður og manna óáreitnastur við aðra. Hann er fastur fyrir í skoð- unum og trúir að sjálfstæði ein- staklinga sé fyrir beztu fyrir hvern mann. Daníel er myndarlegur og karlmannlegur maður, fremur dulur og lætur ekki mikið á sér bera. Hann er starfsmaður mikill til þessa ekki haft neitt húsnæði fyrir sig sérstaklega, til funda- halda og skemmtana. Nú loksins mun vera á döfinni bygging félags- heimilis, eða stækkun á húsnæði sem þegar er til, en hefur verið notað til annars. Þetta er mikið nauðsynjamál, og þarf að flýta fyrir því sem mest. Einnig þar á að vera samvinna milli bæjarfé- lagsins og unga fólksins, og skiln- ingur frá hendi forráðamanna bæjarins á, að iþarna sé mál, sem enga bið þolir. Það má mikið bæta, og það þarf að gera fljótt, því að of lengi hafa þeir gleymst, sem sízt má gleyma. Flutningur fólks úr bænum hefur verið ör undan- farin ár. Við getum engum láð, sem flytur sig búferlum þangað sem hann telur afkomu sinni og sinna betur borgið. Mundi ekki ein af mörgum ástæðum fyrir brottflutningi fólks vera sú, að það er ekki nógu vel búið í haginn fyrir börn og unglinga hér. Börnin eru dýrmæfasta eign for- eldranna. Bæjarfélaginu eru þau líka dýrmætasta eignin. Þessvegna verður að snúa við blaðinu, fylgj- ast með tímanum, og skilja hvers er þörf á hverjum tíma. Kjósendur eiga að taka í taum- ana á kjördegi og fela þeim mönn- um þessi mál í hendur, sem vilja bæta úr, og sem skilja að hér þarf mikið að gera. Kristjana Magnúsdóttir. og nýtur trausts og virðingar allra samverkamanna sinna og sam- borgara sem hann þekkja. Daníel kvæntist 18. desember 1929 Soffíu Helgadóttur frá Súða- vík, myndarlegri og dugmikilli konu, og eiga þau hjón þrjú böm: Ragnhildur, gift Engilbert Ingvars- syni bónda á Mýri í Snæfjalla- hreppi, Halldóra, gift Magnúsi Jónssyni húsgagnasmið, búsett í Reykjavik, og Haukur, kvæntur Valgerði Jakobsdóttur frá Reykja- firði, búsett hér á ísafirði. Með þessum fáu orðum vil ég flytja Daníel mínar beztu ham- ingjuóskir og áma honum, konu hans, börnum og öðru skylduliði heilla og blessunar um ókomin ár. Það er mikil gæfa fyrir hvert bæjarfélag að eiga eins trausta og áreiðanlega borgara og Daníel Rögnvaldsson er. M. Bj. —□— Framhald af 1. síðu. Skutulmi... örvæntingu sinni grípa þeir því til níðsins um andstæðinga sína og hanga einu sinni ennþá í því háim- strái, að kalla mesta framfara- tímabil í sögu bæjarins, það „nöt- urlegasta sem um getur í sögu bæjarstjórnar ísafjarðar“ eins og B.F. kemst svo smekklega að orði. Að þessu sinni vil ég aðeins minna þessa menn á nokkur atriði: Bærinn hafði forgöngu um stofn- un togarafélags, sem keypti tvo togara. Það félag greiddi hér tugi milljóna króna í vinnulaun og færði frystihúsunum mikið hrá- efni. Bærinn styrkti félög til báta- kaupa og greiddi kr. 37.500,00 til hvers báts, sem þá var keyptur liingað, en þeir voru fimm talsins. Þessi styrkur mun nú jafngilda kr. 250.000,00 framlagi á bát mið- að við byggingarkostnað. Nú greið- ir bæjarsjóður ekkert til skipa- kaupa, og það hefur hvað eftir annað komið fram hjá sumum þessara manna að það þurfi ekki fleiri skip. Fjögur skipanna sem key[)t voru hingað á þeim árum voru seld á nauðungaruppboði eftir að Alþýðuflokkurinn tók aftur við forystu bæjarmálanna. Bærinn byggði 12 íbúða hús við Fjarðar- stræti og styrkti einstaklinga til að koma upp húsum sínum. Hafnarbakkinn í Neðstakaupstað var byggður, en í 11 ár hefur Al- þýðuflokkurinn ekki lokið við að steypa plötuna á hafnarsvæðinu. Lögð var ný vatnsveita frá Tungu- á til bæjarins og innanbæjarkerf- ið var stórlega endurbætt. Stórfé var varið til byggingar mennta- stofnana, svo sem íþróttahúss, húsmæðraskóla, bókasafns og stækkunar gagnfræðaskóla. Þetta er nöturlegasta tímabilið í sögu bæjarins segir Birgir Finns- son. Allt sem gert var á þessum árum reyndu forystumenn Alþýðuflokks- ins að bregða fæti fyrir nema styrtkinn til bátakaupanna vegna þess að þeir stóðu að verulegu leyti að þeim bátakaupum sjálfir. Þeir hleyptu upp bæjarstjórnarfundum og hlupu af fundum. Framkoma þeirra var með þeim hætti að allir hugsandi menn fordæmdu hana og Alþýðuflokkurinn hélt áfram að týna fylgi sínu. Við sem nú höfum verið í minni- hluta í bæjarstjóm höfum staðið með meirihlutanum í fjölmörgum málum og marg oft þurft að ýta við honum. Okkur er Ijóst að sí- felldur ófriður hefur skaðað þenn- an bæ, og við viljum aukið sam- starf. Nú ráðast málgögn meiri- hlutans á okkur fyrir þetta og telja slíka stefnu með öllu óhæfa. En fólkið í bænum er farið að skilja það, að sífelld illindi eru engum til góðs. Talsmenn illinda- stefnunnar heyra fortíðinni til. Við verðum að stöðva fólksflótt- ann, auka trú bæjarbúa á framtíð kaupstaðarins, vera bjartsýn og dugleg að framkvæma aðkallandi verkefni og hika ekki við að leita samstarfs við alla góða og skyn- sama menn, hvar svo sem þeir eru í flokki. Við þurfum athafnasam- an, framsýnan og duglegan bæjar- stjóra, sem vinnur fyrir bæjarfé- lagið í heild en lítur ekki á sig sem starfsmann pólitískrar klíku. Við eigum að nýta betur alla góða starfskrafta og láta þröng flokks- pólitísk sjónarmið hverfa úr bæj- armálunum. Árásir og aurkast er engum til gagns. En því verður svarað af fullri einurð, og rangfærslur ill- indastefnunnar verða leiðréttar jafnóðum og þær birtast. Persónu- níðið mun harðast koma niður á þeim sjálfum sem því beita. Matthías Bjamason. TIL SÖLU er 8 tonna mótorbátur með eða án veiðarfærum. Upplýsingar gefur JÓN GRIMSSON. ÍBUÐ TIL SÖLU. Ibúð mín í Brunngötu 12 A., efri hæð, er til sölu nú þegar. ARINBJÖRN GUÐNASON x D

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.