Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 15.05.1962, Qupperneq 4

Vesturland - 15.05.1962, Qupperneq 4
Fundur Sjálfstæðismanna að Uppsölum IJútíus lii'iniiiiiiihsini I frá Atliisliiðum I NOKKUR MINNINGARORÐ JARÐARFÖR Júlíusar Geirmunds- sonar frá Atlastöðum fór fram frá ísafjarðarkirkju s.l. laugardag, en hann andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu á Isafirði 6. maí s.l. eftir stutta sjúkdómslegu. Júlíus fluttist til ísafjarðar 1946 frá Atlastöðum í Fljótavík, en þar hafði hann búið um það bil 40 ár. Hann var fæddur í Stakkadal í Aðalvík 26. maí 1884 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum Geir- mundi Guðmundssyni og Sigurlínu Friðriksdóttur. Árið 1906 kvæntist hann Guðrúnu Jónsdóttur og sama ár keypti hann jörðina Atlastaði og hófu þau iþar búskap og bjuggu þar til ársins 1946. Júlíus Geirmundsson var karl- menni mikið, hann bjó á afskekktri jörð við erfið skilyrði, stundaði um árabil sjóróðra frá Aðalvík sam- hliða búskapnum í Fljótavík og bar lífsnauðsynjar til heimilisins á bakinu yfir erfiðan fjallveg. Ó- talin eru sporin hans á hinum bratta fjallvegi á milli Látra og Fljótavíkur, og enginn veit hversu mörg tonn þessi maður bar. En hann var sterkur maður til líkama og sálar og háði sína hörðu lífs- baráttu á fjallvegi lífsins og bar sigur af hólmi í hverri orustu. Ekkert held ég að meira hafi feng- ið á Júlíus en að yfirgefa jörðina sína, þegar frá er talin ástvina- missir. Það hafa verið þung spor, þegar hann gekk í seinasta sinni niður í fjöruna í Fljótavík og fór um borð í bátinn, sem flutti hann í burtu frá þeim stað, sem hann hafði starfað og lifað í 40 ár og séð börn sín vaxa úr grasi og verða að fulltíða fólki. Þessi þungu spor þurfti fjöldi Sléttuhreppinga og Grunnvíkinga að stíga, og þeir einir, sem það hafa lifað, skilja hversu erfitt er að yfirgefa heima- byggð sína og eignir vegna breyttra þjóðfélagsaðstæðna og það ætti að verða þjóðfélaginu í framtíðinni hvatning að láta ekki fleiri byggðarlög hljóta sömu ör- lög. Júlíus Geirmundsson var hetja, hann barðist ótrauður við ó- blíð náttúrukjör, stundaði sjó og búskap jöfnum höndum, var ham- hleypa við hvert starf. Hann trúði á lífið og um hann lék blær bjart- sýni og glaðværðar, sem entist honum til dauðadags. Hann var stórbrotinn persónuleiki, en innst inni var hann viðkvæmur maður. Svo viðkvæmur, að eftir að hann flutti frá Atlastöðum til ísafjarð- ar, fór hann aldrei norður. Hann vissi að það yrði ofraun að sjá jörð sína í eyði, en það þoldi þetta karlmenni ekki að horfa upp á. Þau hjónin Guðrún og Júlíus STUÐNINGSMENN D-listans á Isafirði héldu fund að Uppsölum s. 1. fimmtudag. Fundurinn var vel sóttur og tókst með ágætum í alla staði. 1 síðasta tölublaði Vesturlands var lítillega minnst á fundinn, en blaðið var fullbúið til prentunar áður en honum var lokið. Það er auðséð á Skutli, að þeir aðstand- endur H-listans eru óánægðir með það, hve fundurinn tókst vel. Þó að nú sé farið að líða að kosning- um hafa Skutulskennararnir enn þá ekki treyst sér til þess að boða til fundar í félögum Alþýðuflokks- ins. Þess vegna eru þeir gramir yfir því hve fundur sjálfstæðisfé- laganna tókst vel. Á sama tíma og sjálfstæðismenn koma saman og ræða bæjarmálin láta kratarnir reka á Hornvíkinni og gera sér þaö eitt til dundurs, að reyna að ó- frægja það fólk, sem skipar sér undir merki Sjálfstæðisflokksins. Óskhyggja þeirra um lélega fund- arsókn hjá sjálfstæðismönnum fær ekki staðizt. Eigendur Alþýðu- hússins, verkamenn og sjómenn hér í bæ, þakka ekki málpípum vinstri flokkanna fyrir það, að nota Alþýðuhúsið í ófrægingarher- ferð sinni á hendur andstæðing- anna. eignuðust 12 börn, sem öll komust til fullorðinsára, og eru 10 þeirra á lifi. Þrír synir þeirra eru búsettir hér vestra: Geirmundur í Hnífs- dal, Jóhann og Þórður hér á ísa- firði. Guðrún kona Júlíusar andaðist 24. marz 1951 og eftir það var Júlíus meira einmana en hann sjálfur vildi vera láta. Með honum er til moldar fall- inn einn hinna sterku stofna, sem báru svipmót hinna gömlu vest- firsku garpa. Svipmót þeirra, störf og hörð lífsbarátta er geymd í huga okkar allra. Júlíus Geir- mundsson lifði mikla umbrota- og framfaratíma, hann lifði ólík tíma- bil og kunni vel að meta þau hvert á sína vísu með kostum og göllum. Ég óska honum góðrar líðunar í hans nýju heimkynnum og þakka honum góð kynni. Blessuð sé minning Júlíusar Geirmundssonar. M. Bj. Hér á eftir fer inntak úr ræðum frummælendanna á fundi sjálf- stæðisfélagana: Kjartan J. Jóhannsson: Kjartan bað menn að minnast þess, sem áunnizt hefði á undan- förnum árum og að haía það í huga, að Sjálfstæðisflokkurinn væri nú langstærsti stjórnmála- flokkurinn í bænum og honum væri alltaf að aukast fylgi á sama tíma og fylgi andstæðinganna færi þverrandi. Það er óttinn við styrk Sjálf- stæðisflokksins, sem kemur and- stæðingunum til að bjóða fram sameiginlegan lista að áeggjan kommúnista. Kratamir á ísafirði hafa aldrei hugsað hátt. Þeir lögðust á móti dýpkun Sundanna á sínum tíma og töldu, að það gæti ekki gerzt í tíð núlifandi manna. Þeir voru á móti byggingu flugvallar hér vegna þess að þeir álitu að verkið yrði of dýrt. Nú hæla þeir sér iaf því að þessum framkvæmdum er lokið á kjörtíma- bilinu, en gleyma að geta þess, hvað þeir hafa tafið verkið um mörg ár. Högn Þórðarson: Högni ræddi bæjarmálin al- mennt. Hann drap meðal annars á samstarfið hjá meirihluta bæjar- stjómar og óheilindin, sem þar eru ríkjandi. Bæjarstjórinn, sem nú er er og verður dragbítur á fram- kvæmdir í bænum. 1 lok ræðu sinnar hvatti Högni menn til bjart- sýni á framtíð ísafjarðar, og hvatti menn til samstilltra átaka í bæjar- málunum í framtíðinni. Einar B. Ingvarssan: Einar bað menn gera sér fulla grein fyrir þeim málum, sem lögð væru fyrir bæjarstjórn hverju sinni. Hann rakti gang ýmissa mála, sem komið hafa til umræðu hér, og hvernig núverandi bæjar- stjórnarmeirihluti hafði tekið á þeim málum. Kristján Jónsson: Kristján gerði að umræðuefni viðhorf andstæðinganna til þeirra kosninganna. Hann hvatti menn til sameiginlegra átaka um þau mál, sem sjálfstæðismenn hafa fram borið, en hafa það í huga að harðvítugur stéttarígur og skefja- laus stjórnmálabarátta gætu leitt til hins verra. 1 lok ræðu sinnar hvatti Krist- ján menn itil þess að gera sigur sj'álfstæðismanna sem mestan í kosningunum, sem framundan væru. Samúel Jónsson: Samúel gerið að umræðuefni bandalag vinstri flokkanna, — endurvakið „hræðslubandalag". Hann benti á það, að þetta banda- lag hafi verið stofnað í þeim til- gangi einum að læða einum komm- únista inn í bæjarstjórnina, sem ekki hefði náð kjöri af sjálfsdáð- um. Hann ræddi síðan kosningamar og bað menn hafa það í huga, að trúin á framtíð bæjarins byggist á því, iað fela þeim mönnum for- ystu ihans, sem hafa viljann til að búa í haginn fyrir íbúana. Marsellíus Bemharðsson: Marsellíus gerði að umræðuefni ýmsar framkvæmdir á vegum bæj- arfélagsins. Hann ræddi sérstak- lega byggingar- og skipulagsmál og framkvæmdir við hafnargerð- ina og sýndi fram á að þar gengi allt á tréfótum. í ræðu sinni drap Marsellíus m.a. á hitaveitumálið, sem var til umræðu hér fyrir all- mörgum árum, en kratarnir svæfðu á sínum tíma. Þá kom hann með hugmynd um byggingu sorpeyð- ingarstöðvar hér, byggingu sjó- mannastofu og fleiri mál, sem hag bæjarfólagsins varða. Matthías Bjarnason: 1 upphafi ræðu sinnar gerði Matthías að umræðuefni þau mál, sem bæjarstjórnarmeirihlutinn hefur þyrlað upp mestu ryki um nú í sambandi við kosningarnar. Hann benti á óheilindi þeirra manna, sem nú skipa meirihluta bæjarstjórnar. Þeim dettur aldrei neitt í hug nema fyrir kosningar. Matthías drap ennfremur á framkvæmdirnar við hafnargerð- ina og hvemig haldið hafi verið á þeim málum á undanförnum árum. Þar hefur ekkert verið fram- kvæmt, en nú fáum dögum fyrir kosningar er hafizt handa og feng- inn krani til þess að vinna við höfnina og íþróttavöllinn. Þá brá Matthías upp mynd af því hvernig fylgi vinstri flokkanna hefur farið minnkandi á meðan fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur íarið vaxandi, og ræddi ennfrem- ur um atvinnu- og húsnæðismálin. Einnig ræddi hann ýtarlega um fólksflóttann úr bænum, orsakir hans og leiðir til þess að stöðva þessa óheillaþróun. í lok ræðu sinnar hvatti hann menn til baráttu fyrir málefnum Sjálfstæðisflokksins og til að vinna vel að þeim málum, sem sjálfstæðismenn hafa barizt fyrir í bæjarstjórninni á undanfömum árum.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.