Vesturland - 12.01.1965, Page 3
VESTURLAND
3
SIGURÐUR BJARNASON FRÁ VIGUR:
— Horft mót nýju ári
Árið 1964 kvaddi með
sorgarfregn. Á gamlárs-
dagsmorgun bárust Is-
lendingum þau tíðindi,
að Ölafur Thors fyrrv.
forsætisráðherra og for-
maður Sjálfstæðis-
flokksins í nær þrjá ára-
tugi, væri látinn.
Enda þótt Ólafur
Thors hefði um skeið
ekki gengið heill til
skógar, kom þessi fregn
þó þjóðinni mjög á ó-
vart. Þessi svipmikli og
stórbrotni stjórnmála-
maður, hafði tekið sæti
sitt á Alþingi, er það
kom saman á síðastliðnu
hausti.
Tæpt ár var þá liðið
frá því, að hann sagði
af sér embætti forsætis-
ráðherra. Fyrir þremur
árum hafði hann sagt
af sér formennsku í
S j álf stæðisf lokknum.
Ólafur Thors sat aðéins fáa
daga á þingi síðastliðið haust,
og átti þangað ekki aftur-
kvæmt. Hann hafði setið á 48
þingum, og verið forsætisráð-
herra í 5 ráðuneytum. Það er
ekki of mælt, að liann hafi
skilið eftir sig dýpri spor, en
nokkur annar Islendingur á
þessari öld, á öllum sviðum ís-
lenzks þjóðlífs. Sjálfstæðis-
flokkurinn og þjóðin öll, á
honum mikið að þakka. Hann
átti ríkan þátt í að móta hina
víðsýnu og frjálslyndu fram-
farastefnu, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur fylgt á mesta
uppbyggingartímabili hins ís-
lenzka þjóðfélags. Þess vegna
hefur flokkurinn líka notið
almenns trausts og verið
sterkasta aflið í íslenzkum
stjórnmálum.
Minningin um glæsilegan og
svipmikinn persónuleika Ólafs
Thors, mun lengi lifa meðal
íslenzku þjóðarinnar. Af mál-
flutningi hans stóð hressandi
gustur, sem sópaði burtu allri
þoku og lognmollu. Hann var
athafnamaður í orði og verki,
hafði óbilandi trú á framtíð
Islands og möguleikum ís-
lenzku þjóðarinnar til þess að
lifa farsælu og sjálfstæðu
inenningarlífi í landi sínu.
Vestfirzkir Sjálfstæðismenn
þakka Ólafi Thors glæsilega
forystu, og allan drengskap og
manndóm. Við sendum frú
Ingibjörgu Thors, bömum
hennar og öðrum ástvinum og
venzlafólki innilegar samúðar-
kveðjur í sorg þeirra, um leið
og við biðjum þeim blessunar
á komandi árum.
Mikið framkvæmda- og
framleiðsluár.
Árið 1964 var mesta fram-
kvæmda- og framleiðsluár,
sem um getur hér á landi.
Heildarverðmæti útflutnings
okkar á árinu er nú áætlað um
4,5 milljarðar króna. Er það
500 milljónum króna meira
útflutningsverðmæti, en á ár-
inu 1963, og 900 milljón krón-
um meira en árið 1962. Er því
um gífurlega framleiðsluaukn-
ingu að ræða síðastliðin tvö
ár.
Hið mikla aflamagn á sum-
arsíldveiðunum leggur hér að
sjálfsögðu þyngsta lóðið á
vogarskálina. En aflabrögð á
öðrum fiskveiðum voru yfir-
leitt sæmileg á árinu. Að vísu
hefur verið aflabrestur á
þorskveiðum fyrir vestan-
verðu Norðurlandi, og hér á
Vestfjörðum, var afli mjög
tregur á haustvertíð.
í sambandi við síldveiðarnar
ber nú að leggja höfuðáherzlu
á aukna síldarflutninga milli
landshluta. Sú tilraun, sem
Einar Guðfinnsson og fyrir-
tæki hans gerðu á síðastliðnu
sumri, bendir langt áleiðis um
það, sem koma skal í þessum
efnum. Ekkert vit er í því, að
kasta hundruðum milljóna
króna í nýja fjárfestingu til
byggingar auknum verk-
smiðjukosti á Austfjörðum
meðan nægur kostur verk-
smiðja er fyrir hendi á Norð-
urlandi, hér á Vestfjörðum og
á Suður- og Suðvesturlandi.
Heildarafköst síldarverk-
smiðjanna í landinu nema nú
um 100 þúsund málum í
bræðslu á sólarhring. Verður
að leggja kapp á að hagnýta
sem bezt þennan verksmiðju-
kost, og stuðla jafnframt að
atvinnuöryggi í sem flestum
byggðarlögum landsins. Eng-
um heilvita manni kemur
heldur til hugar, að síldar-
göngumar muni um allan ald-
ur fyrst og fremst eða ein-
göngu beinast að Austfjörðum.
í marga áratugi kom sumar-
síldin fyrst upp að Vestfjörð-
um og vestanverðu Norður-
landi, og færði sig síðar aust-
ur með landinu.
Vinnufriður.
Skaplegur vinnufriður ríkti
á árinu 1964. Með júní-sam-
komulaginu var samið um
kaup og kjör til eins árs í
storum dráttum. Var það mik-
ill sigur, enda þótt í kjölfar
þess fylgdu ýmis ákvæði, sem
óvíst er að hafi heillavænleg
leg áhrif á þróun efnahags-
málanna í landinu. Á það fyrst
og fremst við um það samn-
ingsatriði, að hið svokallaða
„vísitölufyrirkomulag" skuli
tekið upp að nýju. Ein ugg-
vænlegasta staðreynd efna-
Sigurður Bjarnason
frá Vigur.
hagsmálanna á þessu ári er að
svo er nú komið, að verulegur
hluti útflutningsframleiðsl-
unnar rís ekki undir tilkostn-
bjarga okkur og bæta lífskjör
okkar, en nokkru sinni áður.
En skuggi hallarekstus fjöl-
margra atvinnufyrirtækja,
sem fyrst og fremst standa
undir útflutningsframleiðsl-
unni, skyggir á gleði okkar
yfir hinni miklu framleiðslu-
aukningu. Við verðum að
finna leiðir til þess, að reka
hin nýju tæki hallalaust, og
tryggja þjóðinni þannig af-
komuöryggi og eðlilegar um-
bætur á lífskjörum hennar.
Stökkbreytingar eru háska-
legar, og fela ekki í sér raun-
hæfar kjarabætur. Það er hin
örugga þróun, hin stöðugi hag-
vöxtur, sem byggist á traust-
um grundvelli, er skapar raun-
verulegar kjarabætur, og
byggir upp rúmgott og rétt-
látt íslenzkt þjóðfélag.
vegalögum. Skipting fjár milli
einstakra vega, hefur ekki
ennþá verið framkvæmd, og
mun vegaáætlun sennilega
ekki verða afgreidd fyrr en í
febrúar eða marz.
Þegar vegaáætlunin var í
fyrsta skipti afgreidd haustið
1963, lýsti ég þeirri skoðun
minni, að þrátt fyrir mjög
hækkuð framlög til vega- og
brúaaðgerða á Vestfjjörðum,
færi því mjög fjarri, að sam-
göngumál Vestfirðinga á
landi, yrðu leyst með þeim
fjárveitingum, sem vænta
mátti á vegaáætlun á næst-
unni. Svo stórkostleg verkefni
biðu úrlausnar í vegamálum
Vestfirðinga. Til þess að skap-
legt samband yrði skapað
innbyrðis milli byggðarlaga og
við aðra landshluta, þyrfti að
fara nýjar leiðir.
áði sínum. Á þetta t.d. við um
fjölda hraðfrystihúsa víðs
vegar um land, sem orðið hafa
að mæta stórhækkuðu kaup-
gjaldi og margvíslegum öðr-
um hækkunum á framleiðslu-
kostnaði, án þess að fá til-
svarandi hækkun afurðaverðs.
Togaraútgerðina tekur naum-
ast að nefna, svo djúpt er hún
sokkin í taprekstur og öng-
þveiti. Stór hluti vélbátaút-
gerðarinnar á einnig við mikla
erfiðleika að etja.
Gamla sagan hefur því eim
einu sinni endurtekið sig. Is-
lendingar gera sífellt meiri
kröfur á liendur útflutnings-
framleiðslunni en hún getur
risið undir.
Við Islendingar eigum í dag
glæsilegri og afkastameiri
framleiðslutæki en nokkru
sinni fyrr. Við ættum því að
hafa betri tækifæri til þess að
Afgreiðsla fjárlaga.
Alþingi lauk afgreiðslu fjár-
laga að vanda fyrir hátíðar.
Heildarniðurstöður þeiri'a á
sjóðsyfirliti, eru nú rúmlega
3,5 milljarðar króna. Er þá
gert ráð fyrir að greiðslujöfn-
uður verði hagstæður um tæp-
ar 17 milljónir króna. Vegna
stóraukinna niðurgreiðslna á
verði landbúnaðarvara innan-
lands, varð Alþingi að afla
nýrra tekna. Var það gert með
hækkun söluskatts um 2%.
Til niðurgreiðslu á vöruverði
innanlands, er nú varið á fiár-
lögum 543 milljónum króna,
og til uppbóta á útfluttar
landbúnaðarafurðir 183 millj-
ónum króna.
Þau útgjöld ríkisins, sem
mest hafa hækkað á síðustu
árin, eru framlögin til al-
mannatrygginga, skólamála og
heilbrigðismála ásamt útgjöld-
um til launagreiðslna ríkisins
og stofnana þess.
Fjármálaráðherra hefur lýst
því yfir, að skattalög muni
síðar á þessu þingi verða tekin
til endurskoðunar.
Hagsmunamál Vest-
fjarða.
Á síðastliðnu sumri, var
unnið að vega- og brúarfram-
kvæmdum á Vestfjörðum fyrir
meira fé en nokkru sinni fyrr.
Sér þessara framkvæmda víða
stað, enda þótt ekki hafi verið
náð neinum stórum áföngum.
Vegaáætlun hefur verið lögð
fyrir Alþingi, og er nú gert
ráð fyrir að hún gildi til 4ra
ára, samkvæmt hinu nýju
Lántökur til Vestf jarða-
vegar.
Við Vestfjarðaþingmenn,
sem styðjum ríkisstjómina,
höfum nú í haust rætt þessi
mál við samgöngumálaráð-
herra og fjármálaráðherra.
Höfum við nú fengið fyrirheit
þeirra um aukinn stuðning
við samgöngubætur á Vest-
fjörðum á landi, með svipuð-
um hætti og nokkur önnur
byggðarlög hafa hlotið undan-
farin ár. Er hér um að ræða
lántöku, vegna einstakra vega,
sem þýðingarmiklir eru, í senn
fyrir sambandið milli byggð-
arlaga og við aðra landshluta.
Munu þessar ráðstafanir koma
til afgreiðslu í sambandi við
samningu hinnar nýju vegaá-
ætlunar, sem kemur til kasta
Alþingis, þegar það kemur
saman í lok janúar.
Við þriðju umræðu fjárlaga
nú fyrir jólin, ræddi ég þessi
mál nokkuð. Tók samgöngu-
málaráðherra þá einnig til
máls og staðfesti að lántöku-
heimildir vegna þjóðvega þar
á meðal lántökuheimildir
vegna Vestfjarðavega, yrðu
afgreiddar í sambandi við af-
greiðslu vegaáætlunar.
Ég tel því öruggt, að aukið
f jármagn eigi að fást til ýmsra
þýðingarmestu vegafram-
kvæmdanna hér á Vestfjörð-
um, á næsta sumri. Ber og til
þess brýna nauðsyn.
Þá vil ég geta þess, að að-
ilar þeir, sem falið var að gera
áætlun um nauðsynlegar fram-