Vesturland - 03.07.1965, Blaðsíða 1
Samgöngubætur á landi meiri en nokkru
sinni fyrr skv. framkvæmdaáætlun Vestfjarða
1 sumar verður unnið að stórfelldari framkvæmdum í sam-
göngumálum Vestfjarða en fyrr eru dæmi. Alls nemur ríkis-
framlag til vegagerðar og brúa á þessu ári 20 milljónum króna,
sem veittar eru samkvæmt vegaáætluninni 1965—1968 og
af láni því, sem tekið var lijá Viðreisnarsjóði Evrópuráðsins.
Margar af þessum framkvæmdum eru þegar hafnar, eins og
getið hefur verið liér í blaðinu, en aðrar verða unnar á sumr-
inu. Vesturland hefur aflað sér upplýsinga um liinar einstöku
fjárveitingar til vega og brúa og jafnframt hvernig fyrir-
hugað er að liaga þessum framkvæmdum I sumar.
V E G I R
Til Vestfjarðavegar i Gilsfirði
eru á þessu ári veittar sam-
tals 450 þús. kr. og á að ljúka
þar um 620 m. löngum kafla
frá Slitrum að Mávadalsá.
í fyrra var hafizt handa um
að leggja nýjan veg á Vest-
f jarðavegi sunnan hingmanna-
heiðar og hefur nú verið und-
irbyggður vegur í botn Mjóa-
fjarðar. Þarf að bera allmikið
ofan í þann veg og er ætlunin
að vinna fyrir 800 þús. kr. í
þessum vegi í sumar, en halda
áfram að Auðshaugi næsta
sumar. Alls er áætlað að þessi
vegur kosti 15 milljónir króna.
I Barðastrandarvegi verður
unnið fyrir 1 milljón 220 þús.
kr. og er þar um að ræða
vegaframkvæmdir á leiðinni
frá Patreksfirði inn á flug-
völlinn á Sandodda við Sauð-
lauksdal, en einnig verður
Skersá brúuð í haust. Til
Kollsvíkurvegar eru veittar
150 þús. kr.
Til Bíldudalsvegar milli
Patreksfjarðar og Bíldudals
eru veittar á þessu ári 2,3
millj. kr. Búið er að leggja
nýjan veg frá Patreksfirði um
Mikladal upp á Kjöl og í
fyrrahaust var að mestu lokið
að ryðja upp vegi Tálknafjarð-
armegin. Á nú að Ijúka þeirri
vegagerð og einnig að vinna í
ár við veginn yfir Hálfdán
fyrir 900 þús. til 1 millj. kr.,
en á næsta ári er svo ætlunin
að vinna fyrir tæpl. 3,3 millj.
kr. við vegagerð yfir Hálfdán.
Til Trostansfjarðarvegar eru
veittar 500 þús. kr.
Til Ingjaldssandsvegar um
Sandsheiði eru veittar 125
þús. kr. á þessu ári og til
Flateyrarvegar eru veittar
555 þús. kr. og verður þar
haldið áfram vegagerð milli
Sólbakka og Hvilftar.
Til Súgandaf jarðarvegar eru
veittar í ár 400 þús. kr. og
verður lokið við kaflann um
Kvíanes og væntanlega tekinn
fyrir kafli á Botnsheiði frá
Hvíldarkletti í áttina niður í
Súgandaf jörð. Verður reynt að
finna út hvernig vegurinn á
að liggja í framtíðinni niður
í fjörðinn, en þar eru þrengsli
mikil og erfitt vegarstæði.
Til Vestfjarðavegar yfir
Breiðadalsheiði eru veittar í ár
2 millj. 620 þús. kr. Verður í
sumar reynt að ljúka vegar-
kaflanum, þar sem hætt var
í fyrrahaust. Er ætlunin að
taka sveig norður yfir ána hjá
Kerlingarhól og snúa þar við
og fara aftur suðuryfir og
komast til baka neðst í Skóg-
arbrekkum. Standa vonir til
að þessi kafli, sem er um 1,8
km. langur, bætist við í sum-
ar, en í fyrra var lagður um
eins km. kafli um Kerlingar-
hól. Hefur sá vegur reynzt vel
og með betri vegi á þessum
stað ætti að vera auðveldara
að ná snjó af honum.
Næsti áfangi á þessum vegi
er að fá samband við veginn
á móts við Efri-Breiðadal og
siðasti áfanginn er 1,2 km.
langur kafli niður á vegamót
Flateyrarvegar.
Ráðgert er að mæla fyrir
jarðgöngum um Breiðadals-
heiði í sumar. Árið 1958 voru
gerðar hallamælingar vegna
fyrirhugaðra jarðgangna, en
ekkert hefur verið ákveðið
hvar göngin eiga að liggja, en
þau munu fara í gegnum
Breiðadalsskarð og lækka
veginn um ca. 100 m. og verða
þannig í um það bil 500 m.
hæð. Er búist við að göngun-
um halli í átt til Önundar-
fjarðar og með tilkomu þeirra
verður hægt að sneiða hjá hin-
um miklu snjóalögum í Kinn-
inni báðum megin skarðsins.
Úr slíkum jarðgöngum fæst
mikið efni til fyllingar í vega-
gerð. Enn hefur ekki verið
gerð kostnaðaráætlun um þessi
jarðgöng, en í sumar verða
gerð jarðgöng við Stráka á
Siglufirði og þykir sjálfsagt
að bíða eftir reynslunni af
þeim framkvæmdum.
Til Bolungarvíkurvegar eru
veittar 1,5 millj. kr. á þessu
ári. Vegur þessi var opnaður
haustið 1949 og hefur aldrei
verið fullgerður. Vegurinn er
alltof mjór og hætta mikil á
grjóthruni. Talað er um að
reyna að ýta upp breiðum
stöllum, þar sem skriður eru
fyrir ofan, sem tækju við
grjóthruni, en slíkt hefur
verið reynt á Ingjaldssands-
vegi og á Gemlufallsheiði og
hefur gefizt vel. Með þessu
verður miklu minna grjóthrun
á veginn sjálfan, en hreinsa
þarf stallana af og til. Minnzt
hefur verið á þann möguleika
að byggja yfir veginn, en
slíkt er af sérfróðum mönnum
talin alltof dýr framkvæmd.
Þá er ætlunin að breikka veg-
inn með sprengingum við
hamra á eins km. kafla.
Til Djúpvegar frá Tunguá að
ísafjarðarflugvelli eru veittar
1,5 millj. kr. á þessu ári til
endurbóta á veginum og til að
byggja brú á Úlfsá, sem verð-
ur 7 m. breið og með gang-
brautum til beggja hliða.
Til Djúpvegar frá Hattar-
eyri að Eyri í Seyðisfirði eru
veittar ein millj. kr. og í
Skötufirði 700 þús. kr.
Til Vatnsfjarðarvegar í
Mjóafirði eru veittar 100 þús.
kr. og til Snæfjallastrandar-
vegar 100 þús. kr.
Til Strandavegar í Bæjar-
lireppi eru veittar 100 þús. kr.,
hjá Hólmavík 350 þús. kr.,
Veiðileysuliáls til Djúpavíkur
680 þúsund, í Reykjarfirði
285 þús. kr. og frá Eyri í Ing-
ólfsfirði að Ófeigsfirði 150
þúsund krónur.
Til Drangsnesvegar eru í ár
veittar 150 þús. kr.
Tekið skal fram, að ekki
verður unnið fyrir allt það fé,
sem að framan er talið, þar
sem í sumum tilvikum er um
að ræða skuldir frá fyrra ári,
en gera má ráð fyrir að til
viðbótar fáist að einhverju
leiti framlög til að vinna á
þessu ári upp í framlög ársins
1966. Hefur nú þegar fengizt
heimild ráðherra til þess að
vinna í sumar í Gilsfirði fyrir
620 þús. kr., sem er fjárveit-
ingin til þessa vegar á næsta
ári.
Þá hafa sýslunefndir Barða-
strandarsýslu farið þess á leit,
að leyft verði að vinna í sum-
ar fyrir 2 millj. kr. af fram-
lagi næsta árs í veginum sunn-
an iMngmannaheiðar og á
Bíldudalsvegi, m.a. til þess að
jafna vinnu milli ára, því að
gert er ráð fyrir svo miklum
framkvæmdum á næsta ári.
Er mál þetta nú í athugun.
Þá er einnig verið að vinna
að því að fá aukið framlag í
vegi til þess að koma Árnes-
hreppi á Ströndum í vega-
samband á þessu ári.
B R Y R
Til brúargerða eru fjárveit-
ingar á þessu ári sem hér seg-
ir: Hjarðardalsá í Mjóafirði á
Djúpvegi 391 þús. kr. Eyrará
í Kollal'irði á Vestfjarðavegi
522 þús. kr. Austurá á Þing-
mannaheiði 110 þús. kr. Þing-
mannaá og Brunndalsá á Þing-
mannadal samanlagt 300 þús.
kr. Korpudalsá í Önundarfirði
100 þús. kr. Hnífsdalsá 475
þús. kr. Bæjará í Nauteyrar-
hreppi 10 þús. kr.
Framlög þessi eru veitt af
brúarfé, en að auki er veitt fé
til brúar yfir Úlfsá af vega-
fénu, sem veitt er til vegarins
inn á ísafjarðarflugvöll og
og helmingur af kostnaði við
brú yfir Hnífsdalsá er greidd-
ur af vegafé.
Af þeim tölum, sem hér
hafa verið nefndar, sést að
alls er ríkisframlag til ný-
bygginga vega, viðhaldsfé ekki
meðtalið, 15 mill. 685 þús. kr.
á þessu ári og til brúa ein
millj. 908 þús. kr.
StSLUVEGIR
Þá liafa verið ákveðin ríkis-
framlög og heimaframlög til
sýsluvega, sem skiptast þann-
ig: (Talið í þús. kr.)
N-ísaf jarðarsýsla:
Ríkisframl. Heimaframl. Alls
157 151 308
V-lsaf jarðarsýsla:
254 140 394
V-Barðastrandarsýsla:
274 140 414
A-Barðastrandarsýsla:
94 46 140
Strandasýsla:
429 134 561
Samtals:
1.208 609 1.817
Þá er þess að geta, að fram-
lag ríkisins til gatnagerðar i
kauptúnum og kaupstað Vest-
fjarðakjördæmis var í fyrra
um 1,3 millj. kr. og er áætlað
jafn hátt í ár.