Vesturland - 12.01.1965, Qupperneq 2
2
VESTURLAND
Fallinn er Ólafur Thors.
Hann var flokksforingi og
þjóðarleiðtogi. Engir veljast
til slíks hlutskiptis nema
miklir atgervismenn. En eng-
um var Ólafur líkur. f þjóðar-
vitund var hann hinn mikli
foringi, hinn mikli leiðtogi.
Engum gat dulizt það, sem
nokkuð til hans þekktu. Og
þeir, sem þekktu hann bezt,
dáðu hann mest.
Ég hef þekkt Ólaf Thors á
síðari árum. Aldrei munu
gleymast mér okkar fundir,
frá þeim fyrsta til hins síðasta.
Sem liðsmaður og starfs-
maður átti ég þess kost að
kynnast stjórnmálaforingjan-
um í starfi. Það var fróðlegt
°g gagnlegt fyrir hvem sem
er. En það var ómetanlegt
fyrir þann, sem er lítt kunn-
andi og óreyndur. Og Ólafur
kom öllum til nokkurs þroska.
Fyrir þá handleiðslu verður
aldrei fullþakkað.
Menn gera gjaman greinar-
mun á stjómmálamanninum
annars vegar og manninum
sjálfum hins vegar. En Ólafur
Thors verður ekki mældur
a venjulegum mælikvarða.
hann hafði til að bera í ríkum
mæli þá beztu hæfileika, sem
prýða stjómmálamanninn, en
hann var auk þess gæddur
þeim mannlegu eiginleikum,
sem beztir mega verða. I lífi
hans og starfi voru þessir eðl-
isþættir svo samofnir er frek-
ast má verða. Persónutöfrar
vom styrkur stjórnmála-
mannsins. Hann vann stjóm-
málunum allt með öllum sín-
um kröftum. Hann var sístarf-
andi, en naut lífsins jafn-
framt, því að stjómmálin voru
honum ekki kvöð heldur lífs-
köllun. Hann vann sleitulaust,
því að verkefnin vom til að
leysa þau, erfiðleikarnir til að
sigrast á. Hann unni sér ekki
hvíldar, meðan heilsa entist,
og hann fann ánægjuna í
sjálfu starfinu.
1 heimsstyrjöldinni síðari
sagði stríðshetjan Winston
Churchill eitt sinn: „Ég verð
að játa, að ég skil ekki, að
nokkur maður, sem hefir því
sögulega hlutverki að gegna
að vera hluttakandi í þessum
mikla hildarleik, geti látið sér
lynda að hverfa af vettvangi
skyldustarfanna í jafnvel
fimm mínútur.“ 1 þvílíkum
anda lifði og starfaði ólafur
Thors á miklum örlagatímum
íslenzku þjóðarinnar. Hann
afrekaði einnig miklu. Hann
efldi Sjálfstæðisflokkinn svo
að hugsjón og dáð, að hann
varð sterkasta stjómmálaaflið
í landinu. Hann varð flokks-
foringinn sem kunni að sigra,
og þjóðarleiðtoginn, sem kunni
að neyta sigursins. Enginn
einn maður hefir átt meiri
þátt í sókn þjóðarinnar til
frelsis og framfara á okkar
dögum.
Ólafur Thors leiddi þjóðina
til bjartari framtíðar, og
framtíðin mun geyma minn-
ingu hans.
Vil ég votta frú Ingibjörgu
og fjölskyldu hennar mína
innilegustu samúð.
Þorvaldur G. Kristjánsson
Á síðasta degi þess árs, sem
nú er liðið í aldanna skaut,
barst íslenzku þjóðinni sú
fregn að Ólafur Thors fyrr-
Séra Bjami blessar yfir gröfina.
Frú Ingibjörg og Ólafur Thors
verandi forsftisráðherra væri
látinn.
Á Islandi hefur í áratugi
enginn einn stjórnmálaflokkur
haft meirihluta og hefur því
orðið að leita samstarfs og
samninga á milli flokka um
stjórn landsins. Þær samn-
ingaumleitanir hafa oft tekið
langan tíma og verið erfiðar
og torleystar. í þeim hefur
skipzt á logn og stormur,,
harka og sveigjanleiki. Ég
vona að ég varpi ekki rýrð á
neinn mann þó að ég segi að
í slíkum samningum hafi Ól-
afur Thors staðið öllum öðrum
mönnum framar.
Ólafur Thors var óvenju
fjölhæfur maður. Hann var
skarpgáfaður, hreinskilinn,
djarfur og með framúrskar-
andi skapferli, samhliða glæsi-
mennsku í sjón og framkomu
allri. Hvar sem þessi maður
kom var eftir honum tekið,
hvar sem hann talaði var á
hann hlýtt. Hann var harður
baráttumaður og mikill mála-
fylgjumaður. Um hann stóð
oft mikill styrr og að honum
var oft höggvið. Hann varðist
og sótti af hreysti og leikni og
þó oft hafi verið hart barizt
var enginn maður fljótari til
sátta en hann. Drengskapar-
maður var hann svo af bar og
þegar þjóðinni reið mest á að
takast mætti samvinna milli
fiokka um lausn vandamála á
hverjum tíma, þá var hann sá
maðurinn, sem alltaf gat talað
við alla og átti hægast með að
koma á samstarfi. 1 þeim
samningum var hin létta lund
hans, glaðværð, bros og kímni-
gáfa ómetanleg.
Það er því enginn tilviljun
að maður, sem átti alla þessa
hæfileika hefur verið valda-
mestur allra stjómmálamanna
þjóðarinnar síðustu áratug-
ina og oftar valinn forsætis-
ráðherra en nokkur annar.
Það er heldur engin tilviljun
að þegar áhrifa hans gætti
sem mest á stjórn landsins
urðu framfarir og uppbygg-
ing íslenzka þjóðfélagsins
stórstígastar. Um það verður
ekki deilt að Ólafur Thors var
víðsýnn stjómmálamaður,
merkisberi framfara og
traustur talsmaður þjóðarinn-
ar heima og erlendis, sem að
verðleikum mun verða ræki-
lega minnzt, þegar rituð verð-
ur stjómmálasaga þjóðarinnar
síðustu fjóra áratugina.
Ólafur Thors var alþingis-
maður í fjörutíu ár og var á
þessu kjörtímabili aldursfor-
seti þingsins. Á Alþingi hefur
Framhald á 4. síðu