Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 12.01.1965, Qupperneq 4

Vesturland - 12.01.1965, Qupperneq 4
4 VESTURLAND kvæmdir á Vestfjörðum I sam- ræmi við þingsályktunartil- lögu, sem þeir Gísli Jónsson og Kjartan Jóhannsson fluttu á Alþingi fyrir tæpum tveimur árum, munu nú langt komnir með það verk. Vænti ég, að álitsgerð og tillögur um þetta þýðingarmikla mál, muni verða tilbúnar síðar á yfir- standandi Alþingi, og er það von mín að hafizt verði þá þegar handa um framkvæmd þeirra. 16,3 millj. kr. til skólabygginga á Vestfjörðum. í sambandi við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1965, vil ég einnig geta þess, að sam- kvæmt þeim, er veitt meira fé til skólabygginga á Vest- fjörðum, en nokkru sinni fyrr. Til byggingar barnaskóla á Vestfjörðum, eru nú veittar kr. 6.933,859,00. Til skóla- stjóraíbúða kr. 407.462,00, til skólabifreiðar kr. 40.000,00. Samtals til bamaskólabygg- inga, skólastjóraíbúða og skólabifreiðar kr. 7.381.321,00. Til nýrra bygginga við hér- aðsskólana, eru veittar 8.920. 534,00. Þessi fjárveiting skipt- ist þannig, að til byggingar héraðsskólans í Reykjanesi eru veittar 4.565.034,00 og til hér- aðsskólans á Núpi 4.355.500,00 Samtals er veitt til nýrra skólabygginga á Vestfjörðum árið 1965 kr. 16.301.855,00. Fyllsta ástæða er til þess, að fagna þessum myndarlegu fjárveitingum til umbóta í skólamálum Vestfirðinga. Brýna nauðsyn bar til þess, að byggja nýja bamaskóla víðs vegar í þessum lands- hluta. Er nú ötullega unnið að því. Jafnhliða er verið að byggja upp, með miklum myndarbrag hina tvo héraðs- skóla í Reykjanesi og að Núpi í Dýrafirði. En báðir þessir skólar hafa úndanfama ára- tugi sannað tilverurétt sinn, og orðið að miklu gagni, ekki aðeins fyrir Vestfirðinga, heldur fyrir hundruð æsku- fólks úr öðrum landshlutum. Menntaskóli á ísafirði. Næsta stóra sporið í skóla- málum Vestfirðinga, verður bygging menntaskóla á Isa- firði. Hefur frumvarp um stofnun menntaskóla Vest- fjarða verið flutt á yfirstand- andi þingi af þingmönnum úr öllum stjómmálaflokkum. Við umræður um það frumvarp í Neðri deild, gerðist það, að menntamálaráðherra lýsti yfir þeirri skoðun sinni, að menntaskóli ætti að rísa á Vestfjörðum. Það er því auðsætt, að menntaskólamáli Vestfirðinga, er mjög að aukast fylgi, og hefur verið tekið upp með auknum þrótti. Fleiri og fleiri gera sér ljóst, að menningar- miðstöðvar þjóðarinnar, verða að rísa í öllum landshlutum. Kjami málsins er sá, að góð- ur skóli gerir fleira en að upp- fræða æskuna og fá henni próf, þekkingu og veganesti út í lífið. Hann kemur með gust af sjálfri heimsmenningunni, menningarlega og félagslega, kjölfestu og fjölbreytileik í lífið í kringum sig. Slík áhrif fyígja ekki aðeins mennta- skóla, heldur líka héraðsskóla, í sveit, eða tónlistarskóla í kaupstað eða kauptúni. Fólkið á lslandi er alls staðar eins. Það vill halda bömum sínum hjá sér eins lengi og það getur, og það vill fjölbreytileik í líf sitt og starf. Það er ekki nóg fyrir fólkið að hafa góðar og lífvænlegar tekjur. Það verður að geta eytt þeim, sér og sín- um til uppbyggingar, og líka til tilbreytingar og skemmtun- ar. Allt þetta verður að taka með í reikninginn, þegar okk- ar litla þjóðfélag er að mót- ast, breytast og byggjast upp, með nútíma sniði. Ég er sannfærður um, að ekki líður á löngu þar til menntaskóli rís á Vestfjörð- um, ekki aðeins í þágu fólks- ins sem byggir þennan lands- hluta, heldur íslenzku þjóðar- innar í heild. Bæta þarf aðstöðu línuútvegsins. Ég hefi aðeins drepið hér á ör- fá hagsmunamál okkar Vest- firðinga. Mér er ljóst, að margvíslegir erfiðleikar blasa við atvinnulífinu hér vestra. Stóraukinn framleiðslukostn- aður þrengir mjög að útgerð og rekstri hraðfrystihúsa. Nýjar veiðiaðferðir á þorsk- veiðum í öðrum landshlutum, herða samkeppnina við vest- firzka útgerð um vinnuaflið. Óhjákvæmilegt virðist að gera ráðstafanir til að bæta aðstöðu línuútvegsins, sem lagt hefur fram bezta hráefnið til vinnslu í hraðfrystihúsunum, og átt hefur ríkan þátt í öflun góðra markaða og vinsælda hrað- frysta fiskjarins meðal við- skiptaþjóða okkar. Að lausn þessara vandamála verður að vinna af festu og sanngimi. Það er sameiginlegt hags- munamál, sjómanna útvegs- manna og þjóðarheildarinnar. Ef okkur íslendingum tekst að njóta vinnufriðar á þessu nýbyrjaða ári, er ekki ástæða til svartsýni um framtíðina. Framleiðslutækin eni stöðugt að verða fullkomnari og af- kastameiri, arðurinn af starfi þjóðarinnar meiri, og útflutn- ingsafurðimar verðmætari. Það væri mikið lánleysi, ef þjóð sem þannig er á vegi stödd, léti villa sér svo sýn, að hún teldi það henta hags- munum sínum, að hefja á ný taumlaust kaupphlaup milli kaupgjalds og verðlags, og sleppa verðbólgu og dýrtíð, lausbeizlaðri á efnahagslíf sitt og allan almenning í landinu. Ég vil ekki trúa því, að til þess komi. Islendingar standa nú einmitt í stórbrotnu uppbyggingar- starfi. Þjóðin býr við góð og batnandi lífskjör. Takmark hennar er rúmgott og réttlátt þjóðfélag, sem veitir öllum borgurum sínum tækifæri til þess, að lifa þroskavænlegu og hamingjusömu lífi. Það er von mín að okkur Vestfirðingum tákist á næst- unni, að Ieggja grundvöll að enn nýjum framfarasporum og bættri aðstöðu vestfirzks fólks í lífsbaráttu þess í sveit og við sjó. Ef við Ieggjumst öll á eitt í baráttunni, hvar sem við stöndum í stétt eða stjórn- málaflokki, er ég þess fullviss að vonir okkar munu rætast. Vandamálin verða leyst, erfið- leikamir sigraðir, og hugsjón- ir verða að raunveruleika. Ég óska öllum Vestfirðing- um hamingju og farsældar á nýju ári. 6. janúar 1965. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Erfiít ferðalay Fréttaritari Vesturlands á Hólmavík sagði í samtali við blaðið á laugardag, að áætl- unarbílnum frá Reykjavík hefði gengið erfiðlega til Hólmavíkur í síðustu viku. Komst bíllinn ekki nema upp á Ennisháls á föstudagskvöld vegna ófærðar og urðu far- þegar að ganga til bæja á Broddanesi. Tveir eða þrír jeppar fóru til móts við fólkið, en komust ekki nema að Hvalsá. Einnig var ýta send á móti, en hún bilaði. Veginum til Hólmavíkur hefur verið haldið opnum í vetur með ýtum, en það hefur verið ákaflega erfitt og færð oft þung og mikið þurft að moka, en þó hefur áætlunar- bíllinn farið eina ferð í viku, og er þetta í fyrsta skipti í vetur, sem hann hefur ekki komizt alla leið á einum sólar- hring. Ný verksmiBja í Bolungarvík Bolungarvík, 8. jan. Stofnuð hefur verið verk- smiðja til framleiðslu á ein- angrunarplasti í Bolungarvík og er langt komið smíði verk- smiðjuhússins. Eigandi verk- smiðjunnar er Jón Friðgeir Einarsson byggingameistari, sem undanfarin ár hefur rekið hér trésmíðaverkstæði og staðið fyrir byggingu flestra íbúðarhúsa og annarra bygg- inga hér á staðnum hin seinni ár. Áformað er að plastverk- smiðjan geti hafið starfsemi sína í næsta mánuði eða í marzbyrjun, en verið er að byggja yfir starfsemina 12x20 metra hús, áfast við trésmíða- verkstæði Jóns F. Einarsson- ar. Ennfremur hafa verið fest kaup á öllum nauðsynlegum tækjum og vélum til fram- leiðslunnar. Mun verksmiðjan framleiða Veggja-plasteinangrun í öllum venjulegum þykktum og enn- fremur sérstaka gólfeinangr- iún. Plasteinangrun er nú svo að segja eingöngu notuð í allar byggingar hér á landi, en þar sem þetta er fyrirferðarmikið efni, er það mjög dýrt í flutn- ingi. Telur Jón Friðgeir, að með tilkomu verksmiðjunnar hér, muni Vestfirðingar geta fengið ódýrari plasteinangrun en áður, en þeir hafa orðið að flytja allt einangrunarefni frá Reykjavík. Afkastageta verksmiðjunn- ar verður það mikil, að hún getur annað allri eftirspum hér á Vestfjörðum, og mögu- leikar eru á því að auka af- köstin, ef þess gerist þörf. Hráefni til framleiðslunnar verður flutt inn frá Eng- landi. SíObúinn Jólapóstnr Á Þingeyri er kvartað und- an því, hve póstsamgöngur eru lélegar. Telja Þingeyringar sig mjög afskipta um póstsam- göngur og taka sem dæmi, að jólapósturinn til Þingeyrar kom með skipi vestur rétt fyrir jólin, en var settur á land á Flateyri og ekki sendur til Þingeyrar fyrr en á milli jóla og nýárs með Fagranes- inu. Enda þótt Bjöm Pálsson fljúgi oft til Þingeyrar, ber það sárasjaldan við, að póstur sé sendur með vélinni. Þykir Þingeyringum nauðsynlegt að ráðin verði bót á þessu hið fyrsta. Minnino... Framhald af 2. síðu hann átt sæti lengur en nokk- ur annar núlífandi þingmað- ur. Árið 1934 var Ólafur kjör- inn formaður Sjálfstæðis- flokksins og gengdi því starfi til haustsins 1961 að hann baðst undan endurkjöri sökum þess að hann taldi að heilsan leyfði sér ekki að gegna jafn miklu og erfiðu starfi sam- hliða embætti forsætisráð- herra og var núverandi for- sætisráðherra Bjarni Bene- diktsson, sem gegnt hafði varaformannsstarfi um langt árabil og verið nánasti sam- starfsmaður hans og vinur, kjörinn í það starf. Sem flokksformaður naut Ólafur Thors óskoraðs trausts allra flokksmanna um land allt og þekki ég ekki einn einasta flokksmann sem ekki var ljúft að hlýta leiðsögn þessa frá- bæra leiðtoga. Ég, sem þessi kveðjuorð rita, kynntist Ólafi Thors fyrir um það bil tveimur áratugum og oft til hans leitað um fjöl- mörg mál okkar Vestfirðinga með góðum árangri. Þau kynni hafa orðið mér í senn lærdómsrík og ánægjuleg. Eftir því sem þau urðu lengri og meiri fann ég betur hví- líkur mannkostamaður hann var og drengur góður í fyllstu meiningu þess orðs. Við vestfirzkir Sjálfstæðis- menn sendum frú Ingibjörgu konu hans, bömum þeirra, tengdabörnum og öðru skyldu- liði, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ég er þess full- viss að allir aðrir Vestfirðing- ar taka undir þær kveðjur. Með fráfalli Ólafs Thors hefur íslenzka þjóðin misst einn mikilhæfasta mann sinn og leiðtoga, en minningin um hann og storf hans mun lifa og geymast í hjörtum okkar allra. Guðs blessun veri með hon- um í nýjum heimkynnum. Matthías Bjamason. Shák|iranlir T.í. Fáar lausnir hafa enn bor- izt á skákþrautum þeim, sem birtar voru í jólablaði Vestur- lands. Skákmenn em hvattir til að senda lausnir liið fyrsta, eða fyrir 20. janúar, en lausn- ir verða birtar í næsta blaði, 26. janúar. Jólahraðskákmót Taflfélags Isafjarðar fór fram milli jóla og nýjárs og sigraði Matthías Kristinsson, en annar varð Birgir Valdimarsson

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.