Vesturland

Árgangur

Vesturland - 12.01.1965, Síða 1

Vesturland - 12.01.1965, Síða 1
t Ólafur Thors fallinn frá t ÓLAFUR THORS, fyrr- verandi forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðisflokksins lézt að morgni gamlársdags, tæplega 73 ára að aldri. Þjóðin á þar á bak að sjá glæsilegasta og stórbrotnasta stjórnmálaforingja sínum á þessari öld. Fáir menn hafa verið jafn vel til forystu falln- ir sem Ólafur Thors, og fáum hefur tekizt jafn vel að rækja sitt forystuhlutverk og Ólafi á fjögurra, áratuga viðburða- ríkum stjórnmálaferli. Vinsældir og lýðhylli ólafs Thors náðu langt út yfir raðir stærsta stjórnmálaflokks landsins, Sjálfstæðisflokksins, sem sífellt hefur farið vaxandi að fylgi og þrótti undir mark- vissri leiðsögu Ölafs Thors. Hann þótti harðskeyttur and- stæðingur, en ávann sér engu að síður virðingu, vináttu og aðdáun andstæðinganna. Með- al flokksmanna sinna var Ól- afur Thors liinn óumdeildi foringi, sem beitti sínum per- sónutöfrum og stjórnmála- snilli til þess að sameina öll öfl í framsækinni baráttu flokksins fyrir heill og velferð þjóðarinnar allrar. Enginn stjórnmálamaður á þessari öld liefur átt ríkari þátt í mótun þess þjóðfélags, sem við búum nú við, og enginn stjórnmála- maður á þessari öld hefur náð jafn sterkum tökum í hugum landsmanna allra sem Ólafur Thors. Mátti heita að ólafur Thors væri orðin þjóðsagna- persóna í lifanda lífi. Ölafur Thors var fæddur 19. janúar 1892 og voru foreldrar hans hinn kunni athafnamaður Thor Jensen og Margrét Þor- björg Kristjánsdóttir. Að námi loknu gerðist ÓI- afur Thors framkvæmdastjóri Kveldúlfs, en hugur hans stóð snemma til stjórnmála og var liann fyrst kosinn á þing árið 1925 fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu og sat óslitið á þingi fyrir það kjördæmi til ársins 1959, en varð þá 1. þingmaður Reykjaneskjör- dæmis og allt til dauðadags. Hafði hann þá setið á þingi í nærfellt fjóra áratugi. ólafur Thors tók fyrst sæti í ríkisstjórn Ásgeirs Ásgeirs- sonar árið 1932, en myndaði sitt fyrsta ráðuneyti vorið 1942, en alls var ólafur for- sætisráðherra í fimm ríkis- stjórnum og gegndi ýmsum öðrum ráðherrastörfum. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins var Ólafur Thors frá 1934 fram til ársins 1961, en sagði þá af sér formennsku í flokkn- um. Fjölmörgum öðrum trún- aðar- og virðingarstöðum gegndi Ólafur Thors í þágu lands og þjóðar. Árið 1915 kvæntist ólafur Thors Ingibjörgu Indriðadótt- ur Einarssonar skálds og konu lians Mörthu Maríu Guðjohn- sen. Áttu þau fimm börn, og eru fjögur þeirra á lífi. Hjóna- band þeirra var mjög ástríkt og frú Ingibjörg reyndist manni sínum hin dyggasta stoð og stytta í harðri baráttu á langri starfsævi. Vestfirzkir Sjálfstæðismenn kveðja ölaf Thors með sökn- uði, og þakka lionum hans mikla starf í þágu flokks og þjóðar á umliðnum árum. Blessuð sé minning hans. Frú Ingibjörgu Thors og fjöl- skyldu færa þeir innilegustu samúðarkveðjur og blessunar- óskir um ókomin ár. Útför Ólafs Thors var gerð frá Dómkirkjunni sl. þriðju- dag að viðstöddu miklu fjöl- menni. Minningarræðima flutti dr. Bjarni Jónsson vígslu- biskup. Meðal viðstaddra voru, auk ættingja og vina hins látna, forseti lslands, biskupinn yfir Islandi, ríkisstjórn, sendi- herrar erlendra ríkja, forsetar Alþingis, fjölmargir þing- menn, borgarstjórinn í Reykjavík og fjöldi embættis- manna. Ríkisstjórn lslands og for- seti Sameinaðs þings báru kistuna úr kirkju. Fyrir utan kirkjuna stóðu lögregluþjónar heiðursvörð, en á gangstéttun- um fyrir framan Alþingishúsið voru 65 fánaberar úr samtök- um ungra Sjálfstæðismanna, kvöddu þeir hinn látna, leið- toga með því að láta fánann drúpa þegar líkvagninn ók hjá. ólafur Thors var grafinn í gamla kirkjugarðinum í Reykjavík og báru nánustu ættingjar kistu hans að gröf- inni. Þar flutti dr. Bjarni Jóns- son vígslubiskup bæn. Þeir, sem ekki komust I kirkju, tóku sér sæti í Sjálf- stæðishúsinu og hlustuðu á út- förina, sem var útvarpað. Sviðið í húsinu var prýtt fán- um og blómurn umhverfis stóra mynd af hinum látna foringja. ÓLAFUR THORS

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.