Vesturland

Árgangur

Vesturland - 26.05.1962, Blaðsíða 8

Vesturland - 26.05.1962, Blaðsíða 8
Til fflinnis iyrir kjósendur £ Kratarnir hafa einir, eða í samstarfi við aðra vinstriflokka haft meirihlutaaðstöðu hér á lsafirði í áratugi, að undanteknum þeim rúmlega fimm árum, sem sjálfstæðismenn stjórnuðu bænum ásamt ko mmúnistum. A valdaárum vinstriflokkanna hefur bæjarbúum sífellt farið fækk- andi. Bæjarstjómarmeirihlutinn hefur ekkert gert ennþá til að reyna að stöðva fólksflóttann. £ Fylgi vinstriflokkanna hefur farið þverrandi í öllum bæjarstjómar- kosningum hér á fsafirði frá 1942. Vinstrimenn höfðu samtals 971 atkvæði árið 1942, en aðeins 699 atkvæði árið 1958. Þannig mun stjarna þeirra ennþá lækka mikið á himni ísfirzkra stjórnmála. Isfirðingar eru staðráðnir í því að gefa „kássuimi1 hvíldina. Þeir kjósa ísafirði bjarta framtíð. I>eir kjósa D-listann. ^ Vinstriflokkamir telja sig eina borna til þess að fara með stjórn bæjarmálanna hér. Hver á að fara með stjórn bæjarfélagsins þegar þeir falla fyrir sigð hins mikla sláttumanns, eða telja þeir sig vera ódauðiega? £ Stefnuskrá sjálfstæðismanna mótast af bjartsýni og trú á fram- tíð fsaf jarðar. Frambjóðendur þríflokkanna kalla hana „himnastig- ann“ (þó segja þeir, að hún líkist sinni stefnuskrá). Þeir hafa ennþá ekki öðlast þá trú, að hér sé hægt að lifa menningarlífi, eins og í öðr- um bæjarfélögum á fslandi. £ Sjálfstæðismenn vilja að vélbátaútgerðin verði aukin og reynt verði eftir megni að greiða fyrir vexti hennar. Með því vilja þeir tryggja, að fiskvinnslustöðvarnar í bænum hafi jafnan nægilegt hrá- efni til að vinna úr. Þá vilja þeir bæta aðstöðu smáútgerðarinnar og að aukinn verði niðursuðuiðnaður. Þeir vilja að bæjarfélagið reyni að greiða fyrir því, að komið verði upp fjölbreyttari iðnaði hér og efld þau iðnfyrirtæki, sem íyrir eru. Þeir vilja, að hafin verði stækkun bátahafnarinnar og lokið við hafn- argarðinn í Neðstakaupstað. Þeir vilja endurbyggingu bæjarbryggjuimar, halda áfram byggingu sjóvarnargarða og hefja imdirbúning á byggingu verbúða. Verbúða- málið hefur strandað á því, að bæjarstjórinn stakk því niður í skúffu hjá sér. £ Sjálfstæðismenn vilja halda áfram gatnagerð úr varanlegu efni. Þeir vilja að styrkur ríkissjóðs til varanlegrar gatnagerðar verði stóriega hækkaður til þess að unnt verði að hraða þessu verki, eins og þörf er á. Þeir vilja vinna að endurbyggingu á innanbæjarkerfi vatnsveitunnar, sem nú er í mesta ólestri. Þeir vilja vinna að aukinni fegrun bæjarins, hef ja undirbúing að byggingu sorpeyðingarstöðvar og vinna að kaupum á sorpflutningabifreið fyrir bæinn. Þeir vilja hraða skipulagningu bæjarins, girða bæjarlandið og vilja að öli stærri verk, sem unnin eru á vegum bæjarins verði boðin út, til hagsbóta fyrir bæjarbúa. ^ Sjálfstæðismenn viija gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að laða ungu kynslóðina að ísafirði. Þeir hyggjast m.a. gera það með aukinni aðstoð við húsbyggjendur. Þeir vilja leggja fram ríflegt Framhald á 3. síðu. Orka og æska ÞAÐ blandast engum hugur um að eitt aðalvandamál ísafjarðar í framtíðinni verður að útvega eða koma auga á orku, sem íbúamir geta keypt og notfært sér til Ijósa, hita og hreyfiafls, því að með ári hverju eykst orkuþörf hvers ein- staklings eftir því sem hann tekur fleiri vélar í þjónustu sína, og er nú svo komið að á næsta ári fer okkur að vanta rafmagn ef ein- vörðungu þarf að treysta á þær orkustöðvar, sem eru fyrir hendi í -dag. Fyrst af öllu þarf að finna vatnsafl til framleiðslu rafmagns, en ef það tekur of langan tíma, þá verðum við að koma upp di- esel-aflstöð eða annari hentugri olíuaflstöð, en hvert kw. kostar í dag í framleiðslu frá diesel-aflstöð kr. 1,20. Til þess að ísafjörður dragist ekki aftur úr öðrum bæj- um, er nauðsynlegt að hafizt verði handa á næstunni um að rannsaka hvort ekki finnist 'heitt vatn til upphitunar og annara þarfa, eins og flestir bæir keppast nú um að gjöra, og ef ekkert heitt vatn finnst í jörðu, þá væri athugandi hvort ekki væri hægt að virkja strauminn í Sundunum eða með öðrum orðum sjávarföllin. Virkjun Sundanna. Ef maður reiknar með að Poll- urinn sé 2 ferkílómetrar að flatar- máli og meðal hæðarmismunur á flóði og fjöru sé yfir árið á hverj- um 6 stundum 1 metri, þá fer sjávarmagn um Sundin á sólar- hring ca. 10 milljón tonn, eða 400 þúsund tonn á klukkustund, eða 111 þúsund sek.lítrar, og er þetta ekki reiknað ríflega. Þá er ekki úr vegi að velta því fyrir sér, hvort ekki sé möguleiki á að virkja þessa orku í framtíðinni til hitun- ar á vatni til upphitunar, og í sambandi við þá virkjun yrði byggð brú yfir Sundin og báta- höfn og skipaafgreiðsla staðsett Sundamegin, og þar með væri flug- völlurinn kominn svo að segja að bæjardyrum okkar, eða þeirra, sem þá byggðu þennan bæ. Nú, ef þetta teldist óframkvæmanlegt, þá væri ekki úr vegi að líta til fjall- anna, og staðsetja þar öflugar vindrafstöðvar til frcunleiðslu raf- magns. Ég slæ þessu svona fram til umhugsunar, áður en við kom- um okkur upp atomorkuveri. Orkan og æskan. Þá eigum við eitt afl í viðbót, sem við þurfum öll að hafa vak- andi auga með að sé notað, og á ég þar við starfslöngun og þrótt æskufólks eða unglinga. Flestir muna eftir því, þegar þeir voru ungir, hve mikla gleði og ánægju það veitti þeim, ef þeir voru látnir vinna verk við þeirra hæfi og gátu leyst það vel af hendi, og í hverj- um einasta ungling býr starfs- löngun og sköpunargleði, sem þarf að fá útrás, þannig að þeim finnist þeir ekki verða utangátta í starfi lífsins. Það er leiðinlegt að þurfa að neita ungling um vinnu, sem kemur til manns fullur starfslöng- unar. Þessvegna þurfum við öll í þess- um bæ að reyna að ráða fram úr þeim vanda að sjá unglingum fyrir vinnu við sitt hæfi, og munu þeir minnast þess, þegar þeir verða fullorðnir, hversu mikillar gleði og uppeldisáhrifa þeir urðu fyrir í æsku með því að vinna, og þar að auki tengjast þeim stað, sem veitti þeim slíkt tækifæri, órjúf- andi böndum. Ég er sannfærður um að allir eru sammála um, að án starfs sé ekkert líf. Samúel Jónsson. Eflir 24 iíra sljórn kratanna I lok 24 ára valdatímabils Al- þýðuflokksins var bærinn svo til vatnslaus og rafmagnsskort- ur tilfinnanlegur að vetrinum. „Ástandið í húsnæðis- málum bæjarins er hörm- ulegt“ sagði Jón Guðjóns- son í bréfi til Nýbygging- arráðs 18. sept. 1945. „ ... Hafnarmannvirki við ísafjarðarhöfn eru mjög úr sér gengin. . . . Neðsakaupstaðar- bryggjan er alveg að falla saman. ... Bæjarbryggj- an þarfnast enn stórkost- legrar viðgerðar. . . . Eins og ástatt er um hafnarmannvirki á ísa- firði verður ekki komizt hjá stórmiklum fram- kvæmdum á næstu árum“ sagði sami bæjarstjóri í desember 1945 í bréfi til samgöngumálaráðherra. Ástandið í atvinnumál- um var í svipuðum dúr. Þetta er lýsing Alþýðu- flokksins sjálfs á ástand- inu hér á ísafirði, þegar hann skildi við eftir 24 ára stjórn. I...... jj

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.